Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPT. 1967 MAYSIE GREIG: m Læknirinn og dansmærin Hún brosti og snerti við hand- leggnum á honum. — Ég fyrirgef yður. Og mér finnst ekki sjálfri, að barnfóstra ætti að vera úti fram yíii klukkan tvö að nóttu. — Eg skal ekki hegða mér illa oftar. En minnizt þess, að ég þrái yður. Ég elska yður. Yvonne. Við gætum gift okkur, þegar ég er búinn að ganga frá skilnaðinum. — Verið þér ekki að hugsa um það. Ég held ekki, að þér séuð neitt alvarlega ástfanginn af mér. — Jú, það sver ég, að ég er. I>að er hart að eiga alla þessa peninga og geta svo ekki fengið stúlkuna, sem maður vill fá. Loksins tókst henni að afsaka sig og komast í herbergið sitt. Hún fleygði sér á rúmið. Hún var alveg frá sér og tárin hrundu niður á koddann. 10. kafli. Næsta dag kom Tim. Hann hafði farið í ameríska sjúkrahús- ið og fengið þar heimilisfangið hennar. — En hvers vegna skrifaðirðu mér ekki í klúbbinn? sagði hann. — Ég fékk ekki frá þér nema eitt póstkort, svaraði hún, gremjulega. — Ég veit það. Hann brosti vandræðalega. Ég er heldur ónýt ur við bréfaskriftir. En það þýð- ir ekki sama sem að ég elski þig ekki. Og þú elskar mig, er það ekki? — Ég veit ekki, Tim, sagði hún. — En ég skoða þig að minnsta kosti sem bezta vin minn. — Ég á ofurlitla aura núna, sagði hann. — Hvers vegna hlaup um við ekki bara til og giftum okkur? — En þegar þú ert búinn með aurana, á hverju eigum við þá að lifa, Tim? Og hvar fékkstu þessa aura, ef ég má spyrja? Hann glotti: — Ég fékk þá lánaða út á arfinn. Þegar pabbi deyr, fæ ég talsvert. Og gætum við ekki verið áhyggjulaus þangað til? — Það gæti ég ekki verið, Tim. Og sízt ef þú heldur áfram að spila fjárhættuspil Hann yppti öxlum. — Farðu nú ekki að vera svartsýn. Þú veizt, að ég get ekki lifað án þess að spila. Það er mér lífið sjálft. En það var erfitt að vera lengi reið við Tim. Brátt fann hún að hún var farin að hlæja með hon- um, og svo fóru þau með Dickie niður í víkina að synda. Dickie hændist strax að Tim. Tim hafði eitthver lag á krökkum. Eins og á kvenfólki, hugsaði hún með sjálfri sér, gremjulega. Hvers vegna vildi hann iíka fara að eiga hana, þegar hann gat valið úr hópi af aðalsstúlkum? Þessi bugsun hélt upþi hug- rekkinu hjá henni, sem hafði annars verið orðið heldur bág- borið. Að minnsta kosti átti Tim þó enga kærustu, eins og Marcel. Hún bjóst ekki við, að neitt gæti hindrað þau í að giftast. Hann yrði alltaf fjárhættuspilari, en margar konúr voru nú giftar fjárhættuspilurum og lifðu það af. Og ef illa færi, hafði hún alltaf starf sitt til vara. Marcel hafði sagt henni, að eftir svo sem mánuð mundi hún geta dansað aftur. En eina meinið var, að þrátt fyrir alla töfra Tmis, elskaði hún hann samt ekki eins mikið og Marcel. Hún gat ekki sleppt Marcel úr huganum og heldur ekki faðm- lögum hans og kossum. Tim bauð henni út með sér um kvöldið, og brást illa við, þegar hún sagðist ekki geta farið vegna skyldustarfa sinna. — Slepptu þessari vinnu, sagði hann. — Ég á nóga aura í bili til að framfleyta okkur báð- um. Og hver veit líka nema ég verði heppinn í spilabankanum? — Og svo gætirðu líka tapað öllu. Ætli það verði ekki gamla sagan? Hún andvarpaði. — Þú ert óbetranlegur, Tim. Ég vildi óska að þú gætir haldið þig frá þessum bölvaða spiiabanka. — Það kynni ég að gera, ef þú vildir fara út með mér, sagði hann. — En ef þú vilt það ekki, hvernig í skrattanum á ég þá að drepa tímann? Og til hvers varstu yfirleitt að taka þessa atvinnu. Hún sneri sér, að honum í ör- væntingu. — Ég varð að fá ein- hverja vinnu. Ekki get ég slegið mér peninga, hvar sem er, og Hennesy-hjónin eru mér mjög góð og greiða gott kaup. — Hann er milljónari, er það ekki. — Jú, margfaldur. — Ekki hefði ég neitt á móti því að klófesta svo sem hálfa milljón, sagði hann. — Þá væri maður betur settur. — Gerði hann það? Tim glápti á hana. — Fyrir hvað, ef ég má spyrja. Eða má ég kannski ekki spyrja? — Hann vildi láta mig taka þátt í skilnaðarmáli með sér. — Þú meinar ekki, að þú hafir gefið honum afsvar? — Ég vildi ekki eiga við það, svaraði hún. — Mig grunar, að hann sé orðinn ástfanginn af mér. — En þú hefðir nú getað ráð- ið við hann, fyrir því. Það má vera heimskur kvenmaður, sem ekki getur ráðið við karlmann. — Það kann vel að vera, að ég sá bjáni, en ég hef bara ekki mikla æfingu í að ráða við karl- menn. Ekki get ég látið þig hætta að spila. Og ég held ekki að ég gætið látið Aron Hennesy hætta að draga sig eftir mér, ef ég samþykkti tilboð hans .... Og svo er Marcel, hugsaði hún en sagði það ekki. Hún hafði ekkert séð til Marcels siðan á föstudagskvöld- ið var. Hún gekk út frá því, að Alise væri komin. Jæja, það náði þá ekki lengra. Hún yrði bara að brosa og láta sem ekk- ert væri, og reyna að jafna sig. — Mér finnst þú ættir að plata sveitamanninn, sagði Tiim. — Og þá gæíum við lifað kónga- lífi á eftir. Þá mundum við auð- vitað gifta okkur. — Svo að þér væri þá sama þó að ég lenti í skilnaðarmáli? Hann yppti öxlum. — Já, því ekki það. Og ekki sízt ef það gilti hálfa milljón dala. Það kynni að verða eitthvert smá- uppistand hjá fjölskyldunni, en það mundi allt jafna sig. For- eldrar mínir yrðu bara fegin að vera laus við mig. Hún hristi höfuðið. — Ég gæti aldrei gert það, Tim. Ég mundi neyðast til að láta undan hr. Hennesy. Mér mundi finnast hann vera búinn að kaupa mig. - Þú ert nú óþarflega vand- fýsin, sagði hann ertandi. — En samt elska ég þig eins og ég veit ekki hvað. Hann kyssti hana á nefið. Hún hló og ýtti honum frá sér. Þetta var of opinber staður fyrir ástaratlot. Dickie, sem var að busla í grunnu vatni, kynni að sjá þau á hverri stundu. Og auk þess hafði hún, eins og nú á stóð, enga löngun til ástar- atlota Tims. Til þess var hún of ástfangin af Marcel. — Kallaðu á strákinn í land oig við skulum fá okkur skottúr til Cannes og fá okkur eitt glas í Carltonhótelinu, sagði hann. — Ég vissi ekki, að þú hefðir bíl. Hann hló. — Ég ætlaði bara Umtöluð og spennandi ný ís- lenzk skáldsaga. Listræn kápumynd eftir Hall- grím Tryggvason. VerS aðeins 95.00 kr., 264 blað síður. Bókaútgáfan Tvistur Parísarbúðin Austurstræti 8. Verzlunarstörf Nokkur fyrirtæki innan samtakanna óska að ráða nú þegar eftirtalið starfsfólk: 1. Afgreiðslustúlku (ekki yngri en 20 ára) í raftækjaverzlun við Laugaveg. 2. Skrifstofustúlku til að annast vélritun og bréfaskriftir. Vinnutími V2 daginn eða 2—3 daga í viku allan daginn. 3. Pilta og stúlkur í matvöruverzlanir. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kaupmannasamtakanna, Marargötu 2. KAU PM AN N ASAMTÖK ÍSLANDS BLÓMLAU!tAR AFAR HAGSTÆTT VERÐ, MARGAR TEGUNDIR. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND. Blóm og ávextir HAFNARSTRÆTI 3. SÍMAR 23317 og 12717.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.