Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 22
? 22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967 Amalía Jósefsdðttir Minning f DAG verður gerð útför Amaliu Jósefsdóttir, frá Lodde-Fjörd kap ellu í Bergen í Noregi. Er kallið kom var hún að heimsækja ást- vini sína er búa í Noregi, en þar búa tvær dætur hennar, giftar norskum mönnum. Annars var frú Amalia Reykvíkingur og bjó lengi á Laugveg 49 A, hér í bæ, og á marga vini og kunn- ingja, sem munu sakna hennar. Frú Amalia Jósefsdóttir var fædd 27. nóv. 1885 að Hrísum í Helgafellssveit en foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Össurardóttir og Jósef Jónsson. t Dóttir mín oig systir okkar, Guðrún Magnúsdóttir, yfirljósmóðir, andaðist að heimili sínu 4. okt. Margrét Eyjólfsdóttir og bræður. t Eiginmiaðux minn, faðir, tengdafaðir og aifi Einar Guðmundsson skipstjóri frá Hóli, Hafnarfirði, andaðist í Landsspítalanum 4. okt. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna. Jakoba Guðmundsson Hverfisgötu 23b Hafnarfirði. t Jarðanför mannsins mins og föðu r okík ar Ásgeirs Jóhannesar Sigurgeirssonar yfirkennara, Melabraut 47, Seltjarnarnesi, er lézt 2. okt. sl. fer fram frá Neskirkju laugardaiginn 7. okt. kl. 10,30 árdegis. Atíhöfn- inni verður útvarpað. Blóm og teran.sar er afbeðið, en þeim sem vildu mmnast hins látna er bent á Krabba- memsfélaigið. Margrét Hallsdóttir, Asdis Edda Ásgeirsdóttir, Hafdís Haila Ásgeirsdóttir, Jóhanna Bára Ásgeirsdóttir t Innilegar þakkir til allna aem auðsýndu okkur samúð og viináttu við andlát og út- för móður okkar Sigurbjargar Eiríksdóttur Austurbrún 6 (áður búsett Vesturgötu 5). F,h, allra aðstandenda. Sigurður Júlíusson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vin&rthug við andlát og útför eigmmanns mrna og foðúr Gísla Hjörléifssonar. Áa Friðriksdóttir, Friðrik Gísiason. Um æsku hennar er ég ófróður, en árið 1913 sigldi Amalia út til Noregs og dvaldi þar til ársins 1926, að hún flutti aftur upp til fslands með manni sínum, er hún hafði kynnzt í Noregi, en hann var þar að nema bifvéla- virkun. Þau hjónin settust að hér í bæ og vann maður hennar um 20 ára skeið á bílaverkastæði Vegagerðar ríkisins, var hann verkstæðisformaður þar allan tímann. Það mátti heita, að við sem störfuðum með Jóni, værum daglegir gestir hjá Amaliu og á ég margar góðar minningar síð- an um hina gestrisnu og góðu konu, sem alltaf var ljúf og kát, og hafði alltaf tíma aflögu til að taka á móti okkur og gefa oíkkur kaffisopa. Þau hjónin Amalia og Jón Hjartarson áttu stóran barna- hóp, 7 mannvænleg börn, og var því í mörgu að snúast hjá móð- urinni, sem gegndi þvi hlutverki með prýði. Margt kvöldið hlýtur hún að hafa gengið þreytt til náða, en það taldi hún ekki eftir börnum sínum, enda kunnu þau vel að meta sína ágætu móður. Það kom sér vel fyrir Amaliu að hún átti örugga Guðstrú til að styðjast við á sinni löngu ævi, því ekki fór hún á mis við sorg og armæðu þessa lífs frek- ar en margir aðrir. Hún varð fyrir þeirri þungbæru sorg að missa mann sinn langt fyrir ald- ur fram og tvö börn sinn, son og dóttur með fárra ára milli- bili. Þá kom glöggt fram að trú- artraust hennar var sterkt og bar hún sinn þunga kross án möglunar. Eins og áður var sagt voru börnin 7. Þau eru: Hjörtur, lát- inn; Svava, látin, en hin 5 fylgja móðir sinni síðasta spölinn í dag, Lilja og Rut, giftar og bú- settar í Noregi og Arndís, Ást.a og Gunnlaugur gift og búsett hér í borg. Þeim öllum svo og öllum barnabörnunum og ást- vinum votta ég innilega samúð. Amalia. Guð blessi sál þína og leiði þig til endurfunda við ástvini þína, sem bíða handan við móðuna mitklu. S. H. OKKUR VANTAR síldarstúlkur eða pilta til Neskaupstaðar. SALTAÐ ER INNI í UPHITUÐU HÚSI. Fríar ferðir og húsnæði. Fæði á staðnum. Upplýsingar í Reykjavík í síma 2-1894. Á Neskaupstað í síma 99. Söltunarstöðin Máni h.f. Lokað vegna jarðarfarar föstudaginn 6. október. HNOTAN, húsgagnaverzlun, Þórsgötu 1. Rösk og áreiðanleg stúlka óskast strax. — Upplýsingar veitir SÖLUTURNINN, Álfheimum 2. — Ekki í síma. Saumastúlkur Vantar vanar saumastúlkur. Get útvegað húsnæði. Upplýsingar ísíma 99-4187 eða 99-4196. VERKSMIÐJAN MAGNI H/F. Hveragerði. t Innilega þökkum við öllum nær og f jær, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa BÖÐVARS EGILSSONAR Úthlíð 13. Ingibjörg Guðnadóttir, Brynja Böðvarsdóttir, Snorri Þórðarson, Hjördís Böðvarsdóttir, Bergur Guðnason, og barnaböm. 2ja herbergja íbúð Til sölu 2ja herb. íbúð við Leifsgötu. fbúðin er nýstandsett og laus til íbúðar. SKIP OG FASTEIGNIR Austurstræti 18 — Sími 21735. Eftir lokun 36329. Afgreiðslustúlka Dugleg afgreiðslustúlka óskast til afgreiðslustarfa í eina kjötverzlun okkar. Nánari upplýsingar í skrifstofunni. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS Skúlagötu 20. Verkamenn óskast við byggingarframkvæmdir við Breiðholt strax. BREIÐHOLT H.F., sími 81550. Bifreið til sölu Til sölu er 1 árs 4ra manna fólksbifreið í mjög góðu ástandi. — Upplýsingar í síma 50564. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Framkvæmdasjóður íslands, Hverfisgötu 6. Skiptafundur í þrotabúi Arnar h.f., (verziunarinnar Lídókjör og veitingahússins Lídós) verður haldinn í bæjar- þingstofunni í hegningarhúsinu, laugardaginn 7. þessa mánaðar kl. 10 fyrir hádegi. Rgett verður m.a. um ráðstöfun á eignum félagsins. í skiptarétti Reykjavíkur, 4. október 1967. UNNSTEINN BECK Nauðungaruppboð Eftir kröfu Kristins Einarssonar hdl., verða tvcfr rok-mykjudreifarar taldir eign Ólafs H. Sigtryggg- sonar í Járnveri, seldir á opinberu uppboði som haldið verður að Auðbrekku 38 í dag, föstudaginn 6. okt. ’67 kl. 15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Verzlunarhúsnæði Til leigu er húsnæði fyrir eftirfarandi: Blóma- og gjafavöruverzlun, vefnaðarvöruverzlun, þurrhreinsun, fiskbúð. Húsnæði þetta er í stóm verzlunarhúsi, aem er f byggingu og verður tilbúið um miðjan nóvember. Upplýsingar hjá Þorvaldi Lúðvíkssyni hrl. í sima 14600 og 16090 föstudag og laugardag kl. 2—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.