Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 1
 32 SIÐIJR 54. árg. — 226. tbl. FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hussein tregur að þiggja aðstoð Rússa Moskvuheimsókn Jórdaniukonungs lokió Obreyft afstaða Rússa og Araba Moskvu, 5. október. AP-NTB. í TILKYNNINGU, sem gefin var út í dag að loknum viðræðum Husséins Jórdaníukonungs og sovézkra ráðamanna er endur- tekin krafan um, að fsraelsmenn flytji burt allt sitt lið af arabisku landi. Engin breyting virðist hafa orðið á afstöðu Araba og Rússa þannig að viðræður við ísraelsmenn geti hafizt, segir fréttaritari AP. í tilkynningunni heita Rússar því að halda áfram aðstoðinni við Araba, en ekkert er minnzt á beina efnahagslega eða hern- aðarlega aðstoð við Jórdaníu- menn. Því hefur verið haldið fram, að Rússar hafi í viðræðun- um við Hussein konung heitið Jórdaníumönnum bæði efnahags legri og hernaðarlegri aðstoð, en af fréttatilkynningunni er ekki hæg.t að ráða, hvort Jórdaníu- menn hafi tekið boðinu, segir frétiaritari Reuters. Hins vegar hafa stjórnir land- Framhald á bls. 24 Fimm í fðrarbrofidi Margt bendir til þess að menningarbyltingin sé nú í rénun eða íhaldssamari öfl ráði nú gangi hennar. Vegg- 1 spjöld sjást nú ekki lengur í Peking og rauðir varðliðar eru fáliðaðir. Myndin að ofan , er af þeim fimmmenningum, sem hrundu byltingunni af 1 stað og bera því mestu ábyrgð á afleiðingum liennar. Frá v. Chou En-Iai, forsætisráðherra, , frú Maó, Yao diplómat, Maó formaður og Lin Piao. (Sjá frétt á bls. 3). Enugu í höndum stjórnarhersins — segja heimildir í Lagos — Enugu-útvarpið ber á móti Lagos, 5. okt., AP-NTB. STJÓRNIN í Lagos, höfuð- borg Nigeríu, sagði í dag, að Enugu, höfuðborg aðskilnað- Kommúnistar gera uppreisn í Borneó Djakarta, 5. október. NTB. FORSETI Indónesíu, Suharto hershöfðingi, skipaði hernum i dag að bæla niður uppreisn sem kommúnistar hefðu gert í af- skekktum sveitaþorpum í indó- nesísku Borneó. Suharto sagði, að Kínverjar stjórnuðu skæru- liðasveitum kommúnista. Yfirmaður hersveita á Vestur- Borneó, Witono hershöfðingi, skýrði irá því í dag að sögn hinnar opinberu fréttastofu, Anitara, að uppreisnarmenn hefðu látið greipar sópa um þorp meðfram landamærum Indónesíu og Malaysíu á Borneó. Hann sagði, að uppreisnarmenn hefðu pyntað þorpsbúa til þess að neyða þá til að láta af hendi matvæli. Þorpsbúum var sagt, að annað hvort yrðu þeir að láta af hen,di grísi, hænir og land- búnaðarafurðir eða að öðrum kosti yrðu heimili þeirra brennd til öskiu, sagði Witomo. Uppreisnin hófst með því að gerð var árás á indónesískan flugvöll í júlí, en að undanförnu hefur hún breiðzt út. Suhartio gaf út fyrirskipun sína til hersins þegar slegið hafði í bardaga milli skæruliða og varðflokks indónesískra hermanna. Bardagi þessi hófst þegar hermenn tóku maitvælageymslu kommúnista í frumskóginum, og sagt er að margir skæruliðar hafi særzt. arríkisins Biafra, væri fallin í hendur stjórnarhersins eftir tveggja mánaða borgarastyr- jöld. Franska fréttastofan AFP segir, að útvarpið í Enugu hafi borið á móti þessu. Sagði útvarpið, að her Biafra hefði veitt stjórnar- hernum mikla mótspyrnu og fellt marga. Enugu er 60.000 manna borg og fullyrti út- varpið, að lífið í borginni gengi sinn vanagang og menn væru alls óhræddir. Það sagði ennfremur, að 2000 sjálf boðaliðar hefði farið frá Port Harcourt til Enugu til að berj ast með Biafrahernum. í yfirlýsinigu Dagos-stjórnarinn- ar sagði, að Enugu hefði fallið eftir sex daga umsátur. Ekki var minnst á örlög Ojukwu, liðs foringja, foringja uppreisnar- manna, sem hratt borgarastyr- jöldinni af stað með sjáflfstæð- isyfírlýsingu Biafra-ríkis í maí sl. Yfirvödd í Lagos segja, að þau muni hafa hendtur í hári Ojukwus fyrr eða síðar, en hans bíður tafarlaus liflátsdómur. Þá segir í stjórnaryfiriýsing- unni, að ríikisstjórn Biafra hefði Framhald á bls. 24 Slagsmál i Lundúnum Lundúnum, 5. okt. — NTB — BREZKIR hafnarverka- menn báru sigur úr být- um í hörðurn slagsmálum við kínverska sjómenn við höfnina í Lundúnum í dag. Kalla þurfti mannmargt lögreglulið á staðinn til að skakka leikinn. Slagsmálin hófust þannig, að áhöfnin af kínverska skipinu „Hang Zhou“ reyndi að festa merki með mynd áf Mao Tse-tung á jakkaboð- ung eins hafnarverka- mannsins. Hann tók þetta óstinnt upp, þreif merkið og grýtti því í sjóinn í fússi. í sama mund köst- uðu fjórir Kínverjar sér á manninn. Starfsbræður þessa verka- manns komu bráðlega á vett- vang og innan skamms log- Framhald á bls. 24 Brown leysir frá skjóiunni Styðja áfram Viet- namstefnu U.S.A. Scarborough, 5. okt. AP. RÍKISSTJÓRN Harold Wilsons mun halda áfram að styðja stefnu Johnsons Bandaríkjafor- seta í Víetnam, þrátt fyrir álykt- un landsfundar brezka Verka- mannaflokksins í Scarborough, en í henni er skorað á brezku stjórnina, að segja skilið við stefnu Bandaríkjamanna í Viet- nam. Ályktun þessi var sam- þykkt með naumum meirihluta á landsfundinum í gær. Ákvörðun stjórnarinnar um áframhaldandi stuðning við Bandaríkin í þessu máli lá ljós fyrir í dag, að sögn heimdldar- manna. Þeir lögðu hins vegar mikla áherzlu á eitt atriði: Ef Bandiaríkin auka enn hernaðinn í Vietnam þá mun brezka stjórnin hugsa sig um tvisvar áður en hún leggur blessun sína yfir slikt. Heimildirnar hermdu, að Bretar hefðu gert Johnson þetta fullljóst. Lundúnum, 5. okt., AP-NTB. BREZKI utanríkisráð- herrann, George Brown, sagði við blaðamenn í dag, að ef menn neyttu ekki áfengis mundu þeir deyja. Brown var að ræða um forystugrein í „Daily Mirror“, en þar segir að erfiðleikarnir varðandi Brown væru ekki þeir, að hann drykki of mikið, heldur, að hann ætti yfir- leitt ekki að neyta áfengis. Segir hlaðið, að Brown sé svo fjörlyndur að eðlis- fari að áfengi verki á hann eins og olía á eld. Buown lenti sam a.n við bla'ðaljósmyndara sfl. þriðju- dagskvöld er þeir ætl-uðu að mynda hann á dansgóifi með konu sinnd. Atburðurinn hetf- ut orðið þes« valdandi, að rætt er um að Brown segi af sér embætti uitanríkisráð- herra. Á blaðamannafundinum sagði Brown, að hann mundi ekki breyta um lífshætti. Hann sa.gði: „Þjóðin verður að áikveða sjálf að hve miklu leyti hún vill taka miig eins og ég er, vegna þess, að það er ekki hinn minnsti mögu- leiki tid að ég breytist. Viilji hún U'tanríkisráðherra, sem ekkert rangt gerir þá er ég vissulega ekki sá maður. En ég býst við, að sá sem kærnd á eftir mér yrði ekki sér'lega góður utanrikisráðherra“. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.