Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1967 3 „Munum sakna Loömundarfjaröar" — segir Áslaug Stefánsdótfir, sem nú yfirgefur Stakkahlíð eftir 18 ára búsetu SÍÐASTA fjölskyldan er nú að yfirgefa Loðmundarfjörð og aðeins einn maður mun öysgja fjörðinn í vetur. Mbl. talaði í fyrradag við Aslaugu Stefánsdóttur, sem nú flytur frá Loðmundarfirði ásamt fjölskyldu sinni og bróður eft- ir 18 ára búsetu í Stakkahlið. Einnig ræddi blaðið við Krist- in Halldórsson á Sævarenda, sem er staðráðinn í því að þrauka veturinn af einn síns liðs. — Vissulega munum við sakna Loðmundarfjarðar, sagði Áslaug. Við höfum búi'ð í Stakkahlíð í átján ár og ætt- fólk mitt hafði byggt jörðina óslitið frá árinu 1840. Það er líka mjög fallegt í Loðmundar firði og því eðlilegt, að margt leiti á hugann, þegar þaðan er farið. — Bjugguð þið stórt í Stakkahlíð? — Vi'ð höfðum um 500 fjár Stakkahlið (Ljósm.: Páll Jónsson). Treysti því, að allt fari vel á síðasta bænum / dalnum og sjö hross. Tvær kýr höfð- um við einnig til að mjólka íyrir heimilið. — Og jörðin? — Þetta er ágæt jörð. 1 landareigninni er þessi perlu- steinsnáma, sem alltaf er ver- ið að tala um að nýta, hvað sem verður. Þá er þarna lika æðarvarp, sem við höfum full an hug á að reyna að nytja áfram, ef mögulegt reynist. — Þið hafið þá ekki selt jörðina? — Nei, hún mundi aðeins ienda í höndunum á einhverj- um braskaranum, sem hefði ekkert við hana að gera. Svo er aldrei að vita, hvað fram- tíðin ber í skauti sér. — Hvernig var að búa í Loðmundarfirði? — Það er alltaf errfitt að búa í fámennri sveit. Aðal- ástæðan fyrir brottflutningi okkar eru börnin. Þau verða að komast í skóla. Þrjú þeirra eru yfir fermingu og svo eru tveir drengir, sem eru fimm og sjö ára. Annars leið okkur alltaf vel í Stakkahlíð. Sam- göngur eru erfiðar og mest treyst á sjóinn í þeim efnum, en það brimar oft hressilega í Loðmundarfirði. Nú raf- magn og síma höfðum við en þrátt fyrir öll þægindi er ein- angrunin þungbær, sérstak- lega þegar börnin vaxa úr grasi. — Hvað tekur nú við hjá ykkur? — Ætli við flytjum ekki til Seyðisfjarðar. Þar komast börnin í skóla og svo er Loð- mundarfjör’ðurinn ekki langt undan, þegar hugann fýsir á fornar slóðir. — segir Kristinn Halldórsson, sem einn síns liðs œtlar oð byggja Loðmundarfjörð í vetur Kristinn Halldórsson var léttur í máli, þegar Mbl. ræddi við hann í fyrradag. — Eg treysti á Guð og lukk una, sagði Kristinn og ég er bjartsýnn á veturinn. En ef enginn kemur í Loðmundar- fjörðinn að vori, býst ég við að fara héðan. Það er útilok- að fyrir einn mann að búa í svo afskekktu byggðarlagi. — En þú ætlar að þrauka af í vetur? — Ég verð með 160 ær og einn hest. Mjólkina vei'ð ég að sækja til Seyðisfjarðar. — Hefur þú búið lengi að Sævarenda? —Ég fluttist hingað frá Sevðisfirði fyrir röskum þrem ur árum, en þar er ég fæddur og uppalinn. — Er snjóþungt í Loðmund arfirði? — Ekki svo mjög hérna sunnan við ána, þar sem ég er. — En samgöngurnar? — Ég byggði nú brú á ána fyrir nokkru. Brúin er 32 metra löng úr rekavið. Á sl. vori fékk ég mér vélknúinn snjósleða, dásamlegt farar- tæki. Ég er um klukkutíma að komast til Seyðisfjarðar á hon um. Svo hef ég hra'ðbát líka. Ég er bjartsýnn á veturinn og trúi því, að allt fari vel hérna á síðasta bænum í dalnum. Úr Loðmundarfirði STAKSTEINAR Skiptast í tvö horn MIKIÐ hefur, að vonum, verið rætt og ritað um bók Svetlönu Stalínsdóttur, „Tuttugu bréf til vinar“ og skiptast dómar manna mjög í tvö horn. Annars vegar er það sjónarmið, sem sett hefur verið fram m.a. hér í Mbl., en einnig í fjölmörgum blöðum hins vestræna heims og af þekktum ritdómurum, að bókin sé mjög merkileg heimild um stjórnar- hætti í Sovétríkjunum fyrstu áratugina eftir byltinguna, hún leiði skýrlega í ljós, að Stalín var ekki „óhapp“, sem ill örlög bjuggu þessari fyrstu tilraun kommúnismans, heldur sé kerfið rangt í grundvallaratriðum. Það er og athyglisvert, að Svetlana sjálf tók algjörlega af skarið um þetta atriði á blaðamanna- fundi í New York skömmu eftir að bókin kom út og er það vitn- isburður, sem vissulega verður að taka tillit til. Hins vegar er svo augljóst af skrifum um bók Svetlönu, að fjölmargir þeir, sem um hana hafa ritað, geta alls ekki sætt sig við þá stað- reynd, að Stalin sjálfur verði litinn öðrum augum en áður eftir útkomu þessarar bókar. í aug- um þessara manna er Stalín og verður óargardýr en ekki mennskur maður. Athyglisvert er, að nafnlaus grein í „Times Literary Supplement“ byggir dóm sinn um bókina sérstaklega á afstöðu Svetlönu til Beria, en eins og bent var á í grein, sem birtist hér í blaðinu daginn áð- ur en bókin kom út, er lýsing Svetlönu á sambandi Stalins og Bería veikasti blettur bókarinn- ar. | Stalín og kerfið Um áratugaskeið var Stalín ímynd og tákn alls þess versta, sem gerðist í Sovétrikjunum í stjórnartíð hans. Þess vegna er í sjálfu sér ekki undarlegt, þótt margir eigi erfitt með að sætta sig við að líta á Stalín, sem fórn- ardýr Kerfisins. Á blaðamanna- fundinum í New York upplýsti Svetlana, að Mikoyan hefði sýnt sér afrit af hinni frægu ræðu Krúsjoffs á 20. þingi kommúnistaflokksins, þar sem í fyrsta skipti var af ráðamönnum Sovétríkjanna flett ofan af þeim glæpum, sem framdir voru í Sovétríkjunum í stjórnartið Stalíns og raunar voru á vitorði þeirra, sem trúa vildu á Vestur- löndum, en kommúnistar sögðu jafnan að væri „auðvaldslýgi". Svetlana kveðst hafa sagt við Mikoyan að því miður gæti hún ekki betur séð en allt væri það rétt, sem í ræðunni var sagt. Þessi ummæli Svetlönu hljóta að auka mjög sannleiksgildi lýsing- ar hennar á föður sinum og gera að engu ummæli íslenzks komm- únista fyrir nokkru þess efnis að Svetlana væri af skiljanlegum ástæðum að „rétta við mannorð föður síns“. Bæði bókin og um- mæli Svetlönu benda tvímæla- laust til þess, að hún taki mjög hlutlæga afstöðu til föður síns og atburðanna í stjórnartíð hans. Var Togliatti „einfaldur í sálinni"? Austri sagði fyrir nokkrum dögum að þeir menn væru „ein- faldir í sálinni“ sem tryðu því að Kerfið bæri meginábyrgð á þeim glæpum, sem framdir voru í stjórnartíð Stalins. í grein, sem liinn þekkti Rússlandssérfræð- ingur Crankshaw ritaði í „Ob- server" fyrir nokkru segir hann m.a.: „Það var italskur kommún- isti, Palmíro Togliatti, sem lýsti þvi yfir, að eitthvað hlyti að vera bogið við kerfi sem leyfði Stalín, Bería og öllum hinum að blómstra. Hann bað Krúsjoff að hætta að búa til fórnardýr og koma Kcrfinu í lag. Hann bað árangurslaust". Var Togliatti einfaldur i sálinni, Magnús?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.