Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1967 17 — Okkur íinnst Framhald af bls. 12. __ hefði öllu.m þótt Reykj avík ákaflega þekkileg borg, og hrein og loftið gott — „eng- inn reykur og engar auglýs- ingar á almannafaeri, hvílík dásemd!“. Skólastýra ein við barna- . skóla í Mexikóborg, kona nokkuð við aldur, brosljúf Og fashlý svo af bar, Fern- anda Castano de Allende, kvað það at'hyglisverðast hér hversu vinnuisamt fólk 'væri, hús öll og umgengni Um þau bæri því vitni að tfólki þætti vænt um híbýli sín og legði mikið á sig til þess að gera þau sem bezt úr garði. „Og svo er fólkið svo fallegt“, sagði hún, „svo myndarlegt og vel klætt og ásjálegt í alla staði. Hún isagðist nú alllengi haía ver ið skólastýra við barnaskóla •einn í heimaborg sinni, ekki ýkja stóran, hann taldi 350 nemendu/r á aldrinum 6 til 'l4* ána og þótti skólinn mjög mátuilega stór. „Mér þykir þetta miklu farsælla kerfi, að skólar séu ekki stærri en ðvo að allir þekkist og séu eins og ein fj-ölskylda en hitt að hrú'ga nemendum saman í sVo stóra skóla að framand leikinn sé þeim yfirþyrm- andi mörgum hverjum. „Ég þekki öll börnin í mínum skóla og sjái ég þar andlit sem ég efcki kannast undireins við bregzt það ekki að það er einh'ver utanaðkomandi í heimsókn. Verkfræðingurinn Pastor Cordero Arteaga kennir véla- verkfræði og rafmagnsverk- fræði við verkfræðiháskól- ann sem áður ságði frá, Inst- ituto Politecnico Nacional (I. P.N.) í Mexíkóborg og segir að þar séu nú við nám um 70.000 nemendur. Er blaða- maður furðar sig á svo hárri tölu brosir hann við og seg- ir: „Já, en þér verðið að gæta að því að Mexíkómenn telja orðið sex milljónir og nem- endur í háskólanum fylla bráðum hundraðasta þúsund- ið.“ Ekki segir Pastor Cor- dero vera verkaskiptingu með skólunum þannig að verkfræðiháskólinn sé einn um að mennta verkfræðinga í Mexíkó heldur geri háskól inn það líka en grundvöllur menntunarinnar sé nokkuð annar, ' háskólamenntuðu verkfræðingarnir læra meira af húmanistiskum fræðum og þeir er hljóti sína menntun í I.P.N. séu aftur á móti kannski nokkru tæknifróðari Hann segir töluverða sam- keppni milli háskólaverk- Stúlkurnar fimm sem misstu af kynnisferðinni og fengu aðra í staðinn: Rocio Urike lengst til vinstri, Amelia Ramírez næst henni, þá Volanda Hernandez og hinumegin við borðið innst Lourdes Alarcón og Amelia Carrera, allar fimm starfandi fóstrur í Mexíkóborg. Myndin er tekin yfir kvöldverði á Loftleiðahótelinu sl. laugardagskvöld og ljósmyndarinn er Ijósm. Loftleiða, Lennart Carlén, sem einnig tók hinar myndirnar. fræðinga og IPN-verkfræð- inga og sé ekki nema gott eitt um það að segja og Mex- íkó, sem mennti hvoru tveggja sé samkeppnin hagstæð. Verkfræðingurinn er hér ekki einn á ferð, kona hans er með honum og börn þeirra hjóna tvö, systir hans sömu- leiðis og maður hennar og tvær fjögurra dætra þeirra. Pasbor Oordero segir það miklu algengara í Mexíkó en víða annars staðar að fjöl- skyldur ferðist saman og kveðst sjálfur ekki geta hugs að sér langt ferðalag án konu og barna. Báðar eru þær eig- inkona hans og systir læknar og sérmenntaðar sem skurð- læknar og starfa báðar að sérgrein sinni á vegum ríkis- ins í „Instilutio Méjicano de Seguro Social" (Tryggingar- stofnun Mexíkós), og mágur hans er líka læknir. „Ég var mikið að hugsa um það og við bæði“ segir Pastor Cor- dero, „þegar við konan mín vorum trúlofuð, hvort hún ætti að vinna utan heimilis eða ekki. Við ræddum það fram og aftur ótal sinnum en komumst loks að þeirri nið- urstöðu að það væri engin sanngirni í því að !áta menr.t un hennar fara til spillis. Nú er líka svo komið mál- um í Mexíkó að ríkið kostar nær alla menntun manna og hver sá vel menntaður mað- ur, hvort heldur er karl eða kona, læknir, iögfræðingur, verkfræðingur eða eittbvað annað, sem ekki starfar að því er hann hefiur menntun til, er stórtap fyrir ríkið, þótt við látum liggja milli hluta hver missir sjálfum honum er í því að fá ekki að njóta hæfileika sinna“. Kona hans, Maria del Cons- uelo Cárdenes de Cordero,, tekur undir þetta og bætir því við að ekki megi láta hjá líða að minnast á það sem gert hafi verið undanfarin ár í Mexíkó til þess að reyna að mennta fplk, sem einhverra hluta vegna hafi annaðhvort fyrirgert tækifærum sínum til háskólanáms eða geti ekki, af fjölskylduástæðum, vegna skorts á námsgáfum eða af öðrum sökum, stundað há- skólanám, en geti samt komizt vel á veg að öðrum leiðum, s.s. í ýmisskonar tækninámi, í hjúkrun og við marghóttuð störf önnur, sem krefjast sér- menntunar á einhverju sviði. Báðar hafa þær hún og mág kona hennar, Oralia Cordero de Sánchez de la Barquera, heimilisaðstoð „innan fjöl- skyldunnar" en vinna úti frá 8 á morgnana til 4 síðdegis og þykir ekki mikið. „Þetta gengur prýðisvel1' segir Maria del Consuelo, „við getum svo snúið okkur óskiptar að heim ilinu og börnunum þegar við komum heim klukkan f jögur“. „Já“, samsinnir Oralia, „þetta er allt annað en að hafa lækna stofu og einkasjúklinga og allt þess konar, slíkt væri erfitt að samræma umsjá bús og barna“. Báðar láta þær mágkonur vel af starfi sínu og segja tryggingastofnumna mesta þjóðþrifafyrirtæki, nú sé svo komið, að ríkið greiði mest- allan sjúkrakostnað lands- manna og tryggingakerfið sé allt til fyrirmyndar. í þessu kemur að stúlka rétt undir fermingaraldri, bros- hýr og heitir Lorena, næst- yngsta dóttir Oraliu og manns hennar. Lorena er tólf ára og stundar nám við þýzka skól- ann í Mexíkó og er vel mæl- andi á þá tungu og ensku líka. „Enska er bráðnauðsyn- leg, þó ekki væri vegna ann- ars en nálægðarinnar við Bandaríkin” segja foreldrar hennar, „og með því að senda börnin svo í þýzka eða franstka skóla læra þau fyrir- hafnarlítið eitt málið til og það veitir þeim ákaflega mik- ið valfrelsi um frekara nám að kunna fleiri tungumál en eitt saman móðurmálið". Öll er fjölskyldan sammála um að fólk sé hér vel mennt- að og vel kurteist, hreinskilið og hlýtt í viðmóti — „og mjög vinnusamt", segir verk- fræðingurinn, „því landið er ekki auðugt að náttúrugæð- um, það liggur í augum uppi“. Konan hans tekur undir það og segir: „Reykjavík er miklu stærri borg en við bjuggumst við og mjög snyrtileg. Ein- hvern veginn hélt ég að ailt væri hérna minna i sniðum. Við vissum reyndar að fólk væri hér vel menntað og ólæsi ekiki til, en það ei allt annað að sjá það með eigin augum, húsin, hreinlætið, fólkið — þessi fallegu börr. — og alla þessa dásamlegu staði sem við sáum á kvikmynd og dauð langar til að sjá seinna i al- vöru“. Mágkona hennar tekur undir þetta og segir að þótt þeim finnist heldur kalt hér hér eða eins og kaldast gerist í Mexíkó beri allt því vitni að hér sé gott að vera og vel að fólki búið og útlendinga beri Islendinga á hönd- um sér án undirlægju- háttar eða fyrirlitningar eins og svo víða ger- ist annars staðar, landið sé óspillt af ferðamönnum þótt þeir gisti það í æ ríkara mæli að því er skilið verði. Bróðir hennar samsinnir þessu og segir brosandi: „Það jaðrar nú sennilega við sjálfhól, en mér finnst eftir þessa stuttu viðdvöl hérna vera töluverð- ur skyldleiki með íslending- um og Mexíkönum úr norður- héruðunum, sama hrein- skilni, sama einlæga viðmót- ið, greiðviknin og hjálpfýsin. Með þessari skemmtilegu niðurstöðu þeirra Cordero- systkina látum við spjallinu lokið og hyggjum á heimferð. Á leiðinni til dyra tökum við tali José B. Gomez Camargo, sem brosir breitt og segir: „Ég er nú eiginlega ekki viðræðu- hæfur — ég er ekki kennari, heldur iðnrekandi, á súkku- laði- og sætindagerð í Mexí- kóborg, og fékk bara að fljóta með vegna fjölskyldunnar, konan mín kenndi hér áður fyrr og dætur mínar eru að byrja kennslu, systkini mín eru ikennarar og frændur á ég lika og frænkur í kennara- stétt og þetta var látið gott heita, enda bæði konan og dæturnar með í ferðinni. Þetta er dásamlegt land sem þið eigið, íslendingar, og mér þykir mjög vænt um að við skyldum hafa fengið tæki- færi til þess að koma hér við þótt fljótt sér farið yfir. Ég hef lesið töluvert um landið áður og það kemur mér því ekki eins ókunnuglega fyrir sjónir og ýmsum öðrum úr hópnum en hér er svo margt að skoða og sjá og ég vona að við fáum til þess tækifæri einhverntíma seinna að koma hingað aftur og dvelja hér lengur". - HONG KONG Framhald af bls. 14 ur á einu máli um það, hvorti Bretar eigi að halda Hong Kong. Fleira og fleira bendir alltaf til þess, að herferð* kommúnista gegn Rretuim, hér í nýlendunni, lúti annað hvort klofinni forystu. Síð- ustu fregnir af handahófs- kenndum spremgingum hnyðjuverkamanna, sem urðu' einkum Kínverjum, að baná meðal þeirra tveg.gja áira direng og átta ára gamalli systur hams, — virðast benda til hins síðarnefnda. Þá ber að gæta þess, að svo virðist sem aðeins tæp- lega þriðjungur þeirra 20 milljóna Hong Kong dollara, sem Rauða-Kína hafði heitið tiil herferðarinnar, sa.m- kvæmt kommúnistabl'öðum nýlendunnar, hafi verið reiddl ur fram. Ferðamenn, sem hingað koma frá suðurhéraði Kífta, Kwantung, hafa skýrt svo frá, að þar blasi víða við á veggspjöldum fordæm- ing á kommúnistum í Hong Kon,g, og sé þeim lýst sem óábynguim væsklum. Það er því álit margra, að toommúnistar í Hong Kong muni sennilega halda áfram ba.ráttu sinni gegn Bretum, þar til þeir verða eldsneytis- lausir eða þar til Kína fær ráðrúm til að einbeita sér að Hong Kong, sem lemgi hefur verið því þyrnir í auga. Nauðungaruppboð Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Gjaldheimt- unnar i Reykjavík og ýmissa kröfuhafa verða ýms- ir lausafjármunir, svo sem ísskápar, þvottavé'lar, sjónvarpstæki, útvarpstæki, bækur, málverk, hús- gögn og önnur heimilistæki, seld á opinberu upp- boði í Góðtemplarahúsinu fimmtudaginn 19. októ- ber kl. 2 síðdegis. Ennfremur verða seid hlutabréf í hlutafélaginu Sólp.ast. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 10. október 1967. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. Sláturhús Hafuarf jarðar tilkynnir Kjötsa’an er í fullum gangi. Fimm kjötverðflokk- ar. Opið til kl. 10 þessa viku. Siáturhús Hafnarfjarðar. Stjórn styrktarsjóðs Isleifs Jakobssonar auglýsir hér pieð eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja iðnaðar- menn, að fullnema sig erlendis í iðn sinni. Um- sóknir ber því að leggja inn á skrifstofu'Lands- sambands iðnaðarmanna, Skipholti 70, fyrir 6. nóvember næstkomandi, ásamt sveinsbréfi í lög- giltri iðngrein og upplýsingum um fyrirhugað framhaldsnám. Sjóðsstjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.