Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPT. 1967 19 FRÁ AÐALFUNDI HEIMDALLAR: 566 nýir félagar frá 1. nóv. 1966 — Ólafur B.Thors, deildar- stjóri, endurkjörinn formaður félagsins AÐALFUNDUR Heimdall- ar, F.U.S. var haldinn fimmtudaginn 21. sept. í Himinbjörgum, félagsheim- ili Heimdallar. Fundarstjóri var kjörinn Ragnar Kjart- ansson framkvæmdastjóri og fundarritari Vigfús As- geirsson menntaskólanemi. Formaður félagsins Ólafur B. Thors flutti skýrslu og var hún samþykkt. Óla-fur B. Thors var endurkjörinn formaður félagsins. Birtast hér meginþættir skýrslu stjórnarinnar. Aðalfundur var haldiinn mið- vikudaginn 26. okóber 1966 og ný stjórn kjörin. Stjórnina skipuðu þessir menn: Formaður: Ólafur B. Thors, lögfr. Meðstjórnendur: Ár- mann Sveinsson, stud jur; Árni Ól. Lárusson, nemi; Björg ólfur Guðmundss., verzlm.; Gunnar Gunnarsson, stud oecon; Gunnlaugur Claessen, stud jur; Hörður Einarsson, lögrr.; Jón Magnússon, nemi; Magnús Gunnarsson, nemi; Niels Chr. Nielsen, nem.i; Páll Bragi Kristjónss., stud jur; Steinþór Júlíusson, verzlm. Stjórnin skipti þannig með sér verkum: Varaformaður var kjörinn Björgólfur Guðmundsson. Rit- ari Jón Magnússon. Gjaldkeri Steinþór Júlíusson. Steinþór Júlíusson sagði af sér gjaldkerastarfi í júlímán- uði og var þá Páll Bragi Krist- jónsson kjörin til starfsins. Á starfsárinu hefur verið haldinn 51 stjórnarfundur. Framkvæmdastjórar á starfs- árinu voru 3. Jóhannes Long, Sigurður Ág. Jensson og Jón Magnússon. Hér verða rakin helztu atriði félagsstarfseminn- ar. I. FUNDARHÖLD. a) Klúbbfundir Klúbbfundir hafa alls verið 9 á starfsárinu. Þátttaka hefur verið 30-70 félagar á hverjum fundi. 12. nóv. Dr. Bjarni Bene- diktsson forsætisráðh. Breyt- ingar á stjórnmálabaráttu. 3. des. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamiálaráðherra: Mennta- mál. 21. jan. Jófhannes Nordal, seðlabankastjóri: Bankakerfið á íslandi. 11. feb. Eysteinn Jónsson, form. Framsóknarflokksins: Framsóknanflokkurinn. 4. marz. Ólafur Björnsson, prófessor: Horfur í viðskipta- málum. 1. apríl. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra: Fj'ármála- stjórn ríkisins. 15. apríl. Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra: Kosninga- barátta og unga fólkið. 3. júní Dr. Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra: Stjórn- málaviðhorfið. 9. sept. Magnús Jónsson, fjármálaráðherra: Ástand og horfur í efnáhags- og fjármál- um. b) Málfundir. Málfundir voru 2 á starfs- árinu. Hinn 16. marz: „Hægri umferð“, framsögumenn á þeim fundi voru þeir: Pétur Sveinbjarnarson, umferðafull- trúi og Bjarni Lúðvíksson, stud jur. Hinn 30. marz: „Lækkun kosningaaldurs og önnur ald- ursákvæði", framsögumenn voru þeir Pétur Kjartansson, menntaskólanemi og Vigfús Ásgeirsson, menntaskóla- nemi. c) Stjórnmálanefnd. Stjórnmálanefnd undir for- ystu Jóns E. Ragnarssonar hélt fundi vikulega fyrri hluta starfsársins, en sjaldan þegar voraði. Nefndin tók til meðferðar ýmis mál er varða stjórnmál almennt og Sjálfstæðisflokk- inn. Nefndin gerði drög að ávarpi Heimdallar til reykvískr ar æsku vegna alþingiskosning anna, sem síðan var áfgreitt af stjórn félagsins og samdi til- lögú að stjórnmálaályktun Heimdallar sem lögð verður fyrir þennan fund. d) Launþegaklúbbur. Launþegaklúbbur starfaði innan félagsins eins og undan- farin ár. Formaður klúbbsins var Kristján Kristjánsson. Laun þegaráð skipað 18 mönnum starfaði innan klúbbsins og hélt þrjá fundi. Yfirstjórn klúbbsins var í höndum þriggja manna fram- kvæmdanefndar. Framkivæmda nefndina skipuðu þeir Kristján Kristjánsson, Sigurður Ág. Jensson ritari og Ingi Torfa- son, meðstj. Farin var kynnis- ferð til Akraness og Sements- verksmiðja ríkisins skoðuð. Eitt kvikmyndakvöld var á vegum klúbbsins. Gefinn var út fjórblöðungur, sem. fylgirit Morgunblaðsins, „Launþeginn“. Umsjón með út gáfunni hafði Magnús L. Sveinsson. e) Erindi. 8. des. Davíð Ólafsson: Sjáv- arútivegsmál. 12. jan. Magnús Óskarsson, lögfr.: Um fundarsköp. 17. jan. Þór Vilhjálmsson, próifessor: Um ræðumennsku. 9. feb. Jóihann Hafstein, dóms málaráðlherra: Framkvæmda- vald og stjórnsýsla. 3. marz. Fundur Heimdaliar- félaga úr V.í. með Siigurði Magnússyni, kaupmanni: Verzl unarmál. f) Umræðufundur. Eirnn umræðufundur var á árinu þann 10. feb. um störf og stefnu Framsóknarflokksins. g) Kappræðufundur. Þann 4. apríl átti félagið kappræðufund við „Félag ungra jafnaðarmanna". Efni fundarins var: Þjóðnýting, op- inber rekstur og verðgæzla. Ræðumenn af Heimdallar hálfu voru þeir Birgir ísL Gunnars- son, Hörður Einarsson og Sig- finnur Sigurðsson. Ólafur B. Thors h) Frambjóðendafundur. Stjórn Heimdallar tók upp það nýmæli að halda fundi með nokkrum frambjóð'endum flokksins sl. vor. Fundir þessir urðu alls 5. 10. apríl: Pétur Sigurðsson alþm. 17. apríl: Ólafur Björnsson alþm. 27. apríl: Auður Auðuns aflþm. 11. maí: Sveinn Guðmundss. forstj. 19. maí: Birgir Kjaran, hag- fræðingur. Kynning liðina stjórnmála- skörunga 22. nóv.: Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, um Ólaf Thors. j) Fulltrúaráðsfundir. Fulltrúaráðsifundir voru 4 á árinu, þann 10. jan., 31. marz, 28. júní og 24. ágúst. 0 II. FÉLAGSHEIMILI. Mar-givísleg starfsemi fór fram í félags'heimilinu „Him- inbjörgum“ svo sem discothque, plötudansleikir o.fl. Félagsheimilið var opið flesta vii’ka daga. í september- byrjun var kjallarinn í Val- höll lagfærður og var því fé- lagsheimilið lokað meðan á því stóð. Formaður félags- heimilisnefndar var Kornelíus Sigmundsson og síðan Stefán Pálsson. a) Kynningarkvöld. 23. nóv. V.í. 4. des. M.R. 2'2. jan. III. 'bekkur V.í. 3. feb. I. bekkur V.í. 10. féb Gagnfræðasikó'li Vest- urbæjar. 5. maí. M.H. b) Kvikmyndakvöld. Kvikmyndakvöld voru alls 10 á starfsárinu. Umsjónar- menn á kvikmyndakvöldunum voru þeir Rafn Gestsson og Jóhannes Long. c) Jóla- nýárs- og þrettánda- fagnaður. Heimdallarfélagar í Mennta- skólanum í Reykjavík stóðu fyr ir jólafagnaði í félagsheimil- inu þann 28. des. og Hd. félag- ar í Verzlunarskó'la fslands fyrir nýársfagnaði þann 2. jan. Félagsheimilisnefnd stóð fyr ir þrettándafagnaði þann 6. jan. d) Þjóðlagakvöld. 1 þjóðlagakvöld var í vetur. Þeir Heimir Sindrasson og Jónas Tómasson sáu um kynn- ingu á erlendum þjóðlögum. III. 40 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ. Heimdallur varð 40 ára 16. feb. sl; í tilefni þess var haldið afmæliáhóf í veitingafhúsinu Lídó þann 18. feb. Gerðir voru sérstakir afmælisfánar, gefið út afmsélisrit og tveir fjórblöð- ungar sem fylgirit Morgun- blaðsins. Kom sá fyrri út af- mælisdaginn og hin.n síðari 18. feb. Nok'krir félagar voru sæmdir gullmerki félagsins fyrir frá- bær störf í þágu þess. Þeir voru: Birgir ísleifur Gunnarsson, Bjarni Beinteins- son, Styrmir Gunnarsson, Jó- hann Ragnarsson, Jón E. Ragn- arsson, Magnús L. Sveinsson, Ólafur Egilsson, Ólafur Jens- son, Ra.gnar Kjartansson. IV. ÚTGÁFUSTARFSEMI. a) Félagið gaf út tvö við- skiptablöð (auglýsingablöð) fyrir jólin. Handbækur s/f. söfnuðu auglýsingum í bæði blöðin og Heimdallarfélagar sáu um dreifingu þeirra um borgina. b) Félagstíðindi komu út einu sinni á starfsárinu, um- sjón með útgáfunni hafði Ár- mann Sveinsson. c) Heimdallarsíðan kom út viku- til hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuðina. Ritstjórar voru þeir Sigurður Ág. Jens- son, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, og Þorsteinn Pálsson. d) í tilefni af 40 ára afmæli félagsins voru gefnir út tveir fjórsíðungar sem fylgirit Morg unblaðsins. Umsóikn með þeim var í höndum Ármanns Sveins- sonar, Árna Ól. Lárussonar, Jóns Magnússonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. e) Jólakort voru send til fé- lagsmanna samkvæmt venju. f) Spjall um ræðumennsku þýtt úr tímaritinu Rotarian var prentað og sent félagsmönnum. g) Afmælisrit var gefið út og dreift til félagsmanna. í rit- stjórn þess voru þeir Ármann Sveinsson, Björn Bjarnasson og Hörður Einarsson. h) „Launþeginn" fjórblöð- ungur, fylgirit Morgunblaðs- ins sem Launþegaklúbburinn sér um, kom út einu sinni. Umsjón með útgáfunni hafði Magnús L. Sveinsson. ÖNNUR VIÐFANGSEFNI. 1. 17. landsfundur SjáKstæð- isflokksins var haldinn 20.-22. apríl og sóttu fundinn u.þ.b. 80 Heimdallarféíagar. 2. B.Æ.R. Ársþing B.Æ.R. sóttu af hálfu Heimdallar Jóhannes Long, Jón Magnússon og Krist- ín Sigurðsson. 3. Sumarferðir. A: Helgarferð á Hveravelli. B: Helgarferð í Þrastarskóg. 4. Kynnisferðir. a) Kynnisferð í Alþingi 30. jan. Jóihann Hafstein, dóms- • málaráðherra sýndi þátttak- endum húsið og reifaði sögu Alþingis. b) Kynnisferð í borgarstjórn 13. marz. Geir Hallgrímsson, borgarstjórn sýndi þátttakend- um saili borgarstjórnar og ræddi um starfsemi hennar. 5) Leikhúsferð. Efnt var til leikhúsferðar 2. feb. að sjá leikrit Matthíasar Johannessen: „Eins og þér sá- ið“ og „Jón Gamli“. Yfi.r 100 manns tóku þátt í leikhúsferð- inni. 6) Kosningar. Bfnt var til kosningaskemmt unar í Lídó þann 4. júní. Ræðu- menn voru: Ármann Sveinsson, Haraldur Sumarliðason og Kristín Si.gurðsson. Fór slkemmt unin vel fram, húsfyllir var. Miki-11 fjöldi Heimdellinga starfaði við kosnignaundirbún- inginn og á kjördag. 7) Dansleikir. 3 dansleikir voru haldnir á vegum félagsins á starfsárinu. Urðu þeir félaginu allgóð tekjulind. 8) Nýir félagar. 566 nýir félagar bættust i hópinn á starfsárinu. 9) Fjáröflun. Stjórn félagsins skipaði seinni hluta ágústmánaðar 20 félagsmenn í fjármálanefnd. Verkefni nefndarinnar er að leysa fjármálavandræði félags- ins. 10) Gjafir. Félaginu bárust margar góð- ar gjafir á afmælisdaginn, bæði frá einstaklingum og félögum. Að skýrslu formanns lokinni tók Eggert Hauksson til máls og gerði grein fyrir tillögu stjórnmálanefndar að ályktun aðalfundarins, en lagði til að hún yrði tekin til afgreiðslu á framihaldsaðalfundi 3. okt. n.k. og var það samþýkkt. Jón Magnússon gerði grein fyrir tillögu uppstillingarnefnd ar um stjórn félagsins 1967- 1968. í henni eiga sæti Ólafur B. Thors, deildarstjóri, for- maður. Meðstjórnendur, Andrés Andrésson, verzlunar- skólanemi, Árni Ól. Lárusson, stund phil.; Björgólfur Guð- mundsson, verzlunarmaður; Guðbrandur Árnason, hagfræð ingur; Ingi Torfason, húsasmið- ur; Jón Sigurðsson, verzlu- arm.; Magnús Hreggviðsson, verzlunarskólanemi; Pétur Sveinbjarnarson, umiferðarfull- trúi; Sigurður Ág. Jensson, Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.