Morgunblaðið - 14.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967
17
Starf og framtíðarhorfur
Verzlunarráðsins
Rceða Kristjáns C. Císlasonar á aðal-
fundi Verzlunarráðs íslands í gœr
Gó'ðir Verzlunarráðsmenn!
ÞEGAR ég fór að hugleiða
hvernig bezt yrði varið í þágu
Verzlunarráðsins, þeim tíma
sem ég nú hef til umráða, komu
mér i hug margar ágætar ræður
sem fyrirrennarar mímr hafa
haldið á aðalfundum ráðsins.
Margir hafa dregið upp glögga
mynd af efnahagsástandi þjóð-
arinnar á hverjum tíma, og jafn
framt borið fram álit og tillög-
ur til úrbóta. '
Þar eð hæstvirtur viðskipta-
málaráðherra mun tala hér síðar
í dag, vil ég sneiða hjá þessum
málum, en mun halda mér ein-
vörðungu við uppbyggingu, starf
og framtíðarhorfur Verzlunar-
ráðsins, án þess þó að greina frá
einstökum atriðum eða dagleg-
um störfum ráðsins, sem ég veit
að framkvæmdastjóri okkar og
aðrir munu gera skil í ræðum
sínum hér á eftir.
Eins og að líkum lætur hafið
þið lesið ýmislegt um Verzlun-
arráðið nú sfðustu dagna, þar
eð óvenju mikið hefur verið
skrifað um það og talað í til-
efni af hálfrar aldar afmæli
þess. Erfitt verður því' að kom-
ast algjörlega hjá endurtekning-
um.
----O----
Við vitum að Verzlunarráðið
var stofnað af frjálshuga og
framtakssömum mönnum til
þess að vera allsherjar félags-
skapur framkvæmdamanna á
öllum sviðum athafnalífsins
enda þótt þa’ð hafi þá verið ólíkt
fábrotnara en nú. Síðar voru
stéttarfélögin, Félag íslenzkra
stórkaupmanna, Félag ísl. iðn-
rekenda og Kaupmannasamtök-
in, stofnuð. Félag ísl. iðnrek-
enda sagði skilið við Verzlunar-
ráðið og hin ýmsu sérgreinafé-
lög smákaupmanna, sem síðar
mynduðu Kaupmannasamtökin,
voru ekki í Verzlunarráðinu.
Félag íslenzkra stórkaup-
manna hélt lengst tryggð við
ráðið og má segja að þa’ð hafi
aldrei skilið við það. Hins vegar
var F.f.S. þeirrar skoðunar að
það ætti ekki heima í Verzlun-
arráðinu sem félag, þar eð önn-
ur hliðstæð félög voru ekki að-
ilar að því. Á árunum 1959 til
1963 var ég töluvert viðriðinn
framvindu þessara mála af hálfu
Félags ísl. stórkaupmanna, og
er þeim því næsta kunnugur.
Félag íslenzkra stórkaupmanna
vann áð því öllum árum að lög-
um Verzlunarráðs íslands yrði
breytt þannig að það gæti gegnt
hlutverki sem samband þessara
félaga auk þeirra sérgreinafé-
laga og einstaklinga, sem fyrir
voru í Verzlunarráðinu. Þetta
tókst og lögunum var breytt á
þann veg að sérhvert hinna
þriggja stéttarfélaga fékk rétt
til þess að tilnefna tvo fulltrúa
í stjórn ráðsins. Þannig fengu
þau aukin áhrif en að sjálfsögðu
jafnframt aukna ábyrgð á störf-
um þess og stjórn. Ennfremur
var ákveðið í lögunum að Verzl-
unarráðið mætti ekki beita sér
fyrir neinu máli, sem stríddi
gegn hagsmunum einhvers að-
ildarfélagsins. Eftir þessar breyt
ingar gekk Félag íslenzkra i'ðn-
rekenda í Verzlunarráðið. Nokk
ur fyrirstaða var hjá Kaup-
mannasamtökunum að gerast að
ili. Ýmsir af forvígismönnum
þeirra minntust þess eflaust þeg
ar kaupmennirnir gengu úr
Verzlunarráðinu og mynduðu
sín félög. Þeir töldu þá að nauð-
syn bæri til þess, einkum vegna
ofríkis annarra aðila í Verzlun-
arráðinu, sem þeir álitu að sætu
yfir hlut þeirra. Til þess að sýna
góðan hug Verzlunarráðsins til
Kaupmannasamtakanna og ósk
um heilhuga samvinnu, þá var
unnið að því að einhver fulltrúi,
sem Kaupmannasamtökin bæru
sérstakt traust til, tæki við for-
mennsku í Verzlunarráðinu.
Fyrir valinu varð einn af for-
vígismönnum Kaupmannasam-
takanna maður vel þekktur úr
atvinnulifinu, þ.e.a.s. Þorvaldur
Guðmundsson.
Þorvaldur var eins og kunn-
ugt er þrjú ár formaður ráðsins
og hefur formannsseta hans á-
reiðanlega haft góð áhrif á með
limi Kaupmannasamtakanna til
samstarfs í Verzlunarráðinu og
eytt tortryggni til þess, hafi hún
verið fyrir hendi.
Til þess að skýra þróunina
álít ég rétt að geta þess hér að
hin sömu öfl, þ.e.a.s. samtök
hinna þriggja stéttarfélaga stó'ðu
að og báru öðrum fremur á-
byrgð á minni kosningu. Þetta
var þáttur í þróun sem átt hafði
sér stað í mörg ár og sem mið-
aði að því að gera Verzlunar-
ráð íslands að sameiningartákni
og sambandi hinna ýmsu starf-
andi félaga verzlunar og iðnað-
ar í landinu ásamt ýmsum ófé-
lagsbundnum einstaklingum í
atvinnulífinu.
Að mínu áliti var 9. marz
1967 stór dagur í sögu Verzlun-
arráðsins. Þann dag voru Kaup-
mannasamtök Islands, sam-
kvæmt eigin ósk, samþykkt sem
a'ðili að Verzlunarráði Islands
og formaður þess, Sigurður
Magnússon og Þorvaldur Guð-
mundsson tóku sæti í stjórn
ráðsins. Nú hafði draumurinn
rætzt og á fimmtíu ára afmæli
Verzlunarráðs íslands var iðnað
ur, heildverzlun og smásala,
auk fjölda annarra greina at-
vinnulífsins, sameinuð í Verzlun
arráði tslands, að minnsta kosti
í orði, og möguleikarnir til sam-
eiginlegra átaka fyrir hendi.
Aðeins tíminn getur úr því skor
ið hvort áralagið tekst og verði
haldið.
A'ð baki þessarar þróunar er
að sjálfsögðu sú heilbrigða
hugsun að flest mál þessara
stétta séu sameiginleg og að sam
stillt átak sé líklegra til árang-
urs en sundraðir kraftar.
----O----
Góðir félagar! Nú segja ef-
laust einhverjir, já, þetta er nú
allt gott og blessað, en hvað
ætlar nú Verzlunarráðið sér fyr-
ir? Hvert er hlutverk þess? Er
þetta ekki ónauðsynleg stofnun
og peningar þeir, sem lagðir
eru fram af frjálsum vilja til
starfrækslu þess, á glæ kastað?
f þessu sambandi dettur mér
í hug, meðal annars ræða for-
sætisráðherra okkar, dr. Bjarna
Benediktssonar, sem hann hélt
nýlega á Varðarfundi um lands-
málin. Hann sagði meðal annars
eitthvað á þá leið, að þjóðin réði
ekki nema að nokkru leyti sjálf
afkomu sinni. Hún ætti hana
mikið undir öðrum þjóðum og
hvað hjá þeim gerðist. Ég vil
leyfa mér að snúa þessum sann-
indum upp á meðlimi Verzlun-
arráðs íslands og stöðu þeirra í
þjó'ðfélaginu. Þeir ráða ekki
nema að nokkru leyti sjálfir af-
komu sinni. Það er alkunna að
ágæt firmu á ýmsum sviðum at-
vinnulífsins fá ekki rönd við
reist gegn utanaðkomandi áhrif
um, enda þótt þeim sé vel stjórn
að og virðist starfrækt með hag-
sýni og skynsemi.
Verzlunarráð íslands á að vera
sverð og skjöldur heilbrigðrar
verzlunar og iðnaðar í landinu,
en án þeirra þrifst ekkert menn-
ingarlíf hér, eða arðvænlegur
þjóðarbúskapur. En hvernig?
Of langt mál yrði að rekja það
hér ýtarlega, en þó vil ég stikla
á stóru.
Undirstaða atvinnurekstursins,
hverju nafni sem hann nefnist,
er að sjálfsögðu, mennirnir
sjálfir, sem við hann vinna.
Það er því frumskilyrði að
menntun stéttarinnar sé í góðu
horfi. Þetta var forvígismönnum
verzlunarstéttarinnar ljóst í önd-
verðu og því var Verzlunarskóli
íslands stofnaður. Hann er, eins
og mönnum er kunnugt starf-
ræktur undir yfirstjórn og á
ábyrgð Verzlunarráðsins með
samþykki ríkis og borgar. Þetta
sýnir jafnframt traust þessara
aðila á Verzlunarráðinu.
Verzlunarráð íslands ber
ábyrgð á því a'ð skólinn verði á
hverjum tíma starfræktur með
því höfuðmarkmiði að mennta
Kristján G. Gíslason
verðandi verzlunarmenn og und
irbúa þá sem bezt undir starfið.
Eins og kunnugt er hefir skóla-
nefnd Verzlunarráðsins á hendi
stjórn skólans af hálfu Verzlun-
arráðsins og hefur vakandi auga
á velferð hans og þróun og sér-
staklega á því að skólinn gegni
áðurnefndu hlutverki. Formaður
skólanefndar Verzlunarráðsins
er nú eins og kunnugt er Gunn-
ar Ásgeirsson.
Leiðandi menn þjóðarinnar
virðast áður fyrr hafa verið
þeirrar skoðunar að það væri
ekki í þágu þjóðarheildarinnar
að verzlunarstéttin og jafnvel
iðnaðurinn, safnaði fjármagni til
starfrækslu fyrirtækjanna. Þung
ir skattar, stóreiganaskattar o.fl.
hafa verið lagðir á. Kaupmönn-
um var gert skylt að selja vör-
ur, sumar hverjar með svo lágri
álagningu að ekki fékkst staðizt,
og jafnvel bannað að selja vör-
ur á endurkaupsverði. Þessar og
aðrar ráðstafanir hafa m.a. gert
verzlunarstéttina fjárvana með
þeim afleiðingum að hún hefir
ekki getað notið beztu kjara við
innkaup né haft á boðstólnum
vöruúrval sem fullnægði auk-
inni eftirspurn. Þetta og hærri
innflutningstollar en í nokkru
öðru vestrænu landi hefur orsak
að verzlunarflótta, sem veldur
meira tjóni fyrir þjóðarbúið en
nokkurn grunar.
Með lögum hafa verið settar á
stofn einkasölur ríkisins og inn-
kaupastofnanir ríkis og borgar.
Við það er að sjálfsögðu ekkert
að athuga, ef það gagnar þjóð-
arheildinni. Það tel ég ósannað
mál og lítt rannsakað. Gæta þarf
þess að þessi einkasölufyrirtæki
og innkaupastofnanir starfi inn-
an þ jss ramma, sem þeim er á-
kveðinn með lögum og njóti
ekki sérstakra réttinda og fjár-
hagsaðstoðar úr sameiginlegum
sjóði þjó'ðarinnar.
Eins og okkur er kunnugt er
ennþá álagningarákvæði við
lýði en vonandi verða þau bráð-
lega afnumin.
Um öll þessi atriði mætti mik
ið ræða, en hér gefst ekki tími
til þess. Aðeins vil ég benda á
að þessi mál þarfnast rannsókn-
ar niður í kjölinn til þess að
hægt sé að bera fram rökstudd-
ar og réttar ályktanir, sem
byggðar eru á heilbrigðri skyn-
semi og hérlendri og jafnvel er-
lendri reynslu. Þessa vinnu geta
einstök firmu ekki framkvæmt,
og stéttarfélög ekki heldur, til
jafns við sameiginlegt átak þess
ara aðila undir merki Verzlun-
arráðsins.
----O----
Eins og kunnugt er hefir ís-
land meiri utanríkisviðskipti en
nokkurt annað land miða'ð við
fólksfjölda. Það er því heildinni
áríðandi að þessi viðskipti fari
vel fram og hin íslenzka verzl-
unarstétt megi öðlast traust er-
lendis. Upplýsingaskrifstofa
Verzlunarráðsins, sem það hefur
nú starfrækt yfir 20 ár og er hin
eina opinbera upplýsingastofnun
á landinu, hlýtur því ef vel er
starfrækt, að vera þýðingarmikil
fyrir velferð stéttarinnar og
jafnvel þjóðarinnar í heild.
Þar eð Árni Reynisson, for-
stöðumaður hennar mun ræða
hér á eftir um hana sérstaklega,
fjölyrði ég ekki frekar um þenn
an þátt starfs Verzlunarráðs Is-
lands.
----O----
I öllum menningarlöndum,
sem ég þekki til, í vestri og
austri, eru starfandi verzlun-
arráð, sem eru viðurkenndur
tengiliður milli verzlunar- og
iðnaðarstéttarinnar annars veg-
ar og ríkisstjórnarinnar hins veg
ar. Það er því ekki óeðlilegt
að svo sé einnig hér á landi.
Ótal fyrirspurnir berast
Verzlunarráði íslands frá er-
lendum stjórnarskrifstofum,
verzlunarráðum og einstökum
firmum. Við fáum einnig heim-
sóknir frá þessum aðilum enda
þótt ekki sé um stórhátíð að
ræða eins og þá sem nýlega er
afstaðin.
----C'---
Á sfðastliðnu starfsári var
mér falið, af þáverandi stjórn
ráðsins, að athuga möguleika
fyrir útgáfu blaðsins Frjáls
verzlun af hálfu Verzlunarráðs
íslands.
Þáverandi útgáfastjórn hafði
boðizt til þess að útvega Verzl-
unarráði íslands eignarréttinn
og mæltist jafnframt til þess að
ráðið yfirtæki blaðið.
Eftir nokkra athugun á fjár-
hagsástandi Frjálsrar verzlunar
og Verzlunarráðs íslands og
jafnframt hverjir möguleikar
væru fyrir hendi, af hálfu starfs
liðs Verzlunarráðsins til útgáf-
unnar, komst ég a'ð þeirri nið-
urstöðu að afdrífaríkast fyrir
alla aðila myndi reynast, að
fela útgáfuna áhugasömum
mönnum, er hefðu ’'ynni af
slíkri starfsemi, og vildu sjálf-
ir bera fjárhagslega ábyrgð á
útgáfunni. Þetta sjónarmið varð
ríkjandi og hefur nú Verzlunar-
útgáfan h.f. undir stjórn Jó-
hanns Briem hafið útgáfuna
með miklum myndarbrag.
----O----
í ýmsum löndum, t.d. í Dan-
mörku, eru allir þeir, sem ann-
ast verzlun, skyldugir að vera
meðlimir Verzlunarráða þar.
Eins og kunnugt er, er því
hér öðruvísi farið. Verzlunar-
ráðið er byggt upp af innan vfð
600 firmum, sem meðal annars
kosta starfrækslu þess.
í Verzlunarráðinu eru ekki
ýmsir veigamiklir þættir verzl-
unarinnar svo sem Samband
íslenzkra samvinnufélaga né
kaupfélög innan Sambandsins
og að sjálfsögðu ekki einkasöl-
ur ríkisins né innkaupastofnan-
ir ríkis og borgar.
Enda þótt mikið beri á milli
okkar, sem fylgjum hinni
frjálsu verzlunarstefnu og þess-
ara aðila, þá hefur komið á dag-
inn að við eigum samleið með
þeim í mörgum málum, er verzl
un og iðnað varða. Mér er því
ánægja að geta þess áð sam-
vinna hefir tekizt á milli okkar
í stjórn ráðsins og forstjóra
Sambands ísl. samvinnufélaga,
til dæmis í verðlagsmálum, þar
sem við virðumst á einu máli.
Ennfremur hefir verið undir-
búið af beggja hálfu að föstum
viðræðunefndum verði komið á
laggirnar, sem ræði og reyni að
bera fram sameiginleg álit um
tilhögun verzlunar og iðnaðar í
landinu.
Af okkar hálfu munu þarna
fá tækifæri til þess að láta í
Ijós sko’ðanir sínar, að sjálf-
sögðu, fulltrúar iðnaðar, smá-
sölu og stórsölu innan Verzlun-
arráðs íslands. Við væntum
góðs árangurs af þessu sam-
starfi.
Erfiðir tímar eru framundan
í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Því verða allir að leggjast á
eitt til þess að ráða fram úr
þeim erfiðleikum.
----O-----
Að sjálfsögðu veltur starf og
afkoma Verzlunarráðsins fyrst
og fremst á verzlunarráðsmönn-
um sjálfum og þeim sem ráðið
velur til forystu á hverjum tíma,
en ekki sízt á þeim starfskröft-
um þ.e.a.s. framkvæmdastjóran-
um og starfsliði ráðsins, sem
annast daglegu störfin.
Eins og ef til vill er kunn-
ugt voru miklar breytingar á
þessum starfskröftum óumflýj-
anlegar. Svo er nú komið að
framkvæmda; tjórinn er einn eft
ir af starfsliði því, er var í upp-
hafi starfstímabilsins. 1 þessu
sambandi vil ég ekki láta hjá
líða að geta þess að ég álít
mikla eftirsjá í frú Ellen Stein-
dórs, sem af persónulegum
ástæðum hvarf til sendiráðs-
starfs, sem hún hafði áður haft
á hendi.
Vegna þessara umbrota hefur
þurft að byggja ýmislegt upp
að nýju, sem hefur óumflýjan-
lega komið þungt niður á starfs
mönnum ráðsins. Eflaust hefur
þeim fundizt hart að sér lagt.
Ég vil leyfa mér að nota tæki-
færið til þess að þakka þeim
samstarfið, góðan skilning cg
umburðarlyndi. Þeim er eflaust
nokkur fróun og sárabót að því
að geta nú, með góðri sam-
vizku, horft til baka á, að mínu
áliti, ágætan árangur eftir þenn-
an tiltölulega skamma tíma.
Hinnar nýju stjórnar bíða nú
margvísleg og á ýmsan hátt
erfið viðfangsefni. Ég tel að
ekki væri vanþörf á auknu
starfsliði, annað hvort með
auknum ráðningum eða betri
ráðstöfun þeirra starfskrafta,
sem Verzlunarráðið og aðildar-
félög þess hafa nú þegar yfir
að ráða. Ennfremur tel ég að
margir nýir áðilar myndu vilja
gerast meðlimir Verzlunarráðs-
ins ef eftir væri leitað.
Ég er bjartsýnn á framtíð
Verzlunarráðsins, því ég þykist
vita að áhugi ríki hjá meðlim-
um ráðsins fyrir velferð þess og
að vilji er fyrir hendi, meðal
hinna ýmsu aðila þess, fyrir
samstarfi, ekki einungis til eig-
in hagsbóta, heldur og til auk-
inaar velferðar þjóðaihe.ldar-
innar.
Tveir bræður
myrtir
St. Louis, Illinois, 13. okt.
— AP —
TVEIR bræður voru skotnir til
bana og þrir menn aðrir særðir
í uppþoti í krá í St. Louis á
fimmtudagskvöld. Málsatvik
voru þau, að lögreglumaðurinn
Hosea Gines, ætlaði áð handtaka
mann að nafni John Henry Gill
í kránni, en han dró þá upp
skambyssu og skaut mörgum
skotum að lögreglumaninum,
sem særðist alvarlega.
Annar maður, sem í kránni
var særðist einnig, þó öllu
minna. Mikil leit var þegar í
stað hafin að Gill, en hann er
ófundinn. Skömmu eftir uppþot-
ið var benzínstöð í útjaðri borg-
arinnar rænd og tveir starfs-
menn hennar, bræðurnir Thom-
as og Terry Morris, myrtir. Álít-
ur fylkislögreglan, að þar hafi
Gill einnig verið að verki.