Morgunblaðið - 06.10.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 06.10.1967, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967 Skín við sólu Skagafjöröur EKKI hirði ég í svipinn að muna, hvort það var haustið 1927 eða 28, er éig sem otftax lnam í heimsón til frænku minm ar. Sigrúnar Kjartansdóttur frá Mosfelli, að anda að mér iikn- rílku'm ævintýrum, sem við átt um sameiginleg úr Grimsnesi og Skaftatfellssýslum, að þar ~var fyrir norðlenzkur piltur, sem ég hiatfði ékki séð áður. Kjartan var meira að segja seztur við Mjóðfærið og þeir byrjaðir og spila og syngja, og kamnir úr jökkunum þó gestur inn væri þar í fyrsta sinn, Þetta var hrásl'agalegt haustkvöld. Þó andrúmsloft þessa óvenju- lega íslendingahúss væri að jafnaði mettað háfleygri söng- list, og enginn hræddur við að sýna að hann væri svolítið druhkinn af henni, — og það héldu huldukonur vörð um all- ar dyr —, var nú feominn í bæinn sá gestur, sem greinlega skar sig úr í hópi hinna mörgu sól- dýrkenda er tíðum leituðu hjartarúms á heimili prestsekkj- unnar. - Þetta var djarflegur og falleg- ur piltur, þó hann væri dáiítið feiminn öðru hverju, og röddin var þá þegar guilhrein og bor- in uppi af karlmannlegum þrótti og trú á framtíðina, þó óviss hlyti að sýnast lítt reynd- um sveitaidreng norðan frá ís- hafi. Og árin liðu í fjarlægð sem gerir mennina mikla. En arfur- inn úr föðurhúsum reyndist þeim mun háværari í sálinni sem hann mátti sín minna á bahka- reikningL En það er hægt að bjangast án bankai, og jafnvel feamast áfram, en ekki án stórra drauma sálarinnar. Og piltur- inn lét ekki blekkjast þó læ- vísar raddir gerviævintýris hvísluðu óþolinmóðar um guð- legan uppruna, sem mundi lyfta honum þjáningalaust í hásæti listanna. En upplag Stefáns Guðmundssonar var ekki af þeim toga, sem lætur freistast til undanbragða, ag honum tókst með hjálp Guðs og góðra manna að ná því marki, sem hinn himinfagri Skagafjörður gerði kröfu til. Piiturinn varð jafngild ur í Róm og á Króknum. 0 Þó ofdýrkendur taekninnar séu stundum dálítið leiðinlegir, og áreiðaniega varhugavert að afhenda þeim heim ofekar með húð og hári, eins og víða sýnist Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. SLIPPFÉLAGIÐ f REYKJAVÍK H.F. V erzlunarhúsnæði Verzlunarhúsnæði við Laugavegi óskast til leigu eftir árcimót. Tilboð sendist Mbl. merkt: „667“. Vetrarkápur - ódýrar Ný sending af vetrarkápum, skinnlausar kr. 1800, með stórum skinnkraga kr. 2300. Kjólar, lítil númer kr. 500.— LAUFIÐ, Laugavegi 2. 3ja herbergja íbúð með húsgögnum óskast fyrir sænskan tæknifræð- ing sem starfar við Ál-verksmiðjuna í Straumsvík. Há fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 52485. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 2.3., 28. og 30. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á Borgarholtsbraut 3 neðri hæð þing- lýstri eign Ingimars Einars Ólafssonar, fer fram á eigninni sjálfri í dag föstudaginn 6. október 1967 kl. 10.30 að kröfu Einars Viðars hrl. og fl. Á sama tíma fer fram uppboð á rishæð hússins Borgar- holtsbraut 3 þinglýstri eign Sigurðar Ottóssonar. BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI. stefnt að, hlýtur maður á stund- um að taka djúpt ofan fyrir þeim. Hvað mundum við ekki vilja borga t.d. fyrir að eiga sjónvarpsþátt með Jónasi Hall- grímssyni? Að mega leyfa böm- um okkar að ganiga með honum — næstum í raun og veru — feringum Sfcjaldbreið, um Lamba hilíðar og uppá Hlöðufell. Kanske hefðum við þá ráð á að friða kísilgúrinn í MývatnL O Við eigum nú rödd Stefáns fs- landi á tónböndum og hijómplöt um og brot af sál hans að auki. Eina þeirra var ég rétt í þessu að hlusta á, qg mér komu samstund- is í hug orð þjóðsfeáldsins: „Skín við sólu Skagafjörður“. Þetta var siannarlega rödd þjóðskáldsins! Rödd og hjarta heimssögv- ara með andbiæ af Drangey og Grettlu. R. J. Stefán ísIandL — Myndin er tekin 1929 eða um það leyti sem hann kom fyrst tli Reykjavíkur frá Sauöárkróki Vinarkveðja til Steiáns íslandi sextugs Kæri Stefán. Eftir því sem maður sjálfur eldist, eldast líka vinir manns. Nú síðast ert þú orðinn sextug- ur, þóitt ekki sjái það á þér, að þú berir svo stóran árabagga á baki. Hér verður ekki rakin ævi- saga þín, ekki heldur reynt að gera skil áratuga helgri þjón- ustu þinni í hofi sönggyðjunn- ar — aðeins rifjaðar upp ör- fáar minningar, sumar persónu legar, aðrar sameign íslendinga í þúsundatali. Slík almenningseign eru t.d. minningarnar um söngskemmt- anir þínar hér heima á árunum milli 1930 og 40. Það mun hafa verið um 1935, sem ég heyrði þig fyrst, á Akureyri. Þá varst þú á einni af þínum miklu sig- urförum um landið, sem enginn maður hefir farið slíkar, fyrr né síðar. Ekki var ég þá í nein- um vafa um, að þ úættir skil- ið allt það lof og alla þá al- menningshylli, sem þér féll í skaut. Og þó að ég viti nú, að minnið er svikult í þeim efn- um og lítt sé að treysta dóm- greind unglings á milli ferm- ingar og tvítugs, eins og ég var þá, finnst mér þó enn, að ég hafi sjaldan eða aldrei heyrt þvílíka rödd sem þín var, jafn hlýja, mjúka, hreina og bjarta, en þó tindrandi af skaphita og listrænum tilþrifum. Hún mátti með sanninum heldur „þykja englaröddum lík en manna“, eins og sagt var um söngrödd annars Skagfirðings löngu fyrr. Af hinu taginu er minningin um það, hvað ég skalf á bein- unum, þegar ég um sama leyti heimsótti þig í hótelherbergi þínu, til þess að færa þér mín- ar fyrstu vanburða tónsmíðar. Jafnan hef ég verið þér þakk- látur fyrir hve ljúfmannlega þú tókst mér, þótt ekki tækjust þá með okkur persónuleg kynni, sem varla var von. Það var ekki fyrr en löngu síðar, og áttir þú þá inni á við- skiptareikningi okkar ótal ánægjustundir, er þú hafðir um — að ógleymdu annarra þjóða fólki — á árunum, sem á milli voru. Ég hafði þá með höndum rekstur Sinfoníuhljóm- sveitarinnar, og þú varst hing- að korninn á hennar vegum til þess að syngja Austurbæjar- bíói hlutverk Don José í óper- unni Carmen. Ég hef orðið þess var, að mörgum er enn minn- isstæður þessi flutningur á Carmen og hlutdeild þín í hon- ura, og vissulega þykist ég muna glöggt flest atvik er þar urðu. Því er ekki að neita, að þú hafðir fullorðnast nokkuð frá því ég heyrði þig fyrst og það kann að vera, að æskuljómi raddarinnar hafi ekki verið hinn sami og áður. En í stað- inn var þá kominn sá alvöru- þungi, sem á rætur í dýpra skiln ingi á viðfangsefninu og lyftir því að lokum hærra. Að eldast er nefnilega ekki bara að hrörna heldur líka — fram eft- ir öllum aldri — að þroskast. Ég vona að við séurr báðir enn að þroskast. Enn minnisstæðari en Carm- en er mér samt ferð okkar með óinfoníuhljómsvextinni til Vest- mannaeyja um sama leyti. í flug vélinni á heimleið stofnaðist v’inátta okkar, sem ég vona að haldist, meðan við lifum báðir. Hef ég ekki fleiri orð um það, — vil aðeins bakka þér tryggð þína fyrr og nú, hreinskilnina, þegar stundum hefði verið auð- veldara að vera óhreinskilirn, og drenglyndi þitt, sem ég met mikils. Síðasta árið hafa fundir okk- ar verið tíðari, ekki sízt í kaffi- stofu Tónlistarskólans. Þangað — eins og hvert sem þú ferð — hefur fylgt þér hressandi norð- lenzkur gustur, sem samkenn- arar þínir allir munu óska að njóta sem lengst. Svo mikill Skagfirðingur ertu enn, þrátt fyrir 36 ára nærri samfellda veru utanlands. Þú ert, Stefán minn, einn þeirra manna, sem allir íslend- ingar standa í þakkarskuld við. Sú skuld verður aldrei greidd. En einstöku sinnum má láta sjá, að munað sé eftir henni. Og hvenær skyldi það gert, ef ekki á slíkum degi. Þess vegna vona ég, að þú umberir þessa fátæk- legu afmæliskveðju, og bið ykk- ur hjónin að taka við innileg- um árnaðaróskum okkax, Sigur- jónu og barna minna. Þinn einlægur. Jón Þórarinsson. Starfsfólk Búr- fellsvirkjunar - mótmælir ummælum í Dagens IMyheter um ísl. verkafólk MBL. barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Verka- mannasambandi íslands: Þann 2. október sl. var hald- inn fjölmennur fundur starfs- fólks við virkjunarframkvæmd- irnar við Búrfell og var þar ein- róma samþykkt ályktun sú, sem hér fer á eftir: Almennur fundur starfsfólks við Búrfellsvirkjun, haldinn að Sámsstöðum mánudaginn 2. októ- ber 1967, lýsir undrun sinni og megnri óánægju vegna greinar þeirrar, sem birtist í sæniska blaðinu Dagens Nýheter, 8. sept. sl. í grein þessari, sem er viðtal við Anton Johansson, sænskan verkfræðing hjá Sentab, sem er aðili að Fosskraft sf., er gefin mjög röng og niðrandi hugmynd um islenzkt vinnuafl. Um leið og fundurinn mót- mælir harðlega þeim rangfærsl- um, sem fram koma í nefndri gnein, skorar hann á stjórn Fosskraft sf. og ráðamenn við Búrfell, að koma á framfæri fuil- komnum leiðréttingum, er birt- ist í Dagens Nyheter á ekki veitt mér og öðrum" íslending- mi™a áberandi hátt um um- rædd grein, svo og í íslenzkum blöðum. Væntir fundurinn að leiðrétt- ingunni verði komið á fram- færi innan tveggja vikna hér frá. Verði stjórn Fosskraft sf. hinsvegar ekki við þessum til- Einbýlishús Til sölu er einbýlishús við Sæviðarsund. Stærð um 150 ferm. Hús og bílskúr selst múrhúðað að utan og innan og er tilbúið í því ástandi nú þegar. Ágæt teikning, sem er til sýnis hér á skrifstofunni. Hag- stætt verð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. mælum, lítur fundurinn svo á, að hún sé sammála fyrrnefndri grein og sé þá reiðubúin að taka þeim afleiðingum, sem af því kynni að hljótast. f tilefni tilkynningar þessarar snéri Mbl. sér til Verkamanna- sambands íslands og ræddi þar við Þóri Daníelsson, sem sagði m.a.: — f umræddri grein í Dagens Nýheter segir m.a. á þá leið, að verktakar við Búrfell hefðu þurft að ráða 1000 manns til að fá 200-250 manna nothæft starfs- lið. Slíkt er auðvitað fjarstæða. Rétt er að þeir þurftu að ráða 1000 manns, en ástæðurnar voru all't aðrar. Þá segir og í greininni að þeir íslendingar sem þarna starfa séu einungis verkamenn. Einnig það er alrangt, — og benda má m.a. á það, að næst æðsti maður við stjórn fraim- kvæmdanna er íslendingur. Grein þessi var á baksíðu blaðs- ins og með henni var 5 dálka mynd. Gefur því auga leið að hún hefur vakið mikla athygli í jafn víðlesnu blaði, og ógerlegt er að láta slí'kar rangfærslur liggja^ á milli hluta. — f fyrra lögðu verktakarnir mikla áherzlu á að fá erlenda menn til að stjórn vinnuvélum hverskonar, og töldu mikið und- ir því komið. Nú eru hinsvegar örfáir útlendingar þarna, sem hafa það sem aðalstarf að stjórna vélum, svo ekki bendir það til að íslendingar hafi reynzt illa við þau störf. — Það er rétt sem í greininni stendu, að þeir hafa átt í milkl- um vandræðum með að fá tré- smiði til starfa. Stafar það fyrst og fremst af því, að þeir bjóða ekki jafngóð kjör og trésmiðirn- ir geta fengið hér i Reykjavík. Þá hafði Mbl. samband við Árna Snævarr hjá Foeskraft. Sagðist hann ekkert geta sagt um málið að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.