Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1907 Útgefandi: Hf. Arvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjðrn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Símf 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. MARKAÐSMÁLIN í BRENNIDEPLI 'undum forsætisráðherra Norðurlanda og forseta Norðurlandaráðs, sem staðið hafa í Reykjavík, síðustu daga, er nú lokið. Á fundum þessum var m. a. rætt um næsta fund Norðurlandaráðs, sem haldinn verður í Osló í febrúarmánuði n. k., og er Ijóst, að aðalverkefni þess fundar verða markaðsmálin, en þau hafa um nokkurt skeið verið mjög til umræðu á fundum Norðurlandaráðs. Sú staðreynd, að umræður á þingi Norðurlandaráðs í Osló munu mjög snúast um markaðsmálin og jafnframt að umræðurnar á síðasta þingi ráðsins í Helsinki fjöll- uðu einnig að mestu um markaðsmálin, sýnir glögg- lega hversu þýðingarmikil þessi mál eru í augum hinna Norðurlandaþjóðanna. Sérstaða okkar íslendinga í þessum málum er augljós og forsætisráðherra, Bjarni Bene diktsson hefur ítrekað undir- strikað hana í viðræðum við ráðamenn bæði á hinum Norðurlöndunum svo og í við- tölum við ýmsa helztu for- svarsmenn Efnahagsbanda- lagslandanna. Með það sjón- armið í huga er hins vegar nauðsynlegt, að víðtækar um ræður fari fram hér á landi um þessi mál svo að öll höf- uðatriði þeirra verði öllum almenningi skýr. Tollahækkanir í EFTA- löndunum og innan Efnahags- bandalagsins verða stöðugt tilfinnanlegri fyrir okkur ís- lendinga ekki sízt nú, þegar verðlag á helztu útflutnings- afurðum okkar hefur lækkað svo mjög. Ríkisstjórnin hefur að sínu leyti markað skýra stefnu til þessara mála, og vissulega væri æskilégt að stjórnarandstaðan ræddi markaðsmálin af meiri ábyrgðartilfinningu og skyn- semi en hún hefur gert fram til þessa. fslend.ingar munu og fagna því, að sá árangur hefur náðst í viðtölum forsætisráðherra íslands við forsætisráðherra Norðurlandanna þriggja, að Loftleiðamálið svonefnda stendur enn opið, þau hafa lofað að athuga betur ákveð- in atriði í því sambandi, og forsætisráðherra íslands hef- ur áskilið sér rétt til þess að ræða málið frekar á fundum forsætisráðherranna, ef ekki finnst nú viðunanleg lausn á málinu. Ástæða er til að vekja at- hygli á ummælum Erlanders, forsætisráðherra Svía í við- tali við Mbl. í gær er hann sagði: „Á ráðherrafundinum í Kaupmannahöfn var gengið nokkru lengra til móts við Loftleiðir en almennt hafði verið búizt við. Þessu ber að fagna, því að Loftleiðir eru norrænt fyrirtæki og það á að veita því betri kjör en flug- félögunum utan Norðurland- anna.“ ATTLEE LÁVARÐUR að féll í hlut Clements Attlees, að leiða Breta síðustu sporin til sigurs í heimsstyrjöldinni síðari og hafa forustu um endurreisn- arstarfið að stríðinu loknu. í óvæntum kosningum 1945 komst brezka þjóðin að þeirri niðurstöðu að það verkefni bæri að fela öðrum en hinum mikla stríðsleiðtoga og þing- skörungi, Winston Churchill. Attlee var gjörólíkur fyrir- rennara sínum, hógvær mað- ur og látlaus. Stjórnarforusta hans eftir stríðið einkenndist af þessum eiginleikum. Stjórn Verkamannaflokksins eftir stríðið mótaðist mjög af sósí- alískum hugmyndum, ýmsar mikilvægar atvinnugreinar voru þjóðnýttar og heilbrigð- isþjónustu í landinu gjörbylt. Attlees mun þó fyrst og fremst minnst fyrir það, að í stjórnartíð hans var hafizt handa um að leysa upp ný- lenduveldi Breta og stærsta sporið í því var stigið þegar Indlandi var veitt sjálfstæði. íhaldsflokkurinn komst aft ur til valda í kosningunum 1951 og nokkrum árum síðar hætti Attlee þátttöku í stjórn- málum. Hann hefur áunnið sér virðulegan sess i stjórn- málasögu brezka stórveldisins og ekki er ólíklegt, að í hug- um eftirkomandi kynslóða muni reisn hans og virðing enn meiri en í hugum sam- tíðarmanna. DAGUR LEIFS HEPPNA að er rík ástæða til þess fyrir okkur íslendinga að leggja rækt við dag Leifs heppna, sem hátíðlegur var haldinn sl. sunnudag. Af hálfu bandarískra stjórnar- valda hefur þáttur Leifs heppna í fundi Ameríku ver- ið viðurkenndur með tilskip- Frá átökum Kínverja og Indverja á landamærum Sikkim í dögunum. Kinverskir hermann bera Iik fallinna félagana sinna frá vígvellinum. Október - tími upp- gjörs í Hong Kong -Heldur Kína áfram að sfá nýlendunni fyrir vatni? Hong Kong (Ass-ociated Press) — OKTÓBER verður tími upp- gjörs í þessari róstum hrjáðu, brezku nýlendu. Vera má, að hann beri í skauti sér endalok ofbeldis, vinnudeilna og hryðjuverka, sem herjað hafa í Hong Kong síðan í annarri viku maimán- aðar. Að minnsta kosti mun hann veita svar þeim stjórn- málafræðingum og blaðamönn um á staðnum, sem hafa verið að rökræða, hve langvarandi árás kommúnista á brezku ný- lendustjórnina hér verði og hvaða stefnu þessi árás muni taka. Hinn 1. október munu kín verskir kommúnistair halda hátíðtegan átjánda „þjóðhá- tíðardag" kínverska alþýðu- lýðveldisins. 1. októíber er einnig sá diagur, sem megin- landið á samkvæmt gömluim samningi, aftur að fara að sjá þessari nýlendu fyrir vatnsbirgðum. Margir halda því fram, að kommúnistar í Hong Kongi fái ekki þann stuðning, sem þeir óska eftir, frá Peking. Þeir segja, að vegna skorts á stuðningi þessum muni kommúnistar hér á staðnumi innan skamms birjda encta ál herferð sína, sem hefur það' markmið „að koma breztou) stjórnarvöldunum í Hong1 Kong á kné“. Einn af áhrifamestu komm únistum nýlendunnar, Fei' Yi Ming, útgefandi helzta blaðs kommúnista, Ta Kung Bao ,gaf það í skyn fyrir skömmu, að málin væru nú' í höndum Pekingstjórnairinn- ar. Fei gaf yfirlýsingu þessa efnis á blaðamannafundi fyrir tveimur vikum, er hann vék sérstaklega að vatnsveitunni til Hon.g Kong í ototóber. Viatn skipar mjög þýðing- armikinn sess í málum Hong Kong, þar sem nýlendani verður að fá um 60 milljarða lítra frá Kína á tímabilin.ij frá október og fram í júlí. Vatnsveitan til Hong Kong er eibthivert öflugasta vopn Kína til að ógna nýlendunnL Til eru þeir, m.a. einn harð asti andstæðingur kommún- ista í hópi Kínverja í Hong, Kong, sem spá því, að her ferð kommúnista gegn' brezku yfirvöldunum munil standa a,m.k. ár í viðbót og muni harðna i októbermán- uði. Fung Hoi-Chu, einn af helztu hægri-sin'nuðu leiðtog um verkalýðshreyfingarinn- ar, sagði, að áfonm kommún- ista að láta endanleg'a til skarar skríða við Breta íi september og ná fullnaðar- sigri í október hafi farið úto um þúfur. vegna hörkul brezku yfirvaldanna hér. Hann spáði því, að kornmún- istar mundu hal-da áfram hryðjuverkum sínum, kröfu- göngum og tilraunum til að koma á allsherjarverkfalli' eins lengi og kostur værL Það er einnig í október- mánuði, sem Kínverskir Þjóð ernissinnar halda hátíðlegam þjóðhátíðardag sinn, — 18. október. Báða þjóðhátiðardagana blakta hvarvetna við hún fánar þeirrar stjórnar serni hver og einn lýtur, — kommi únistastjórnarinnar, sem steypti af stóli Ching-ættinni, árið 1911. Svarið við spurningunnii, hve lengi kommúnistar í Hong Kong muni herja á Rreta, kemur sennilegaist frá Kína. Og beztu heimilda- mönnum hér sýnist, að eng- in von sé til að vandamálim í Hong Kong leysist, fyrr en greiðast tekur úr upplausn- arástandi því, sem nú ríkir í Kína sjálifu. Á því er lítill vafi, að hóp- ar þeir, sem togast á um völdin í Kína, eru ekki held- Framhald á bls. 20 un um að 9. október ár hvert skuli vera dagur Leifs heppna. í ræðu, sem Johnson, Bandaríkjaforseti flutti í til- efni hinnar opinberu heim- sóknar forseta íslands til Bandaríkjanna í sumar var þessi viðurkenning enn stað- fest. Hins vegar er ljóst, að mjög margir Bandaríkjamenn telja Leif heppna hafa verið Norð- mann og af hálfu Norðmanna í Bandaríkjunum er ekkert gert til þess að leiðrétta þann misskilning, nema síður sé. Af þeim sökum m. a. er full ástæða til þess fyrir okkur Islendinga að leggja rækt við minningu þessa frækna landa okkar og vinna ötullega að því að uppræta þann mis- skilning, sem virðist ríkja um þjóðerni hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.