Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.10.1967, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKT. 1967 MAYSIE GREIG: 29 Læknirinn og dansmærin aftur til hans pabba þíns. Hann þarfnast þín. Nú fyrst spurði hann: — Hvern ig fór fyrir Tim? Var það ekki hann, sem ók bílnum? Hún kinkaði kolli. — Jú, hon- um líður sæmilega. Stýrishjólið varnaði því, að hann dytti út eins og hún mamma þín gerði. En honum líður svo illa út af þessu öllu, Dickie. En þetta var bara slys. Hann sagði, að vöru- bíllinn hefði beygt við, rétt fyr- ir framan hann. — Hann mundi aldrei vilja gera mömmu mein, sagði Dickie. — Hann kunni svo vel við hana, var það ekki? Hann var alltaf að fara með hana í svona sam- kvæmi, síðustu vikumar. Ég hélt næstum, að hann væri að verða skotinn í henni. En hann er stootinn í þér, er það ekki, Yvonne? — Ég veit ekki, svaraði Yv- onne dauflega. — Hann var það einu sinni, en ég veit ekki, hvort hann er það lengur. — Þarf ég að vera svartklædd- , ur við jarðarförina hennar mömmu? Þarf ég alltaf að vera svartklæddur? — Þú getur verið með svartan borða um handlegginn, Dickie. Það nægir. Mamma þín hefði ekki viljað hafa það öðruvísi. Hún var svo kát. Það er hræði- legt, að hún skuli vera dáin. Hún fann, að hún var aftur farin að gráta. Og Dickie líka. Aron Hennesy opnaði dyrnar. — Ykkur þýðir ekki að vera gráta, sagði hann. — Grace hefði aldrei óskað þess. Ég vildi líka geta grátið sjálfur, en ég hef svo margt um að hugsa. f svona hieitu loftslagi, verður að flýta jarðarförinni, og hún má ekki verða seinna en á morgun. Ég hef svo margt að sjá um. Kannski þér vilduð gefa Dickie að borða og sjá um, að hann komist í rúmið, og svo skuluð þér koma niður og fá matarbita með mér. Ég þarfnast félags- skapar yðar. Ef ég verð einn get ég orðið brjálaður. Hún lotfaði að koma niður og borða kvöldverð með honum seinna um kvöldið. En fyrst sá hún um mat handa Dickie og kom honum síðan í rúmið. En hann fór aftur að gráta, áður en hann sofnaði. Hann las bænirnar sínar og brast síðan í grát. Hún reyndi eftir megni að hugga hann. Hún sat hjá honum og strauk á honuim öxlina, þang- að til hann sofnaði. Hvað þessi börn áttu gott með svefn, hugs- aði hún. Hún vissi alveg, að marg ar klukkustundir mundu liða, áður en hún sjálf gæti sofnað. Hún óskaði þess með sjálfri Iðnaðarhúsnæði 150—200 ferm. iðnaðarhúsnæði með innkeyrslu- dyrum óskast strax. Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 14. þ.m. merkt: „2706.“ Afgreiðslustúlka óskast nú þegar. STÓRHOLTSBÚÐ, Stórholti 16. Unglingsstúlka óskast til stuttra sendiferða og annarra aðstoðarstarfa. FÖNIX, Suðurgötu 10. sér, að Aron hefði ekki beðið hana að borða með sér. Henni fannst það betur viðeigandi, að þau borðuðu hvort í sínu lagi. En hún fann samt, að einu sinni hafði honum þótt vænt u.m kon- una sína. Sú ást var að vísu kulnuð, en þetta var samt mik- ið áfall fyrir hann. Þegar Dickie var sofnaður og hún hafði lagað á sér hárið og andlitið, fór hún niður. Aron sat við tómann arininn og laut höfði. — Ég held, að þetta sé hefnd á mig fyrÍT að hafa viljað losna við Grace. Ég er alltaf að hugsa um hamingjuárin, sem við áttum saman, en ekki þessa leiðinlegu síðustu mánuði. Dickie saknar hennar mjög, en hann hefur yð- ur til að hugga sig. — En hvernig get ég verið hérna áfram, hr. Hennesy? sagði hún. — Þjónustufólkið sef- ur í hinni álmunni og ekki aðrir hérna megin í húsinu en við Dickie. Hann leit á hana með skelf- ingarsvip. — Þér færuð ekki að yfirgefa mig núna, Yvonne. Ekki þegar yðar er mest þörfin. Dickie getur ekki án yðar verið. Hann rétti fram höndina. — Og ég þarfnast yðar. Hún snerti laust hönd hans. — Ég skal ekki bregðast yður, hr. Hennesy, sagði hún kjökrandi. — Ég er viss um, að Dickie má ekki missa mig. — Ég skammast mín fyrir að hafa nokkurn tíma gert yður þetta tilboð, sagði hann, dúuf- lega. — Ég gerði það í fljót- færni. Mér gramdist svo, hvern- ig Grace var utan í öllum karl- mönnum. En nú er ég henni ekk- ert gramur lengur, heldur vor- kenni ég henni bara. Guð varð- veiti sálu hennar. Þó að hún væri óstöðug í rásinni, þá veit ég, að ég muni sakna hennar. Þér trúið því, er ekki svo? — Ég trúi yður og sjálf sakna ég hennar mjög. Hún var svo kát og fjörug, og það er hræði- legt að hugsa sér, að hún skuli vera dáin. — Við getum látið Antoinette sofa hérnamegin í húsinu, sagði hann. Hún ætti að nægja okk- ur til verndar. Og ég sver, að ég skal ekki reyna að gerast yður nærgöngull, Yvonne. Allt, sem ég þarfnast, er félagsskapur yðar og samúð. — Ég skal veita yður alla þá hjálp, sem ég get, hr. Hennesy. Mér þykir mjög vænt um Dickie. Ég vildi ógjarna skilja hann eft- ir einan, eins og nú er ástatt. Þau fegnu sér nú bæði eitt- hvað að borða, en voru bæði uppgefin, andlega og líkamlega. Yvonne stakk upp á því, að hún færi að hátta. Þau höfðu sama sem ekkert sofið undanfarna nótt. En áður en hún færi, greip Hennesy aftur hönd hennar. — Þér sverjið það, Yvonne, að skilja okkur Dickie ekki eftir eina, er það ekki? — Já, það sver ég. Dickie hafði vaknað aftur, og þegar hún kom upp, var hann grátandi. Hún vafði hann örm- um og gerði það, sem hún gat til þess að hugga hann. Hún beið hjá honum þangað til hann var sofnaður aftur, og gekk þá til herbergis síns, dauðþreytt og úr- vinda. 14. kafli. Jarðarförin fór fram næsta dag. Dickie gekk við 'hliðina á Yvonne og föður sínum og var andlitið á hr. Hennesy var fölt. Oðru hverju sá Yvonne tár koma fram í augu hans. Hafði hann raunverulega eiskað konuna sína, þrátt fyrir allt? Eða minnt- ist hann tilhugalífsins, þessa skamma tíma, sem liún hafði lát- ið sér vængja að vera bara kon- an hans? Tim kom og var viðstaddur kirkjuathöfnina og var í líkfylgd inni út í enska kirkjugarðinn. Hann var fölur og tekinn og enn með umbúðir um höfuðið. Hún hefði gjarna viljað skilja við hr. Hennesy og Dickie og geta talað við Tim. Var hr. Hennesy þungt í skapi til hans, fyrir slysið? Það sannazt, að slysið var alls ekki hans sök. Vörubíllinn hafði beygt snögglega við, rétt fyrir framan þau. En hr. Hennesy lét sem hann sæi Tim alls ekki. Yvonne hitti Tim einan í nokkrar mínútur eftir jarðar- förina. — Eftir því sem Hennesy kem- ur fram við mig, mætti halda, að hann teldi mig vera morð- ingja, sagði hann, gremjulega. En lögreglan hefur sýknað mig af allri sök. Og hvað vill hann þá meira? Honum kann að hafa mislíkað hvernig þú varst á eftir kO'nunni hans, síðustu vikurnar. — Já, en hún var bara alltaf með einhvern karlmann í togi. Væri það ekki ég, var það Bonn- eau greifi. Hversvegna ætti hann að líta mig hoimauga? — Láttu það eiga sig í bili, Tim. Hann er frá sér af sorg. — Já, en Grace sagði mér, að þau væru orðin hvert öðru al- gjörlega fráhverf. — Það kann að vera. En ég held nú samt, að hann sakni hennar úr húsinu. Hún var alltaf svo kát og fjörug. — Þú ætlár ekki að sleppa mér? sagði hann aivarlega. Ég er enn ástfanginn af þér. En þú hefur farið skammarlega með mig undanfarnar vikur, og þess- vegna fór ég að dingla við Grace. Og ég kann líka ágætlega við Dickie. Hann er ágætis krakki. Og ég vildi gjarna sjá hann otft- ar en ég geri. — Dickie kann líka ágætlega við þig, Tim, sagði hún. — Hvernig gengur annars hjá þér? Hann gretti sig. — Það gæti nú ekki verra verið. En ég á samt ofurlitla aura eftir, svo að ég gæti kannski orðið hér viðloð- andi eina eða tvær vikur enn. Og ég vil vera hér áfram, Yv- onne. Ég vildi halda áfram að hitta þig. Og Dickie? Hún svaraði engu og hann hélt áfram: — Reyndu að sætta mig við hr. Hennesy, gerðu það! Mig langar svo til að koma eitt- hvert kvöldið og segja honum, hvað mig taki þetta sárt. Hon- um ltann að gremjast, að ég skyldi vera að draga mig eftir Grace. En ég sver, að það var einungis til þess að gera þig af- brýðissama, svo að þá fengist tii að giftast mér. — En á hverju ættum við að lifa? svaraði hún, hálfhlæjandi og háif-örvæntingarfiull. Þú segist ekki eiga nema rétt fyrir tveggja vikna dvöl hérna. Þú verður að reyna að vera svolítið skynsamur. — Já, en ég er bara ekki skyn- samur! sagði hann gremjulega. — Ég er gramur og hunzaður, og ekki sízt vegna þess, að mér virðist vera kennt um það, sem er alls ekki mér að kenna. — Gefðu hr. Hennesy nokkra daga til að jafna sig, og þá skal ég nefa þig við hann. Ég get sagt honum, hve mjög þú harmar þetta og hitt, að þig langi til að tala við hann. — En þú verður að hitta mig í millitíðinni? Hann var svo r.iðurdreginn, að hún lofaði að hitta hann, næst þegar hún ætti frí. — En ég vil borga fyru- mig sjálf, sagði hún. — Ég hef dregið tals- vert saman síðan ég kom í vist- ina hérna. Ég gæti meira að segja lánað þér dálítið, Tim. — Ég vil ekki neina peninga frá þér, sagði hann hörkulega. Ég kemst einhvernveginn af fyr- ir sjáltfan mig. Ég vildi bara, að ég gæti klófest eitthvað af millj- ónunum hans Aron Hennesy. Sá maður veður í peningum. Og hvernig nýtur hann þeirra? Nei, þetta lif er ekki sanngjarnt við mann. — Nei, kannski er það ekki það, sagði hún og henni varð hugsað til Marceis og unnustunn ar, sem honum þótti ekkert vænt um, en ætlaði að ganga að eiga engu að síður. — En maður verð ur að halda áfram að lifa því samt. Ég skal hitta þig á föstu- daginn. Það er ekki á morgun heldur hinn. Ef bíllinn þinn er þá ekki kominn i lag, gæti ég komið með strætivagninum og hitt þig í Nice. Bíllinn var ekki mikið bilað- ur. Hann hafði bara oltið. — Ef ég hefði bara haft öryggisbelt, mjög niðurdreginn. Grofgerða Uppboð Að kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og ýmissa lögmanna verða eftirtaldar bifreiðar seldar á nauð- ungaruppboði við Bílaverkstaeði Hafnarfjarðar við Reykjavíkurveg i dag, miðvikudaginn 11. október kl. 2 síðdegis: G-860, G-1575, G-1829, G-3396, G-4003, G-4077. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. Vesturgötu 2 - Sími 13155. Skrifstofustarf - bókhald Stúlka óskast til starfa við bókhaldsvé) hjá fyrir- tæki í Miðbænum. Umsækjandi þarf ekki nauð- synlega að vera vön slíku starfi, en sótzt er eftir traustri og vandvirkri stúlku. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, vinsamlegast sendist afgr. Mbl. fyr- ir annað kvöld, merktar: „Bókhald — 5979.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.