Morgunblaðið - 14.10.1967, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967
15
j{\hann Hjálmarsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
Nóbelsverðlaun og goshverir
að halda sér við efnið: nóbels-
höfunda og nóbelsverðlaun. Eitt
af því, sem ég hef furðað mig á,
er að „hinir átján“ skuli vera
svo blindaðir af diplómatískum
sjónarmi'ðum, að þeir skuli hafa
gripið til þess örþrifaráðs að fá
Sjólokoff verðlaunin til að bæta
fyrir það „glapræði" að draga
ÞEGAlt líða fer að því, að „hin-
ir átján“ sænsku herramenn taki
endanlega ákvörðun um hver
ikuli hljóta nóbelsverðlaun í bók-
menntum, eru jafnan uppi get-
gátur, margar og ýmislegar um
þann útvalda. Helstu blöð á
Norðurlöndum ræða fram og aft-
ur í dálkum sínum hverjir komi
til greina, og eiga þá stundum
til, að stinga upp á einhverjum.
Þeir sem fylgjast me’ð bók-
menntasíðum þessara blaða, og
einnig því sem ritað er um bæk-
ur almennt í tímaritum eins og
BLM í Svíþjóð, Vindrosen í Dan-
mörku og Vinduet í Noregi, veita
því athygli, að ekki er ótítt að
gagnrýnendur endi lofsamlegar
bókaumsagnir með þessum orð-
um: N. N. væri vel verður nó-
belsverðlauna, eða: Sænska aka-
demían ætti að sjá heiður sinn
í því að veita N. N. nóbelsverð-
launín, eða: Hvað lengi á þáð að
dragast að N. N. fái nóbelsverð-
launin.
Og það eru ekki einungis dag-
blöð og tímárit í Skandinavíu,
sem brjóta heilann um þennan
mikla viðburð í bókmenntalífinu,
nóbelsverðlaun eru einnig rædd
með Bretum og Bandaríkjamönn-
um, Frökkum, Spánverjum, ítöl-
um, Þjóðverjum, Svisslendingum
og flestum þeim þjóðum, sem
nöfnum tjáir að nefna.
Nýlega las ég athyglisverða
grein í bandaríska vikublaðinu
Time, sém birtir bókaumsagnir
af sérstöku tagi; tilviljunin ein
virðist oft ráða hvernig þær eru
skrifa'ðar, og hvort þær eru já-
kvæðar eða neikvæðar, en þær
eru oft hnýttnar og lipurlega
samdar. Höfundur greinarinnar í
Time, fjallaði um nýútkomna bók
með ljóðum eftir Nelly Sachs í
enskri þýðingu, og svona í leið-
inni þenkti hann lítillega um
nóbelsverðlaunin yfirleitt. Hann
gat fjölda merkra höfunda, sem
ekki hefðu orðið heiðursins að-
njótandi, og ég tók eftir að hann
furðaði sig á því, áð íslenskur
skáldsagnahöfundur og ítalskt
ljóðskáld hefðu skyndilega gerst
nóbelsverðlaunahöfundar án þess
að heimurinn vissi á þeim mikil
deili; ekki nema fámennur hóp-
ur í heimalöndum þeirra, hafði
meira að segja þekkt þá, bætti
gagnrýnandinn við. Auðsýnilega
er hér rætt um Halldór Laxness
og Salvatore Quasimodo. Hvað
Laxness varðar sjáum við að um
misskilning er að ræða, því varla
er til það mannsbarn á íslandi,
sem ekki veit hver „Kiljan“ er.
Ég minnist þess til dæmis þegar
ég var í unglingaskóla, og það
fréttist að Halldór Kiljan Lax-
ness hefði fengið nóbelsverðlaun-
in, hefði verið ómögulegt að
finna einn nemanda, sem ekki
vissi einhver deili á Laxness; svo
ekki sé talað um eldri kynslóð-
ina, sem fræg er fyrir að ýmist
fyrirlíta hann ákaflega eða dá
hann ótakmarkað. Um Quasi-
modo gegnir að vísu öðru máli,
en varla hafa verið finnanlegir
margir bókmenntamenn í Evr-
ópu árið 1959, sem ekki höfðu
haft, einhverjar spurnir af ljó'ðum
hans; kannski hafa Sikileyingar
ekki kunnað Ijóð hans þá, og
ekki vitað að eyjan þeirra hafði
fóstrað svo mikið skáld: sikil-
eyskan söngvara og gagnrýninn
heimsmann. Ég nefni þessa Tirrie-
grein aðeins til gamans og leið-
beiningar (!) hinum fávísa höf-
undi hennar, sem auðsýnilega
hefur alið allan aldur sinn í
Bandaríkjunum. Að minnsta
kosti hefur hann ekki komið til
Svíþjóðar og heyrt fólk tala um
Laxness í sama orðinu og nátt-
úrufyrirbrigði á íslandi, einkum
sjóðandi hveri, sem fá hvern
Svía til að rifja upp það sem
þeir hafa heyrt um helvíti. Það
er annars einkennílegt að Svíar
skuli hafa svo magnþrunginn
áhuga á helvíti, að þeir geri sér
beinlínis ferð til íslands í því
skyni að líta augum þessi „furðu-
verk“ náttúrunnar, sem aldrei
hafa valdið íslendingum furðu,
og þeir virðast lítt snortnir af.
Kannski er það vegna þess, að
allir íslendingar eru svo vissir
um að hafna í viti, en Svíarnir
halda í sínum lúterska frómleik,
að þeim mæti fegurri útsýn að
öllum „syndum“ drýgðum. Að
öllu gamni slepptu, þá er það
merkilegt hve margir Svíar hafa
lesið bækur Halldórs Laxness, og
þeim sem dvalist hafa í Svíþjóð
lengri eða skemmri tíma, kemur
það því á óvart að heyra Laxness
kvarta yfir að sala á bókum
hans hafi minnkað eftir að hann
fékk nóbelsverðlaun.
Þá er komið að því hvort þeir
höfundar, sem aldrei fá opinbera
staðfestingu á snilligáfu sinni, séu
ekki betur settir en hinir. En
það er staðreynd, að sumum
höfundum er nauðsynlegt að fá
viðurkenningu, til þess að þeir
verði „uppgötvaðir" og öðlist trú
á sjálfum sér; öðrum er það aft-
ur á móti jafn brýn nauðsyn,
að fá að vera í friði með hug-
myndir sínar, hafa enga til að
ákveða hvernig næsta bok þeirra
eigi að líta út, hvað hún eigi að
fjalla um, og sfðast en ekki síst
hverjar skoðanir þeir eigi að hafa
sem „hinir átján“ hafa útnefnt
nóbelsskáld, „menn á góðum
skóm“ og „bjargálnamenn“. Ör-
uggt má telja að J. P. Sartre hafi
hafnað prísnum til þess a'ð geta
haldið áfram stefnumótum við
þá „öreigarómantík", sem nú er
dauð á flestum stöðum, nema
eimi eftir af henni á Frakklandi
og íslandi. Sartre hefur löngum
verið „heimsbyltingunni" þarfur
með skrifum sínum, og enginn
skyldi furða sig á „fýlu“ hans.
Við getum ornað okkur við þá
vissu, að Albert Camus fékk nó-
belsverðlaun á undan honum, og
verk hans hafa reynst nútíman-
um mun uppbyggilegri lestur en
doðrantar Sartres. Það var mik-
ið tjón evrópskum bókmenntum
Halldór Laxness
og evrópskum hugsunarhætti, að
Camus skyldi þurfa a'ð aka svo
hratt í bíl sínum, að það kostaði
lif hans. Hryggilegri frétt hefur
sjaldan borist um heiminn en
tíðindin um lát hans, og var hann
þó ekki þjóðhöfðingi.
Þetta spjall er nú farið að
verða of laust í sér, og æskilegra
Salvatore Quasimodo.
Pasternak fram úr ónáð sinni í
Sovétríkjunum, mann sem Sovét-
stjórnin var ákveðin í að fela
fyrir umheiminum. Þeir hlupu
til í skyndi og dubbuðu upp gaml
an sagnaþul og núverandi áróð-
ursmann, sem löngum hefur stað-
ið í vegi fyrir því besta í rúss-
neskri menningu, og jafnan látið
nota sig gegn góðum höfundum.
Á me'ðan „hinir átjón“ standa
frammi fyrir umheiminum út-
blásnir af fagurgala um Sjólo-
koff, láta þeir eins og eitt mesta
ljóðskáld þessarar aldar, Ezra
Pound, sé ekki til, sennilega af
þeim ástæðum einum að hann
hreifst á sínum tíma af Mussó-
líni og kenningum hans. Komm-
únisminn hefur ekkert betra til
málanna að leggja en fasisminn,
ofbeldi einkennir aðferðir beggja.
En er það ekki íhugunarvert,
hve bókmenntalíf var blómlegt
á Ítalíu áður en hugsjónir Mússó-
línis umhverfðust í hreint brjál-
æði, módernismi í listum átti þá
sína sóknartíma; en í Sovétríkj-
unum voru rithöfundar, leikhús-
menn og málarar teknir af lífi,
eða lífið gert þeim óbærilegt,
fyrir það eitt að vera tilrauna-
v " ■ ■■ ' ' )
menn og eldhugar.
Ezra Pound þarf Vissulega ekki
á „meðmælum" „hinna átján“
að halda. Hann er nú viður-
kenndur af flestu lesandi fólki
sem eitt stórbrotnasta skáld þess-
arar aldar, umdeilt áð vísu, en
hver éfast um framlag hans til
bókmenntalífs samtímans. Margir
mætir menn hafc^ vitnað um
þann þátt, sem hann átti í að
koma fjölda afburðahöfundum á
framfæri, rithöfundum sem
hætta var á að af hlédrægni og
öðrum sökum, bældu gáfu sína.
Ljóðlist aldarinnar á honum mik-
ið að þakka, nægir að nefna tvö
höfuðskáld, sem hann leiðbeindi
og hvatti til dáða: þá T. S. Eliot
og W. B. Yeates. Eliot fékk nó-
belsverðlaun m. a. fyrir skáld-
verk, sem Pound gekk frá til
prentunar: The Waste Land; og
skáldskapur Yeates tók fjörkipp
á efri árum hans eftir að hann
hafði kynnst kenningum og per-
sónutöfrum Pounds.
Á þessu ári eru margir höf-
undar líklegir til þess að hljóta
nóbelsverðlaunin. Það er ekki
ólíklegt, eins og drepið er á í
fyrrnefndri grein í Time, að aka-
demían sjái sig nú tilneydda að
veita Araba verðlaunin, af því
tveir Gyðingar fengu þau í fyrra;
samanber sjónarmiðið: Paster-
nak—Sjólokoff. Bókmenntir Ara-
ba eru lítt þekktar á Vesturlönd-
um, en meðal þessara þjóða eru
að dómi kunnugra ágætir rit-
höfundar. Margir álíta að svert-
ingi verði fljótlega fyrir valinu,
og er þá líklegastur hið ágæta
ljóðskáld Leopold Sédar Senghor,
forseti Senegals. í Suður-Ame-
ríku eru margir mikilhæfir rit-
höfundar: Jorge Luis Borges,
Pablo Neruda, Carlos Drummond
de Andrade, Jorge Carrera And,-
rade, Octavio Paz. Af evrópskum
höfundum er Samuel Beckett
stundum nefndur, einnig Dúrren-
matt og Heinrich Böll. í sveit
norrænna höfunda er Gunnar
Ekelöf fremstur á skrá; hann er
sjálfur einn af „hinum átján“.
Ólíklegt er samt að hann verði
fyrir valinu. Kannski verður það
„lítt þekktur höfundur“ eins og
Laxness og Quasimodo, sem fær
náð fyrir augum akademíunnar.
Það verður alla vega forvitnilegt
að fylgjast með þessum stórtíð-
indum í heimi bókmenntanna nú
í haust.
Ezra Pound
á sem flestum efnum. Til eru svo
veiklyndir höfundar, að þeir bein
línis koðna niður fyrir áhrifa-
mætti lesenda sinna; aðrir, og
að því leyti er okkar nóbelsverð-
launahöfundur eitt gleggsta dæm
ið, eflast allir til sífelldra endur-
skoðana á fornum verðmætum
og nýjum. Varla er til svo óbrjál-
aður lesandi á íslandi, (sé ekki
minnst á þá afturúrmenn hugar-
farslega, sem hafa gleypt kreddu
og standa með hana í hálsinum
alla ævi án þess að kyngja henni,
og losa sig svo við hana að fullu,)
að hann fagni ekki þeim endur-
nýjunarkrafti, sem bækur Lax-
ness búa yfir, og dáist að fersk-
leika hugmynda hans: hvernig'
ný bók eftir hann er um leið
endurskoðun fyrri kenninga. Is-
lendingaspjall er bók „ungs höf-
undar“ bæði hvað varðar fram-
setningu og skoðun, höfundur
hennar er fæddur til að valda
hneykslunum og hafa marg-
breytileg áhrif. Sömu sögu er að
segja um leikrit eins og Dúfna-
veisluna, þótt ádeila hennar sé
með öðrum hætti.
Trúlega er það ekki hollt ung-
um höfundum að fá stórar við-
urkenningar, að minnsta kosti
átti Kafka ekki því a'ð fagna;
hitt er svo annað mál, áð eitt af
því sem rithöfundi er nauðsyn-
legt, er að fá næði til að vinna,
og skulum við þá hafa lífsreynslu
aðra í röðinni. Reyndin hefur
einnig verið sú, að það hafa oft-
ast verið „virðulegir eldri menn“,
Nýi Gagnfræðaskólinn.
Cagnfrœðaskólinn á Sel-
fossi í nýjum húsakynnum
voru
S.L. laugardag var Gagnfræða- I halda áfram byggingafram-
skólinn á Selfossi settur af kvæmdum.
skólastjóranum Árna Stefáns-1 Síðastliðið starfsár
syni. Þau tímamot eru nú í sögu
skólans, að hann flytur í nýtt
skólahús, sem verið er að reisa
á Selfossi, en áður hefur skólinn
búið í þröngu sambýli við
Barnaskólann.
Ekki er þó búið að reisa nema
lítinn hluta fyrxrhugaðs gagn-
fræðaskólahúss, mun þessi
fyrsti áfangi vera um það bil
1000 fermetrar, er. alls á skól-
inn að verða rúmlega 4800 fér-
metrar. í þessum áfanga, sem
nú er tekinn í notkun, eru 7
skólastofur, og gat skólastjóri
þess í setningarræðu sinni, að
skólinn væri þegar of lítill, þar
eð nemendur í vetur verða um
250 í 11 bekkjardeildum og þarf
því að tvísetja i nokkrar stofur.
Væri því óhjákvæmilegt að
nemendur í skólanum, og stafar
þessi mikla fjölgun meðal ann-
Framhald á bls. 20.
Frá skólasetningunni.