Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967 — Borgarstjórn Framhald af bls. 32 ernar. Jafnframt hefur það tafið mokkuð, að leitast er við, að fecxma undir eitt þak allri þeirri etarfsemi, em skólinn þarfnast (ullbúinn. Sleitulaust hefur ver- ið unnið að teikningum að Breið lioltsskóla og verða þær lagð- ar fyrir borgarráð í næstu viku. í teikningum að fjórða áfamga Vogaskóla er eins og við Hlíða- skóla leitast við að koma allri starfsemi, sem þegar hefur ekki verið byggt yfir, undir sama þak. En á grundvelli þess, að teikningar og útboðslýsingar yrðu tilbúnar fyrri hlu.ta árs hefðu verið áætlaðar til fram- kvæmda við Vogaskóla 13 millj. á yfirstamdandi ári. En teikni vinna og útboðslýsing drógust fram á sumar og þótti þá ekki fært vegna sumarleyfa, að bjóða byglgingarframkvæmdirnar út, fyrr en síðla sumars. En til þess að flýta fyrir, var gröftur boð- inn út í sumar, og er þeim fram- kvæmdum lokið. Frestur til að skila tilboðum í bygginigu fjórða áfanga Vogaskóla rann út í sept- emberlok og virðast tilboðin að- gengileg. Borgarstjóri hafði nú greint frá framkvæmdum við þessa fjóra skóla, , sem gagnrýni Al- þýðuibandalaigsmanna beinddst að og sagði, að tillaga þeirra væri augljóslega óþörf og lagði til að henni yrði vísað frá á þeim forsendum. Þá vék borgarstjóri að ýms- um þáttum í máli Sigurjóns Björnssonar. Sagði borgarstjóri, að í áætlanagerð um skólabygg- ingar væri reiknað með 2% af íbúafjölda í hverjum aldursár- gangi, er það væti meðaltal, í nýjum hverfum væri hlutfallið hærra, en færi niður 1 1.5% í eldri hverfum. Þá sagði borgárstjóri, að borg- arstjórn hefði sett sér það mahk, að gagnfræðaskólar yrðu ein- settir og barnaskólar tvísettir. En eins og nú er háttað er ein- setit í 4 stofur í bárnaskól'a, tví- sett í 144 stofur og þrísett í 21 stofu. í gagnfræðaskólum er ein- sett í 58 stofur og tvísett í 69 stofur. Miðað við skólaárið 1966 —1967 hefur þrisetning auikizt úr 17 stofum í 21 stofu. Stafar þebta fyrst og fremst af flutningi fólks í Árbæjarhverfið, því þótt nokkr ir nemendur flytjist úr hverju skólahverfi í nýbyggt hverfi, í þessu tilfelli Árbæjarhverfi fækka-r ekki bekkjadeildum eldri skólahverfanna. Þá upplýsti borgarstjóri, að á skólaárinu 1957—1958 hefðu ver ið 60,5 nemendur á hverja al- menna kennslustofu í barna- og gagnfræðaskólum Reykjavíkur. Skólaárið 1962—1963 hefði hlut fall þetta verið 53,5 og nú í vetur væri það 46.3 Þá sagði borgarstjóri, að skólaárið 1957— 1958 hefði verið þrísett í 60 kennslustofur, 33 skólaárið 1962 —1963 og eins og fyrr segir í 21 stofu nú í vetur. Þessar töl- ur ásamt fjölgun nemenda sanna svo ekki verður um villzt að vel hefur verið unnið að skólabyggingamálum Reykvík- inga. En þó er eftir að geta þess, að á síðustu árum hafa verið teknar úr notkun fjölmargar kennslustofur, m.a. í leiguhús- næði, og sérkennslustofum hef- ur fjölgað. Borgarstjóri sagði, að hluti ríkissjóðs í kostnaði við skóla- byggingar væri um 50% og væri borgin því nokkuð sett undir fjárveitingarvaldið, og hefði stundum fengið þau svör, að ástand skólamála í Reykjavík væri mun betra en víðast ann- ars staðar og af þeim sökum væri brýnni þörf fyrir fé til skólabygginga úti um landið. Loks vék borgarstjóri að bygg ingu skóla í áföngum. Sagði han.n, að hverfi væru iðulega lengi í byggingu og þess vegna væri ekki óeðlilegt, að skólarn- rr væru byggðir samhliða. Sigurjón Björnsson (Ab), hafði orð fyrir tillögu Alþýðubanda- lagsins. Hóf hann mál sitt á því, að víkja nokkuð að umræðum þeim, sem fram fóru um skóla- mál á síðasta borgarstjómar- fundi. Þá hefðu allir borgarfull- trúar sýnt málinu góðan skiln- ing og tekið undir gagnrýni á ástand skólamála. En bogarstjórn armeirihlutinn hefði tekið þannig á málinu, að vísa gagn- rýni að mestu til æðri yfirvalda menntamála og haldið því fram, að Reykjavíkurborg hefði hrein- an skjöld. Ræddi Sigurjón síðan um áætl anagerð í skólamálum og vék sérstaklega að tví- og þrísetn- ingu í skólum, svo og almennt að áætlanagerð um skólahús- næði. Þá sagði ræðumaður, að á yfir standandi ári væri áætlað að verja um 60 millj. króna til skólabygginga, en nú væri að- eins búið að verja um 40 millj. kr;, og allt útlit fyrir, að áætlað fé yrði ekki allt notað til þess- ara framkvæmda. Tók ræðumaður síðan dæmi um skóla, sem hann teldi búa við óviðumandi ástand í húsnæðis- málum. Nefndi hann Gagnfræða- skóla verknáms, gagnfræðadeild Vogaskóla og loks Hlíðarskóla. Ræddi hann um hið margvíslega óhagræði sem stafar af ófull- nægjandi skólahúsnæði. Þá vék ræðumaður að áfanga- byggingu skólahúsnæðis. Sagði hann það vilja brenna við, að kennslustofuálmur væru byggð- ar, en húsnæði til annarra þarfa skólastarfsins látið sitja á hakanum. f lok máls síns sagði ræðumað- ur, að ábyrgð Reykjavíkurborg- ar væri mikil á því ástandi, sem ríkti í húsnæðismálum skólanna. Ekki væri unnt að skella allri skuldinni á yfirstjórn mennta- mála ríkisins. Stuttlega tóku til máls borgarstjóri; Einar Ágústsson (F); Guðmundur Vigfússon, Ab); og Sigurjón Björnsson. Loks var frávísunartillaga meirihlutans samþykkt. — Flugvélin Framhald af bls. 32 jafnvel gert ráð fyrir svo mikl- um skekkjum í staðarákvörðun flugmannsins að hann hefði verið staddur suður undir Vest- mannaeyjum, og fóru leitarvél- arnar þar yfir í dag. Svæðið var ekki stækkað norður á bóg inn, en innsveitirnar voru kembdar úr lofti og hálendið að Húnaflóa og Skagafirði suð- ur að hreppum, þó ekki hájökl- arnir. Þeir verða svo farnir í dag. Vélarnar fóru frá Siglu- nesi og norður fyrÍT Gjögur og suður eftir 19. lenigdarbaug og 64 og 25 N. Þaðan var farið til Reykjavíkur og yfir Faxa- flóa og frá Reykjavík aftur að Snæfellsnesi og um allan Breiða fjörðinn að Bjargi og 35 sjómíl- ur þar vesturfyrir. Þá var far- ið um alla Skógarströndina og hringnum þar með lokað. Jafn- framt var leitað austur að Hornafirði, þaðan norður að Brú að norðan Vatnajökuls milli Jökla og suður að Vest- mannaeyjum. Og í dag verður sem sagt farið yfir hájöklana. Ferðahandbókin — Athugasemd í FERÐA HANDB ÓKINNI 1966, á bls. 260, hefi ég séð tvær villur: 1. Afi minn, Ásgeir Einarsson frá Kollufjarðarnesi, síðar bóndi á Þingeyrum, er sagð- ur vera Jónsson. 2. Þá er sagt, að vestan Hnausa- kvíslar rísi „breiður bungu- myndaður ás, Þingið og þar ber Þingeyrar hæst“. Þessi bunga, sem er margir ásar með mýrarsundum á milli, heitir Hagi, og bæirnir umhverfis hana nefnast Haga- bæir. Haginn er að vísu í Þingi, en það nær einnig yfir Eylendið og bæina austan Hnausakvíslar, svo og Akur og Stóru Giljá, en þær jarðir eru báðar í Torfulækjarhreppi. Talið er, að Þingið hafi fyrr- um heitið Neðri-Vatnsdalur. f Ferðahandbókinni 1967. bls. 296, eru báðar þessar villur end- urteknar. Verði endurprentun fram haldið, mælist ég til, að þessar villur verði leiðréttar. Ásgeir L. Jónsson - Síldarstofninn Framhald af bls. 32 •Það er því ástæða til bjart- sýni, einnig þegar tillit er tekið til þess að átan er nú nær alveg horfin úr síldinni og þolir hún því miklu betur geymslu en áður. — íslenzki síldveiðiflotinn er aðallega í suðurjaðri göngunnar og fylgir rúss- neski flotinn á eftir. Skip frá öðrum þjóðum hef ég ekki séð þarna á miðunum, að undanteknum einum sænskum báti. — Rannsóknarskipið Árni Friðriksson reyndist með miklum ágætum. Aðstaðan er gjörólík þvi sem við áður höfðum búið við, — bæði vísindamenn og áhöfn, enda erum við allir í fylista máta mjög ánægðir með skipið. — Enugu Framhald af bls. » þegar við fall Enugu flutt sig suður á bóginn til borgarinnar Umuhai, sem er í 130 km. fjar- lægð frá Dnugu. Síðdegis í dag sögðu hershöfð ingjar í Lagos, að stjórnarher- inn hefði náð á sitt vald ann- arri borg í miðve.sturrikinu, en neituðu að staðfesta fregnir um að herinn væri korninn að bökik um fljótsins Niger á landamær- um Biafra. Hershöfðingjarnir sögðu, að stjórnarherinn hefði tekið borg ina Ogwashi 51 km. vestur af Asaba, en þaðan er eftirlit haft með ferðum um brúna yfir Nig er, en þessi brú er um 1600 metra löng. Óttast er að Biafra- menn á undanhaldi sprengi upp brúna, sem byggð var fyrir 18 mánuðum. Ekki vildu hers'höfð- ingjarnir ræða nánar um her- nám Enugu, en gert var í yfir- lýsingu stjórnarinnar, sem er mjög spör á upplýsingar. Hernaðaryfirvöld í Lagos segja, að það gæti tekið nokk- urn tima að berja niður alla mótspymu í Enugu. Stjórnar- henmenn hafa fyrirskipanir um að gera almennum borgurum ekki mein, en yfirvöld í Lagos segjast munu refsa harðlega fyrir al'la andspyrnu. \ Ein-n af liðsforingjum stjóm- arinnar, Henry Omananyi, skýrði frá því, að hermenn Biafra- stjórnarinnar hefðu nú á valdi sínu sex borgir og bæi, meðal þeirra Umuhai, þar sem Oju- kwu heíur sett upp aðalstöðv- ar sínar. Hann nefndi tvær aðr- ar borgir: Sa’f 117 km suður af Enugu, og Onitsha á bökkum Niger. f útvarpsfregnium frá Biafra í dag sagði, að 33 henmenn stjórnarinnar hefðu verið felld- ir við Agbor, 55 km vestur aí Benin, höfuðborg miðvestur ríkisins. - SLAGSMAL Framhald af bls. 1 aði höfnin í slagsmálum. Þeg ar lögreglan kom á vettvang siógust a!!s 90 manns. Hjálpa varð þremur slös- uðum Kínverjum um borð í skip sitt Einn þeirra var handleggsbroimn, annar hafði m’.ssc framtennurnar, tveir höfðu glóðaraugu og voru ilia skornir 4 framan. Bretarnir sluppu mun betur úr þessum nandalögmálum. Enginn var handtekmn. „Zang Zhou“ er skreytt stafnanna á milli stórum fánum með áletruninni „Lengi lifi vinátta brezku og kínversku þjóðarinnar." Sem kunnugt er þá er vinátta þess ara tveggja ianda ekki sem hjartanlegust um þessar mundir . - HUSSEIN Framhald af bls. 1 anna ákveðið að skipa nefnd til að rannsaka möguleika á samn- ingum um verzlun og efnahags- mál. í gærkvöldi var undirritað- ur samningur um samvinnu á sviði vísinda og menningarmála. Fréttarifari AP segir, að þriggja daga heimsókn Husseins til Moskvu hafi leitt til þess að samband Rússa og Jórdaníu- manna hafi orðið nánara en hing /að til hefur fjandskapur ríkt með þeim. AP hefur eftir áreiðanleg- um heimildum, að Rússar hafi heitið Jórdaníu efnahagslegri aðstoð og gefið í skyn að þeir væru einnig fúsir að veita þeim hernaðarlega aðstoð. En hingað til hafa Jórdaníumenn fremur kosið að kaupa þau vopn, sem þeir þarfnazt, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Heimildirnar herma, að sovézkir embæt.tis- menn fari á næstunni til Amman a ðganga frá samningi um efna- hagslega aðstoð. f tilkynningunni, sem gefin var út í dag, segir að Rússar muni halda áfram að veita Arabaríkjunum aðstoð í baráUu þeirra fyrir réttlæti og tilraun- um þeirra til að reisa við efna- hag sinn og efla varnir sinar. fsraelsmenn verði að yfirgefa 'herteknu svæðin og greiða skaða bætur fyrir eignatjón vegna styrjaldarinnar. Þess er krafizt, að ályktun Allsherjarþingsins um hinn jórdanska hluta Jerúsal- ems verði framfylgt. ■Hussein konungur hefur boðið Podgorny, forseta Sovétríkjanna, til Jórdaníu og hefur hann þekkzt boðið. — Leiðbeiningai Framihald af bls. 11 þeyttur, stendur það ekki upp fyrr en í síðustu lög. Þegar þetta á sér stað er oft kominn ljósatími, og eru þá skepnur seinni til að víkja undan bifreið um en við dagsbirtu. Sé lúður þeyttur tritlar féð að vísu á stað út af veginum eða eftir honum, en ökumaður verður óhjákvæmi lega að aka hægt. Þegar svo stendur á þykir mér ánægjuleg ast að stugga ekki við fénu, ef unnt er að komast hjá því, held ur krækja á milii þess. Það er með öllu hættulaust, ef gætilega er ekið, er skepnuvinum ánægja og veldur oftast lítið meiri töf- um. Víða liggja vegir eftir þröng- um girðánigatröðum. Nú er bú- fénaður miilh vegar og girðingar, og ber þá að gæta fyllstu var- færni að fæla ekki fénaðinn í girðinguna oig fylgjast m.eð því, hvort síkepna festir sig, og koma henni þá til hjáipar. Ökumenn, sem hirða um að vei'ta búfénaði með vegum £r.am atlhygH, læra furðu fljótt að þekikja viðbrögð hans. Sú ait- hugun er mörigum til ánægju og tiiibreytingar á öfcuferðinni, en það að drepa skepruur eða slaea, vegna vítaiverðs aksturs, og sivíká ast síðan frá verknaðinium ber vitni um óþokka innræti á háu stigi. Félagsheimili Heimdallar opið í kvöld JAMES BOND James Bond 6Y IAN FLEMIN6 DRAWING BY JOHN McLBSKY RS —IAN FLEMING Bond finished HIS DINNER, 6RINNING AT )VE SHEER AUDAOTY Bond lauk viff miffdegisverffinn og glotti, þegar honum varff hugsað til hinn- ar takmarkalausu ofdirfsku Goldfingers við gullsmygliff. — Indland er auffvitað hans bezti markaður. Hann hlýtur að græffa ósköp- in öll á þessu. — En ef hann styrkir SMERSH meff ágóðanum er eins gott að gera eitthvaff í málinu — og það strax. — En nú er komiff aff skuldadögum fyrir Goldfinger. — Bezt ég hefjisí handa strax ..... Ásgeir L. Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.