Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1967 Fjögurra skrefa reglan oft strangt túlkuð Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur nú tilkynnt að víða hafi hin nýja regla varðandi skref markvarðar í knattspyrnu verið túlkuð of hastarlega. Segir sam- bandið að tilgangurinn sé sá einn að koma í veg fyrir að mark- verðir tefji leiki eins og oft hef- ur átt sér stað. Flest lönd tóku — að skipan FIFA — fyrirvaralítið upp hina nýju reglu þess efnis að mark- vörður mætti ekki taka nema fjögur skref í hvert sinn er hann varði. Víða var þetta túlkað svo að ef markvörður hálfverði, þ.e. féikk slegið knöttinn frá, án þess að halda honum, og hljóp svo eftir honum og náði honum t.d. eftir að hafa tekið sex skref, þá var dæmt á hann aukaspyrna. Alþjóðasambandið hefur nú til kynnt að þetta sé ranglega dæmt. Markvörður má taka knöttinn aftur, en aldrei stíga fleiri skref með knöttinn en fjögur eftir að hann hefur haldið á honum. Danir eru meðal þeirra þjóða, sem hafa túlkað hina nýju reglu of strangt og hafa nú dóm- arar verið boðaðir á fund til að ræða — og læra — hina nýju reglu rétt. Gera tillögur um fram tíð Islandsmótsins - Mörg mál rœdd á þingi HSÍ ÁRSÞING Handknattleikssam- bands íslands var haldið á laug- ardaginn. Var fjallað um mörg mál á þinginu, fjárhag sam- bandsins skýrslu stjórnar a.m.fl. Eins og skýrt hefur verið frá var Axel Einarsson hrl. kjörinn formaður sambandsins í stað Ásbjarnar Sigurjónssonar sem staðið hefur við stjórnvöl- inn með miklum myndarbrag um mörg undanfarin ár en aðrir í stjórn eru Axel Sigurðsson, Valgeir Ársælsson, Rúnar Bjarnason, Einar Th. Mathiesen, Jón Ásgeirsson og Sveinn Ragn- arsson. Á þinginu var samþykkt sú breyting við reglugerð um hand knattleiksmót að nú í vetur skuli þau 9 lið sem tilkynnt hafa þátttöku í meistaraílokk kvenna öll keppa í einm deild. Skipuð var nefnd til að gera tillögur um fjárhag 2. deildar en 6 félög senda nú flokka í 2. deild, Á, ÍR, Þróttur, Keflavík, Akureyri og Akranes. Einnig á sú nefnd að gera tillögur um yfinstjórm íslandsmótsins í framtíðinni. Guðjón Einarsson varaforseti ÍSÍ mætti á þinginu og fíutti ávarp og færði sambandinu að gjöf mynd af fyrsfca ísl. landslið- inu í handknattleik sem lék á heimavelli — móti Finnum 1950, þá er jafnteflið varð 3:3. Fjárhagur sambandsins er góður og á það jrfir 100 þús. kr. í sjóði og útistandandi skuld um, en nokkur rekstrarhalli varð s.l. ár. „Gull og silfurliðið“ frá HM sækja íslendinga heim - Og ísl. landsliðið sækir fyrr- um heimsmeisfara heim ÞAÐ verður mikið um að vera í handknattleiknum á íslandi á byrjandi keppnistímabili. Hing- að heim sækja ok,kur landslið „gull“- og „silfurliðið“ frá síð- ustu heimsmeistarakeppni, Tékk ar og Danir og utan fara Is- lendingar og leika m.a. við Rú- mena, sem urðu nr 3 í heims- meistarakeppninni, en voru heimsmeistarar næstu tvö tíma- bil á undan og við V-Þjóðverja sem einnig voru framarlega í síðustu heimsmeistarakeppni. Um þessi mál var fjallað i skýrslu stjórnar HSÍ og "segir þar svo: Karlar. Stjórnin hefir verið í sam- bandi við handknattleikssam- bönd frá fjölmörgum löndum varðandi landsieikjaviðskipti á næsta keppnistímafbili og á næstu árum. Hafa bréfavið- skipti farið fram við Spámverja, Portúgala, Tékka, Pólverja, Frakka, Vestur-Þjóðverja, Aust ur-Þjóðverja Dani, Rúmena, íslenzkur bikar í 4. ára norrænni keppni í handknattleik karla Á BAK við tjöldin hefur að undanförnu verið unni að því að gera áætlun um Norður- landamót í handknattleik karla, sem nær yfir fjögurra ára tímabil — svipað því sem nú tíðkast hjá Norðurlanda- þjóðunum að íslandi undan- skildu, í knattspyrnu. En nú verða íslendingar með og svo langt er málum komið að Flugfélag íslands hefur ákveð ið að gefa bikar tii keppninn- ar. Málið hlýtur endanlega afgreiðsu á fundi handknatt- leikssambands Norðurlanda sem haldinn verður í Næstved 18. nóv. n.k. Samkvæmt áætluninni eru leikir landanna þannig: 1967- 1968: Ísland-Danmörk, Noregur- ísland, Finnland-Svíþjóð, Finnland-Noregur, Svíþjóð- Danmörk. 1968- 1969: Danmörk-Noregur^ Dan- mörk-Finnland, Noregur- Finnland, Ísland-Finnland, Svíþjóð-Ísland. 1969- 1970: Noregur-Danmörk, Dan- mörk-ísland, Noregur-Sví- þjóð, Ísland-Svíþjóð og Finn- land-Svíþjóð. 1970-1971: Danmörk-Svíþjóð, Finn- land-ísland, Finnland-Dan- mörk, Svíþjóð-Noregur, Sví- þjóð-Finnland, Ísland-Noreg- ur. Að þessum tima loknum hafa liðin mætzt heima og heiman og stigatala og marka hlutfall ræður úrslitum. Danir leggja til að tveggja dómara kerfið verði notað í þessum leikjum og ætla síðar að vinna að því að það kerfi verið tekið upp í landsleikj- um við aðrir þjóðir, unz það hefur tekið við af núverandi fyrirkomulagi, en Norður- landaþjóðirnar hafa gengið á undan í að innleiða það. Það er sannarlega gleðilegt fyrir ísl. handknattleiks- menn að þessi keppni er svo gott sem ákveðin, þó endan- legt samþykki liggS ekkii fyrr en að fundi leiðtoga Norðurlandaþjóðanna lokn- um. Þetta skapar ákveðin verkefni sem marka fasta punkta í landsleikjapró- gramminu. ■HER sjáum við tvo af béztu frjálsíþróttaköppum Evrópu. Til vinstri er Tékkinn L,ud- ' ‘wig Danek, kringlukastarinn heimsfrægi, sem hlaut silfur- Verðlaunin á ÓL í Tókíó. T. h. er gamalkunningi, Uwe Bayer frá V-Þýzkalandi, sem ihlaut bronsverðlaun í sleggju Ikasti á sömu leikum — og kom svo og lék hér aðalhlut- verk í kvikmyndinni Sigurði Fáfnisbani. Rússa, Kanad'amemn, Norðmenn og Svía. Ákveðið er, að heimsmeist- ararnir frá Tékkóslóvalkíu komi til íslands á tímabilinu 1. .— 7. desember og leiki hér tvo leikL Ennfremur er ákrveðið, að danska lanidliðið komi til ís- lands og leiki tvo leiki, þ. e. 6. og 7. apríl 1968. Tvær utanferðir eru ákveðnar og er önnur í febrúarlok 1968 en hin í aprii 1968. Leikirnir í þessum ferðurn verða svo sem hér segir: í Rúmeniu 28. og 29. febrúar 1968 og i Vestur-Þýzka- landi 1. og 3. marz 1.968. Dag- setningar fyrir ferðina til Spán- ar eru enn ekki ákveðmar. Konur. Eins og annars staðar er getið í skýrslunni, tekur kvenna- lamdsliðið þátt í Norðurlanda- móti, sem fram fer í Næstved i Danmörku dagana 17. •— 19. nóvember n.k. Gnnur verkefni eru ekki ákveðin fyrir kvenna- landsliðið. Piltar. Unglingalandslið pilta mun taka þátt í Norðurlandamóti, sem fram fer í Noregi dagana 29. — 31. marz 1968. Stúlkur. Unglingalandsjið stúlkna imm taka þátt í Norðuirlandamóti, sem fram fer í Danmörku dag- ana 29. — 31. marz 1968.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.