Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1987 BILA LEIGA rnrnmm, MAGIMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 " »>«' 1-44-44 mfíif/o/fí Hverfisgöto 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt teigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sím) 35135. Eftir lokun 3493« og 36217. BAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrn Flest til raflagna: Rafmagnsvörur Heimilstæki Utvarps- og sjónvarpstæki Kafmagnsvorubúðin sf Suðurlandsbraut 12. Simi 81670 (næg bílastæði). AU-ÐVITAÐ ALLTAF ★ A að þjóðnýta tannlæknana? „Tannlæknir“ skrifar: „I>að er skrítið, að alltaf skuli annað veifið heyrast raddir um nauðsyn' þess að skella tannlækningum inn í sjúkra- samlaga- og trygginga-system- ið. Engu er líkara en þeir, sem orð hafa á þessu, ímyndi sér með einhverjum hætti, að með því verði tannlækningar, tann- viðgerðir og tannsmíðar ókeyp- is fyrir allan almenning. Það er þó öðnu nær. Heildarupphæðin, sem þjóðin greiðir tannlæknum árlega fyrir þjónustu þeirra, minnkar vitanlega ekki. Fremur mun hún hækka, vegna aukins hirðu- og kæruleysis almenn- ings um tennur sínar. En al- kunna er, að fólk verður áhuga- lausara um hirðu þeirra hluta, sem ríkið eða „hið opinbera" bætir þeim. Jafnvel þótt við gerðum ráð fyrir því, að heildarupphæðin, sem árlega er greidd tannlækn- um og tanntæknum, hækkaði ekki, mundu tannlækningar samt kosta þjóðina mun meira fé samtals, eftir að ríkið tæki þær inn í tryggingar sínar, því að stóraukin skriffinnska og nýtt bókhaldsferlíki væri fljótt að hlaða utan á sig fjölmennu skrifstofuliði, sem ykist árlega eftir beztu Parkinsons-lögmál- um. Heildarkostnað- urinn hækkaði Þannig yrði útkoman sú, að þjóðin greiddi árlega mun meira fé fyrir tannlækningar en hún gerir nú. Eini munurinn yrði sá, , að nú greiddi hver ekki úr eigin vasa fyrir kostnað við tennur sínar, heldur dreifðist só kostn- aður á landsmenn alla, réttláta sem rangláta. Nú er lögð áherzla á upp- fræðslu almennings í tannhirð- ingarmálum. Fólk er hvatt með skrifum og erindum til þess að kaupa sér nú tannbursta og nota hann almennilega. Þetta hlýtur að gera ráð fyrir því, að einstaklingnum sé nokkuð í sjálfsvald sett, hvernig tenn- ur hans endist. Því skyidu þá þeir, sem hafa hirt tennur sín- ar ‘ vel frá barnæsku, eiga að gjalda fyrir tarinsóðana? Því skyldu þeir, sem hafa heilar tennur vegna eigin hirðu, þurfa að borga undir tanngarðana upp í hina? Og þarna er komið að hættu- legu atriði. Vitund fólks um það, að ríkið borgaði handa því gebiss upp í munninn og allar viðgerðir, mundi vitanlega gera hina hirðulausu enn hirðu- lausari og jafnvel draga úr um- hirðu hinna hreinlátu. Þar af leiðandi mundi heildarkostnað- ur þjóðarinnar við tannlækn- ingar enn fara hækkandL Fjárhagslega og siðferðilega rangt I stuttu máli: 1) Sósíalisering á tannvið- gerðum mundi auka heildar- kostnað þjóðarinnar Við tann- lækningar, eingóngu vegna aukins mannahalds hins opin- bera við nýtt trygginga- kontról. 2) Tannhirðu-mórallinn mundi minnka mjög með þjóðinni, og auka þannig enn á kostnaðinn. 3) Siðferðilega séð er óverj- andi, að tannþrifið fólk taki að sér að greiða kostnað við út- gjöld tannslóða, en viðurkennt er, að hver og einn ráði mestu um það, hve dýrar tennur hans verði í rekstri yfir æviskeiðið. Það er nær, að af hverjum hundrað manna hópi, greiði til dæmis fimmtíu árlega hundrað króniur hver (svo að einhver tala sé tekin) og ■fimmtíu ekki neitt, en að allir borgi fimm- tíu krónux hver. Virðingarfyllst, Tannlæknir“. Heiðinn kennara- skólanemi Ólafur Friðriksson á Sel- fossi skrifar: „Kæri Velvakandi! „Alltaf finnst mér bæði fróð- legt og gaman að lesa dálka þína, og margt ber þar á góma. Nú langar mig að koma til þín nokknum línum, út af viðtali, sem birtist í dagblað 27. jan- úar s.L undir fyrirsögninni „Hver er afstaða ungs fólks t’l kirkjunnar?" Þetta voru 5 ungmenni, sem talað var við, og var einn 22ja ára piltur. Hann er nemi í Kennaraskól- anum, og byrjaði viðtalið með þessum orðum: „Ég segi nú ekki beinlínis, að ég vilji láta setja timasprengjur inn í allar kirkjur, en ég er mótfallinn því, að ríkið styðji trúarbrögð á nokkurn hátt“. Þá segir þessi Vernharður Linnet seinna í viðtalinu, að kristinfræðsla í skólum sé að hans dómi fárán- leg, og í hennar stað ætti að taka upp kennslu í trúarbrögð- um almennt, Múhameðstrú og Búddhatrú jafnt sem kristinni trú. Enn. segir hann, „það er glæpsamlegt athæfi að ferma óharðnaða unglinga, sem ekk- ert vita, hvað þeir eru að gera, og fermingaraldurinn mætti skilyrðislaust hækka um nokk- ur ár“. Þá segir hann, að meiri- hluti þjóðarinnar sé heiðinn. Er þessum manni trúandi fyrir kennslustörfum? Ég segi nei. Að mínum dómi ætti hann aldrei að fá að koma nálægt slíku staríi. Lítið þykir mér hann gera úr kennarastéttinni, þar sem hann segir, að ferm- ingarbörnm, sem þó eru búin að ganga 8 ár í skóla, viti ekk- ert, hvað þau eru að gera þeg- ar þau eru fermd. Til hvers eru þá kennararnir og til hvers eru þá skólarnir? Eitt er víst, að ekki mun Vernharður Linnet bæta upp kennarahóp- inn nema síður sé. Með kærri kveðju, Ólafur Friðriksson, Tryggvagötu 1, SelfossL Hefur hættan auk- izt? „Eldibrandur“ skrifar: „Kæri Velvakandi! Getur verið, að lögregian sé farin að slaka á eftirliti sínu við gangbrautir, eftir þá sjálf- sögðu herferð, sem hafin var nýlega? Undanfarna daga hefur kom- ið fyrir hvað eftir annað, að ég hef stöðvað við gangibraut vegna vegfarenda, en bifreiðir hiklaust ekið fram hjá, yfir göngúbrautina, og mildi, að ekki varð stórslys í tvö skipti. Reyndar rétti ég hönd út um bílrúðuna í annað skiptið til merkis um, að fólk var að fara yfir göngubrautina, en því var engu skeytt. Hér verður lögreglan að vera betur á verði. Margir öku- menn hafa sýnt fyllstu prúð- mennsku og tekið ébendingar Lögreglunnar til greina, en við það skapast jafnvel, þótt ein- kennilegt megi virðast, meiri hætta fyrir hina gangandi, þeg- ar ökuníðingar láta sér ekki segjast og aka áfram á fullri ferð yfir gangbrautix. Mér finnst það óþægileg Til- finning að stöðva bifreið mína við gangbraut, vitandL að fólk leggur af stað út á göngu- braut, og sjá á sama tírna í baksýnisspegli bifreið nálgast á hliðarakrein, án þess að geta vitað, hvort hún r.emur staðar við gangbraut eða ekki. Sektarákvæði eiga að hækka að mun og stöðugu eftirliti að halda ui>pi. ■Jc Varzla á gang- brautum Annað mikilsvert atriði verður einnig að fá úrlausn, og það er varzla á þeim gang- brautum, þar sem umferð er mest, t.d. í Aðalstræti við göngubrautir, þar sem stöðug umferð gangandi fólks er; einn- ig við göngubraut á Kalkofns- vegi móti Hreyfli og við þá sem er þvert yfir Hafnarstræti úr Lækjargötu. Ég veit, að lögreglustjóra er kunnugt um, hve vel það gafst í Svíþjóð á H-daginn að láta unglinga stjórna umferð um göngu- brautir, og vel mætti hugsa sér, að við þetta gæti unnið fólk, sem er fatlað, eða ekki má vinna erfiðisvinnu, þvi að ekki er að efa, að ótölulegur fjöldi vinnusfcunda tapast vegna þess, hve umferðin geng- ur hægt- mestu annastundir dagsins og algjört öngþveiti skapast við þessar aðstæður. Einnig verður að krefjast þess, að meira aðhald sé við- haft við gangandi vegfarendur, lögreglan verður að sýna þeim meiri hörku og beita sektar- ákvörðun skilyrðislaust. Sömu kröfu verður að gera til gang- andi vegfarenda, sem öku- mannáT h Sterkari litir? Að lokum vil ég greina frá atvikL sem fyrir mig kom nýlega. Ég ók suður Reýkjaveg og beið við Suðurlandsibraut, sem ég ætlaði að. aka til hægri. Þegar ég hafði kannað umferð beggja vegna, ók ég inn á Suð- urlandsbrautina, en mér til skelfingar mátti litlu muna, að ég æki í veg fyrir lögregluþjón á bifhjóli. í þetta sinn varð ekki slys, en ég hef mikið hugs- að um, hvernig á þvi stóð; að ég sá hann ekki, og ég hefi komizt að þessari niðurstöðu: Rigning var og útsýni því ekki alls kostar gott, en bifhjólið, plasthlíf þess og hjélmur lög- regluþjónsins voru svo samlit götunni, að þetta rann saman í eitt. Ég vildi aðeinsi benda á þetta og spyrja, hvort ekki sé möguleiki á að kanna þetta, og ef þörf krefði að auðkenna bifhjólin með sterkari litum, ljósum eða á annan hétt. Eldibrandur". Ibúð -strax Vélstjóri óskar eftir 4—5 herb. íbúð. Uppl. í síma 14692. Til sölu sumarbústaðarland við Þingvallavatn Upplýsingar gefur: Einar Árnason hdl., sími 35276 og 18592. Ný þjónusta - innheimta Tökum að okkur innheimtu fyrir alls konar fyrir- tæki, félagasamtök og stofnanir. Upplýsingar send- ist afgreiðslu Morgunblaðsins merktar- „Innheimta 182.‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.