Morgunblaðið - 10.10.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. OKT. 1967
ITALSKUR STRAHATTUR
eftir Eugene Labiehe og Mare-Miehel
Þýðing: Arni Björnsson
Leikstjóri: Kevin Palmer
Leikmynd og búningar: Una Collins
Arnar Jónsson, Árni Tryggvasson og Flosi ólafsson.
ARISTÓTELES og Plató eru í
skrifum sínum um leikhúsið al-
gerlega á öndverðum meiði um
það, hver áhrif hluttekning
áhorfenda hafi á þá. Plató hélt
því fram, að þegar við sjáum
t.d. persónur leiks verða fyrir
harmi eða beita ofbeldi ti'l að
hefna harma sinna og fyl'lumst
meðaumkun eða refsigleði, þá
leysist úr læðingi tilhneigingar,
sem okkur sé nauðsynlegt að
bæla niður, — sú reynsla að taka
þátt í tilfinningum annarra
yfirfæriát á sjálfa okkar og erf-
iðara verði að hafa hemil á þess-
um tilhneigingum, þegar svipað-
ir atburðir henda í lífi okkar. Á
sama hátt kvað hann áhiorfand-
ann otft njóta þess að horfa á
fíflalæti á leiksviði, sem hann
mundi skammast sín fyrir að
verða vitni að- í raunveruleik-
anum, hvað þá heidur að taka
þátt í þeim. „í hverjum manni er
galgopatilhneiging, sem hann
hefur haldið í skefjum af eðlileg-
um ótta um að verða talinn fífl.
En nú hefur hann gefið henni
lausan tauminn, og með því að
hafa siíka ánægju af því í leik-
húsinu, kann hann að láta óvart
ti’l þess leiðast að bregða sér í
gerfi trúðsins í einkalífi sínu“.
(10. bók Lýðveldisms).
Líklega hefur Plató þó gert
fullmikið úr þessari hættu, og
sem betur fer, hafa beztu leik-
húsmenn allra tíma árætt að láta
í verkum sínum kenna fleiri
þátta í eðli persónanna en þeir
berjast fyrir að áhorfendur hríf-
íst af og þroski með sjálfum sér.
Þá hafa aldrei verið færðar á það
neinar sönnur, að unnendur
gamanleikja bregði sér oftar
í fíflsgerfi en þeir, sem aldrei
hafa heyrt getið um Moliére eða
Ionesco.
Hins vegar hafa menn, sem
geta greint milli hugmyndaiflugs
og veruleika, lært það, að hægt
er að láta eftir sér í huganum
ýmsan munað, sem samvizkan
eða lögin mundu stemma stigu
við „í raunvenulega lífinu“. Og
Aristóteles setti fram þá skoðun,
að við fáúm einmitt heppilega
útrás fyrir ýmsar tilhneigingar
okkar með því að upplifa þær í
leikhúsí. Samskonar kenningu
um útrás tilfinninga (eða „ka-
þarsis", — gríska orðið er al-
mennt notað) tók Sigmund
Freud upp í sálgreiningu sinni.
í leikhúsi hafa þau verk, þar
sem hugmyn-daflugi í samsetn-
ingu skoplegra orða og athafna
er gefinn hvað lausastur taum-
inn, hlotið nafnið „farsar". Sam-
einkenni skemmtilegra farsa er
að beita öllum brögðum við að
fá áhorfendur til að hlæja, en
leggja enga áherzlu á „að skilja
eittíhvað aftir“. Helzt þessara
bragða eru ýktur skopleikur, án
tilraunar til „heilsteyptrar per-
sónusköpunar“, hröð atburðarás,
án tilraunar til „að spegla vanda-
mál mannkynsins“, og fljótvirk
fyndni án tilraunar til að gefa til
kynna nokkur „dýpri sannindi".
Farsi er sem sagt „skemmti-
atriði" tengd í samfeilda atburða-
rás.
Þungamiðja alvarlegs leikhús-
verks, hvort sem það nefnist
harmieikur eða gamanleikur, er
sú hugmynd, sem liggur að baki
verkinu. Þótt gáfaðir og hæfi-
leikafullir túlkendur flytji efnið
og skýri með leik og samhrifum,
er grundvöllurinn innihald hug-
verks höfundar. En þungamiðja
farsa er ekki innihaldið, heldur
ytra borðið, — það ytra borð,
sem leikhúsið leggur honum til.
Oft heyrast menn nota orðið
„farsi“ sem skammarheiti á sýn-
ingum, sem þeim þykja ómerki-
legar. Sýning farsa er hins veg-
ar, af áðurtöldum orsökum,
hvorki betri né verri en frammi-
staða þess fólks, sem að henni
stendur. Og þveröfugt við það,
sem almennt er talið, gerir farsi
mjög harðar kröfur til hæfileika
og tækni leikendanna.
Franski farsinn „ítalskur strá-
hattur“ var frumsýndur sl. föstu-
dag í Þjóðleikhúsi íslendinga.
Leikstjóri er Ástralíumaðurinn
Kevin Palmer, en búninga og
leikmynd gerði Una Collins frá
Englandi. Leikritið t‘r eftir helzta
farsahöfund Frakka á 19. öld.
Það er líklega frægasta verk
höfundar ög hefur verið sýnt í
mörgum útgáfum víðs vegar um
Evrópu síðustu áratugi.
Þar sem tilgangur farsa er sá
einn að vekja kátínu, þykir mér
ti'lhlýðilegt að skýra frá því, að
það tókst vel á sýningu Þjóð-
leikhússins. Þótt. ekki væri af
öðru en heyranlegum undirtekt-
um áhorfenda að dæma, þ.e.a.s.
hlátri þeirra, hygg ég, að leik-
húsinu sé vænlegra að setja
slíkar sýningar á svið en ýmsa
gamanleiki með ákveðnum boð-
skap og miðlungsathyglisverðri
lifsskoðun höfundanna, sem
þarna hafa verið reyndir til að
hæna að nýja og trega áhorfend-
ur og safna þannig fé í kassa
hússins.
Sýningin er fyrir margra hluta
sakir skemmtileg, en leikur í
einstökum hlutverkum ærið
misjafn, og ekki sízt þessvegna
er það mér mikið aðdáiunarefni,
hversu vel Palmer leikstjóra hef-
ur tekizt að vinna heildarsvip-
inn. Ágæta áferð sýningarinnar
ber þó ekki síður að þakka af-
bragðsgóðum tjöldum og bún-
ingum Unu Collins. Hún notar
ólitaðan striga, strengdan á
grind, í leikmyndina, svo að
skrautlegir búningarnir njóta
sín miklu betur en þeir mundu
gera, ef bakgrunnurinn væri
margbrotnari og litfleiri. Þó ber
nýting sviðsins vott um þá kunn-
áttu og hugkvæmni, sem þau
hafa reyndar áður sýnt hér, t.d.
í „Lukkuriddaranum“.
Helzti dragbítur sýningarinn-
ar er sá, að flestir leikendanna
ná heldur litlu út ú: hlutverk-
um sínum, þótt sviðsreynsla
þeirra og umsjón leikstjórans
komi í veg fyrir að þeir eyði-
leggi beinlínis fyrir þeim, sem
betur gera. Þetta kemur vel
í ljós af samanbuiði við einn
leikendanna, Rúrik Haraldsson,
sem lék heldur lítið hliutverk, en
ætlaði að trylla leikhúsgesti af
hlátri í hvert sinn sem hann
birtist á sviðinu. Af hluverki
hans og frammistöðu má gera
sér grein fyrir efniviði og
heppnaðri sýningu farsa. —
Rúrik hefur nánast engan texta
til hjálpar, segir næstum allta.f
sömu setningar og fsér alltaf
hlátur, ekki vegna endurtekn-
ingarinnar, heldur þeirrar skop-
legu persónu, sem hann hefur
skapað. Snilli Rúriks kemur
kannski bezt fram í því, að þrátt
fyrir ýkt gervi og ótrúlegt fas,
sýnist leikur hans hógvær, vegna
þess hvp leikur hans er inn-
byrðis sjálfúm sér samkvæmur.
Það er ómögulegt að verjast
vangaveltum um það, hve sam-
felld sigurganga sýning „ítalska
stráhattsins“ hefði getað verið,
ef öll smáhlutverkin hefðu ver-
ið unnin þótt ekki væri nema
eitthvað svipað hlutverki Rúr-
iks. „
Aðalhlutverkið, ungan hús-
eiganda í París, sem neyðist til
að eyða öllum brúðkaupsdegi
sínum í leit að ítölskum strá-
hatti, leikur Arnar Jónsson.
Hann hefur áður sýnt hæfileika
sína á þessu sviði í „Tveggja
þjóni“ hjá Leikfélagi Reykjavik-
ur í fyrra og bregzt ekki vonum
áhiorfenda. Arnar hefur óvenju-
mikið til brunns að bera sem
leikari, — gott útlit, afbragðs-
léttar hreyfingar og laglega söng-
rödd. Þetta kemur allt að
góðu haldi, og þykir mér óihætt að
fullyrða, að ekki hefði verið hægt
að fá annan leikara hér, sem gert
hefði hlutverki þessu viðunandi
skil.
Flestir aðalleikarar Þjóðleik-
hússins fara með stærri og minni
hlutverk, en ég sé ekki ástæðu
til að telja þá alla upp hér.
Frammistaða þeirra var hvergi
m.jög slæm, en fellur öll í tals-
verðan skugga af leik Rúriks
Haraldssonar. Grunar mig, að
sumir þeirra hafi ekki lagt
mikla alúð við vinnu sína, þar
sem leikur þeirra er heldur
dauf mynd af þeim hæfileikum,
sem þeir hafa oft sýnt leikhús-
gestum.
Texti leikritsins er hvergi
merkilegur, en þó skiptir nokkru
máli, að hann sé fyndinn og
fari vel í munni. Þýðing Árna
Björnssonar virðist mér öll
heldur stirð og bókmálsleg á
köflum, en þó voru textar söngv-
A aðalfundi Kvennabandsins
í Ves'tur-Húnavatnissýslu vorið
1966 var því hreyft, að nauð-
synlegt væri, að læknishéraðið
hér hefði ráð á sjúkratoíL Að
forgönigu Kvennatoandsins var
svo hafin fjársöfnun á- vegum
kvenfélaganna í sýslunni ásamt
kvenfélagi Bæjarhrepps í
Strandasýsilu til kaupa á sjúkra- ,
bíl.
Alls sötfnuðust um 270.000 kr.
f gær var vo bíllinn afhentur
Sýslus'jóði Vestur-Húnavatns-
sýslu. Sýlumaður Húnavatns-
sýslu, Jón fberg, veitti gjöfinni
viðtöku og þakkaði hana. Bíll-
inn er af Chevroletgerð og kost
aði alls með talstöð og öðrum
nauðsynlegum útbúnaði um 350
til 360 þúsund krónur. Það sem
Útföi Davíðs
ú Ambjargarlæk
Akranesi, 7. október,
ÚTFÖR Davíðs á Arnbjargar-
læk var gerð frá Norðurtun.gu
í Þverárhlíð í Borgarfirði í da,g.
Séra Einar Guðnason, prófast-
ur í Reykholti, jarðsöng með að-
stoð kirkjukórs Borgarness. Miik
ið fjölmenni frá Reykjavík,
Akranesd, Borgarnesi og víðs veg
ar a'ð úr sveitum var mætt tii
að heiðra minningu þessa mæta
héraðshöfðingja. Að lokinni at-
höfn voru góðar veitingar fram
bornar í Norðurtungu, að göml-
um og góðum sið, og naut allur
þessi hópur þeirra.
— H. J. Þ.
annan langverstir. Söngtextar
verða annaðhvort að vera
hnyttnir, eða svo klaufalegir, að
það út af fyrir sig nægi ti'l
að vekja hlátur. En þetta tókst
ekki. Tónlistin eftir André
Cadou í hljómsveitarbúningi
Ma-gnúsar Ingimarssonar var
ekki sérstaklega athyglisverð,
en féll vel að leiknum. Hljóm-
sveitinni stjórnaði Carl Billich
og get ég ekki fundið að starfi
hans.
Sýningunni var, sem fyrr seg-
ir, mjög vel tekið.
Örnólfur Árnason.
á vantaði, að söfnunarfé dygði
til kaupanna hefur Kvennaband-
ið greitt, en það hefur atflað fjáir
með skemimtunum og fleiru und-
anfarin ár til nauðsynjamála í
sýslunni. Mest hefur það fé gen,g
ið til byggingar sjúkrahússins
hér og kaupa á ýmsum tækjum
til þess.
— S T.
- HAFIÐ HEFUR
Framhald af bls. 17
sókn sín til Lincolns væri
eins konar pílagrímsför og
sagði: „Sérhver íslendingur
veit, að einn hinna miklu leíð
toga íslenzku kirkjunnar á
miðöldum, Þoriákur helgi,
hlaut menntun sína að nokkru
leyti í Lincoln. Það hefur
verið von mín í iangan tíma,
að fara í pílagrimsför til þess-
arar dómkirkju og til háskóla
þess, þar sem þessi heilagi
maður þjónaði guði og nam í
æsku sinni“.
Að loknum aftansöng gekk
biskupinn hina stuttu íeið frá
dómkirkjunni, einni af mestu
byggingum Bretlands, til guð-
fræðideildar háskólans í
Lincoln, þar sem mynd af
Þorláki helga er í steindiu
gleri í glugga kapellu háskól-
ans.
Þóra Friðriksdóttir, Rúrik Haraldsson og Arnar Jónsson í hlut-
verkum sínum. - / 3
Sýslusjóði V-Húnavatns-
sýslu gefinn sjúkrabill
Hvammstanga, 9. öktóber.