Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 28
TRYOGiNG bLÍ4^= 1» ALMENNAR TRYGGINGARP ’ PÓSTHll SSTRÆTI 3 SlMI 17700 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1967 AUGLYSINGAR SÍMI 22.4*80 Drengur beið bana í Langadal Blönduósi, 10. október. BANASLYS varð síðdegis í gær á þjóðveginum í Langadal, skammt norðan við Auðólfs- staði. Verið var að reka fjárhóp eftir veginum og rétt á eftir rekstrinum ók jeppabifreið. Skyndilega gerðist það, að 12 ára drengur, sem var ásamt fleirum að reka kindurnar, hljóp fyrir bifreiðina og varð hann undir henm. Lézt dreng- urinn samstundis. Drengurinn hét Rúnar Aðal- björn Pétursson, sonur hjón- anna Gerðar Aðalbjörnisdóttur og Péturs Hafsteinssanar bónda að Hólum. — Bj. B. Fólk á flakki um hverasvœðið — Ekkert eftirlit, segir vitavörðurinn ENGAR breytingar hafa orðið á hverasvæðinu á Reykjanesi síð- ustu daga. Sigurjón Ólafssin, vitavörður, sagði Morgunblað- inu, að hann færi oft um svæð- ið og fylgdist náið með því, en allt hefði verið við það sama nú síðustu dagana. Hinsvegar hefur borið mjög mikið á því að fólk geri sér ferð suður að vita til þess, að sjá með eigin augum hvað þar er að gerast, og er það að sjálfsögðu mjög óæskilegt. Jarðfræðingar hafa lýst því Honnibal tap- yfir, að svæðið og jafnvel sjálf- ur þjóðvegurinn geti verið Framhald á bls. 27. Búið að salta í tœpar 50 þus. tunnur SALTAÐ var í samtals 26.296 tunnu r í síðuisflu viku. 290 lestir voru frystar og 10.486 lestir fóru í bræðslu. Þá eir samttals búið að saíta í 49.865 tunraur, 512 lestir hafa verið fry&tar, 242.529 bræddar og 6.640 fllnttar út. Þetta gerir siaimtals 256.961 lest og auk þess hafa eirlend skip landað 312 lestum. Á sama tíma í fyrra var búið að salta í 380.936 tunnur, 2.067 íyrir aði Lúðvík Ekkert selt al síld- armföli undanfarið Á FUNDI þingflokks Alþýðu- bandalagsins i gær fór fram kosndng formanns þing- i flokksins. Lúðvík Jósefsson | var endurkjörmn formaður þingflokksins með 6 atkvæð- um, en Hannibai Valdimars- son hlaut 3 atkvæði. Einn at- kvæðaseðill var auður. Þeir, sem kusu Lúðvík voru: Lúð- vík Jósefsson, Magnús Kjart- ansson, Eðvarð Sigurðsson, Jónas Árnason, Geir Gunn- arsson, og svo „þjóðvarnar- maðurinn" Gils Guðmunds- UNDANFARIÐ hefur ekkert ver- ið selt af síldarmjöli þar sem enn hefur ekki verið framleitt upp í þá samninga, sem fyrir liggja. Þegar byrjað var að selja tfyrirfram í vor var verðið 16 ehillingar og 6 pence á prótein- ingu í tonni sif., en hefur farið 'lægst niður í 14 sh. og 9 pence. Hins vegar hafa Norðmenn og Danir selt fyrir 14 sh. og 3 pence 1— 14 sh. og 6 pence, og hjá Perúmönnum er veriðið enn lægra. Við síðustu sölu á síldarlýsi fengust 37 sterlingsp'und fyrir Lögregluþjónar slös- uðust, er báll þeirru valt á leið á árekstrarstað ÖKUMENN, sem eiga leið um Keflavíkurveg árla morguns þurfa nú að fara að gæta sín á hálkunni, sem myndast á stein- steyptri akbrautinni yfir nótt- ina, því að enda þótt aðeins virð- ist vera um bleytu á veginum að ræða við fyrstu sýu, eru hættu- legir hálkukaflar sums staðar nokkuð fram eftir morgni. Lentu fjórir bílar út af vegin- um þar í gærmorgun af þessum sökum, og einn maður slasaðist nokkuð. Fyrst varð harður árekstur milli Vauxhall-fólksbíls og Fiat- fólksbíls, með þeim afleiðingum að báðir bílarnir fóru út ai veg- inum. Var beðið um aðstoð lög- reglunnar í Hafnarfirði og fór lögreglubíll þaðan með tvo lögregluþjóna á vettvang. þeg- ar bíll þeirra átti aðeins örfáa metra ófarna að árekstursstaðn- um rann hann í háikunni út af veginum og fór tvær veltur. Slasaðist annar lögregluþjónninn talsvert, en hinn marðist nokk- uð. Litlu síðar bar þarna að fjórða bílinn og enn fór allt á sömu leið — hann rann til í hálkunni, féll á hliðina og fór út af veginum. Fleiri árekstrar munu hafa orðið á þessum slóð- um í gær, en þeir voru allir minni háttar. tonnið. Ástæðan til þess, að íslenzka síldarmjölið hefur ekki farið lægra, er sú, að eteki hefur ver- ið um svo mikla framledðslu að ræða, að tii þess hafi komið. lestir vorU frystar, og 425.401 brædd. Samtals voru þetta 483085 lestir og auk þess hö'fðu erlend s'kip. landað 4.456 lest- um. Fimm hæstu löndunarstað- ir nú eru Seyðisfjörðuir, 57.486 lestir, Siglufjörður, 54.796 lestir, Raufarhöfn, 41.543 lestir, Reykja vík 25.059 lestir og Mjóifjörður 24.282 lestir. STJÓRN Norræna hússins ákvað á fundi sínum á Akur- eyri í sumar að ráða Norð- manninn Ivar Eskeland for- stjóra Norræna hússins og verður hann því fyrsti for- stjóri þess. Eskeland mun taka við siarfinu 1. janúar n.k. Myndina tók Ól.K.M. af Ivari Eskeland og konu hans fyrir utan Norræna húsið, sem væntanlega verður full- gert snemma næsta sumar. Varð fyrir bíl SJÖ ára stelpa, Sigríður Anna Guðbrandsdóttir Hrísateig 10, fótbrotnaði, þegar hún varð fyrir bíl á sunnudagsmorgun. Slysið varð á mótum Hrísateigs og Sundlaugarvegar, laust fyrir hádegis á sunnudag. Sig- ríður litla var flutt í Slysavarð- stofuna, þar sem gert var að fótbrotinu, en síðan fékk hún að fara heiim. 27 bátar tengu alls 3.035 lestir — Margir með rifnar nætur VEÐUR var gott á miðunum á mánudag, en mikill straumur. — Var mikið kastað, en veiði mis- jöfn. Margir rifu næturnar og þurftu því að fara til lands með þær til viðgerðar. Veiðisvæðið var á 66 gráðu og 25 min. norð- ur og 8 gráðu og 30 mín. vestur. 27 skip tilkynntu um afla, með 3.035 lestir. Bifreið týnd CHEVROLET var stolið ein- hverntíma á tímabilinu frá klukkan 2 aðfaranótt sunnu- dagsins til kl. 17 á sunnudag. Og það sem óvenjulegt er, hún er ekki komin fram ennþá, þrátt fyrir ítarlega leit, og aug- lýsingar. Skrásetninganúmer hennar er R-9067, hún er tveggja dyra, græn og hvít að lit að árgerð 1956. Raufarhöfn Lestir Elliði GK 100 Víkingur III. ÍS 140 Ólafur bekkur ÓF 70 Sigfús Bergmann GK 70 Fífill GK 110 Loftur Baldvinsson EA 85 Framhald á bls. 27. ÍKVEIKJUH Á HÚSAVÍK ELDUR hefur fjórum sinnum komið upp í húsum á Húsavik á sl. þremur til fjórum vikum, og er talið að um íkveikju háfi ver- ið að ræða í öll skiptin. Ekki hafa þó orðið teljandi skemmdir í brunum þessum, þar sern tekizt hefur að slökkva eldinn svo að segja strax eftir að hans varð vart. Brennuvargurinn leikur en lausum hala, en stöðugt er unnið að rannsókn málsins. Ekið d kyrrstæðon bíl EKIÐ var á bílinn R-10384, þar sem hann stóð á bílastæði við Miðbæjarskólann milli klukkan 10:15 og 11:30 sl. þriðjudags- morgun. Bíllinn skemmdist nokkuð að framan. Rannsókn- arlögreglan biður þann sem tjóninu olli svo og vitni, ef ein- hver eru, að gefa sig fram. Kísilgúr um mánaðamótin GÓÐAR horfur eru nú á því, að kísilgúrverksmiðjan í Bjarnar- flagi við Mývatn hcfji fram- leiðslu í tilraunaskyni um mánaðamótin næstu að því er Vésteinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar tjáði Mbl. í gær. Framkvæmdum hefur miðað vel áfram síðustu vikurnar, en aðallega hefur verið unnið við að setja upp ýmiss konar tækL Er nú lokið við að koma báð- um þurrkunum fyrir, og einnig er gufuveitan komin í gagnið. Aðeins er ólokið ýmsum frá- gangi við verksmiðjuna, og kvað Vésteinn miklar líkur á að því yrði öllu lokið áður en þessi mánuður væri á enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.