Morgunblaðið - 14.10.1967, Qupperneq 28
28
MORGUNELAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKT. 1967
MAYSIE GREIG: 32
Læknirinn
og
dansmærin
af vagnastöðinni.
— Ég er nú ekki sérlega múr
aður, elskan, sagði bann. — Er
þér sama þó að við borðum í
lítilli krá?
— Hvar sem þú vilt, Tim,
sagði hún. — En manstu, að það
er „dömufrí“ ídag.
Hann gretti sig. — Ekki kann
ég nú við það, en kannski ég
taki boði þínu í þetta sinn. Ég
er sem sagt alveg staurblankur,
og nú á ég ekki einu sinni fyrir
farinu heim.
— Gætirðu ekki skrifað hon-
um föður þínum?
Hann hristi höfuðið. — Það er
þýðingarlaust. Pabbi sama sem
sparkaði mér út úr húsinu, síð-
ast þegar ég reyndi vi& hann.
— Út af hverju rifuzt þið?
— í>að er stelpa þarna í ná-
grenninu, sem hann vill endi-
lega, að ég giftist. Ég skal alveg
játa, að hún hefur ýmsa góða
kosti til að bera, bæði fegurð
og auðæfi, en svo er hún líka
köld eins og skata. Ég gæti ekki
hugsað mér hana sem konuna
mína. Og svo var sitthvað fleira,
sem okkur bar á milli, svo sem
spilamennskan mín. Víst var um
það, að okkur lenti hroðalega
saman, eins og ég sagði, og hann
sama sem sparkaði mér út úr
húsinu. Ég hef reynt að sættast
við hann síðan, en kom fyrir
ekki. Annað hvort á ég að koma
heim og giftast stelpunni og setj
ast að um kyrrt, og hætta að
spila, annars vilji hann ekki
hafa neitt með mig að gera. En
ég ætla ekki að láta undan hon-
um. Svolítið stolt á ég til, eins
og þú veizt. Auk þess er það
hlægilegt að vera að skipa
mönnum fyrir, hverri þeir eiga
að giftast.
En það tíðkast nú samt hér í
landinu, hugsaði Yvonne, og hún
kenndi saknaðar.
— Ég get ekki láð þér það,
Tim, svaraði hún alvarlega. —
Ekki væri ég hrifin af að aðrir
færu að velja mér mann.
— Ég hef sagt þér það áður og
segi það enn, að þú verður að
giftast mér. Ég finn mér ein-
hverja atvinnu.
— Hefurðu reynt við ferða-
skrifstofurnar?
Hann kinkaði kolii. — Ég hef
reynt það, en það gengur’ ekki.
Enginn virðist trúa því, að ég
hafi nægilega æfingu. Auk þess
verður að hafa atvinnuleyfi
hérna og það hef ég ekki. Og
efast um, að ég gæti fengið það.
— Hvernig ætlarðu þá að
vinna fyrir þér, Tim?
— Ég finn uppá einhverju. Ég
er alveg kominn á heljarþröm-
ina, sagði han dauflega.
Kráin var lítil og full af fólki,
en var annars skemmtilegur
staður. í>au fengu nautasteik í
þykkri sósu. Þarna var sandur
á gólfinu og matseðillinn var
skrifaður með krít á veggtöflu.
Þarna varð að éta rétt dagsins
eða þá ekki neitt.
Tim hresstist talsvert við mat
inn og ramma rauðvínið.
— Vertu kát, Yvonne — elsk-
an! bað hann. — Jafnvel þó að
þú hafir sitthvað að vera
áhyggjufull af. Þú veizt, hvað ég
harma þetta slys. Er Hennesy
ennþá reiður við mig?
Hún kinkaði kolli. — Já, hann
vill enn ekki sjá þig þarna i
húsinu.
— Já, hann keraur enn fram
við mig eins og ég væri morð-
ingi, sagði hann hörkulega. —
Hann hefur þó fengið nægar
sannanir hjá lögreglunni tii þess
að vita, að þetta slys var ekki
mér að kenna.
— Ég veit það. Honum þótti
ekkert vænt um Grace lengur,
en samt líkaði honum ekki, að
aðrir karlmenn væru að fara út
með henni. Og þú hafðir verið
talsvert á fartinni með henni
undanfarið, Tim.
— Grace var skemmtileg,
sagði hann og brosti við endur-
minninguna. — Ég kunni vel við
hana og hún virtist gjarna vilja
vera með mér. Hún tolldi aldrei
heima, eins og þú veizt, og ég
held jafnvel, að uppá síðkastið
hafi eitthvað verið farið að
jiólna milli hennar og Bonneau
greifa.
— Ég kunni líka vel við hana,
sagði Yvonne. — En enda þót.t
ég væri þarna í húsinu, sá ég
hana ekki nema sjaidan. Hún rak
einstöku sinnum höfuðið inn í
leikstofuna og talaði við Dickie,
en á kvöldin var hún oftast úti,
nema þegar hún hafði sam-
kvæmi sjálf.
—Þetta hlýtur að hafa verið
mikið áfall fyrir drenginn.
—■ Það var það. Er svona ung
ir dréngir jafna sig flj’ótt. Hann
kemst yfir þetta með tíð og
tíma.
— Þú heldui-, að þú æitir að
verða áfram þarna í húsinu?
spurði Tim, hálf-vandræðalega.
Oftar en einu sinni hefur mér
dottið í hug, að hr. Hennesy
væri eitthvað veikui fyrir þér.
Hún roðnaði ósjá'frált. — Það
kann að vera, Tim, en ég get
haldið honum frá mér. Hann er
ekki nærgöngull við mig á nokk-
urn hátt.
— Það mundi ég líka ráð-
! leggja honum. Röddin í Tim
harðnaði. — Ef hann væri það,
væri mér að mæta. Og til hvers
þarf hann að eiga alla þessa pen
inga? Til hvers notar hann þá?
Þetta er skammarlegt ranglæti.
Hann sló krepptum hnefanum í
borðið.
— Þú ættir akki að tala
svona, Tim. Hvað hefst þú að?
Nú kom að honum að roðna.
— Ég skemmti mér að
minnsia kosti vel fyrir þá litlu
aura, sem mér tekst að öngla
saman. Og ég reyni líka að
skemmta öðrum. En hann var
ekki maður til að halda konunni
sinni frá öðrum karlmönnum.
Þessi Bonneau greifi er ekki
annað en ónytjungur. Mér
skilst hann hafa hvað eft-
ir annað reynt að slá Grace um
peninga, sem hún gat ekki eða
vildi ekki láta hann fá. Þess
vegna siitnaði upp úi með þeim.
— Ég held varla, að hún hefði
getað látið hann hafa neina pen
inga, jafnvel þó að hún hefði
viljað. Mér skilst að hún hafi
ekki haft neitt fé til umráða
sjálf. Hún varð að leita til
mannsins síns ef hana vanhagaði
um eitthvað.
— Og var það kannski sann-
gjarnt? rauk upp úr Tim. —
Þetta er skammarlegt af honum
Hsnnesy. Hann er nirfill og svíð-
ingur. Hann lamdi aftur fast í
borðið. — Ó, guð minn, ef ég
gæti bara náð mér niðri á ’hon-
um!
— Svona máttu ekki tala,
sagði hún, órólega. — Það er
ekki þér líkt. Og auk þess kann
ég vel við hr. Hennesy.
— Já, þú gengst fyrir aurun-
um hans, sagði hann. — En
verlu ekki að hugsa um hann,
Yvonne. Hugsaðu heldur um
mig. Ég sver, að bráðum skal ég
verða maður til að giftast þér.
Hún leit á hann og ópressuðu
blettóttu fötin hans, og aftur
fann hún til ósegjanlegrar með-
aumkunar með honum. Þetta var
svo mikil meðaumkun, að hún
fór að hugsa, hvort hún ætti eitt
hvað skyR við ást.
Hann sagði henni, að hann
ieigði sér kompu hjá franskri
fjölskyidu. Hún væri mjög ódýr,
en ekki þannig, að hann vildi
bjóða henni þangað.
— Sama væri mér, Tim, sagði
hún. — Er þetta gott fólk?
— Verkafólk. Það eru foreldr-
ar og afi og amma og heill
hópur af krökkum. Ég hef dá-
liila kompu uppi á háalofti. Hing
að til hef ég nú getað greitt leig
una, en hamingjan má vita, hve
langi það verður.
— Þú verður að lofa mér að
lána þér eitthvað ofturiítið, til
þess að bjarga þér í bili. Mér
tókst að spara dálítið saman
meðan ég vann, og síðan ég konj
til Hennesy-lhjónanna, hef ég
haft ríflegt kaup.
— Nei, Yvonne. Hann hratt
stólnum snöggt frá borðinu. —
Nei, ég ætla ekki að fara að fá
lán hjá konum, enda þótt söm
sé þín gerðin. Þú greiddir reikn-
inginn minn í sjúkrahúsinu, og
það er meira en nóg. Og auk
þess hlýlur þú að hafa haft nægi
legan. sjúkrakostnað fyrir sjálfa
þig-
— Sjúkrahúsið var nú mjög
sanngjarnt, sagði hún. — Og
Marcel er enn ekki farinn að
koma með reikninginn sinn.
— Er hann nú líka skotinn í
þér? Röddin var gremjuleg og
ögrandi.
Hún fann, að hún hafði roðn-
að og var reið sjálfri sér fyrir
það. ’
— Marcel er trúlofaður stúlku
í París, sem heitir Alise Dupont.
Þessari, sem við hittum í Cann-
es.
— Já, en þessi frönsku hjóna-
Siglið út með
Regina Maiis
Flogið til
Mallorka
Siglt héðan frá Reykjavík
21. október með Regina Maris
og komið heim aftur 10. nóv.
1. flokks hótel á Mallorka.
Verð frá 15.895, eftlr klefum
um borð.
Allar nánari upplýsingar á
skrifstofunnL
L*L
LOND&LEIÐIR
Afalstraeti t - Síml 24313