Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPT. ÍWT Útgefandi: Hf. Áryakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaístræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símj 22-4-80. 1 lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. STÚDENTAFJÖLDINN IT'ámenni íslenzku þjóðarinn- 4 ar skapar ýmis vandamál, en kostir þess eru margir, m. a. þeir, að við eigum að geta veitt hverjum einstökum þjóð félagsþegn betri menntun en gerist með öðrum og fjöl- mennari þjóðum. Að viásu marki hefur okkur tekizt það. Ólæsi, sem enn er fyrir hendi víða um heim, þekkist ekki hér á landi. í augum annarra þjóða er það mikilsverður áfangi, þótt okkur virðist hann sjálfsagður. Hins vegar hefur okkur óneitanlega mis- tekizt í öðrum efnum. í umræðum um landsprófið og fræðslumál hefur það komið fram, að um 10% af hverjum aldursárgangi ljúka stúdentsprófi hér á landi. 1 álitsgerð, sem dr. Wolfgang Edelstein vann að fyrir Fræðsluskrifstofu Reykjavík- ur fyrir tveimur árum, er gert ráð fyrir, að stúdentafjöldinn verði um 16% af hverjum aldursárgangi 1970. Þess sjást enn engin merki, að líklegt sé að því takmarki verði náð. Til samanburðar má geta þess, að skv. áætlunum um stúdentafjölda í nokkrum Evrópulöndum, sem gerðar hafa verið í samvinnu við OECD, munu 25,5% hvers aldursárgangs í Júgóslavíu ljúka stúdentsprófi 1970, 24% í írlandi, 22% í Noregi, 22% í Svíþjóð, 19% í Frakklandi, 14% í Austurríki og 11,5% í Danmörku. Þessar tölur sýna raunar, að við erum ekki þeir einu, sem við þetta vandamál eiga að etja. Danir standa á svipuðu stigi og við og Aust- urríki líklega nokkuð betur. Þess ber líka að geta, að Svíar munu komnir langt fram úr þessari áætlun nú þegar og er talið að um 35% hvers ald- ursárgangs í Svíþjóð Ijúki stúdentsprófi. Þær þjóðir, sem búa við svipuð lífskjör og við, leggja nú mikla áherzlu á, að fjölga stúdentum og þeim sem afla sér sérmenntunar á æðstu menntastigum. Á þetta er lögð slík áherzla vegna þess, að það er nú almennt viðurkennt, að möguleikar þjóðanna til þess að bæta lífs- kjör sín standi í beinu sam- bandi við það fjármagn, sem lagt er til menntamála og þann fjölda sérmenntaðra manna, sem þjóðirnar eiga. Við íslendingar höfum ef til vill ekki gert okkur full- nægjandi grein fyrir þessari staðreynd, en það er tími til kominn að við gerum það og jafnframt að stefnt verði að því að stórauka fjölda þeirra, sem ljúka stúdentsprófi þegar á næstu árum. LÆRUM AF REYNSLUNNI Ojálmar R. Bárðarson, skipa skoðunarstjóri, hélt fund með fréttamönnum í fyrra- dag, þar sem hann ræddi ítar- lega um Stígandaslysið. Um- mæli skipaskoðunarstjóra á fundi þessum sýna glögglega, hve umfangsmikið og marg- þætt starf er nauðsynlegt til þess að tryggja svo sem verða má öryggi fiskiskipa okkar á hafi úti. Eftir björgun skipverjanna var um það rætt, að vistir hefðu verið takmarkaðar í björgunarbátunum. Skipa- skoðunarstjóri vekur athygli á, að skipshöfnin á Stíganda hafi verið við góða heilsu eft- ir að hafa nærzt á þeim vist- um sem í bátnum voru í 5 sólarhringa. Þess ber þó að gæta, að skipstjórinn sýndi mikla hagsýni og fyrirhyggju í skömmtun á matnum. Þau ummæli skipaskoðunarstjóra, að ekki hafi verið neyðarsend ir fyrir gúmbáta í þeim munu vekja töluverða athygli og ekki síður að krafa um slíkt hefði tvisvar verið skráð í eftirlitsbók skipsins. Nauð- synlegt er að læra af þeirri reynslu, sem fengizt hefur af Stígandaslysinu og því full ástæða til að taka undir loka- orð skipaskoðunarstjóra: „Hér er sérstakt tækifæri til að læra af reynslunni og meta hvað kann að hafa verið ábótavant í skipi, búnaði þess, björgunartækjum og síðast en ekki sízt í siglingu, hleðslu og meðferð skips og tækja.“ NÝJUNG í STARFI LAUNÞEGA- SAMTAKA F'élagasamtök launþega hér *■ á landi hafa lengi ein- skorðað starf sitt við það eitt að krefjast hærri launa fyrir félagsmenn sína. Á síðustu árum hefur nokkur breyting á orðið í þessum efnum. Laun þegasamtökin hafa m. a. hafið byggingu orlofsheimila fyrir meðlimi sína og eru Ölfus- borgir myndarlegasta dæmi um það. Á hinn bóginn hafa laun- þegasamtökin lítið gert að því að kynna félagsmönnum sín- um þær atvinnugreinar sem þeir starfa við, vandamál þeirra og verkefni og fram- tíðarmöguleika. Verzlunar- BREZKA btaðið „The Daily Telegraph“ skýrði frá því fyr ir skömmu, að þess væri lík- lega skammt að bíða, að eitt helzta vandamálið við rekst- ur svifnökkvanna yrði leyst. Hefði nýlega náðst mikils- verður árangur í rannsókn- um og tilraunum á þessari gerð skipa og yrði skýrt frá þessu í næsta mánuði, þegar hleypt verður af stokkunum nýjum svifnökkva, er á að geta tekið allt upp í 800 far- þega. Svifnökkvi þessi SR.N4, sem á að geta farið með 80 mílna hraða á klukkustund verður í ferðum yfir Ermar- sund. Hann mun fullgerður kosta um 1.750.000 sterlings- pund. í stóruim dráttum er hér >um að næða endurbót á „piliginu” svomefnda, þ.e. hiinini teygj - a/nlegiu hlif, sem er yfir þrýeti Loftpúðu niuim, eem nökkivinn svífur á. „PiLsiU'n.um“ hefur haett til að nifna eða sikemm- asit á annan 'hátt, þegar skip- ið hefur fanið yfir hrjóstrugt land eða knappan öldur. — „PiLsið“ er um það bil 120 om á þeim isvifnökkv.um, siern þegar eru í áætlunanferðum en verður nú — á nýjia. nökkv anum — 280 cm. Va.ndamáLið vair að finna efni, sem — j.afnfriamt því að vera. nægi- Lega sveigjainlegt, vaeri naegi- Lega sterkt tii afð þoLa öldiu- högg og harða hluti á Landi. Þeir, sem þeigar hafa bekið svifnökkva í sína þjónustu fyrst og fremst kvantað yfir „pilsunum“, þau haifa þurtft stöðugra viðgenða og endur- bóta við og það Ihefur hleypt riekstursikositnaðinum veru- lega fnam. í BretLandi er.u það aðal- Lega eftirtaldir aðilar, siem noitað hatfa sviifnökkvann: — Hoverlloyd, sem annazt hef ur ferðir milli Ramsgate og Calaiis, Hoventnaivel, sem flultt hefur meira en milljón far- þega á svilfnökkvum til Wi.gtLnt eyju, — og Sieaspeed, aem einnig haldur uppi siglingu til Wiglht eyju fná Souitihaimpt on og Poritsmoutih. Sem fyrr segir, verður nýi svifniökkvinn tilibúinn í naesta má-nuði. Hann er sm'íðaður á Wiglht eyj.u, verðuin 105 lestir. og nærri 50 metrar að lengd. Gerðair verða tilraiunir með hann á landi í sex vi'kur, áð ur en honum verður hleypt 1 vatn. Fynst'i SR.N4 svifnökfcvinn verður í flerðum miilli Dover og Calais eins og áður sagði. Hann verður útbúinn þannig, að ha.nn .geti borið 260 far- þega og 30 biifreiðairi. Tveir aðnir svifnökkvar af þessari gerð hafa verið panitaðin til ferða yfir Ermiarsund og bíðta fr.amleiðendur mieð mik'illi eftirvæntingu eftir því að sjiá, hver reynslan verðun aif notk un þeirra. Hún mun senni- Leg.a skera úr um framtíð þessa fur0ufana:rtaekis. mannafélag Reykjavíkur, sem nú mun fjölmennasta laun- þegafélag landáins, hefur nú ákveðið að ryðja brautina í þessum efnum og halda fundi, þar sem teknar eru til um- ræðu þýðingarmiklar atvinnu greinar, sem verzlunarfólk starfar að. Ástæða er til að fagna þessu frumkvæði Verzlunar- mannafélagsins og taka undir orð Guðmundar H. Garðars- sonar formanns VR í viðtali við Mbl. í gær, er hann sagði: „Það er skoðun mín, að öll barátta og starfsemi verka- lýðshreyfingarinnar verði að byggjast enn rneir á aukinni þekkingu og réttu mati á þeim möguleikum, sem ís- lenzkir atvinnuvegir bjóða á hverjum tíma.“ Norskir bdtar selja erlendis Bergen, 23. sept. NTB. SAMKVÆMT frásögn dagblaðs- ins Bergens Tidende mun ein- hverja næstu daga lögð fram kon umglegr tilskipun, sem beinist a(3 því, að fá stjórn yfir Iöndun hrá- efnis úr norskum fiskibátum í mjöl- og olíuverksmiður erlend- is. Þetta verður trúlega fram- kvæmt á þann veg, að slík bein. lönduini geti aðeins farið fram. með sam.þykki og í sam'vinniui við viðkomandi aðila í Noregi. Nokkrir norskir bátar, sem verið hafa að veiðum í Norður- sjónum, hafa landað aflanum erlendiis fyrir mu.ni Lægra verð, en þeir gætu fenigið í Noregi. Mikill meiriihluti sjómanna ger- iæ sér grein fyrir, að þetta hef- ur hættu í för með sér og verða1 því trúlega ánægðir með til- sikipun konungs. Kvenstúdenta- félagið veitir styrki KVENSTÚDENTAFÉLAG ís- lands hiefur nýlega veitit 3 náims styrki að upphæð kr. 40.000.00, sem skiptast þannig: Bergljót Magnadóttir, til náms í náttúrufræði á írlandi, kr. 15.000.00. Guðrún Óskarsdóttir, til náms í lyfjafræði í Danmörku, kr. 12.500.00. Eufemia Hannah Gísladóttir, til náms í dýralæknisfræði í Danmörku, kr. 12.500.00. (Fréttatilkynmng frá Keenstúdentafélagi íslands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.