Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1967 Guðrún Magnúsdóttir yfirljósmóðir-Minning f DAG er kvödd, hinztu kveðju Guðrún Magnúsdóttir, yfirljós- móðir, en hún lézt 4. okt. sl. Mig setti hljóðan, þegar mér barst andlátsfrétt þessarar góðu vinkonu og frænku. t>ótt mér væri kunnugt um, að hún hafði átt við nokkura vanheilsu að búa, þá hafði hún gengið að störfum sínum, án þess að láta slíkt á sig fá. Rétt einu sinni hafði maður- inn með ljáinn verið á ferðinni og höggvið stórt skarð í frænda- garð hennar. Guðrún var fædd 3. ágúst 1918 að Eyjaseli í Jökulsárhlíð, dóttir hjónanna þar, Margrétar Eyjólfsdóttur og Magnúsar Eir- íkssonar. Hún ólst upp með for- eldrum síwum og þrem yngri bræðnum, fyrst í Eyjaseli en þeg ar hún var fjögurra ára gömul, fluttust þau búferlum að Geira- stöðum í Hróarstungu og þar bjó fjölskyldan til ársins 1946, að þau brugðu búi og fluttust hingað til Reykjavíkur. Átti hún heimili hér með foreldrum sín- um, þangað til faðir hennar lézt nú fyrir fimm árum, síðan með móður sinni, þangað til fyrir stuttu, að Margrét var svo þrot- in að kröftum, að hún varð að fara til dvalar á sjúkra'húsi. Á uppvaxtar og unglingsár- um Guðrúnar voru aðrir tímar en nú eru og margir áttu þá við krappari kjör að búa og fræðslu- kerfið var þá ekki eins víðtækt og nú er. Foreldrar hennar voru Eiginmaður minn og faðir okkar, Sigurður Ólafsson, múrari Langholtsvegi 24, lézt að Landakotsspítala mánu daginn 9. október. Giiðbjörg Guðbrandsdóttir og börn. Hjartkær móðir okkar, tengda móðir og amma Vilborg Brynhildur Magnúsdóttir Baldursgötu 24, andaðist áð Borgarspítalanum 10. okt. Fyrir hönd vandamanna. Pétur Þór Ólafsson. Móðir okkar, amma og systir Jóhanna Guðlaugsdóttir, Miðtúni 76 verður jarðsett frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 12. okt. kl. 15.00. Börn, barnabörn og bræður. Innilega þökkum við öllum, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför bróður okkar Bjama V. Gíslasonar Hnappavöllum, Öræfum. Systkin og fjölskyldur hins látna. alltaf bjargálna fólk, sem bjuggu börnum sínum traust og notalegt heimili, sem sérsták- lega var þekkt fyrir gestrisni og greiðvirkni. Hugur Guðrúnar mun hafa staðið til einhverrar framhalds- menntunar og fór hún ung að árum til náms í Húsmæðraskól- ann að Hallormsstað. Af frekara námi varð þó ekki að sinni og aðstoðaði hún foreldra sína dyggilega við búskapinn næstu árin, að undanteknum nokkrum vetrum, sem hún dvaldist hér í Reykjavík við ýmis störf. Árið 1944 hóf Guðrún nám í Ljós mæðraskóla íslands og lauk prófi þaðan ári seinna og hótf fljótlega störf við Fæðingadeild Lands- spítalans og starfaði þar til dauðadags, að ur.danskildum rúmum fimrn árum alls, sem hún dvaldist erlendis við fram- haldsnám. Frá áramótum 1957 var hún yfirljósmóðir Fæðinga- deildarinnar. Guðrún var óvenjulega mörg- um góðum hæfileikum gædd, samfara miklum mannkostum. Hún var með afbrigðum hjálp- söm og ósérhlífin og urðu margir til þess að leita til hennar varð- andi margvíslegan vanda, enda brást hún aldrei. Hún var alltaf reiðubúin til hjálpar og spar- aði þá hvorki tíma eða fyrir- höfn. Eitt sinn, er ég þakkaði henni mikla og óverðskuldaða fyrirhöfn mín vegna, sagði hún aðeins: „Ekki að þakka, ég gerði aðeins það, sem skyldan bauð“. Ég lét í ljós, að hún hlyti að hafa skyldur langt fram yfir aðra. í«á brosti hún sínu elsku- lega brosr og sagði eittíhvað í þá átt, að þar væru mörkin kannske stundum dálítið óljós. Trygglyndi hennar við nán- ustu skyldmenni, frændur og vini, var með afbrigðum, svo virtist hún bundin órofaböndum við sveitina okkar kæru á Fljóts dalshéraði. Ég hygg að fiestum eða öllum sveitungum okkar og mörgum fleinum fyndist sem þeir gætu ekki látið hjá líða að njóta gestrisni og velvildar á Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- "ör móður okkar, tengdamóð- ur og ömmu, Berit Sigurðsson Börn, tengdabörn barnabörn. Þakka innilega þeim, er sýndu mér samúð og vináttu við and 'át og útför föðursystur minn- r, Kristínar Sigvaldadóttur. Eiríkur Jónsson. Þökkum innilega allar sam- úðarkveðjurnar, hlýjan hug og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför, Sigurlínu Aðalfinnsdóttur, Læknum og hjúkrunarliði lyf- lækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar færum við beztu þakkir fyrir gó'ða umönnun í langvarandi veikindum henn- ar. Adam Magnússon og börn. heimili Guðrúnar og foreldra hennar, meðan þeirra naut við. Því engir af þeim, sem ég hefi þekkt hafa verið r.ær því að byggja skála um þjóðbraut þvera, þó ekki væri í bókstaf- legri merkingu. Ég veit ekki með neinni vissu, hvers vegna Guðrún kaus að gera ljósrpóðurstarfið að ævi- starii sínu, en hvaða orsakir, sem hafa legið til þess, þá var vel farið, þótt ég ætti þess ekki kost að starfa með henni, vissi é£ vel, að ’hún var þar hinn bezti starfskraftur, sem völ var á, enda valdist hún ekki af neinni tilviijun til yfirljósmóðurstarfs- ins, en þann vanda tókst hún ekki á hendur fyrr en hún hafði aflað sér beztu menntunar er- lendis í þeirri grein. En hún lauk þá m.a. prófi frá Ljósmæðra- skóla danska ríkisspítalans, auk þess sem hún starfaði á þekktum fæðingastoifnunum bæði í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi og seinna, eftir að hún gerðist yfir- ljósmóðir, fór hún í námsferð til Englands. í starfinu nutu margir hennar góðu hæfileika sín vel. Bún var duglegur, röggsamur stjórn- andi, sem aldrei hikaði við að leggja hönd á plóginn, þar sem þess var þörf. Samvizkusemi og trúmennska voru hennar aðals- merkL Henni fylgdi ávallt ein- hver hressandi andblær, þrung- inn glaðvæxð og öryggi. í návist hennar var svo gott að vera, því manni fannst ósjálfrátt, að hún kynni ráð við öllium vandá. Kæra vinkona, hér læt ég stað- ar numið, en á þó flest ósagt, sem í huga mínum býr að leiðar- lokum, en ég held að þú hefðir viljað hafa það svo, en í hjörtum frænda þir.na og vina hefur þú reist þér óbrotgjarnan minnisvarða með lífi þínu og starfi. Að endingu flyt ég móð- ur þinni bræðrum og öðrum nán- um vandamönnum mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið þess, að góður Guð megi leggja líkn með þraut. Margrét Jónsdóttir. Frk. Guðrún Magnúsdóttir, yfirljósmóðir á Fæðingardéild Landsspítalands lézt að heimili sínu 4. okt. síðastliðinn. Við Ijósmæðurnar sem hjá henni unnum erum harmi slegn- ar. Vil ég fyrir hönd okkar allra, flytja henni þökk fyrir samstarf- ið og hennar mörgu heilræði, og góðu undirtektir, er við bárum upp við hana hin ýmsu vanda- mál, sem alltaf eru þessu starfi samfara. Mesti missirinn, fyrir utan hennar nánustu, sem ég votta mína dýpstu samúð, er fyr- ir Ljósmæðraskóla íslands. Breytingar á húsnæði hans, fjölbreyttari kennsla, nýtustu kennslutæki, og í heild betri aðbúð og upplýsingar til sam- ræmis við önnur lör.d, áttu hug hennar allan. Guðrún heitin var búin að starfa hér 10 ár sem yfirljósmóð- ir er hún lézt, og vissum við gömlu vinkonurnar, að hún gekk ekki heil til skógar, þó hún ’hvorki hlífði sér við vökum eða vinnu. Ég kvaddi hana glaða, með spaugsyrði á vör mánudaginn 2. okt. — og þannig óska ég að varðveita minninguna um 21 árs vináttu. Þessum tveimur lögmálum lífsins, að fæðast og deyja sem við öll verðum að lúta, bregzt maður alltaf við á ólíkan hátt. Við ljósmæðurnar veitum nýju lífi móttöku og gleðjumst mest, næst móðurinni, að fá að leggja heilbrigt velskapað barn í fang móðurinnar. En gagnvart dauðanum, þegar hann knýr dyra og kallið kem- ur, er svo erfitt að sætta sig við dóm drottins. Stundum finnst okkur dauðinn svo miskunnar- laus og ranglátur, en stundum þráum við miskunn hans og al- gleymi. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Emma Þorsteinsdóttir. t KVEÐJA FRÁ LJÓSMÆÐRA- FÉLAGI ÍSI.ANÐS í dag kveðjum við Guðrúnu Magnúsdóttux, yfirljósmóður, er svo skyndilega var burt kölluð frá okkur. Við sem bundum svo miklar vonir við að njóta for- ustu hennar og starfskrafta um ókomin ár. Með fráfalli hennar hefur . ljósmæðrastéttin misst sína færustu og mætustu konu. Frá því að Guðrún útskrifaðist ljósmóðir fyrir 22 árum hefur öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug og vinsemd á sjötíu ára afmæli mínu, 22. sept. sl., sendi ég mínar beztu þakkir. Baldvin E. Þórðarson, Tangagötu 8, ísafirði. Innilegar þakkir sendi ég öll- um þeim sem sýndu mér á ýmsan hátt hlýhug og vináttu á áttræðisafmæli mínu þann 24. sept. sl. Helgi Jónsson, Krókatúni 15 Akranesi. Hjartanlega þakka ég öllum sem sýndu mér vinarhug og glöddu mig með skeytum, blómum og öðrum gjöfum á sjötugsafmæli mínu, 1. okt. sl. Elín Guðmundsdóttir, Bergþórugötu 12. hún helgað ljósmóðurstörfunum alla krafta sína, allt til síSRstu stundar. Fyrst eftir nám, sem ljósmóðir á Fæðingardeild Landsspítalans, síðan við framhaldsnám erlend- is og nú síðustu 11 árin, sem yfirljósmóðir Fæðingardeildar Landsspítalans. Við minnumst með miklu þakklæti starfa henn- ar í þágu Ljósmæðrafélags ís- lands. En hún hefur verið for- maður félagsins síðastliðin 8 ár og síðustu mánuðina gegndi hún formannsstörfum. Starfaði hún ötullega að framfaramálum fé- lagsins og ljósmæðrastéttarinn- ar í heild. Það var Guðrúnar hugsjóna- og metnaðarmál að mennta íslenzkar ljósmæður, sem allra bezt, svo þaér væru færar um að veita sem bezta þjónustu í störfum sínium. Nú síðustu árin vann hún því mál- efni aif sinni alkunnu ósérhlífni og fyrirhyggju. Átti hún sinn stóra þátt í því að Ljósmæðra- skólinn var lengdur í tvö ár. Og nú, er viðbótarbyggingu Ljósmæðraskólans er að ljúka, só hún margra ára baráttu og drauma sína verða að veruleika. Guðrún gérði miklar kröfur til sjálfrar sín og þrátt fyrir vanheilsu síðustiu ára, hlífði hún sér hvergi og var alltaf reiðu- búin að veita öðrum þjónustu og axla annarra byrðar. Þannig gert fólk fer oft fljótt og verð- ur ei langlífL „En hvað er langlifi? Lífsnautnin frjóa“. Það var einmitt það sem Guð- rún hafði í ríkum m.æli, mikinn líifskraft og viljastyrk til að láta gott af sér leiða. Við sem störf- uðum með Guðrúnu í Ljósmæðra félagi íslands munum ávallt minnast hennar sem glaðværrar, hjálpsamrar og úrræðagóðrar félags- og stéttarsystur. En nú er hún horfin oktour yfir landa- mærin miklu. Biðjum við henni Guðsblessunar og þökkum allar samverustundirnar. Aldr- aðri móður, bræðum og öðrum ættingjum Vottum við innileg- ustu samúð. Mínar hjartansþakkir sendi ég börnum mínum, tengdabörn- um, barnabörnum, systkinum, tengdafólki, vinum og öðrum kunningjum fyrir margvísleg- ar gjafir og heillaskeyti á sex- tiu ára afmæli mínu 8. sept- ember 1967. — Lifið heil. Gróa Jónsdóttir, Hvoli II, ölfusi. Hjartaniega þnkka ég öllum sem sýndu mér vinerhug á 50 ára afmælinu 1. okt. og glöddu mig á margvíslegan hátt með heimsóknum og höfðinglegum gjöfum og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Þórdís Sigurðardóttir Grindavík. Framtíðarstarf Fyrirtæki með góð umboð á sviði tækni og tækni- þjónustu vill ráða skrifstofumann með reynslu í skrifstofuvinnu og sem getur unnið sjálfstætt og séð um erlendar bréfaskriftir og skrifstofuhald fyrirtækisins. Höfum aðeins áhuga á reglusömum manni, sem vill leggja sig fram og vinna ábyrgðarmikil störf fyrir fyrirtækið. Upplýsingar sendist Morgunblaðinu fyrir 17. þ.m. merktar: „Tækni 184“ og tilgreini menntun, reynslu og fyrrverandi atvinnuveitendur. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.