Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPT. 1967
17
O,
ERLENT YFIRLIT
Franco og hinn nýi varaforseti Spánar, Blanco aðmíráll.
Svartsýni h]á SÞ
U THANT, framkivæmdastjóri
Samieinuðu iþjóðanna, 'hefur sjald
an eða aldrei verið jafnsvart-
sýnn og í ræðu þeirri, er hann
flu.tti við setningu 22. Allslherjar
þingsins í síðustu viku, og það
var ekki af ástæðuiausu eins og
fréttaritari brezka blaðsins
Sunday Times bendir á. Fáir
Ian Smith
fulltrúar á þinginu sjá nokkra
von til þess, að deilurnar fyrir
bötni Miðjarðarhafs eða í Viet-
nam verði leystar í bráð, og ræð
ur formælenda risastórveld-
anna, Gromykos uitanríkisráð-
herra og Goldbergs, aðalfulltrúa
Bandaríkjanna hjá S>, fylltu þá
vonleysi þegar í byrjun. Ræða
Gromykos var gömul plata frá
dögum kalda stríðsms, og ræða
Goldber.gs var næstum óskiljan-
leg vegna lagfæringa, ssm gerðar
voru á henni í Washington.
Samt sem áður eru nokkrar
vonir bundnar við fund þann,
er U Tthant ihefur efnt til með
utanríkisráðherrum Bretlands,
Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og
Frakklands og faatafulltrúum
þessara landa hjá SÞ. U Thant
hélt svipaðan fund með góðum
árangri fyrir fjórum árum, þeg-
ar Berlín var aðalágreiningsefn-
ið, og vonar hann að þessi fund-
ur verði jafnárangursríkur,
þannig að nýir möguleikar á sátt
um í Vietnam og Austurlöndium
komi í ljós. Rússar munu í fyrsfiu
hafa verið tregir til að taka þátt
í fundinum vegna deilunnar við
Kínverja.
Fréttaritari Observer segir
hins vegar, að Rússar geti ekki
tekið þátt í tilraunum til að
koma á friði í Vietnam, þar sem
ómögulegt sé fyrir þá að láta
líta svo út, að þeir styðji ekki
stjórn Norður-Vietnam, og því
muni Gromyko hafa tekið skýrt
fram, að Rússar muni leggjast
gegn öllum umræðium um Viet-
nam á vettvangi SÞ. Skilyrðis-
laus stöðvun loftárása Banda-
ríkjamanna á Norður-Vietnam
sé helza forsendan fyrir vilja og
getu Rússa til þess að fá Hanoi-
stjórnina að setjast að samn-
ingaborði. Blaðið telur þetta
styðja þá skoðun U Thants, að
samningaviðræður geti hafizt
eftir tvær til þrjár vikur, ef
Bandaríkjamenn hætti loftórás-
um, og mun Gold'berg hafa reynt
að sýna ibandarísku stjórninni
fram á þetta.
Sérfræðingur blaðsins í mál-
efnum kommúnistaríkja, Lajos
Lederer, segir það aftur á móti
álit austur-evrópskra dipló-
mata, að loftárásir Bandaríkja-
manna á Norður-Vietnam hafi
gert svo mikinn usla og reynt
svo á þrek þjóðarinnar, að völd
stjórnarinnar séu í hættu nema
því aðeins að aukin aðstoð ber-
ist frá Spvétríkjunum og samið
verði við Bandaríkin. Lífskjör
fólksins íhafa aldrei verið jafn-
slæm síðan heimsstyrjöldinni
lauk, aukin sundrung hefur gert
vart við sig í norður-vietnamska
kommúnistaflokknum og staða
Ho Chi Minhs sjálfs hefur veikzt.
í síðustu viku ákváðu Rússar
að auka aðstoðina við Hanoi, en
jafnframt reyna þeir að fá norð-
ur-vietnamska leiðtoga til að
semja við Bandaríkjamenn, þótt
þeir reyni að breiða yfir það.
Rússar hafa hert á þessum til-
raunum síðan Kosy.gin og
Johnson ræddust við í Glassboro
í sumar, segir Lederer. Hann
segir, að leynifundir hafi verið
haldnir í nokkrum höfuðborg-
um Austur-Evrópu í þeim til-
gangi að finna samningsgrund-
völl, og Bandaríkjamenn hafi
átt í leynilegum könnunarviðræð
um við fulltrúa Hanoi og Viet-
cong.
Atthygli hefur vakið, að Kosy-
gin sagði þegar samningurinn
um hina auknu aðstoð Rússa við
Norður-Vietnam var undirritað-
ur, að nýlega hefðu opnazt
möguleikar á friðsamlegri lausn
Vietnam-málsins, en þar átti
hann við hina nýju stefnuskrá
Vietcong og ummæli, er norðiur-
vietnamski forsætisráðherrann,
Pham Van Dong lét falla nýlega.
í stefnuskrá Vieteong er m.a.
gert ráð fyrir sjáifstæðu og hlut-
lausu Suður-Vietnam, og Pham
forsætisráðherra sagði, að samn-
ingaviðræður gætu (hafizt, þeg-
ar Bandaríkjamenn hættu loft-
árásum sínum.
Beinar viðræður
*
krafa Israels
Áður en fundir Altsiherjar-
þingsins ‘hófust í síðustu viku,
sagði einn af meðlimum ísraelsku
sendinefndarinnar, að markmið
þeirra væri að koma í veg fyrir,
að Sameinuðu þjóðirnar eða
stórveldin hefðu afskipti af
deilu ísraelsmanna og Araba,
eins og 'hann komst að orði. Síð-
an júníistríðinu lauk hafa ísra-
elsmann haldið því fram, að
þessi deilumál verði ekki leyst
nema með beinum samningaivið-
ræðum. Þeir eru minnugir þess,
að sigrar þeirra í Súezstríðinu
höfðu lítil áhrif á þá samninga.
sem þá voru gerðir, vegna af-
skipta stórveldanna og telja
að beinar samningaviðræður
nú muni koma í veg fyrir að
þetta endurtaki sig.
ísraelsmenn voru því skiljan-
lega lítt hrifnir af þeirri yfir-
lýsingu U Thants, að beinar við-
ræður væru ekki raunlhæfar að
svo stöddu, og tóku dræmt í til-
lögu hans um, að SÞ sendi sér-
legan fulltrúa til landanna fyrir
botni Miðjarðarhafs. Þeir .telja
einsýnt, að skipun slíks fulltrúa
geti veitt Aröbuim átyllu til þess
að ræða ekki við ísraelsmenn
beint. í stað þess að snúa sér til
Ísraelsmanna muni Arabar
skjóta máli sínu til fulltrúans,
en þetta er það sem ísraels-
menn vilja forðast.
ísraelsmenn tnúa því, að tím-
inn sé þeirra megin og Arabar
muni að lokum neyðast til að
semja við þá beint. En til þess
að þetta takist þurfa þeir á
stuðningi Bandaríkjamanna að
halda, og þess vegna vakti það
fögnuð í ísrael, þegar Arthur
Goldberg ítrekaði í umræðum
Allsherjarþingsins þá afstöðu
stjórnar sinnar, að Arabar yrðu
að viðurkenna ísrael sem ríki.
En engar viðræður (hafa farið
fram milli ísraelsmanna og
Araba síðan stríðinu lauk, þóitt
Arabar Ihafi reynt með milli-
göngu þriðja aðila að ganga úr
gkugga um, 'hvað ísraelsmenn
vilja semja um. Svör ísraels-
manna hafa verið óljós, þar sem
þeir eru staðráðnir í að neyða
Araba til að biðja um samkomu-
lag. ísraeismenn hafa fyrst og
fremst áhuga á viðræðum við
Nasser, forseta Egyptalands, og
Feisal Saudi-Arabíukonung, þar
sem þeir einir geti samið um
varanlegan og öruggan frið. Við-
ræður við Hussein Jórdaniiukon-
ung geta aðeins leitt til sam-
komulags um vesturbakka Jór-
dan.
Nasser vill
ekki semja
Ekkert bendir til þess, að
Nasser forseti hafi áhuga á við-
ræðum við ísraelsmenn í bráð.
Aftur á móti bindur hann tals-
verðar vonir við ákafar tilraunir,
sem hann hefur gert að undan-
förnu til þess að útskýra af-
stöðu Arába gagnvart ísraels-
mönnum. Áður en utanríkisráð-
herra Egypta, Mahmoud Riad,
hélt til New York að sitja Alls-
herjarþingið, hafði hann heim-
sótt Moskvu og Belgrad og
rætt við fulltrúa flestra er-
lendra rökja í Kairó og eirj-
lenda fréttaritara.
Utanríkisráðherrann sagði
diplómötum og blaðamönnum,
að Nasser hefði gert ýmsar til-
slakanir til þess að komast að
samikjomualgi við Breta og Banda
ríkjamenn, sem hann telur hús-
bændur ísraelsmanna, og nú.
væri röðin komin að þeim að
sýna samkomulagsvilja. Hann
benti á, að Nasser hefði sam-
þykkt á Khartoum-ráðstefnunni,
að olíubanninu gegn Vesturlönd-
um yrði aflétt (sennilega hefði
hann ekki getað komið í veg
fyrir að olíuflutnignar hæfust
að niýju), hann hefði diregið úr
áróðri gegn Vesturveldunum og
leyft að bandaríski háskólinn í
Kaíró yrði opnður á ný.
En allar þessar ráðstafanir
miða að því að fá fyrstog fremst
Bandaríkjamenn til að skipa
ísraeLsmönnum að hörfa frá
Súezskurði og munu ekki leiða
til beinna samninga við fsra-
elsmenn. Nasser vili ekki verða
við kröfu Ísraelsmanna um bein-
ar sam.ningaviðræður, því að ai-
menningsáLitið í Egyptalandi og
öðrum Arabalöndum krefst
herskárrar stefnu og viii ekki
frið við ísraeL
Hvað tekur við
í Bretlandi?
Stjórn Harold Wiisons verður
lengi að ná sér eftir ósigurinn í
aukakosningum þeim, sem fram
fóru í síðustu viku í West
Wadthamstow, gömlu og grónu
Verkamannaflokskjördæmi, þar
sem meirihluti flokksins var
9.000 atkvæði í síðustu þingkosn
Framhald á bls. 18
Frá undirritun samningsins um aukna hernaðarlega og efnhagslega aðstoð Rússa við Norður-
Vietnam. Þeir sem undirrituðu voru V. N. Novikov, varaforsætisráðlierra Sovétríkjanna og Le
Than Ngy, varaforsætisráðherra Norður-Vietnam.
Winston S. Churchill og kona hans, Minne. Sigrar hann í Gorton?