Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1967 Carlsbergsverksmiðjan heimsótt þvi útgefendur ekki óðfúsir til þess. Þá kom Carlsþergs- sjóðurinn til og gaf út verk- ið. Karlakórinn Vísir á Siglu firði var í söngför til Dan- merkur í fyrra og kom þá við í Carlsbergverksmiðjunni og söng fyrir forráðamenn hennar. . Þótti þeim mjög vænt um það, að munað skyldi vera eftir útgáfu þeirra á verkum Bjarna Þor- steinssonar. Auk margvíslegra gjafa til stofnana og einstaklinga hef ur Carlsberg verksmiðjan reist stórt höggmyndasafn, þar sem getur að líta marg- vísleg listaverk, er tilheyra bæði klassiskri- og nútíma- list. Á göngu okkar um verk- smiðuna fengum við að kynn ast þeirri sögu sem liggur að baki hverrar einstakrar bjór flösku er verksmiðjan sendir frá sér. Til bjóríramleiðs.unnar þarf mikið af byggi Það kaupir verksmiðjan aðallega frá Jótlandi. Bygginu er kom ið fyrir í risaslórum „síló- um“ — það stærsta er 86 metra hátt og gnæfir yfir aðrar byggingar á Carlsberg lóðinni. Byggið er síðan bleytt upp í vaini og hrsert saman í graut. Sá grautur er síðan þurrkaður og byggið síðan maisð í brugghúsinu. Síðan er það afiur blándað vatni og þá hitað smátt og smátt upp í 76°. Það.aii fer það síðan í skilvindu er skil- ur úrgangsefnin frá, en úr gangurinn er siðan seitlur sem skepnufóður. Vökvinn er hins vegar bland.iður með Óvenjulegar undirstöður byggingar: Fjórir risastorir filar, — stórbrotin listaverk. fyrstu voru þó tengsl þess- ara verksmiðja náin, en þeg ar fram liðu stundir urðu þau meira aðskilin, Það þótti óskynsamlegt, að halda áfram framleiðslu þanni/g í tveimur aðskiidum fyrirtækj um og vera með samkeppni innbyrðis, og var það því úr að árið 1906, voru verksmiðj urnar sameinaðar undir naln inu Carslbergverksmiðjan. 1876 stofnaði J C. Jakob- sen Carlsbergssjóðinn og arf leiddi hann að verksmiðj.u sinni 1888. í erfðaskránni var m.a. svo ákveðið á, að sjóð- urinn skyldi styrkja og styðja vísindi og listir í Dan- mörku og hefur hann síðan gert það á margan hátt. Haf- meyjan við Löngulínu er listaverk sem margir íslend- ingar kannast við, en senni- lega vita færri að Kaup- marmahafnarborg var ó sín- um tíma gefið þetta listaverk af Carli Jakobsen. Og Carls- bergssjóðurinn hefur líka kömið ísler.dingum til góðs. Bjarni Þorsteinsson tónskáld frá Siglufirði safnaði íslenzk Carlsberg listasainio í brugghúsinu ber mikið á skínandi kopartönkum, þar sem ölið er hitað upp og gerjað. EKKI alls fyrir löngu bauð Flugfélag Islands blaðamönn um í stutta kynnisferð til Kaupmannahafnar. Meðal þeirra staða sem þá voru heimsóttir, var Carlsberg bjórverksmiðjan. Erfitt er fyrirfram að gera sér grein fyrir því hvers konar risa- fyrirtæki þetta er í raun og veru. Við gengum um húsa- kynni verksmiðjunnar í nær tvær klukkustundir og það var aðeins lítill þáttur starf- seminnar sem við kynntumst á þeirri göngu. — ísland hlýtur að vera óskaland fyrir bjórframleið- endur, sagði fulltrúi verk- smiðjunnar, sem kynnti okk ur staðinn, — það er ein- ungis hið góða kalda vatn sem þið hafið, heldur ekki síður það heita — gufuork- an. En sennilega líða ár og dagar þangað til íslendingar verða búnir að eignast bjór- verksmiðju á borð við Carls berg verksmiðjuna, sem veit ir um 4.500 fjölskyldufeðr- um atvinnu, eða álíka mörg- um og fjölskyldufeður á Ak- ureyri og Siglufirði eru til samans. í þessum sal fer átöppunin fram. Þama eru samtals 7 átöppunarvélar. Sex þeirra tappa á 15.000 flöskur á klukkustund hvor, og ein tappar á 30.000 flöskur á klukkustund. Strax og við komum inn í verksmiðjuna gaus á móti okkur súr þefur, líkt og af súrdegi. Það vakti líka strax athygli hversu mikil snyrti- mennska og hreinlæti er við- haft í verksmiðjunni. Flest starfsfólkið var í hvítum sloppum, sem ekki sást á blettur eða hrukka. Á með- an við gengum um staðinn kynnti leiðsögumaður okkar sögu og þróun verksmiðjunn ar. Það var 10. nóvember 1847 sem framkværndir hófust við Carlsbergverksmiðjuna. Það var bruggarinn J. C. Jak- obsen, sem átti fyrirtækið til að byrja með og kallaði það eftir syni sínum, sem hét Carl. Þegar í upphafi gekk framleiðslan vel og fram- kvæmdir jukust í hlutfalli við eftirspurnina eftir bjórn um. 1870 var bygging á öðru stóru verksmiðjuihúsi lokið og það var leigt Carli Jak- obsen, sem þá hafði lokið nárni erlendis, og öðlast starfsréttindi sem bruggari Síðar var svo starfteemi þessara tveggja brugghúsa sameinuð, en árið 1881 stofn aði Carl Jakobsen sína eigin bjórverk'smiðju, sem hann nefndi Nýja Carlsberg. Tók hann þar með upp sam- keppni við aðra bjórframleið endur, og þá ekki sízt við verksmiðju foður síns. í um þjóðlögum. Sjáanlegt var, að ekki var hægt að hafa miikið upp úr því að gefa út slíkt verk, og voru humli og síðan kældur Frá þeim kæli fer hann í siór ker, þar sem p'-essugerinu er blandað út í Síðan ifei ölið í gríðarst 'rr. tanka, þar sem það stepdi.: og gerj- ast í 2—6 mánuði, Og síðasta stigið, áður en neytandi fær það í hendur, er aS tappa því í flöskur. Átöppunin fer fram í stór um sölum og er að mestu vélvædd. Fiöskurnar renna á endalausu færibandi úr einu horni í annað. Stúikur týna gallaðar flöskur úr og henda þeim í vagna. Flösk- unum er síðan raðað í kassa og verða túlkurnar að hafa hröð handtök við það, því að færiböndin bíða ekki eftir þeim og eru þeim harður húsbóndi. Þá má að lokum geta þess að blaðamönnuir var boðið í gestastofu verksmiðjunnar og þáðum við þar veiting- ar sem náttúrlega þarf ekki að taka fram hverjar voru. „Island hlýtur að vera óskaland BJÖRFRAMLEIDENDA"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.