Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 28
f 28 MORGUNBLAÐIÐ, EÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967 MAYSIE CREIC: 25 Læknirinn og dansmærin — Þú átt við, að þið Alise elskist ekki? — Við skulum heldur segja, að ég elski hana ekki. Og hvernig gæti ég það líka, eftir að hafa kynnzt þér? — En fjölskyldurnar eru enn- þá ánægðar með þetta? Hann andvarapði: — Já, ég býst við, að ég verði að halda áfram með það. — Hversvegna ætti nokkur maður að þurfa að halda áfram með það, ef hann elskar ekki stúlkuna, sem hann á að eiga? Hún sagði þetta næstum ósvífnislega. — Þú skilur ekki siðareglurn- ar okkar hér í Frakklandi, sagði hann dauflega. — Ég væri fant- ur ef ég drægi mig í hlé, þegar við erum búin að vera trúlofuð svona lengi. Skilurðu það ekiki, að ég er búinn að stela þremur árum frá veslings stúlkunni — einmitt þeim árunum þegar hún er útgengilegust — og ef ég yfir- gæfi hana núna, hvar væri hún þá stödd? Nei, Yvonne, ég verð að halda áfram með þetta, hversu þungt sem mér fellur það. — Gætirðu ekki útskýrt fyrir henni, hvernig ástatt er? — Hvað hef ég að útskýra? Ég gæti ekki sagt annað en „Ég get ekki gifzt þér, Alise“, og það mundi hún taka sér afskap- lega nærri. Nei, eins og ég sagði þér áðan, ég verð að halda áfram með það. En ég vildi bara óska þess, elskan mín, að það hefði verið þú. Hún var næstum hlaorpin upp í fangið á honum, en stillti sig. — Tim kom frá Englandi í gær, sagði hún. Við borðuðum öll kvöldverð hérna í gær- kvöld. — Þá ertu víst ánægð. Eða kannski þú sért annars eitthvað álíka ánægð og ég? Þetta er meira ástandið! — Ég kann vel við Tim og einu sinni hélt ég, að ég elsk- aði hann, sagði hún. — En þú heldur það ekki leng- ur, eða hvað? spurði hann snöggt og með ákafa. Hún hristi höfuðið og dauf- legt bros lék um varir hennar. — Nei, Marcel, ég elska hann ekki lengur. Tim heldur, að hann elski mig, en raunverulega elskar hann ekkert annað en fjár hættuspil. Hann ætti að giftast einhverri ríkri, sem gæti alið þessa fýsn hans. Ég er ekki mað- ; ur til þess að gera hann ham- ingjusaman né heldur vera ham- ingjusöm með howum. — Það veiztu bezt sjálf, sagði hann hægt. En þú skalt ekki | verða offljótað ákveða þig. Þá | getur það tekið þig mörg ár að iðrast þess. — Þú átt við, að ég verði piparkelling í mörg ár, svaraði hún önungiega. — Ég býst líka fullkomlega við því. Og sama er miér. Ég vil heldur pipra en giít- ast manni, sem ég eiska ekki. — Fjölmargar konur giftast aðeins þægindanna vegna. Hún hristi höfuðið. -— En ég er bara ekki ein þeirra. Ég gæti aldrei farið að giftast neinum manni, nema elska hann heitt, og ég vissi, að sú ást ætti að endast okkur ævilangt. — Þú ert dásamleg stúlka, j Yvonne, og ég skal aldrei hætta að virða þig. — Það er nú býsna aumleg framtíð að hlakka til, að þú gerir ekki annað en virða mig. — Hvað viltu, að ég segi? Röddin var næstum reiðileg. — Þú veizt alveg, hvernig ástait er fyrir mér. Þú veizt, að nema þvi aðeins Alise segi mér upp, get ég alls ekki losnað við hana. — Jú, ég veit það allt, en trúi bara ekki orði af því, svar- aði hún snöggt. Ef þú værir nokkur maður, mundirðu segja Alise allan sannleikann. Ég er orðin þreytt á því, að menn seg- ist elska mig en komast svo að því, að eitthvað annað er þeim mikilvægara, svo sem fjárhættu- spil eða stolt, eða þá bara óskin um að losna við að giftast. — Mér þykir fyrir því elskan mín, en ég sé bara ekki, hvernig ég get sloppið frá þessu. Hún hefði getað öakrað upp yfir sig, en lét sér nægja að yppta öxlum, og segja: — Það verðurðu sjálfur að sjá um. En ég er fegin, að þú skulir vera ánægður með batann á fætinum á mér. Ég hlakka til að geta farið að dansa, eftir svo sem rnánuð. — Og þú ferð að gifta þig. — Ég veit ekkert, hvort ég gifti mig, sagði hann kuldalega. — Það er ekkert búið að dag- setja það ennþá, og það er nokk- uð þangað til búið er að ákveða það allt og undirbúa. Ég vona, að þú viljir lofa mér að koma og sjá þig dansa aftur — það er að segja, ef þá dansar einhverns staðar hér um slóðir. — Ég ætla að reyna að komast að í Nice, sagði hún, — í ein- hverjum næturklúbbnum. Ég kann vel við mig hér á strönd- inni. — Ég vona, að þér gagni vel, og ég óska þér alls hins bezta. Hún svaraði og rödddn kjökr- aði: — Er það allt og sumt, sem þú getur gert .... að óska mér velgengni? Hann fleygði töskunni sinni frá sér á legubekkinn. — Hvers vegna þarftu að vera að ögra mér, elskan mín. Veiztu ekki, hve heitt ég elska þig? En eins og ég er búinn að segja, stoðar það ekkert, eins og nú er ástatt. Ég get ekki brugðizt skyldu minni.' — Ekki einu sinni fyrir ást- ina? Hann hristi höfuðið. Nei. Ef ég slít trúlofuninni, verður það að vera að frumkvæði Alise. Hún brá vörum. — Þú ert þá ekki nægilega hugrakkur til að taka frumkvæðið sjálfur? Hann hristi höfuðið og rétti fram höndina. — Nei, það er mála sannast, að ég er ekki sér- lega hugrakkur. Ég samþykkti þetta hjónaband, fyrst og frernst. Ég var orðinn uppkominn mað- ur þá. Og nú er ég neyddur til að halda áfram með það. Hún varð reið. — Alveg eruð þið Frakkar óþolandi, með alla þessa skyldurækni ykkar! — Mér þykix fyrir þvi, Yvonne. Ég vildi óska, að þetta hefði verið öðruvísi — að við hefðum hitzt áður en þessi samn ingur var gerður. Hún sagði, dauflega: — Látum það gott heita. Farðu nú. Hann hikaði, en sneri svo til dyranna. — Vertu sæl! Og ég vona, að ég sjái þig aftur og það bráðlega. Við skulum vona það, og ekki kveðjast fyrir fullt og allt. — Vertu þá sæll, og ég skal alltaf verða þér þakklát fyrir það, sem þú hefur gert fyrir fót- !nn á mér. — Það var nú ekki nema ein- föld skylda. Hann brosti dauf- lega. — En það varð úr því dá- lítið meira en einfalt skylduvert, var það ekki, elskan min? Hún svaraði engu. Hún gat ekkert sagt — ekkert, sem ekki væ: i betur ósagt. — Vertu sæll. — Ég held ekki, að ég komi bingað í húsið oftar. Ef þú skyld ir vilja ná til mín, þá hringdu í sjúkrahúsið. — Það skal ég gera. Hann sneri sér snöggt að henni áður en hann opnaði dyrn- ar. — Yvonne! sagði hann, og í sama vetfangi var hún í örmum hans og hallaði sér grátandi upp að öxl hans. — Ó, Yvonne, hvað get ég sagt? — Ég 'hef ekkert meira að segja, sagði hún. —- Farðu fljótt. Dickie gæti komið inn á hverri stundu. Og Grace gæti -líka kom- ið hérna inn. — Þú veizt að minnsta kosti, að ég elska þig. — Okkar beggja vegna verð- urðu að fara fljótt. Hann hneigði sig fyrir henni, næsium formlega. — Gott og vel. En gleymdu ekki því, sem í sagði: Ég elska þig. — Það væri betra, ef ég gæti gleymt því, sagði hún lágt. — Vertu ekki gröm. Þetta er allt því að kenna, að við ihittumst ofseint. 13. kafli. Þegar hann var farinn, þaut hún inn í svefnherbergið og fleygði sér þar á rúmið, hágrát- andi. Marcel var farinn o.g kannski sæi hún hann aldrei framar. Þau elskuðu hvort ann- að, en það stoðaði bara ekki neitt. Hann mat skylduna meir en ástina. Hvað þetta gat allt verið sorglegt. Dickie kom inn og reif í öxl- ina á henni. — Hæ, hvað gengur að, Yvonne? Hversvegna ertu að gráta? Mamma hefur líka venð að gráta. Hún rak upp hlátur og hló lengi og hátt. Aldrei þessu vant var eins og Dickie yrði skelfdur. En brátt tókst henni að stilla sig. — Við skulum fara niður í fjöru o.g synda, Dickie. Við höf- um ekki nema gott af því. — Sjálfsagt, Yvonne. En hann var enn með áhyggjusvip. — Ég vildi bara, að ég vissi, hvers- vegna þið mamma eruð, að grenja. — Það gæti verið af einni og sömu ástæðunni, sagði hún og svo hló hún aftur. Náðu í sund- skýluna þína, Dickie. Ég æt’.a að hafa fataskipti. Ég verð ekki augnablik. Þau fóru svo að synda og höfðu bæði ánægju af því, ag þegar þau komu upp úr, stóð Tim í fjörunni. Henni datt strax í hug, að hann liti ekkert vel út. Hún í hafði aldrei séð hann jafn niður- | dreginn. Og hún skildi strax, I hvað að honum gekk. — Fór eitthvað illa fyfir þér í spilabankanum, Tim? — Já, það hefði ekki getað orðið verra, sagði hann. — Ég tapaði öllu, sem ég átti. Þrjátíu og þrjú og fjögur misheppnuðust algjörlega. Sautján kom alltaf upp. En ég var svo vitlaus að halda áfram með sömu tölur, og þóttist viss uim, að þær munu að lokum gefa vel í aðra hönd. En ég var orðinn blankur áður en þær gerðu það. Og hvað skeði þá? Þá fóru þær að koma upp, eftir annað. Ég hefði sprengt bankann, hefði ég ekki verið orð inn auralaus. Henni þótti fyrir þessu. — l Hvað æílarðu nú að taka til bragðs, Tim? Hann yppti öxlum. — Hvað veit ég? Ég verð að finna upp á einhverju til að ná mér í pen- inga fljótt. Nú þýðir ekkert að tala við lögfræðingana framar. Það sögðu þeir mér seinast. En NÝR síður brjóstarhaldari Tegund 2000, er með lausum hlýraböndum. Framleiddur úr mjúku foami, nælonblúndu og léttri lycrateygju. í mittið er breið teygja. Litir: Hvítt og svart. Stærðir: 32—34—36—38 Söluumboð: Davib S. Jónsson & Co. Þingholtsstr. 18 - Sími 24333 GLAUMBÆR Dúmbó og Steini GLAUMBÆR simi 11777 FÉLAGSHEIMIU KÓPAVOGS BE N DIX halda uppi stanzlausu fjöri frá kl. 9—1 á dansleik í Félagsheimili Kópavogs í kvöld. Látið ekki kvöldið enda með vonbrigðum og komið áður en selst upp. BENDIX BENDIX.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.