Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPT. 1967 - ERLENT YFIRLIT Framhald af bl3. 17 ingum. Stjórnin hefur öruggan meirihluta á þingi — 86 atkvæði — og þarf ekki að efna til nýrra kosninga fyrr en 1971. En ef stjómin tapar með miklurn mun í fleiri aukakosningum kemst hún í erfiða aðstöðu. Reynslan sýnir, að slíkax rikisstjórnxr eru valtar í sessi. Reynsla íhaldsmanna á árun- um 1961-62 er flestum enn í fersku mínni. íhaldsmenn biðu ósigur í hverjum aukakosning- unum á fætur öðrum og sjálfs- traust þeirra beið hnekki. Stjórn in lét ekki af völdum fyrr en 1964, en hún var völt í sessi og lítils megnug, þótt þingmeiri- hluti hennar væri traustur. Ástandið nú er að mörgu leyti ólík’t. Wilson hefur meiri tíma til stefnu, og ef allt verður með felldu ætti ástandið í efnahags- málunum að komast í sæmilegt horf næsta vor. Talið er, að í vetur verði tala atvinnulausra 800 þúsund eða ein milljón, en haustið 1970 eða vorið 1971 mun ástandið hafa lagazt svo mjög, að flestir hafa gleymt þessum töl- um. Aukakosningarnar. í West Walthamstow og Cambridge, þar sem jafnaðarmenn töpuðu einn- ig þótt það kæmi ekki á óvart þar eð um vafakjördæmi var að ræða, snerust nær einvörðungu um efnahagsmál. Það er eink- um tvennt, sem veldur kjósend- um áhyggjum: Vöruverð hækk- ar meira en laun og skortur er á atvinnu, einkum fyrir unglinga, sem lokið hafa skólagöngu. Viet- namstríðið og umsókn Breta um aðild að Efnahagsbandalaginu komu aldrei til umræðu. Næsta prófraun Verkamanna- flokksins verður aukakosnignin í Gorton, einní útborg Manchest- ers, síðar í haust, en þar verður barizt um þingsæti, sem staðið hefur autt síðan Konni Zilliacus, ákafur og óútreiknanlegur vinstrisinni, lézt í sumar. Meiri- hluti hans var 8,308 atkvæði, og Gorton var talið öruggt Verka- m'annaflokkskjördæmi þangað til flokkurinn tapaði kosningunum í West Walthamstow. Ef eins marg ir stuðningsmenn Verkamanna- flofcksins sitja heima í Gorton og uppi varð á teningnum í West WaLthamstow, hljóta jafnaðar- menn að bíða ósigur þar líka. Og íhaldsmenn hafa sterkan fram- bjóðanda: Winston S. Churchili, sonarson Sir Winston Churchills. Hann er aðeins 26 ára gamall. Lýðveldið í Rhodesíu? Horfur á samkomulagi milli brezku stjórnarinnar og stjórnar Ian Smiths í Rhodesíu hafa aldrei verið minni. Ekki kæmi á óvart, þótt Ian Smith lýsti yfir stofnun lýðveldis 11. nóvember, en þá verða liðin tvö ár síðan hann lýsti einhliða yfir sjálf- stæði nýiendunnar. Stjórnarflokkurinn í Rhodesíu, Rhodesíufylkingin, heldur flokks þing sitt 28. september, o.g þá er búízt við að fram verið bornar háværar kröfur um, að stjórn Smith hætti öllum tilraunum sín um til þess að komast að sam- komulagi við Breta. Smith og ráðherrar 'hans vilja gjarna kom ast að samkomulagi svo að endi Blaðburðarfólk óskast í nokkur hverfi í Hafnarfirði Talið við afgreiðsluna. Amarhraun 14, sími 50374. Wi O t* 4 Utt Wfl i í> BALLETTSKOLI EDDU SCHEVING Skólinn tekur til starfa í næstu viku. Kennt verður á tveim stöðum í vetur. K.R.-heimilinu fyrir Vesturbæ, Miðbæ, og Hlíðar, við Laugalæk fyrir Laugar- nes, Kleppsholt og Voga. Innritun daglega í síma 23-500 frá kl. 10—12 f.h. og 3-—5 e.h. _ Trygging fyrir réttri tilsögn í dansi. D S I verði bundinn á efnahagslegar refsiaðgerðir gegn landinu, og þeir sækjast mjög eftir því að fleiri erlend ríki viðurkenni stjórn þeirra. Smith tók skýrt fram í viðtali nýlega, að ef samkomulag ætti að nást, yrðu Bretar að ganga að skilyrðum Rhodesíustjórnar. En hann bætti því við, að viðræður mundu ekki tefja störf stjórn- laganefndair, sem værí að semja nýja stjórnarskrá fyrir Rhodeíu. Búizt er við, að nefndin ljúki störfum á næsta ári, en svo get- ur farið að lýst verði yfir stofn- un lýðveldisins áður en störfum hennar lýkur. í umræðum Allsherjarþingsins hefur George Brown, utanríkis- ráðherra Bréta, ítrekað, að brezka stjórnin muni ekki grípa til valdbeitingar gegn Rhodes- íu og hún sé andvíg efnahags- legri styrjöld gegn Suður- Afríku. Kosningar á Spáni hundsaðaB1 Franco, þjóðarleiðtogi Spánar, hefur skipað Luis Carrero Blanco aðmírál varaforseta í stað Augustin Munoz Grandes hershöfðmgja, sem sagði af sér í júlL Hinn nýi varaforseti er einhver dyggasti samstarfsmað- ur Franco og hefur um langt skeið verið voldugur að tjalda- baki. Hann er mjög ihaldssamur, svo að ekki er að vænta mikilla breytinga á stefnu Franco, en það kemur betur í ljós þegar ný stjórn verður mynduð í byrjun næsta árs. Fyrstu almennu kosningarnar, sem fram hafa farið á Spáni frá því borgarastyrjöldinni lauk fyrir 31 ári, verða haldnar 10. október, en þær munu valda litl- um sem engum breytingum. Samkvæm,t nýju stjórnarskrár- lögunum fær helmingur þjóðar- innar — heimilisfeður og giftar konur — að kjósa 104 af 563 með limum neðri deildar þingsins (cortes), en að venju verða aðrir þingmenn kosnir af verkalýðs- félögunum, sem eru undir eftir- liti stjórnarinnar, bæjar- og sveitarstjórnum, héraðsþingum og menningar- og stéttarfélögum. Nokkrir þingmenn eru skipaðir. Þótt hér sé stigið smáskxef í lýðræðisátt, hafa andstæðingar Francos ákveðið að ‘ hundsa kosningarnar. Leiðtogar stærstu ólöglegu stjórnmálaflokkanna, kristlegra demókrata, sósíalista, sósíaldemókrata Oig kommúnista, ákváðu að vísu í júlí að bjóða fram í kosningunum, en breyttu ákvörðun sinni þegar í ljós kom, að samkæmt gildandi reglum" hafa þeir ekki hina minnistu möguleika á að reka árangurs- ríka 'kosningabaráttu, hvað þá að vinna þingsæti. Nú er fram- boðsfrestur útrunninn, og Franco þarf ekki að óttast gagn- rýni á hinu nýja þingi. Allir stjórnmálafLokkar eru bannaðir nema fiokkur stjórnar- innar, Þjóðhreyfingin, og enginn átti að fá að bjóða sig fram í kosningunum nema hann ynni Þjóðhreyfingunni hollustueið. Einnig var þess krafizt, að fram- bjóðendur legðu fram meðmæli frá meðlimum fráfarandi þings, og héraðsþingum eða undirskrift ir 0,5% íbúa viðkomandi hér- aðs. Þessi ákvæði urðu til þess, að margir andstæðingar stjóm- arinnar hættu við að bjóða sig fram. Margir frambjóðendur eru embættismenn héraðsstjórna eða fyrrverandi embættismenn, liðs- foringjar eða kaupsýslumenn og iðjuhöldar, sem tengdir eru stjórninni. Þar sem um litla sem enga keppni verður að ræða í kosn- ingunum, beinist athyglin að vali Francos á þeim mönnum, sem hann sjálfur skipar í neðri deild þingsins og í efri deild þess. Einnig verður beðið með eftirvæntingu eftir myndun nýrrar stjórnar á næsta ári. En skipun Blancos í embætti vara- forseta bendir til aukinna áhrifa íhaldsmanna, og ekki er ólíklegt að bandalag Shaldsmanna og fal- angista taki við að Franco iátn- um, en hann er nú að búa í hag- inn fyrir eftirmann sinn. Frá Matsveina og veitingaþjónaskóíanum Námskeið fyrir framreiðslustúlkur 8 vikna námskeið fyrir framreiðslustúlkur hefst 3. október næstkomandi. Kennsla verður bæði bók- leg og verkleg. Kennt verður þrjú kvöld í viku, á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 20—22.25. Innritun fer fram í skrifstofu skólans 28. og 29. september kl. 15—17. Sími 19675. SKÓLASTJÓRINN. Landsmálafélagið Vörður Almennur félagsfundur verður haldinn í Sjélfstæðishúsinu fimmtudaginn 28. september næstkomandi kl. 8.30. Fundar- efni: Forsætisráðherra dr. Bjarni Benedikts- son, ræðir um vandamálin sem við er að etja. Síðan verða frjálsar umræður. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.