Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1967 15 Kungalv, 20. sept. 1967. Nú víkja Svíar til hægri, eins og kunnugt er. — Hvort líkur eru til, a'ð hliðstæð breyting á sviði stjómmálanna eigi sér stað hér í Svíaríki er eftir að vita, en einmitt þessa dagana er kosningabaráttan að hefjast um landið þvert og endilangt. Hægri- menn hafa þegar lagt fram sína stefnuskrá fyrstir allra, þar sem þeir fara m. a. fram á breyting- ar á skattalögunum. Bíða menn nú átekta. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum hinna borgaraflokkanna, Þjóðflokksins og Miðflokksins. Ýmsir álíta, ef samvinnu verður komið á meðal þessara þriggja flokka, að telja megi líklegt, að þeir styrki að- stöðu sína verulega og auki þannig möguleika þess að. þeir sameiginlega hljóti meirihluta við kosningarnar haustið 1969. Hvað sem því nú líður virðast Svíar alls ekki kunna því illa að vikja til hægri í umferðinni. Að flestra dómi hefur þessi mikla framkvæmd gengið framar öllum vonum. — Dauðaslysum í um- ferðinni hefur fækkað verulega. Fyrstu tvær vikurnar urðu 16 daúðaslys í Svíþjóð, en 48 á sama tíma í fyrra. En ýmsir minnihátt- ar árekstrar í umferðinni hafa greinilega aukizt, a. m. k. í Gautaborg, t. d. hafa sporvagn- arnir valdið eða orðið fyrir ýms- um skakkaföllum og sama máli gegnir um þá sem hjóla. Ekkert dauðaslys átti sér stað fyrsta daginn, sem var sunnudag- ur, og er slíkt algert einsdæmi hér í landi. Þó var umferðin gíf- urleg, ekki sízt í stórborgunum. — Ég hafði mælt mér mót við kunningja, sem býr í Gautaborg um 3-leytið sunnudaginn 3. sept. Ferð, sem að jafnaði tekur 30—40 mín. í bíl, tók tvær og hálfa klukkustund. Það voru > langar biðráðir á öllum hraðbrautum. En fólk var óvenju þolinmótt og vingjarnlegt í umferðinni. Sumum virðist þó ganga mis- jafnlega að muna hina lögbundnu meginreglu að víkja til hægri í umferðinni. Yngstu borgararnir eru eins og fyrri daginn hrein- skilnastir og Viðurkenna sín vandamál hirspurslaust: „Ég ætla að biðja mömmu að sauma merki á hægri ermina á peysunni minni, svo ég muni hvað er vinstri og hvað er hægri.“ Eða: „Ég hef bjölluna hægra megin á stýrinu á hjólinu mínu, til þess að minna mig á, að ég á að víkja til hægri.“ Vafalaust á lækkun hámarks- hraða ökutækja sinn þátt í því, að öauðaslysum hefur fækkað. Og enn fremur hin yfirgrips- mikla, fræðslustarfsemi um um- ferð og umferðarvandamál, sem miðlað var. Hún svo og undir- búningur allur var þaulhugsað- ur og þrautskipulagður. Skorin var upp herör. Ýmsum fannst upplýsingaherferðin og áróður- inn vera fast að því of uppá- þrengjandí. Sjónvarpið, útvarpið, dagblöðin, skólarnir, lögreglan, herinn og sægur af sjálfboða- lfðum, ekki sízt húsmæður, veittu aðstoð á ýmsan hátt, — já, fregn- miðar með hvatningarorðum að gæta varúðar í umferðinni, eru límdir á mjólkurumbúðirnai (bæði hyrnur og kassa). Einskis er látið ófreistað til þess að draga úr óhöppum og slysum. — Jafn- vel háþrýstisvæðin á yfirlitskort- um veðurfræðinganna í sjónvarp- inu, voru auðkennd með H-merki umferðarbreytingarinnar fyrstu dagana. Miklir fjármunir (a. m. k. 600 millj. skr.) og gífurleg vinna hef- ur verið lögð í þessa framkvæmd. — Eitt dagblaðanna hafði það nýlega fyrir satt, að aðalfram- kvæmdastjóri umferðarbreyting- arinnar hefði brugðið sér til Eng lands til hvíldar og endurnær- ingar, en Bretinn víkur enn til vinstri, sem kunnugt er. Fjöldi fulltrúa frá um það bil 20 þjóðum, bæði austan hafs og vestan kvikmynduðu þennan sögulega vfðburð. Meðal þeirra voru íslendingar og Englending- ar og voru sjónvarpsviðtöl birt við fulltrúa frá báðum þessum þjóðum. Tveir Englendingar, sem fram komu í sjónvarpi hér í byrjun sept., álitu það ekki ósennilegt að fyrr eða síðar yrði það einn- ig tímabært, að koma slíkri breytingu á í Englandi. Vafalaust mundi svo verða ef England fengi aðild að EEC. Væntanleg jarð- göng undir Ermarsund gerðu einnig æskilegt, að sama regla ríkti á Bretlandseyjum og á meg- inlandi Evrópu. Slíkt væri þó ekki méð öllu nauðsynlegt, þar sem ráðgert er, að bílum verði ekið á járnbrautarlestum gegn- um göngin, en engum yrði leyft að aka bifreið þá leið. Þeir töldu vafalaust, að útkoma þessarar breytingar í Svíþjóð hefði áhrif á viðhorf almennings í Bret- landi til hliðstæðrar breytingar þar í landi. o O o Sænskir skyldunámsskólar tóku til starfa 28. ágúst s.l. Því nær viku áður voru kennarar kallaðir til starfa við undirbún- ing námsáætlana og til að búa sig undir að leiðbeina nemend- unum í sambandi við umferðar- bréytinguna í sept.-byrjun. Fyrsta kennsluvikan var svo að segja einvörðungu helguð um- ferðarmálum. Kungalv er skólabær. Norræni lýðháskólinn hófst 18. sept. Hann hefur nú starfað hér í 20 ár. Kennarar og nemendur eru frá öllum Norðurlöndum. Færeyskir nemendur hafa verið hér öll árin. Skólinn flytur í ný húsakynni hér uppi á Fontin-fjallinu í árs- byrjun 1968. Hér er menntaskóli með yfir 1000 nemendur. Hann flytur einnig í ný húsakynni áður en langt um liður. Fjórir barnaskólar eru í borginni. Ný skólatöflutegund er nú reynd í einum barnaskólanum hér í Kungalv, og hefur sú nýj- ung vakið mjög mikla athygli. Taflan er hvít að lit og er til margra hluta nytsamleg. Me'ðal annars er hægt að nota hana sem sýningartjald við skuggamynda- og kvikmyndasýningar. Er þá einnig auðvelt að teikna útlínur mynda, eða draga upp meginat- riði myndanna, sem sýndar eru á töflunni og víkja síðan nánar að þeim eftir að myndasýningunni er lokið. Á töfluna er skrifað eða teikn- að með grófum ritstiftum (svip- uðum þeim, sem oft eru notuð við merkingu farangurs). Rit- stifti þessi eru framleidd í sex litum: svörtum, raúðum, bláum, grænum, rauðgulum og brúnum lit. í litarefni pennans er bland- að vökva, sem gerir það að verk- um, að auðvelt er að þurrka út skrift eða mynd, sem dregin hefur verið á töfluna. Á töfluna er úðað eins konar spray-vökva og siðan strokið yfir töfluna með þar til gerðum púða. Slíkt hefur enga rykmyndun í för með sér, og er það, að dómi skólalækna, mikill kostur. Púðinn, sem notaður er til þess að þurrka af töflunni, er eins konar strokleður (að nokkru úr gúmmí). Þegar honum er strok- ið um töfluna hleður hann yfir- borð hennar „statisku" rafmagni. Taflan verður þannig gædd við- loðunarafli, en það gerir að verk- um, að hægt er að nota hana sem „flanellograf", — þ. e. pappírs- blöð loða vi'ð töfluna, ef þeim er þrýst að henni. Þessi nýjung var sett hér upp í tilraunaskyni. Taflan er minni en venjuleg skólatafla. Hún er 90x180 cm að stærð. Töflur þess ar eru annars til af ýmsum stærð um, t. d. munu töflur, sem eru 110x250 cm senn verða á boð- stólum í kennslutækjaverzlunum hér í Svíþjóð og einnig 5—6 m langar töflur. Minnsta gerðin af þessum hvítu skólatöflum (90x 180) kostar nú um 400 skr. En þess ber þá að gæta, að töfluna er einnig hægt að nota sem sýn- ingartjald og „flanellograf". Kennararnir hér við Kungálv- skólann eru mjög ánægðir með þessa nýju töflutegund. Þeir benda á eftirtalda kosti hinnar hvítu skólatöflu: Talið er a'ð svört skólatafla geti haft miður heppileg áhrif á andlega heilsu nemenda, þegar til lengdar lætur, — svartur lit- ur getur verið þrúgandi (depri- merande). Þess vegna er nú víða farið að nota töflur í öðrum lit- um. Svart eða mislitt letur á hvítum eða ljósgráum fleti eru mildari blæbrigði fyrir augað heldur en hvítt letur á svörtum grunni. — Taflan er ætíð tiltæki- leg sem sýningartjald. Það er handhægt að geta dregið upp skyndimynd í allt að sex litum eftir útlínum skuggamyndar. — Fljótlegt er einnig að festa upp, t. d. fjölritaða tilkynningu á töfluna, þar sem hún er gædd viðloðunarafli sem dregur að sér hvaða pappírstegund sem er. Auk þess telja kennarar það einn af meginkostum töflunnar að hún speglar ekki ljós. Svarta, brúna eða græna skólataflan end- urspeglar að jafnaði ljósið á þann hátt, að þegar skrifað er á slíka töflu, eru oft einhverjir nem- endur í bekknum þannig settir, að þeir sjá ekki hvað stendur á töflunni. Anders Österling og kona hans, Falsterbo í Suður-Svíþjóð. Þessi nýjung, sem hlotið hefur nafnið Pilot Wytebord, er hingað komin frá Japan. Hún var kynnt í fyrsta sinn hér í Svíþjóð á kennslutækjasýningu í Malmö í fyrra sumar. Kungálv-skólinn er fyrsti skólinn hér við vestur- ströndina, sem tekur þetta ný- mæli upp. I nýjum skóla í Djurs- holm í Stokkhólmi, sem hóf starf semi sína nú í haust, eru hvítar skólatöflur í öllum kennslustof- um. Fróðlegt verður að fylgjast með þessari tilraun, sem skóla- menn hér um slóðir telja mjög athyglisverða. o O o Nýlega komu út hjá bókaút- gáfu Bonniers í Stokkhólmi Minningar (Minnets vágar) eftir sænska skáldið Anders Ös- terling, sem e. t. v. nú er þekkt- astur fyrir störf sín sem ritari Sænsku akademíunnar. En hann var aðeins 35 ára (1919), þegar hann var tekinn í tölu hinna út- völdu sem einn af átján, — en av de aderton. Anders Österling er að ætt og uppruna frá Suður-Svíþjóð. Að loknum námsárum í Lundi, starfaði hann þar um skeið sem aðstoðarbókavör’ður. Síðar gerð- ist hann blaðamaður, fyrst í Malmö, síðan í Gautaborg og að lokum í Stokkhólmi. Hann var lengi (1919—1935) aðal-bók- menntagagnrýnandi við Svenska Dagbladet og síðan við Stock- holms-Tidningen. Endurminnmgar Österlings er skemmtileg og geðþekk bók. Hún er öðrum þræði ævisaga blaðamanns, svipmyndir úr lífi og starfi sænskra bla'ðamanna á árunum milli styrjaldanna. — Österling skrifaði oft um 120 greinar á ári, aðallega um bók- menntaleg efni. — En bókin er annað og meira en ævisaga. Hún er brot af sænskri — og norrænni — bokmenntasögu. Höfundurinn hefur frá mörgu að segja og kemur víða við. Hann kynnir lesendum bæði menn og málefni, sem voru ofarlega á baugi á þessu tímabili. Mörgum hefur hann kynnsi persónulega um ævina, og eins og kunnugt er, var hann á tímabili eitt af ást- sælustu skáldum þjóðar sinnar. Frásögn bókarinnar er gædd góðlátlegri kýmni, einkum ýms- ir þættir minninganna frá starfs- árum höfundar í þágu Sænsku akademíunnar. Höfundurinn seg- fátt um sjálfan sig sem lista- mann, en dregur upp þeim mun skýrari myndir af sínum sam- Greta, við sumarbústaðinn í ferðamönnum á lífsleiðinni. Með- al þeirra eru margir þekktir menntamenn, einkum rithöfund- ar. Þessar skyndimyndir, margar hverjar bráðsnjallar, gefa bók- inni sérstakt gildi. Bókin gefur, þegar allt kemur til alls, lifandi mynd af lífi og starfi skáldsins Anders Öster- lings. Hann birtist lesendum sín- um í fullri líkamsstærð sem þróttmikill og sérstæður per- sónuleiki, listunnandi og fagur- keri og mikill kunnáttuma'ður, einkum á sviði bókmennta. NORÐRIÐ (í þýðingu Guðmundar Arnfinnssonar) Úr húmsins auðn að eyra ber uppsprettunnar söng, er sífellt heyrist hljóma og hefst úr bjargsins þröng. Hún syngur söng um Norðrið með silfurbjörtum hljóm, unz greinast gömlu orðin, sem geymdi þagnartóm. Og fólki, er bló'ðsins böndum er bundið einni þjóð, skal hjartans hljómur dýpka við hennar dýra ljóð. í sömu sagnabrunna er sótt vort æskuþor. í sömu feðrafoldu er fólgin auðna vor. Svo hljómi ungt við eyra uppsprettunnar ljóð, á meðan byggð vor blómgast um bjarta Norðurslóð. Anders Österling. Eldsvoði 0 Dalvík MIKIÐ tjón varð í eldsvoða á Dalvík sl. sunnudagskvöld, þeg- ar kviknaði í geymsluhúsi neta- gerðarinnar Netjamenn h.f. Eyði- iagðist mikið af nótaefni og ein ufsanót ónýttist að mestu. Geymsluhúsið sjálft skemmdist talsvert af eldi og reyk. Ókunn- ugt er um eldsupptök. Eldurinn kom upp í nótaefn- -um, sem geymd voru í húsinu. Slökkvilið Dalvikur Rom á vett- vang klukkan 20:50 og var eld- urinn þá töluvert magnaður en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldisins og var því að Sullu lokið klukkan lll um kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.