Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1967 — Löggjafaþing I Framhald af bls. 1 staðreynd, að meiri vandi ste’ðj- ar nú að ríkisstjóm og alþingi, en gert hefur um langt skeið. Blindur er sá sem ekki sér það. Góðæri og velmegun hafa verið ráðandi lengi og almenningur hefur treyst því, að svo mundi haldast með miklum aflabrögð- um, óbreyttu afurðaverði og nægri atvinnu. En dálítið hefur syrt í álinn í bili. Vonum vér og biðjum að sá sorti veíði ekki yfir oss lengi, en líði hjá. Og vér berum það traust til ráða- manna þjóðarinnar og til allra landsins barna, að horfst verði í augu við yfirstandandi örðug- leika af þegnskap og þjóðholl- ustu og að samvinna einlæg megi um það verða að kveða þá ni'ður, eftir því sem mann- legur máttur megnar. Nú er tími til að gera kröfur til sjálfs síns, ekki síður en annarra. Timi til að stilla í hóf kröfugerð og heimtufrekju við minnkandi þjóðartekjur. Það er holt fyrir hvem og einn að líta til síns eigin heima, í eigin barm. Er hægt að auka eyðslu og neyzlu þegar þjó'ðartekjur minnka? Sennilega verður að draga eitt- hvað úr hraða í bili. íslendingar eru sjálfsagt menn til þess að yfirstíga þessa ör'ðugleika. For- feður vorir, í allri sinni fátækt, komust frá verri tímum, þótt oft á tíðum þyrftu þeir sorglega þungar fómir að færa. Hversu miklu fremur þá vér, sem nú lifum? Með allri þeirri marg- þættu uppbyggingu atvinnulífs sem átt hefur sér stað á undan- fömum árum. Já, öll þjóðin treystir yður til farsællar lausn- ar á fjárhagslegum vanda, sem utanaðkomandi öfl, oss óviðráð- anleg valda. Hvað tíðarfar snert ir er tsland misbrestasamt land og við fengum að reyna það á sl. vetri og vori, sem er eðli- legt, svo nærri sem landfð ligg- ur jaðri hins byggilega heims. Vér höfum ávallt mátt muna tvenna tíma í þessum efnum og góðæri og harðæri hafa skipzt á, og sjálfsagt mun svo verða áfram, að einhverju leyti. Örð- ugleikar er dynja á þjóðir og fé- lagsheildir leiða ósjaldan til styrkara sambands, enda eina ráðið til að sigrast á þeim með því. Og eins og við allir nutum lífsgæða undanfarinna ára, eig- um vér að geta sætt oss við lít- ilsháttar minni skerf, eða minni skammt — sætt oss við að færa minni háttar fórn, hver og einn, ef þörf kallar. Þegar þjóðarsómi bíður, munum þá, að vér erum eitt og erum allir íslendingar — erum allir í einum og sama bát. Glæðum með oss ábyrgðartil- finningu sem veit til heilla og framfara og leiðir til sigurs. Einn af þjóðhollustu Islend- ingum á öldinni sem leið, kunnur þingmaður, komst þannig að orði: Sérhver hafi það jafnan hugfasit að hann er verkamaður Guðs og þjóð- landsins. Megi sú hugsun sem að baki þessum orðum liggur vera vakandi í huga og hjarta hvers íslenzks þegns og þá einkum þeirra, sem vaxða fraimtíðarveg þjóðarinnar. Guð blessi störf yð- ar á Alþingi því sem nú er að hefjast og hjálpi yður til að leysa Þingmenn ganga tll guðsþjónustu í DómkirkjunnL 1968 Allt á sama stað Singer Vogue Falleg, vönduð og spar- neytin fólksbifreið Höfum bíla við allra hæfi Kynnið yður verð og greiðsluskilmála Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118 — Sími 2-22-40. hvern vanda sem ber að hönd- um. Með vilja hans fyrir aug- 'Um, sem lét, lætur og mun láta dyr standa opnar. Alþingi sett Að lpkinni guðsþjónustu géngu þingmenn til Alþingishússins og þar sté forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson, í ræðustól og las svohljóðandi forsetabréf um samkomudag Alþingis: Hinn 21. september var gefið út svothljóð- andi bréf: Forseti íslands gjörir kunnugit. Ég hefi ákveðið, sam- kvæmt tillögu forsætisráðherra, að reglulegt Alþingi skuli korna saman til fundar þriðjudaginn 10. október 1967. Um leið ag ég birti þetta er öJlum sem setu eiga á Alþingi boðið að koma til Reykjavíkur nefndan dag, og Nauðungaruppboð annað og síðasta fer fram á eignarhiuta Eggerts E. Laxdal og Tove Winter Laxdal í Hlégerði 29 í Kópavogi (1. hæð m.m.) laugardaginn 14. októ- ber 1967 kl. 11. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Bing & Gröndahl — postulín Allir geta eignazt þetta heimsfræga postulín með stellum styttum og vösum, ásamt nokkrum ár- göngum af hinum sígildu jólaplöttum. 7 Höfum allar helztu skreytingar af matar- og kaffi- söfnunaraðferðinni það er að kaupa eitt og eitt stykki í einu. Söluumboð: RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 5. RAMMAGERÐIN, Hafnarstræti 17. JAMES BOND James Bona BY IAN FLEMWC DUWINfi BY JOHN McLUSKY IAN FLEMING Bond hjálpaði Tilly niður slakkann að húsi Golðfingers. Oddjob fylgdi fast á eftir með bogann tilbúinn. — Nú sitjum við laglega í því. Láttn sem þú sért vinkona min og gerðu sér upp undrun á öllu saman. — Þannig komst hann á snoðir um ferð ir okkar — með þessiun radar. Nú bend- ir hann beint á okkur. — Hamingjan sanna! Þessi Goldfinger er reglulegur bragðarefur! — Stanz! verður þá Alþingi sett að lok- inni guðsþjónustu í Dómkirkj- sem hefst kl. 13:30. Gjört í Reykjavík 21. september 1967. Ásgeir Ásgeirsson. Bjarni Bene- diktsson. Samkvæmt því bréfi sem ég nú hetf lesið, þá lýsi ég yfir því að Alþingi íslendinga er nú sett. Ég bið a'lþingúsmenn að minnast ættjarðarinnar með því að rísa úr sætum. Þá mælti forsætisráðherra: Heill forseta vorum og fóstur- jörð. Tóku alþingismenn undir orð ráðherra með ferföldu húrra hrópi. Látinna þingmanna minnst Aldursforseti Alþingis, Sigur- vin Einarsson, minntist síðan tveggja fyrrverandi alþingis- manna, sem látizt höfðu milli þinga. Þessir menn eru ísleifur Högnason, framkvæmdastjóri, er andaðist 12. júni sl. 71 árs að aldri, og Sigurður Þórðarson frá Nautabúi, sem andaðist 13. ágúst sl. á áttugasta aldursári. Þingforseti rakiti síðan ævi- ágrip ísleifs og sagði að lokum um hann: ísleifur Högnason var ötull baráttumaður og djarfur leiðtogi á þeim vettvangi félags- mála, þar sem hann hasláði sér völl, í vérkalýðsmálum, sam- vinnumálum og stjórnmálum. Hann hefur hlotið þann dóm þeirra, sem mest kynni höfðu af honum, að hann hafi verið traustur samherji, trúað í ein- lægni og af heilum hug á mikil- vægi þess málstaðar, sem hann barðist fyrir, rækt þau stönf, sem honum vaflj^til trúað, af stakri prýði, verið áhugasamur, glöggskyggn og ráðhollur. Síð- ustu ár ævinnar var hann ekki heill heilsu og hafði dregið sig nokkuð í hlé af þeim sök.um. Síðan rakti þingforseti ævi- ágrip Sigurðar Þórðarsonar og sagði að lokum: Sigurðux Þórð- arson naut í æsku skammrar vist 'ar í skóla, en var greindur, bók- hneigður og fróðleiksfús og afl- aði sér staðgóðrar sjálfsmennt- unar. Hann var afkastamaður við störf, ósérhlífinn, forsjáll og dverghagur Hann ræfcti hvert það starf, er hann tók sér fyrir hendur, af alúð og trúmenrusku, var djarfur og frjálslyndur í skoðunum, vel máli farinn og orðheppinn. Lengst ævi sinnar vann hann að búskap og sam- vinnumálum £ Skagafirði, var farsæll í þeim störfum og naut mikils álits og sívaxandi trausts héraðsbúa. Síðusitu árin naut hann rólegrar elli eftir giftu- drjúgt ævistartf. Ég vil biðja þingheim að minnast þetssara tveggja merkis- manna, ísleifs Högnasonar og Sigurðar Þórðarsonar, með því að rísa úr sætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.