Morgunblaðið - 26.10.1967, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967
Góðir gestir Syn fdníuhijómsveitar
— Rœtt við hljómsveitarstjórann Jalas
og Ruben Varga, fiðluleikara
A TÓNLEIKUM sinfóníu-
hljómsveitarinnar í kvöld
verður Finninn Jussi Jalas
stjórnandi, og einleikari fiðlu
snillingurinn Ruben Varga.
Verkin, sem hljómsveitin flyt
ur, að þessu sinni, eru for-
leikur að Oberon eftir Web-
er, fiðlukonsert eftir Sibelíus
og svítan Eldfuglinn eftir
Stravinsky. Hljómsveitar-
stjórinn Jussi Jalas er tón-
listarunnendum áður kunnur,
en hann hefur tvívegis áður
komið til íslands og stjórnað
hljómsveitintnni. Fyrst kom
Jalas hingað árið 1950 og næst
1956. Til fróðleiks má geta
þess, að Jalas er tengdasonur
tónskáldsins heimsfræga,
Sibelíusar.
Blaðam. Mbl. hitti hljómsveit-
arstjórann og einleikarann að
máli eftir æfingu hjá hljómsveit
inni í gær og spurði þá nokkurra
spurninga.
— Ég er afar ánægður yfir því
að fá að koma hingað enn einu
sinni, sagði Jalas, ég kom hing-
að fyrst 1950 og varð þegar hrif
in af landi og þjóð. Náttúrufeg-
urðin er stórkostleg og fólkið
elskulegt. Þegar ég var hér í
fyrsta sinn, hafði ég tækifæri til
að ferðast allvíða um landið með
góðum vini mínum, Guðmundi
heitnum Einarssyni frá Miðdal,
og kynntist þvi landinu talsvert.
Ég furða mig alltaf jafn mikið
á því, að svona fámenn þjóð
sem íslendingar eruí skuli geta
haldið uppi svo fjölþættri og mik
illi menningarstarfsemi og raun
ber vitni um. í gærkvöldi sá ég
í Þjóðleikhúsinu islenzka verk-
ið „Hornakóralinn" og fannst
það snjallt og athyglisvert. Það
er ekki fráleitt að hugsa sér, að
það mætti koma því á fram- i
færi erlendis.
— Finnst yður hljómsveitin;
hafa tekið framförum frá því þér
komuð 1950?
— Já, tvímælalaust, ég finn
mikinn mun. Það er auðfundið,
að hljómsveitin hefur verið í
höndum góðra stjórnenda. Mér
ir tónleika hef.ur mestan áhuga'
á að hlusta á gömlu meistarana.
Svo er víðast hvar. En áhuginn
á yngri mönnum hefur farið vax
andi og tónlistarlíf er allfjöl-
skrúðugt í Finnlandi.
— Ætlið þér að dvelja eitt-
hvað hér í þetta sinn?
• — Nei. Ég flýg utan strax á,
morgun. Ég er aðalstjórnandi
Finnsku ríókisóperunnar og við
erum að hefja æfingar á nýrri,
finnskri óperu, sem ég stjórna.
Óperan er byggð á skáldsögunni
„Óþekkti hermaðurinn" og ég
mundi segja það væri forvitni-
legt viðfangsefni. vegna þess, að
um slíkt efni hefur ekki verið
fjallað í óperu fyrr, svo að!
mér sé kunnugt.
Jussi Jalas endurtók að lokum!
gleði sína yfir að hafa haft tæki
færi til að koma til fslands.
Hann kvaðst hafa mikinn áhuga
á íslenzk.um málefnum og sér-
staklega þætti honum skemmti-
legt að reyna að skilja íslenzku
og hann mundi reyna að kom-
ast að því, hvað í spjalli þessu
stæði ....
og bandarískum skólum. Kenn-
ari minn við Juilliard skólann
var L. Persing, en hjá honum
hafa margir góðir fiðluleikarar
stundað nám, m.a. Isac Stern,
Menuhin og fleiri. Persing var
mikill meistari og hefur haft
víðtæk *áhrif á amerískt tónilst-
axlíf. Eftir að hann andaðist,
varð ekkjá hans að selja mörg
hljóðfæri hans og þá keypti ég
píaónóið hans. Ég man aðeins
eftir einum skandinaviskum nem
anda. Camillu Wicks, hún mun
hafa verið hálf-norsk.
— Hafið þér fengizt við að
semja músík?
— Því miður hef ég ekki átt
eins mikið við það og ég vildi.
Ég hef verið á nær stöðug.um
hljómleikaferðum í 25 ár og of
Jussi Jalas
hefur fallið ágæta vel að vinna
með íslenzkum tónlistarmönn.um
þeir hafa tilfinningu fyrir því
sem þeir eru að gera og þeir
eru samvinnuþýðir.
— Hafa íslenzk verk verið
kynnt í Finnlandi?
— Já, nokkuð hefur verið
gert að þvi, meðal annars Sögu
synfónía Jóns Leifs svo og fleiri
tónverk eftir hann. Þá hafa einn
ig verið flutt tónverk eftir
nokkra af yngri tónskáldum ykk
ar.
— Er áhugi á íslenzkri tón-
list fyrir hendi í Finnlandi?
— Það fólk, sem einkum sæk-
Ruben Varga, sem leikur ein-
leik á fiðlu með synfóníuhljóm-
sveitinni er tæplega fertugur að
aldri, en löngu heimskunnur og
hefur farið í hljómleikaferðir til
fjölda landa.
Varga er fæddur í Tel Aviv
og ólst þar upp til ellefu ára ald-
urs, að hann fluttist með for-
eldrum sínum til Búdapest og
átti þar heimilj næstu 7 árin.
Þá gerðist hann innflytiandi til
Bandaríkjanna. Bandarískan rík-
isborgararétt fékk hann fyrir sér
staka milligöngu frú Elenor
Roosewelt.
— Þér hófuð tónlistarnám
mjög ungur?
— Já. ég var smástrákur. þeg;
ar ég fór að læra fiðluleik. í
Búdapest gekk ég í Frans Lizt
Akademíuna og var ekki nema
12—13 ára, þegar ég byrjaði í
hljómleikaferðum. Eftir að ég
varð bandarískur ríkisborgari
hefur heimili mitt verið í New
York, þar stundaði ég nám við
Juilliard tónlistarskólann og hef
því bæði próf frá ungverskum
Franski senidherrann á íslandi, Jean Strauss, á sýningunni í Unuhúsi í gær.
Frönsk myndlist í Unuhúsi
RAGNAR Jónsson boðaði til
blaðamannafundar í Unuhúsi í
gær. Á fundinn kom franski
sendiherrann á íslandi, Jean
Strauss. Ragnar sagði m.a.:
Braunstofnunin í Frakklandi,
stærsta og þekktasta stofnun í
heimi, sem gerir málverkabæk-
ur og málverkaeftirprentanir,
hefur gert fyrir Helgafell úrval
franskra málverkaprentana, aðal
lega eftir verkum franskra mál-
ara, á tvær sýningar í Unuhúsi.
Myndirnar sýna allvíðtækt
yfirlit um franska málaralist í
eina öld. Á sýningunni eru eftir-
prentanir verka flestra þekkt-
ustu málara heimsins, svo sem
Monet, Renoir, Césanne, Van
Gogh, Picasso, Gauguin, Chagall,
Utrillo, Modigliani, Miro, Braque
o. fl.
Myndirnar eru allar til sölu
nú þegar ,og er aðeins þetta
eina eintak af hverri mynd. .
Önnur sýning verður síðar og
þær myndir allar seldar til á-
góða fyrir nýja Listamannaskál-
ann í Klambratúni.
Sýningin verður aðeins opin
eina viku. Nokkrar myndanna
eru handgerðar eftirlíkingar á
striga.
Ruben Varga
lítill tími gefizt til að sinna því
Á síðast liðnu sumri skrifaði ég
þó fimm sónötur, flestar fyrir
fiðlu, eina þeirra ætla ég að
leika á laugardaginn, en þá
verða tónleikar á vegum banda-
rísku upplýsingaþjónustunnar
Seinna meir vonast ég til að fá
rýmri tíma til að semja' músík.
— Mér er sagt, að leikrit .um
líf yðar og reynslu hafi verið
flutt í bandaríska útvarpinu.
— Já, það vaT fyrir nokkrum
árum. Leikarinn, sem fór með
hlutverk mitt er danskur í aðra
ættina. Við kynntumst vel eftir
þetta og það var hann. sem vakti
áhuga minn á Norðurlöndunum.
Leik.urinn var unnin út frá því,
að örorka þarf ekki að standa
í vegi fyrir listamanni á ferli
hans, ef hugrekki og viljastyrkur
er fyrir hendi, en ég varð fyrir
slysi þegar ég var 11 eða 12
ára og missti sjón á báðum aug'
um. Það gerðist í Tel Aviv, ég
hafði fundið sprengju á förnum
vegi og hún sprakk í höndunum
á mér — með þessum afleið-
ingum. En ég get þakkað fyrir
að hendurnar sködduðust ekki
að ráði. Seinna kom mér þetta
óbeint til góða — ef svo má
orða það. Það var á stríðsárun-
um. þegar ég gekk í andspyrnu
hreyfinguna í Búdapest. Þá var
mitt verk að koma ýmsum mik-
ilvægum skjölum manna á milli
og ég þóttist vita, að SS mönn-
unum dytti ekki í hug að gruna
blindan mann um græsku. Það
reyndist rétt ályktað hjá mér og
ég fór jafnan frjáls allra minna
ferða. f þessari hreyfingu var
meirihlutinn ungt fólk, sem iðu-
lega lagð; sig í ótrúlegar hættur
við að bjarga fólki eða forða
því undan SS þefurum.
— Er fjölskylda yðar með
hér?
— Nei, því miður Konan mín
er ensk, — hún er líka fiðlu-
leikari — og fyrrverandi nem-
andl minn gat ekki verið með
mér að þessu sinni, en vonandi
æst þegar ég kem til íslands.
STAKSTEII^AR
Mdlfundur um
Marx og Engels
íslendingur, sem var á ferð í
Bandaríkjunum fyrir skömmu,
heimsótti skóla fyrir 13—15 ára
nemendur og átti þess m.a. kost
að hlýða á kennslu í pólitískri
heimspeki. Kennsluformið kom
honum mjög á óvart og þá ekki
síður það, sem kennt var.
Kennslan fór fram með þeim
hætti, að fjórum úr hópi nem-
enda hafði verið gert að kynna
sér rækilega kenningar Marz og
Engels og skyidu tveir þeirra
búa sig undir að styðja kenn-
ingar þeirra, en hinir tveir vera1
þeim andstæðir. Síðan hófst
kennslan með framsöguræðum
þessana fjögurra nemenda. Að
þeim loknum fóru fram nokkr-
ar rökræður þeirra í milli og
Ioks gafst öðrum í hópnum kost
ur á að beina fyrirspurnum til
beggja aðila, sem greinilega
voru vel undirbúnar. Við og við
greip kennarinn fram í og leið-
beindi nemendum en oftar en
einu sinni gerðist það, þegar
einhver úr hópnum andmælti
því, sem annar hafði sagt með
þvi að vitna í orð kennarans,
að hann fékk það svar, að kenn-
arinn hafði ekki endilega á
réttu að standa.
Pólitískur dróður
Væntanlega mun mörgum
koma það á óvart, ekki síður en
þeim, sem á þetta hlýddi, að
kenningar Marx og Engels skuli
ræddar með þessum hætti i
höfuðvígi kapítalismans, og
gagnlegt' væri að hugleiða eitt
andartak, hvað gerast mundi, ef
slík kennslustund færi fram hér
á landi. Mundi t. d. nokkur
kennari treysta sér til að skipa
nemendum sinuin að búa sig
undir að mæla með kenningum
Marx og Engels, af ótta við
árásir vegna misnotkunar á
starfsaðstöðu? Hið sama ætti
ekki siður við, ef nemendum
yrði gert skylt t. d. að mæla
fyrir kenningum Burkes svo
tekið sé dæmi ai' einum helzta
kenniföður íhaldsstefnunnar
(konservatismans). Sannleikur-
inn er auðvitað sá, að þröng-
sýni er enn svo ríkjandi hér á
landi í þessum efnum, að slíkar
byltingar í kennsluformi mundu
eiga erfitt uppdráttar hér á
landi og eru þaö engin meðmæli
með pólitískum þroska manna.
Að hugsa sjdlfstætt
Gildi þeirrar kennsluaðferðar,
sem getið var hér að framan,
frá bandarískum skóla, byggist
auðvitað á þvi, að með þeim
hætti eru nemendur þjálfaðir til
þess að hugsa sjálfstætt, leggja
sjálfstætt mat á skoðanir ann-
arra og jafnframt læra nem-
endurnir að flytja mál sitt með
rökum. Að svo miklu leyti, sem
pólitískar kenningar fyrri alda
eru kenndar við skóla hér á
landi, byggist sú kennsla fyrst
og fremst á utanbókarlærdómi
og engin tækifæri eru veitt til
þess að rökræða fram og aftur
réttmæti þessara lcenninga. Til
þess er ekki ætlazt. Það væri
pólitiskur áróður. Fræðslumál
okkar hafa mjög verið í brenni-
púnktinum siðustu vikur. f
þeim umræðum, sem staðlð
hafa um þau hefui megináherzla
verið lögð á að f jölga verði þeim,
sem Ijúka stúdentsprófi og
leggja fyrir sig langskólanám.
Annað meginatriði í endurskoð-
un fræðslumála hérlendis er
tvímælalaust að þjálfa nem-
endur til þess að hugsa sjálf-
stætt og leggja sjálfstætt mat
á viðfangsefnin. Fram til þessa
hafa þeir verið aldir upp við
það, að hugsa sem minnst og
alls ekki sjálfstætt.