Morgunblaðið - 01.10.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKT. 1967
3
Sr. Jón Auðuns dómprófastur:
Hvað myndi hann segja?
SÍÐUSTU sunn'udagana hötftum
við skoðað myndir atf Jesú, mynd
ir, sem guðspjöliin . hatfa geymt.
Þær hatfa e. t. v. sýnt þér sitt
hvað, sem þú ert ekki vanur að
þér sé sýnt. En það hlýtur að
v©ra girnilegt tii fróðleiks að
vita, hverniig samtíðarmenn hans
sáu ‘hann.
Þessar myndiir eru fjarri því
að getfa fuillikomna mynd atf Jesú.
En þaer sýna vissa drætti hennar,
sem tíðum gleymasit en eru þó
áberandi í þeirri mynd af hon-
um, sem guðspjöllin geyma.
Hvernig sér þú Krist? Sér þú
að jaifnaði mynd hins djarfa,
vægðarlausa siðbótarmanns og
höfund nýrrar trúar? Eða hetfir
þú oftar fyrir augum einhiverja
viðki v æm n is 1 ega s i Ikikápuiglains -
mynd atf honum? He'lgimyndirn-
ar atf thonum eru S'já'Lfsa'gt gerð-
ar í „góðri trú“. Þær votta sjálf-
sagt flesta-r lotningu manna fyr-
ir honum og löngun til að hefja
hann í hærra veldi en aðra
menn.
Það út atf fyrir sig er eðlilegt.
En fja-rskalega eru margar þess-
ar myndir ólíkar myndum hans
sumum, sem guð'spjöllin hatfa
varðveitt. Allt kann þetta' að
vera eðlilegt.
Svo er persóna hans víðtfeðm,
svo er leyndardómu'r veru hans
djúpur, að þau djúp hefir eng-
inn kannað til botns. Túlkendur
hans hafa aðeins náð misjafh-
lega langt niður í djúp veru
hans. Hann er enn, eins og Albert
Sohweitzer saigði: Hinn óþekkti.
En ekíki getum við svokallaðár
játendur hans skuldað hon.um
minna en það, að leita þess, að
hafa um hann það eitt, sem sann-
a,st má finna.
Við 'höfum verið að reyna að
gera akkiur 'ljóst, hvernig sam-
tíðarmenn hans sáu 'hann fyrir
19 öldum. En hvað myndi hann
segjla við mig og þig í daig, ef við
mættum honum á veginum, sæj-
um, heyrðum 'hiann á þessum
sunnudagsmongni’?
Myndi hann hefja upp róm og
flytja vel samda, trúfræðilega
predikiún? Ekki er það .líklegt.
En hvað myndi hann segja?
Hann færi naumast að tala um
meyjarfæðingu sína, því að að
því hní'ga sterk rök, að hann
hatfi sjálfur aldrei heyrt hana
nefnda á nafn.
Myndi hann fara að boða þér
friðþægingarlærdóm, sem varð
til í hiuga 'guð'fræðinganna lö.ngu
eftir dauð'a hanis? Tæplega
mýndi bann gjöra það.
Myndi hámn spyrja þig, hvort
þú hefðír laugað þig hreinan af
allri .synd í blóði sinu, blóði
lambsins? Barnaskapur, því að
launlheljga'rnaT mun hann ekki að
nokkru m.arki hafa þekkt og
þann lauisnarveg, sem þær
kenndu.
Myndi hann segja- þér eitthvað
um 'Samband dauða síms og fyr-
irgefningar syndanna? Eklki er
það trúilegt að áliti mikillhæifra
guðfiræðinga og 'kirkj'umanna,
sem fullyrða, að sjálfur hatfi
hann ekikent slíkt kenn.t.
Myndi hann segja þér, að ógn-
ir dauðiains og þau harmkvæli ÖÍH
hefði Guð lagt á einkasoninn, til
þess að þau borguðu syndir, sem
þú myndir drýgja tveim ánþús-
undum síða.r? Þú veizt, að ebker-t
í þá áttina myndi ha.nn segja við
þig og ekki aétlast til þess, að
þú tryðir í dag öl'Lu þvi, sem í
hugiskoti kynslóðanna hefir vakn
að, þegar þær voru að reyna að
gera sér ljósa leyndardómama
um hann.
Hvað myndi hann segja?
Mynd,,i hann ekki segja hið sama
og hainn sagði uppriisinn við Pét-
ur, þar sem hann stóð á vatns-
bakkanum og vinir 'ha.ns, lærd-
sveina.rnir, þekktu hann ekki:
„Fylg þú mér“!
Er ekki þessi sá kjarni fcris'tin-
dómsins, að ailt annað verður
aufcaatriði hj'á því?
Ken'ningar um hann fœðast
feigar. Mínar kenningair og ann-
arra. En fylgdin við 'h.a.nn leiðiir
til lítfs, sem aldrei deyr.
Frakkar styðja kröfuna
um stöðvun loftárása
— U Thant hvetur til stillingar v/ð Suez
New Yor.k, fix septemlber.
— (NTB-AP) —
UTANRIItlSRAÐHERRA
Frakka, Maurice Couve de Mur-
ville, hvatti til þess á Alisherj-
arþinginu í dag, að Bandarikja-
menn gerðu ákveðnar ráðstafan-
ir til að binda enda á styrjöld-
ina í Víetnam. Hann tók undir
kröfurnar um, að Bandarikja-
menn hætti skilyrðislaust loft-
árásum sínum á Norður-Víetnam
og lagðist gegn tillögum Banda-
ríkjamanna um að SÞ hafi milli-
göngu um að leysa deiluna.
í Washingiton sagði Jóhnson
forseti í daig er hann sæmdi
undiirtforimgja heiðursmeriki fyr-
ir hnsys'til'ega framgöngu í Víet-
nam, að Banda'rífcjamenn mundu
halda áifram að beiita hervaidi
í Víetnam þarngað til Norðuir-
Vietnamistjórn gæfi til kynna að
einhver von væri til þess að
mötg'Ullieikar væru á því að finrna
réttláta lausn á stríðin.u. Enginn
hatar stríðið og manndrápi.n
meira en ég, sagði fórsetinin.
í ræðu sinni sagði Couve de
Murville, að það værii blekking
að haida að SÞ gæti leyst Víet-
namdeiliuna og hann lagðist einin
ig gegn þeirri .tillögu Bamdaríkja
stjórnar að Öryggisráðið taki
þáttf í ti.lraiun.unum ti.l að binda
enda á styrjöldina. Ráðlherrann
sagði, að tækj'u Bandanílkin ekki
frumkvæðið nú, teldu Frakikar
að við öðru væri ekiki að búastf,
en að háð yrði vonilaus barátta
um óálkveðinn tíma í Víetnam.
Þessi barátfta væri gagnslaus því
að ailir væru sammála um að
herna'ðarileg lausn vaeri óhuigs-
andi.
Skýrsla um Súez
U Thant tframkvæmdastjóri)
sendi í dag Öryggisráðinu
skýrslu, þar sem hanm skoraði
á ísraelsmenn og Egypta að
gæta s'tillingar við Súezs-kurð,
þar sem 50 mienn féllu í stór-
skotaliðs'orruistu í gær. í skýrsl-
urani segir U Thant, að yfirmað-
ur eftirlitsnetfndar SÞ, Odd Bull
hershöfðingi, telji að komast
hetfði mátt hjá möngurn þeim
bardögum er geisað hatfa að und-
antförnu etf báðir aðilar Ihetfðu
sraúið sér tii etftirli'tsnietfndarínn-
ar.
Frank Aitfcen, aðistoðanutan-
ríkisráð’herra írlands, hvatfti tii
þess á Allisherjariþiniginu, að U
Thant sendi série.gan fulltrúa til'
Austurlanda nær til að kannai
möguileika á fniðsamlegri lausn
án þess að bíða þess að þimgið
veiti honum umboð til að senda
slíkan tfu.lltrúa.
Vopnaeftirlit?
Ba ndarísk a u tanríkisráðuneytf-
ið og sendiraefnd Rú.ssa hjá SÞ
víisuðu í dag á 'bug þeirri frétft
,,New York Times“, að stjórnir
Band'aríkj'anna og Sovétníkjamnai
hetfðu orðið ásáttar um að tak-
marka vopnasendingar sinar til
Au.sturlanda nær.
Séff yfir orlofsheimilin í Fnjóskadal.
Orlofsheimifi norðlenzkra verka-
lýðsfélaga í Fnjóskadal
SMÍÐI þeirra tíu húsa, sem Al-
þýðusamband Norðurlands er að
láta reisa að Illugastöðum í
Fnjóskadal, er nú langt komin.
Þau verða orlofsheimili ýmissa
verkalýðsfélaga og keypti Al-
þýðusamlband Norðurlands jörð-
ina Illugastaði í þessu skyni
haustið 1966, en hún hefur ekki
verið í ábúð nú nokkur ár.
Þarna í innanverðum Fnjóska-
dal er veðursæld mikil og sum-
anhitar, berjalönd ágæta og land
vel fallið til skógræktar.
Hvert land er 45 fermetrar að
flatarmáli, þrjú svefnherbergi,
setustofa, borðkrókur með eld-
unartækjum, snyrtdklefi og
steypubað. Húsin eiga að vera
tilbúin til afhendingar 1. júní
1968 og er umsamið kostnaðar-
verð hve-rs þeirra 400.000 krónur
með fyrirvara um bneytingar á
kaupgjaldi og verðlagi. Húsin
eru úr timbri á steyptum grunni,
stöðluð og gerð að mestu á verk-
stfæði en sett samian á Illuiga-
stöðum. Þau verða hituð upp
með rafmagni.
Tréverk h/f. á Dalvík tók verk
ið að sér en framkvæmdastjóri
þess er Ingólfur Jónsson, seim
einnig er venkstjóri á verkstæði.
Verkstjóri á byggingarstað er
Sveinn Jónsson.
Húsin eru öll seld. Verkalýðs-
lélagið Eining á Akureyri á þrjú
hús, Iðja, félag verksmiðjufólks
á Akureyri, tvö, Sjómannafélag
Akuxeyrar eitt, Verkalýð.sfélag
Húsaví'kur, eitt, Verkalýðsfélagið
Vaka, Sigiiuifirði, eitt, Venkalýðs-
félögin á Sauðárkróki, Aldan
og Fram eitt, og Hið íslenzka
prentarafélag eitt.
Skipulag 'hefur þegar verið
gert .fyrir 17 hús og er ætlunin að
steypa og ganga frá grunnum
sjö húsa nú í haust svo að unnt
verði að fullgera götur og vatns-
og skólp- og rafmangsleiðslur
fyrir allt hverfið samtímis.
Allþýðusamband Norðurlands
hefur séð um samninga vegna
venksins og annast allar sameig-
inLegiar friamkvæmdir.
x
>
r
r