Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 19S7 MAGMÚSAR SKIPHOLTI21 símar 21190 eftirJojcuri slml 40381 »•«:>SIM' 1-44-44 mniim DverfLsgotu 103. Sími eftir lokua 31160. LITLA BÍLALEIGAN lngólfsstræti 11. Hagstætt teigugjald. Bensín innifalií * leigngjaldi. Srmi 14970 BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Siml 35135, Eftir lokun 34936 og 36217. f-F==*B/lAirfGAM RAUOARARSTlG 31 SfMI 22022 flest til raílagna: Kafmagnsvörur Heimilstæki Utvarps- og sjónvarpstaeki Raímagnsviimbiiöin sf Suðurlandsbraut 12. Simi 31670 (næg bílastæði). AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ Súlnadráp í sjónvarpi Bréf hafa borizt um sjón- varpsþátt fyrr í vikunni, þar sem fjallað var m.a. um fugla- tekju í Vestmannaeyjum. Vel- vakandi missti af þessum þætti, og getur því ekki um hann bor- ið, en hér birtast tvö bréf um hann. Þrettán ára telpa skrifar: „Oft er fólk að kvarta und- an glæpamyndum, sem sýndar voru í ameríska sjónvarpinu, en aldrei hef ég séð ógeðslegri mynd en þá, sem sýnd var í íslenzka sjónvarpinu um súlna- dráp við Vestmannaeyjar. Hvernig ungir menn geta lamið fugla í hel frá varnar- lausum ungum, skil ég ekki, en ég er bara 13 ára gömul, og þeir gerðu þetta að gamni sínu og brostu. Skyldi vætturin ekki vera máttug lengur, eða hvað held- ur þú? Og mér finnst skrítið, að sjónvarpið skuli sýna mynd um baráttuna við hungrið, um fólk, sem er að svelta í hel, en svo er sýnd mynd strax á eftir um það, hvað við erum rík og mikil þjóð. Svo segja þessir menn: „Ja, þetta er gamall siður“. Og aumingja fuglarnir voru að reyna að verja ungana sína, en mennirnir réðust á þá með bareflum og glottu við. Svo sagði þulurinn: Og þeir komust heilu og höldnu niður aftur eft- ir vel heppnaðan „skemmti- túr“, — en það finnst mér ekki. Henni litlu systur minni, sem er sex ára gömul, þykir mjög vænt um dýr. (Ég er ný- búin að senda barnatíma sjón- varpsins skopmyndir, sem hún hefur teiknað af köttum). Hún er veik í kvöld. Og sjón- varpið má skammast sín. Sigrún S. Karlsdóttir, Víðimel 21, Reykjavík“. •ftr Ekki fegurra en Tyrkjaránið? Kristín M. J. Björnson skrifar: „ „Ó, hve mig tekur það sárt að sjá, saklausu fuglana . . . .“. Svo kvað Hannes Hafstein, eitt af öndvegis-skáldum þjóðar vorrar. Hann mundi hafa fund- ið sárt til með fuglunum í kvöld, blessaður. Það má segja um íslenzka sjónvarpið, að það fræðir þó. Mig, einfeldninginn, sem hélt að hér væru starfandi dýra- verndarfélög, fræddi það um hið gagnstæða. Eða leyfa lög landsins að berja fugla til dauðs? Er ekki frekar um lög- brot að ræða að lemja með lurk, lífverur íslands byggða? Er þetta fegurra en Tyrkjarán- ið forðum? Hér er bannað með lögum að aflífa sauðfé, nema með byssu- skoti, og er það vel. En er ekki jafnsjálfsagt að nota byssu við fuglaveiðar, ef deyða þarf fugla? Hvað á þessi grimmd og harðýðgi að þýða? Vill fugla- morðinginn láta berja sig svona? Erum við ekki kristin þjóð, sem vill reyna að gjöra ekki öðrum, það sem við ekki viljum láta gjöra okkur? Hér finnast dýraverndunar- félög, skátafélög, kvenfélög, barnavérndarfélög, kristileg félög, svo að eitthvað sé nefnt. Til hvers eru svo þessi félög, ef slíkt og þvílíkt er látið óátalið? Mér skilst helzt, að sjón- varpið sé í kvöld að skora á öll þessi félög að rísa nú upp og veita viðnám þessari svívirðu. Annars hefði það varla farið að sýna þjóðinni þá ósvífni að kynna saklausum börnum landsins þennan ljóta leik. Að endingu: Munum val- mennin okkar og skáldsnilling- ana, sem vildu bæta og fegra lífið. Hlustum á þá, hlýðum þeim! „Og hafirðu auðsýnda misk- unnsemd' mús, þú munt af því uppskera gleði“. (Þ. Erl.). Með þökk fyrir birtinguna. Kristín M. J. Björnson". Enn um skepnu- meðferð á íslandi og í Færeyjum „Kæri Velvakandi! Ég hafði nú ekki hugsað mér að fara að standa í blaðadeil- um í dálkum þínum, allra sízt við góða frænku úr Færeyjum. En þar sem ég sé, að hún væntir svars, og svarið er mjög auðvelt, þá get ég tæplega skorazt undan þvi. Mín börn horfa naumast nokkurn tíma á glæpamyndir, því að hér á heimilinu ráðum við foreldrarir vali á sjón- varpsefni, og þeim hefur þegar verið innrætt andstyggð á öllu slíku og sækjast ekki eftir því. En komi það nú fyrir samt sem áður, að þau horfi á glæpa- myndir, þá hefur þeim verið rækilega sagt, að þar sé að- eins um leik að ræða; það er ekki verið að drepa eða lim- lesta þessa menn í alvöru, — í því liggur stór mismunur. f myndinni frá Færeyjum var því miður ekki um neinar leikbrellur að ræða, það var nakinn veruleikinn. Það gladdi mig mjög, þegar ég las í blöð- unum, að Færeyingar væru komnir hingað til að læra að setja upp sláturhús, það var sannarlega tími til kominn. Ég veit, að Færeyingar eru ágætis fólk, en þarna hafa þeir dreg- izt illa aftur úr tímanum. Ég er uppalin í sveit á ís- landi og hef aldrei kynnzt öðru en góðri meðferð á skepnum, og á mínum ferðalögum um landið hef ég aldrei séð neitt vítavert af því tagi. Ég geri þó ráð fyrir, að einhvers staðar sé úrbóta þörf í þeim efnum og sumir þyrftu að fá tiltal, en varla munu þeir setja ósóm- ann á filmu þár, sem gera ætti heimildarkvikmynd _ um þjóð- hætti; ég held, að íslendingar kynnu að skammast sín fyrir síikt. Þótt kindur standi við afrétt- argirðingar og graslaust sé við girðinguna, þarf það ekki að þýða, að öll afréttin sé gras- laus, heldur sækjast kindurnar eftir að komast út úr girðing- unni og halda sig því þarna af „sauðþráa“. Hefði ég komið að þeim, mundi ég hafa reynt að reka þær inn í beitilandið frekar en að horfa á þær í marga daga við girðinguna. Þessi þröngu, dimmu húsa- kynni, sem konan segir, að menn og skepnur séu lokaðar inni í í sveitum á íslandi, þekki ég ekki, hef aldrei séð þau né heyrt þeirra getið fyrr. Vissulega er ég bláeygð og norræn, og einmitt þess vegna hneykslast ég á ómannúðlegri meðferð á skepnum; væri ég suðræn og dökk, mundi ég sennilega láta mér það í léttu rúmi liggja.. Með beztu þökk fyrir birt- inguna. Húsmóðir í Vesturbænum". ^ Ljót sjón Færeyskur sjómaður" skrifar: „Harri Velvakandi; Vegna skrifa um vonda með- ferð á skepnum í Færeyjum, leyfist mér kannski að skýra frá því, að ég sá á ferðalagi norður í landi fyrir fáeinum árum, að hestur var bundinn niður á jörðina, og voru þar menn að vana hann með gömlu, brútölu aðferðinni. — Þetta væri ekki hægt að sjá í Færeyjum. Eins finnst mér algengara hér en heima, að menn séu vondir við hunda, sparki í þá og sveii þeim af litlu tilefnL Annars erum við næstum al- veg eins, Færeyingar og íslend- ingar, og eigum ekki að vera að rífast eða vera með neinn meting. Með beztu kveðjum, Færeyskur sjómaður". Er Reykjavík i Færeyjum? „Stúdent“ skrifar: „Herra Velvakandi! Hætt er við, að óbilgirni SAS-ríkisstjórnanna kasti ein- hverjum skugga á norrænt samstarf og norrænan samhug um nokkurn tíma. Vonandi leysist deilan þó innan tíðar, þannig að allir megi sæmilega við una. En í sambandi við samstöðu Norðurlandaþjóða (Islendingar þar taldir með) kemur mér í hug, hve lítið frændur vorir austan Atlantsála vita um okkur, og hve ísland gleymist oft, þegar fjallað er um Norð- urlönd. Ég les talsvert skandin- avísk blöð, eins og margir aðr- ir hér á landi, og er áberandi, að venjulega gleymist ísland með öllu, þegar talað er um „Norden" og „de nordiske lande". T. d. skifaði fræðimaður einn ýtarlega grein fyrir nokkrum dögum í Berlingske Tidende eða Politiken, þar sem hann fjailaði um vandkvæðin af tungumálafjöldanum á Norður- löndum. Hann lagði til í löngu máli, að Norðmenn hneigðu mál sitt meira til dönsku, og Finnar tækju upp sænsku sem skyldumál ailrar þjóðarinnar, jafnhliða finnsku. Á ísland og íslenzku var aldrei minnzt aukateknu orði í þessari löngu grein. Einhver blaðamaður, sem kallar sig „Erol,“, skrifar jafn- an um vísindi og menningar- mál í Politiken, og virðist hann harla fróður um hin margvís- legustu afni. Þó heldur hann, að Reykjavík sé í Færeyjum. í Politiken 22. september skrif- ar hann um doktorsvörn ís- lenzka læknisins Þorkels Jó- hannessonar. Þótt rætt sé um, að hann starfi við háskólann í Reykjavík, er hann kallaður færeyskur. Þetta er aðeins lítið dæmi um þekkingar- og/eða á'huga- leysi á Íslandi, sem maður verður mjög var við á Norður- löndum. Stúdent“. Eignarlóð við Skerjafjörð Til sölu er 900 ferm. eignarlóð í næst fremstu húsaröð frá sjó. Tilboð merkt: „Eignarlóð — 2705“ sendist Mbl. hið fyrsta. Hvað kostar að fá teppi yfir allt gólfið? M i ÍU Jmta n MIESTON ofið yfir allt gólfið Alafoss, Þingholtsstræti 2. Sími 13404.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.