Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967 17 Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum FAGUR ER FISKUR í SJÚ Gunnar Jónsson, fiskifræðingur, segir frá venju- legum fiskum og óvenjulegum STUNDUM sjáum við í blöð- unum fréttir af undarlegum og sjaldgæfum og jafnvel einstæðum fiskum, sem veiðzt hafa úti á rúmsjó, eða fundizt reknir á fjörum. Svona fiskar eru kærkomnir vísindamönnum, sem rann- saka þá hátt og lágt og auka nokkru við þekkingu manns- ins á náttúru jarðarinnar. Þegar slíkur merkisfiskur kemst undnir manna hendur Gunnar Jónsson, fiskifræðingur. \ er eins víst að Gunnar Jóns- son, fiskifræðingur, fái hann til athugunar. Hann er vís- indamaðurinn, sem við tölum við í dag. Gunnar Jónsson er fæddur í Reykjavík árið 1935. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1955, hóf nám í fiskifræði í Kiel árið eftir og lauk þaðan dr. rer. nat. prófi árið 1963. Eft- ir það var hann eitt ár í há- skóla Washingtonríkis við framhaldsnám og störf. Síð- an hefur hann unnið í Haf- rannsóknastofnuninni með út sýni yfir Kolbeinshaus til Esjunnar. iÞegar við óskuðum eftir að fá að kynnast sumarönnum Gunnars Jónssonar var hann í sumarfríi og taldi fátt frásagn- arvert úr því. En fyrr var hann í sjóferðum til rannsókna að hætti fiskifræðinga. Humar og rækja. — Frá því um miðjan apríl og viku fram í maí, var ég í rækju- leit á Skagafirði, Eyjafirði, Skjálfanda og Axarfirði á m.b. Jörundi Bjarnasyni frá Bíldu- dal, sagði Gunnar. Þetta er af- bragðsbátur og ágætismenn sem eiga 'hann. Þeir voru með hann og sáu um veiðarnar. Við leituðum þarna fram og aftur og fundum víðast hvar eitthvað af rækju, en hvergi nærri nóg. Og kuldinn ætlaði okkur lifandi að drepa. Við vorum þrír héðan úr Reykjavík, ég og tveir aðstoðar- menn. Annar þeirra var kokk- ur. Það verður að hafa góðan kokk í vísindaleiðöngrum. Eftir þessa ferð fór ég í hum- arleit og rannsóknir með varð- skipinu Maríu Júlíu. Við merkt- um um þúsund ihumara, en fund- um lítið, enda hefur humarver- tíðin verið dauf í ár, miklu daufari en í fyrra. í stað hum- ars fengum við ýmis furðudýr og furðufiska, meðal annars 6 - fiska einnar tegundar, sem ekki hefur áður fundizt hér við land. Nafnlausir fiskar. Við vorum að toga í útanverðu Lónsdjúpinu og komið lítið upp af fiski, ‘heldur kórall og ýmis- legt annað, sem fiskimenn eru ekki hrifnir af. Kokkurinn, sem var orðinn leiður á bra'sinu og kominn upp á bátadekk, tók eftir þessum fiskum, þar sem þeir flutu með skipssíðunni, og vildi vita hvað þetta væri. Að- stoðarmaður minn hafði snör handtök og gómaði einn fimm, en sá sjötti fannst seinna í kór- öllunum. Fyrst héldum við að þetta væri seiði, en við nánari athug- un — við tókum kvarnir úr ein- um til aldursákvörðunar — kom grema kosti! þá til ættar að minnsta Ekki er ennþá búið að gefa þeim nafn á íslenzku, en ætli Ingimar Óskarsson finni þeim ekki einhvert fallegt íslenzkt nafn, eins og öðrum sjávarkvik- indum, sem hafa fundizt í seinni ennþá, þar eð engin stóra bromsa hefur veiðzt hér við land síðan sá bandaríski kom með þessa tilgátu. Þótt skömm sé frá að segja, hef ég meiri áhuga á þessum fá- séðu fiskum en nytjafiskunum, nema þegar nytjafiskurinn er kominn soðinn, eða steiktur á diskinn hjá mér. Annars eru ýmsir þessara „ónytjafiska" Sgæt ir til matar, svo sem sandhverf- an og guðlaxinn, og þegar við erum búnir að svala fróðleiks- fýsn okkar á slíkum fiskum, ét- um við stundum það sem eftir er. En stundum eru þeir svo litlir að það tekur því ekkL s ..~v"i r x María Júlía er miki'ð notuð í rannsóknarferðir í ljó's, að þetta voru fullvaxnir fiskar, þótt litlir væru, aðeins 6-10 cm á lengd. Þeim var síðan dengt í formalín til frekari rannsóknar í landi. tíð. ar. Hann er aðalskírarinn okk- Gestir. Það sem af er þessu ári h-öfum Ónefndur fiskur. Við athuguðum þá, Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur og ég, og tókst okkur við illan leik og með aðstoð góðra manna að Guðlaxinn kominn á spjald. við fengið talsvert af merkileg- um fiskum. Ég hef verið að stússa við að halda þeim saman. Meðal þeirra merkustu eru svart- hveðnir, silfurbrami, sem hefur einu sinni áður veiðzt hér við land, vartari, sem ekki hefur sézt hér við land fyrr, guðlax, sandhverfa og makríll, sem skýzt stundum hingað sunn-an úr álf- unni. Flesta þessa fiska er ýmist verið að stoppa eða því er lokið og þeir eru komnir í safnið okk- ar. Stundum er komið til okkar með allskonar bæklaða fiska og með ýmisiegar meinsemdir og æxli. Þeir eru venjulega keyptir í fiskbúðum og þykja undar- legir þegar á að fara að matreiða þá. En einn er sá fiskur, sem ég bíð stöðugt eftir. Það er stóra bromsa. Ýmislegt er dularfullt við þann fisk hér við land. Bjarni Sæmundsson getur um, að hann Ihafi veiðzt fyrst hér við land árið 1908. Síðan hef-ur hapn veiðzt hér við og við. Bandarískur fis-kifræðingur hef- ur getið sér þess til, að þetta sé fisktegund, sem finnst við strendur Ameríku, en ekki hefur vgrið unnt að rannsaka þetta Steinbiturinn getur bitið frá sér. 22. júlí fór ég í þriggj-a vikna ferð kringum landið með Maríu Júlíu. Svona rannsóknarferð er farin á Ihverju ári og fiskar merktir og mældir og taldir og kvarnaðir. Núna merktum við þorsk, ýsu, skarkola og steinibít. Það er ákaflega spennandi að merkja steinibít, því að hann brýzt um á sporð og hnakka og er alls ekki hættulaus að fást við hann sökum grimmdar. Sem betur fer höfum við aðstoðar- mann, sem er svo handfljótur, að hann er búinn að merkja steinbítinn og varpa honum í sjóinn áður en honum gefst ráð- rúm til þess að opna ginið. Hjá öðrum er 'þetta hrikaleg barátta, sem stundum endar með því að steinbíturinn merkir merkingar manninn með tönnunum. Um þessar fundir fæst ég við rannsóknir á steinbítum við ís- land. f hringferðinni voru merktir um 100 steinlbítar, en áður var búið að merkja eitthvað á annað hundrað og ákvarða aldur um 400 fiska. En það vant- ar ennþá mikið á að unnt sé að hafa veruleg not af þessu. Tilgangur þessara athugana á steinbítnum er, að fá nokkra heildarmynd af lífi ha-ns og lifn- aðarháttum á líkan hátt og gert er við aðra nytjafiska hér við land. Ég hef hug á að komast á hrygningarstöðvar steinbítsins út af Vestfjörðum í vetur. Þar hrygnir hann á 170-200 metra dýpi frá því í nóvem-ber og fram í febrúar. En þá er komið út fyr- ir umráðasvið þessa þáttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.