Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKT. 1967 3 U.S.S.R Kort þetta sýnir allglögg'leg'a ástandið eins og það er um þessar mundir í Kínverska alþýðulýðveldinu. Láréttu strikin tákna héruð, sem eru á valdi stuðningsmanna Maós. Lóðréttu strikin merkja Svæði, sem herinn hefur á sinu valdi. Deplarnir eiga að tákna svæði, þar sem yfirráð Maóista eru ótrygg, og dökku svæðin eru á valdi andstæðinga Maós. Stjörnurnar sýna þau svæði þar sem nú geisa bardagar. Svört lína sýnir leið Maós um nokkur héruð Kina nú fyrir tæpum tveimur vikum. Haröir bardagar í Canton Leikhúslíf leggst niður í Kínn Hong Kong, 5. okt. — AP — FREGNIR bárust í dag um harða bardaga milli stuðnings- manna Mao Tse-tungs og and- stæðinga hans í Canton. Bardag arnir hófust að kvöldi 1. októ- ber, þegar þjóðhátíð Kínverja gekk í garð og slanda enn, að sögn ferðamanns frá meginland inu. Þegar á laugardagskvöldið voru 200 manns felldir í þessum átökum, en mun fleiri særðust. 16 skip með 2340 tonn Á MIÐVIKUDAG var veður frekar óhagstætt ó síldarmiðun- um, NA-kaldi og kvikusláttur. Veiðisvæðið er ca. 220 sjómílur NA frá Raufarhöfn. Alls tilkynntu 16 skip um afla, 2.340 lestir. Raufarhöfn Skarðsvík SH Gjafar VE Guðbjörg ÍS. Hratfn Sveinbjarnars. Höfrungur III. AK. Þórður Jónass. EA. Súlan EA. Sléttanes ÍS Dalatangi: Hoffell SU Höfrungur II. AK. Lest. 110 150 180 n. GK. 100 190 140 60 220 lest. 100 160 Hrafn Sveinbjarnars. GK. 140 Heimir SU. 100 Ásþór RE. 160 Þórkatla II. GK. 130 Bjartur NK. 150 Börkur NK. 250 Frelsisher alþýðunnar var send ur til Canton fyrir nokkrum vikum til að bæla niður óeirð- irnar. Herinn hefur gert hús- leii hjá mönnum, sem grunað- i'. voru um andúð á Mao, og þeir handtcknir og l.engdir. Ferðamaanirnir segja, að Fek'n-stjórnij. geri nú örvænt- ingarfullar tilraurur ,il að koma á lögum og reglu í Canton fyr- ir 51. nóvember, en þá hefst vörusýning í borg.nni. Var v'öru sýningunni frestað um einn mánuð vegna bardagjnna. Vörusýningunni í Canton er hin mikilvægasta sinnar tegund- ar í Kína. Vestrænum innflytj- endum er samkvæmt venju boð ið til sýningarinnar, þar sem þeir gera vörupantanir. Levniþjónusta þjóðerniss.nna á Formósu segir að náinn vin- South China Sea ur Maós um 40 ára skeið, Chang Ching-wu hafi venð handtekinn sakaður um áróður gegn For- manr.inum. Chang átti ennfrem ur að hafa verið í bandalagi við Lin Chieh, félagalim í bylt- ingarnefndinni, og þeir hafi í sameiningu reynt að koma á fót öflugri hreyfingu gegr. Maó. Miklar hreinsanir hafa nýiega verið gerðar í byltingarnefnd- inni og hafa auk Changs og Lins verið handteknir tveir aðrir félagar hennar. f grein í sovézka blaðinu, Sovetskaja Kultura, sem út kom í dag, segir að leiklist í Kína hafi verið gerð að áróðurstæki fyrir Maó og kommúnistaflokk- inn, Skiptist á í leikhúsunum móðursýkiskenndur áróður gegn Sovétríkjunum og hé- stemmt lof um Formanninn. Leikhúsyfirvöld í hinu fræga æskulýðsleikhúsi í Peking hafa harðlega verið gagnrýnd fyrir að setja á svið erlend leikrit, sem eitri hugsanir áhorfenda. Meðal þessara leikrita er „Oth- ello“ „Shakespeare, „Vanja frændi“ eftir Tsjekov og „Brúð kaup Fígarós." Færanleg kennslustofa — fyrir handavinnukennslu pilta ÁKVEÐIÐ hefur verið eftir tii- lögu Fræð'sluráðs Reykjavíkur, að smiða færanlega kennslu- stofu fyrir handavinnu piilta. — Verður vænitanlega byrjað að vinna að srniði kennslustotfunnar innan tíðar og mun hún í vetur verða notuð í Hlíðarskólanum, en þar hefur handavinna pilta verið kennd í þröngu kjallara- húsnæði. Hin færanlega kennslustofa á að vera um 50 ferm að stærð og verður innréttuð fyrir handa- vinnukennslu og þar verða ýmis þau álhöld er notuð eru við kennsluna. Húsið verður smíðað á smiðaverkstæði, en síðan flutt í heilu lagi að Hlíðarskólanum. í framtiíðinni verður síðan hægt að flytja stofuna milli staða eftir þörfum. STAKSHIMR Falsanir Fram- sóknarblaðsins Framsóknarblaðið gerð^ heið- arlega tilraun til þess sl. mið- vikudag að afsaka þau ósann- indi, sem á borð voru borin í forustugrein blaðsins daginn aður, um afstöðu aukafundar L.Í.Ú. til tengsla fslands við EFTA og EBE, en í forustu- grein blaðsins í gær er með furðulegum hætti reynt að láta líta svo út, sem rétt hafi verið með farið í forust.ugrein blaðs- ins áður. Þannig segir Fram- sóknarblaðið: „Það sjá allir, sem sæmilega eru skynugir, að stjórn L.f.Ú. hefur alls ekkert „uniboð til að afgreiða þetta mál fyrir hönd sambandsins", samkv. þeim tillögum, sem aukafundur L.Í.Ú. vísaði frá sér og til stjórnarinnar til at- hugunar.“ Hér er enn reynt að villa um fyrir lesendum og al- menningi um hina raunverulegu afgreiðslu þessa máls. Stjórn L.f.Ú. hafði lagt fram ákveðna tillögu fyrir aukafundinn um stefnuyfirlýsingu varðandi við- skiptabandalögin tvö. Á fundin- um lagði stjórnin svo fram aðra tillögu um það, að fyrri tillög- unni yrði vísað til stjórnarinn- ar, sem falið yrði að undir- búa greinargerð um málið og síðan ályktun, sem send yrði ríkisstjórninni, ef % stjórnar- manna væru henni samþykkir. Af þessu er ljóst, að aukafund- urinn hefur veitt stjórn L.f.Ú. fullt umboð í þessu máli, og tek ið jákvæða afstöðu til þess. All- ar tilraunir Framsóknarblaðs- ins til þess að villa um fyrir almenningi eru gagnslausar en sýna aðeins, að Framsóknarmál gagnið vill heldur hafa það sem ósannara er. Faisanir kommún- istablaðsins Slúðurdálkur kommúnista- blaðsins í gær er einkar glöggt dæmi um það, hvernig sá dálk- ur er ritaður. f Staksteinum Morgunblaðsins í fyrradag var rætt um brottvikningu danska viðskiptamálaráðherrans Tyge Dahlgárd og jafnframt rakin þau ummæli hans, sem urðu til þess að forsætisráðherrann vék honum úr embætti. Slúðurdálk ur kommúnislablaðsins, sem stundar að vísu þá iðju daglega að fara rangt með staðreyndir, gerir sér lítið fyrir og eignar Morgunblaðinu ummæli Dahl- gárds. Var þó skýrlega fram tekið í Staksteinum Morgun- blaðsins, að enginn dómur yrði lagður á efni þeirra ummæla, sem valdið hafa siíkum úlfaþyt í dönskum stjéinmálum. Álykt- unarorðum slúðurdálksins er því vísað heim til föðurhúsa, en raunar gat höfundur þeirra ekki dregið upp skýrari mynd af eig- in vinnuaðferðum. Flóttinn undirbúinn Blaðið „Frjáis þjóð“ upplýsir að Alþ.bl. í Reykjavík hafi gert samþykkt sem efnislega er á þá leið, að þar sem ótvírætt sé að atkvæði Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafi skipzt á tvo lista í kosningunum í vor sé eðlilegt að atkvæði I-listans verði taljn með atkvæðum G-listans við út- lilutun uppbótarþingsæta. Þar með eru kommúnistar i þessum félagsskap að undirbúa flótta sinn frá þeirri afstöðu sem þeir tóku fyrir kosningar. Hins veg- ar hefur ekkert slíkt heyrzt frá einum þingmanni þeirra, sem tekið hefur ótvíræða afstöðu gegn þeirri málsmeðferð. Af þeim sökum verður að álykta að hann haldi enn fast við fyrrf afstöðu og greiði atkvæði sam- | kvæmt því þegar kemur til j þings. Er ekki svo, Magnús?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.