Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 2
2 MORG'UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 190T Vel haldið á Loftleiöa- málinu af stjórninni — segir Kristján Cuðlaugsson, stjórnarformaður Loftleiða SEM kunnugt er af fréttum, í samibandi við fund forsætisráð- herra Norðurlanda um síðustu helgi, tók forsætisráðherra, Bjarni Benedikitsson, Loftleiða- málið upp við forsætisráðherra SAS-landanna og kom því til leiðar að málið mun tekið upp aftur til umræðu af samgöngu- málaráðherrum SAS-landanna og samgöngumálaráðherra Jslands. 1 samtali, sem Kristján Guð- laugsson, stjórnarformaður Loft- leiða, átti við Mbl. í gær, óskaði hann að taka fram eftirfarandi: Ríkisstjómin hefur lagt sig mjög fram við að leysa deilu Loftleiða og SAS-flugfélagsins, en hún er ekki auðleyst, enda má segja að sífelld togstreyta hafi verið milli félaganna í nokk uð á annan áratug. Sjálfir höfum við forráðamenn Loftleiða, sagði Kristján. rætt þráfaldlega við stjórnendur SAS, en án nokkurs árangurs. Ráðherrar í núverandi ríkis- stjórn, og þá einkum samgöngu- málaráðherra, Ingólfur Jónsson, og Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, hafa hvað eftir annað reynt að leysa málið og lagt á sig utanlandsferðir í því sam- iandi, Auk þess sem sendiherrar Islands á Norðurlöndum hafa fyrir sitt leyti unnið að lausn málsins eftir ýtrusrtu getu. Má fullyrða, sagði Kristján Guð- SAS-iulItriiar væntanlegir FJÓRIR fulltrúar SAS-flugfé- lagsins voru væntanlegir til Reykjavíkur í nótt, en í dag ætla þeir að ræða við fulltrúa Flugfélags fslands um samstarf í flugi til Grænlands. Hetfur SAS mikinn áhuga á að auka ferða- mannastrauminn þangað. laugsson, að mjög vel hatfi verið á málunum haldið okkar vegna. Á Ka.upmannahafnartfundinum, sem haldinn var um miðjan september síðastliðinn, þokaði mjög i rétta átt, og i viðræðum forsætisráðherra hér i Reykjavík um helgina, varð enn frekari ár- angur. Óhætt er að segja, að stjórn Loftleiða var fyllilega Ijóst, að lengra áleiðis var ekki unnt að þoka málinu, enda mun um það fjallað endanlega af samgöngu- málaráðherrum landanna. Að lokum sagði Kristján Guð- laugsson: Ég vil fyrir hönd stjómar Loftleiða þakka Bjarna Benedibtssyni, forsætisráðherra, og ríkisstjórninni alla fyrirhöfn þeirra og fyrirgreiðslu, jafn- framt því sem ég vil sérstaiklega leggja áherzlu á, að betur var ekki unnt að halda á málinu né fylgja því fram atf meiri festu. Við Lotftleiðamenn emm von- góðir um endanlega lausn máls- ins. — ♦ » «----- Mikið tjón ó síldornótum vegna mikilla strauma á miðunum tÍTLIT er fyrlr aS mikið tjón hafí orðið hjá síldarflotanum sl. isólarhring, vegna þess að mörg velðiskip rifu nætur sínar í mikl um sjávarstraumum á mlðunum. Mbl. átti tal við síldarleitina lá Dalatanga og taldi sá, er blað- ið ræddi við, að milli 15 og 20 .skip hefðu rifið nætur sinar. — Skemmdirnar á nótiunum vom Iþó mismunandi miMar hjá þess- um skipum, en allflest þurftu þau að sigla til lands til að fá gert við næturnar. Miklir straum ar eru jafnan á þeim slóðum, sem veiðiskipin eru nú á. Eddy Gilmore látinn Var fréttamaður hér í „þorskastríðinu" BLAÐAMAÐURINN frægi Eddy Gilmore lézt að heimili sínu í East Grinstead í Lund- Gilmore og dóttir hans Susanna únum fyrir fáeinum dögum, 60 ára gamall. Gilmore var einn þekktasti fréttamaður AP-fréttastofunnar og hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1947 fyrir frábær fréttaþjónustu- störf í Moskvu, en þar var hann yfirmaður AP-fréttastof unnar, þegar herir nazista réð ust inn í Rússland. íslendingar munu minnast Gilmore fyrir fréttamennsku hans hérlend- is meðan á „þorskastríðinu" svonefnda við Breta stóð. Fréttir hans af aðsúginum, sem gerður var að brezka sendiráðinu vlð Laufásveg meðan á þessu „stríði“ stóð, vöktu heimsathygli, en hann lýsti því hvað gerðist innan sendiráðsins meðan grjót var látið dynja á veggjum og gluggarúðum hússins utan frá. í Moskvu kynntist Gilmore ballerínu við Bolshoi-ballett- inn, Tamara Kolb-Chernasho- vaya, sem hann giftist 1943. Sovézk yfirvöld reyndu á sín- um tíma að gera allt, sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir hjónaband þeirra og Tamara fékk ekki brott- fararleyfi frá Sovétríkjunum fyrr en tíu árum eftir gifting- una. Kvikmynd hefur verið gerð eftir þessum ástarraun- um, sem Gilmore lýsti f bók sinni: „Ég og kona mín rúss- nesk.“ Auk Pulitzer-verðlaunanna var Gilmore margvíslegur "ómi sýndur. Síðustu ár ævi sinnar var hann einn af yfir- mönnum AP-fréttastofunnar í Lundúnum. SmyriU um borS Eins og Mbl. sagði frá fyrir hann hinn sprækasti, þegar nokkru fengu skipverjar á honum var sleppt á Raufar- Skarðsvík SH smyril í heim- höfn 30 desember sl. Flaug sókn, þegar skipið var 'statt hann lágt með jörðu í hánorð- um 800 milur NA af Raufar- ur og hvarf fljótt í þokuna. höfn í síðasta mánuði. Kom Myndin var tekin rétt áður smyrillinn af hafi og virtist en smyrlinum var sleppt. þreyttur mjög, en dafnaði vel (Ljósm. E. B. J.) um borð í Skarðsvíkinni. Var ___ Ársleigan fyrir nýju aðalstöðvarnar 85 kr. Brússel, 10. dkt. NTB. ÁRSLEIGAN fyrir hið nýja að- setur fastaráðs NATO í Brussel ætti ekki að verða mikill fjár- hagslegur baggi á aðildarríkjun- um. Að þvi er NTB hefur frétt, verður leigan 100 belgískir frankar eða sem svarar rúmlega 85 íslenzkum krónum. Er það sem sagt aðeins „táknræn leiga og ákvörðuð af belgískum stjórn völdum. Byggingin, sem vígð verður 16. október n.k. kostaði um 270 milijónir íslenzkra króna og eru þá allar innréttingar ótaldar, en þær munu kosta annað eins. Belgiska stjórnin lét reisa húsið en bandalpgið sjáltft stendur straum af kostnaði við innrétt- ingarnar. Upplýst var í stjórnarbúðum Belgíu í dag, að hinar nýju aðal- stöðvar, sem búizt var við, að Mdlverkasýning í Eyjum LAUGARDAGINN 30. septem- ber s.l., opnaði Ágúst F. Peter- sen, listmálari sýningu á verk- um sínum í Akógesthúsinu i Vestmannaeyjum. Sýnir Ágúst þarna 28 myndir, bæði olíu- og vatn-slitamyndir. Aðsókn hefur verið mjög sæmileg, og nokkrar myndir selzt, m. a. hefur Vestmanna- eyjakaupstaður keypt eina mynd. Sýningunni lýkur sunnu- daginn 8. þ.m. — Fólk á flakki Framh. af bls 28 stórhættulegur, en samt er ekkert eftirlit haft með fólki senrt flykkist þangað um helgar til þess að skoða. Sigurjón sagði, að til umræðu hefði komið að sýslumaðurinn, eða hans fóik, fylgdist með mannaferðum og héldi fólki frá hættusvæðunum, en um síðustu helgi hefði verið þarna mikill fjöldi, sem vaðið hefði um eftir litslaust. Hinsvegar mætti sýslu maðurinn nokkru seinna, en ekki vissi Sigurjón hvort hann var að hyggja að einhverjum sem ekki hefðu komið heim til sín. yrðu aðeins til bráðabirgða — yrðu hugsanlega framtíðarheim- ili ráðsins. Byggingin er í Evere, í útjaðri Brússel — á svæði, sem áður var notað til heræfinga. Var hugmyndin, að aðalstöðv- arnar yrðu síðan fluttar til Heysel, sem einnig er í útjaðri Brússel, þegar þaðan hefðu veriið fluttir sýningarskáilarnir frá heimssýningunni, er þar var haldin í eina tíð. Nú er sagt, að nýja byggingin í Evere geti senni lega dugað í 30 ár, svo að ekki þurfi að koma til flutnings, í bráð, að minnsta kosti. Fastaráðið hélt síðasta fund sinn i aðalstöðvunum í París í dag og mun hefja störf í Brússel í næstu viku. Verður væntan- lega fyrsti fundurinn í nýju aðal stöðvunum næsta þriðjudag. Athugasemd frá bæjarfógetanum í Hafnarfirði BÆJARFÓGETINN 1 Hafnar- firði, Einar Ingimundarson, hefur óskað eftir að taka fram vegna fréttar í Mbl. sl. sunnu- dag um lögtök á útsvörum gjaldenda í Hafnarfirði til trygg ingar skuldum bæjarins við Tryggingarstofnun ríkisinis, að lögtökin hafi ekki verið gerð eftir fyrirmælum eins eða neins fram yfir það, að bæjarfógeta- embættinu hafi í eitt skipti fyrir öll verið fahð að innheimta greiðslur, sem H afnarfjarðar- bæ, eins og öðrum sveitarfé- lögum í umdæminu, beri að inma af hendi til Tryggingar- stofnunar ríkisins lögum sam- kvæmt. SJÁLFTSTÆÐISKVENNA- FÉLAGIÐ Vorboðinn mun hefja vetrarstarfsemi sína í næstu viku og verður fyrsti fundur þess á vetrinum mánudaginn daginn 16. þ.m. Þann 19. þ.m. mun svo hefjast handavinnu- námskeið á vegurn félagsins. Þar gefst konum tækifæri til að útbúa ýmsa skemmtilega muni Hálf milljón á heilmiða ÞRIÐJUDAGINN 10. október var dregið í 10. flokki HappdræiUis Háskóla íslads. Dregnir voru 2,400 vinnimgar að fjáhhæð 6,- 900,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500,000 krónur, kom á heilmiða númer 47067. Annar heilmiðinn var seldur í Hatfnarfirði hjá umboði Valdimars Long, en hinn i um- boðinu Sandgerði. Eigandi mið- ans í SandgerSi átti tvo miða í röð, svo hann fær einnig annan aukavinninginn. 100,000 krónur komu á heil- miða númer 55514. Voru bóðir miðarnir seldir í umboði Helga Sivertsen i Vesturveri. 10,000 krónur: 833 981 1240 2429 3728 4618 6993 8333 9947 11670 14225 15078 17134 20131 20289 21101 21168 21748 24220 28766 28930 33406 33924 34061 34181 34864 36507 27720 38622 41657 41658 42154 42714 43723 43818 44756 44893 46315 47066 47068 47330 48044 49252 49754 50673 52884 52951 53138 55218 55628 55655 55808 56085 56922 57613 58752 59543 59864 (Birt án ábyrgðar) Byggingartjón í Borgarskála 12,9 milljónir MORGUNBLAÐIÐ hefur haft af því spumir frá áreiðanlegum heimildum að tjónið á bygging- um Borgarskála Eimskips nemi eigi minna en 12.9 milljónum króna. >SÚ meinlega prentvilla var í íblaðinu í gær varðandi uppsögn endur.tryggjenda á brunabóta- (samninigi, að sagt var að samn- ingar Hústrygginga Rvk næmu allt frá 15—20 millj. króna, en átti að vera allt frá 5—20 millj. Só síld 30 mílur fró Dalatanga BARÐI frá Neskaupstað kom að rvaðandi síldartortfu aðeins um 28 sjómílur austur atf Dalatanga er báturinn var á leið af miðunum til heimahafnar. Hann kastaði á fhinn bóginn ekki á torfuna, en Látur, sem átti þar leið um síð- ar um daginn, kannaði toríuna, ®g virtist hún vera lítil. Veiði- iskip, sem leið eiga þarna um á næstunni, munu kasta á torfuna, og ætti þá að koma 1 ljós, hve mikið magn sildar er þarna á tferðinni. Jöklamenn halda fund J ÖKLARANN SÓKN ARFÉLAG íslands heldur fund í Domus Medica á föstudaginn kemur, 13. þessa mánaðar, klukkan 20:30. Þar mun Garðar Siggeirsson segja frá skíðaferð þeirra sjö félaga úr Flugbjörgunarsveitinni þvert yfir Vatnajökul í sumar og sýna litskuggamyndir. Að lokum verður. kaffi og tilheyr- andi gleðskapur. Allir félags- menn eru velkomnir á fundinn. úr filti, t. d. jóiadúka, veggteppi og fleira. Er ekki að efa að konur munu fjöimenna á þetta námskeið Vorboðans. Seinasti innritunardagur er í dag, mið- vikudag, og verður skrifstofa fé- lagsins í Sjálfstæðishúsinu opin frá kl. 21—22, sími 50228, þar sem allar nánari upplýsingar verða veittar. Sjólfstæðiskonui Hofnnrfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.