Morgunblaðið - 26.10.1967, Síða 13

Morgunblaðið - 26.10.1967, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1&67 13 SÝNING ÞORVALDS SKÚLASONAR í MR LISTAFÉLAG Menntaskólans í Reykjavík lét mikið til sín taka með sýningar á síðastliðnu skóla- ári, og nú hefur það göngu sína að nýju með glæsilegri sýningu á list Þorvalds Skúlasonar, nokkurs konar yfirlitssýningu á verkum listamannsins síðast- liðin tuttugu og sex ár. Auðvitað er hér um takmarkað yfirlit að ræða, þar sem húsakostur sníður nokkurn stakk, og einnig má geta þess til gamans, að fyrstu einkasýningu heldur Þorvaldur Skúlason árið 1926. Rúm fjöru- tíu listaverk hafa verið valin á þessa sýningu, og gefa þau fjör- legt og skemmtilegt yfirlit um þróun og fjölbreytni Þorvalds Skúlasónar sem skapandi lista- manns á þessum árum. Það er óþarft með öllu að kynna Þorvald Skúlason sem listamann. Enginn sá, sem fylgzt hefur með því, sem verið hefur efst á baugi í myndlist hérlendis síðustu áratugi, hefur komizt hjá því að kynnast verkum Þor- valds. Hann hefur um langt árabil skipað sér í raðir merk- ustu myndlistarmanna þjóðar- innar, og hann er einn af fremstu brautryðjendum nútíma mál- verks á íslandi. Einmitt þetta er veigamikið atriði í menningar- sögu íslendinga frá þvi er síðara heimsstriði lauk. Hvernig hefði verið hér ástatt í myndlist, ef allir listamenn hefðu kropið fyr- ir vinsœldum og kaupgetu al- mennings með því að mála uppá- halds fjall hvers og eins, ár eftir ár, fram á þennan dag? Væri myndlist þá eins snar þáttur í samtíð okkar og raun ber vitni? Væru íslendingar gjaldgengir meðal þjóða með myndlisUsína? Ættum við yfirleitt nokkurn vísi að myndlist til í landi wru? Þessu getur hvar svarað, sem vill, en ég mælist til þess, að málið sé ofurlítið athugað, áður en fram eru settar fullyrðingar. Óneitanlega koma manni slíkir þankar í hug, er litið er á þessa sýniragu Þorvalds Skúlasonar, sem nú er haldin í Menntaskól- anum í Reykjavík. Einkasýningar listamanna spanna sjaldan meir en andartak af ferli þeirra, en þegar yfirlits- sýningar eru á ferð, verður miklu auðveldara að gera sér grein fyrir kostum og löstum KONA 1941 í eigu Reykjavík urborgar. BJÖRT VETRARNÓTT 1948. Þetta er að vissu leyti eðlilegt. Því verður ekki neitað, að mynd listaþroski almennings er langt frá því að vera þess umkominn að fylgja Þorvaldi Skúlasyni í verkum hans, hvað þá að meta hann að fullu. Það hefur mikið gerzt á þessu umrædda t'ímabili í þróunarferli Þorvalds Skúla- sonar. Hér sjáum við greinilega, hvernig hann hefur í áföngum notfært sér þær mismunandi stíltegundir, sem einna virkast- ar hafa verið í alþjóðálist í sam- tíð hans. ’Þorvaldur hefur ekki stundað snöggar 'breytingar í list sinni. Það sjáum við á þessari sýningu, og við sjáum ennfremur, hve ná- ið samband er á milli allra þess- ara verka. ’Það er án nokkurs efa einn og sami maður, sem er að verki, hvort heldur málað er í fíguratífum stíl eða geometrkk- um formbyggingum eða hvort ljóðræn-abstraktion á í hlut. Hér er á ferðinni fyrirbæri, sem er aðalsmerki allrar sannrar listar. Hér er það fyrst og fremst svip- ur listamannsins sjálfs, sem gerir út um 'það, hvort hiutirnir hitta í mark eða ekki. Að rraínu áliti yrði það aðeins sparðatíningur að fara að gera upp á milli þeirra stíltegunda, sem Þorvaldur Skúlason hefur notfært sér við mvndgerð sína á þessu árabili. Stíltegundir koma og fara, en innri máttur listaverks dvín ekki. Gott listaverk hefur eitthvað ævarandi, sem orð fá ekki túlk- að. Ef þessi sýning unga fólksins í Menntaskólanum í Reykjavík fær einhverju áorkað með að opna augu fólks fyrir því, hve óvsnjulegur listamaður Þorvald- ur Skúlason er, hefur ekki verið unnið fyrir gýg. Ég veit það persónulega, að Þorvaldur hefur mikla ánægju af því að hafa ver- ið boðið til þessarar sýningar, ekki hvað sizt vegna þess að það er unga fólkið í landinu, sem að henni stendur. Það er ánægju- legt að sjá-þá alúð, sem þetta unga fólk sýnir myndlist, og það er virðingarverð framtaksemi að ráðast í slíkar framkvæmdir. Og það er sérstaklega ánægju- legt að sjá unga fólkið í Lista- félagi Menntaskólans notfæra sér það, sem ef til vill hefur far- ið fyrir ofan garð og neðan hjá foreldrum og fyrri kynslóð. Við, sem störfum við hlið Þor- valds Skúlasonar, eigum honum ýmislegt ógoldið. Það sannast enn betur en á’ður með þessari sýningu hans í Menntaskólanum, og áður en ég lýk þessum lín- um, vil ég færa Listafélaginu í Menntaskólanum í Reykjavík þakkir fyrir að hafa sýnt okkur, hvernig reikningarnir standa. þass listamanns, er í hlut á. Það er því ætíð fróðlegt að sjá yfir- litssýningar, þar sem gefst tæki- færi til að virða fyrir sér heild- arsvip listamanna yfir lengri tíma. Flestum er í fresku minni sú stórmerkilega yfirlitssýning, sem haldin var á verkum Þórar- ins B. Þorlákssonar nýlega í ■Listasafni íslands, og ég er viss um, að mikill fjöldi fólks hafði ekki gert sér neina igrein fyrir því, hve merkilegur málari hann var, fyrr en sú sýning kom til sögunnar. Þannig var einnig með sýningu Snorra Arnifojarn- ar, og fleiri dæmi gæti ég auð- veldlega nefnt. Ef við lítum á þessa tuttugu og sex ára vinnu Þorvalds Skúla sonar, sjáum við fljótlega, að hér er sterkur og fyrirferðamik- ill málari á ferð. Þetta eru að vísu engin ný tíðindi fyrir þá, er þekkja list Þorvalds að ein- hverju ráði. Það er stór hópur bæði listamanna og leikmanna, sem hefur gert sér grein fyrir þýðingu Þorvalds sem braut- ryðjanda og skapandi lista- manns, en það eru líka nokkuð margir, sem álíta hann torskil- inn og janfvel tízkufyrirbæri. Iðnaðarliúsiiæði 200 ferm. húsnæði óskast á leigu fyrir fiskiðnað. Tilboð sendist Mb1. merkt: „Harðfiskur 5935.“ Afgreiðsluslúlka óskast strax hálfan daginn. Söebechs-verzlun, Háaleitisbraut. Óskum að ráða rafvirkja og rafvélavirkja strax. Góð vinnuskilyrði. Hafið samband við verkstjóra vorn Sigurð Magnús- son. Bræðurnir Ormsson, h.f. Lágmúla 9 — Sími 38820. 80—120 rúmlesta nýlegt Fiskiskip óskast til leigu frá n.k. áramótum. Kaup koma til greina. Tilboð óskast send blaðinu fyrir 1. nóv. merkt: „Fiskiskip 256.“ Þýzkunámskeið Þýzkunámskeið félagsins Germaníu hefst fyrir byrjendur í kvöld kl 20.00. Kennari Matthías Frí- mannsson. Námskeið fyrir þá, sem lengra eru á mánudögum kl. 20.00, kennari dr. Jóhann Runge Bæði námskeiðin fara fram í 9. kennslustofu Há- skólans. Einstaklingsherbergi Til sölu er einstaklingsherbergi með. eignarhluta í sameiginlegu snyrtiherbergi við Hraunbæ. Af- hendist fullgert nú þegar. ÁRNI STEFÁNSSAN, Máfutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Skrifstofustarf Stórt innflutningsfyrirtæki óskar að ráða starfs- mann, sem er vanur verðútreikningum og með- ferð innflutningsskjala, og hafi jafriframt nokkra kimnáttu í ensku. Umsóknir er tiigreini mennt- un og fyrri störf sendist afgreiðslu Morgunblaðs- ins merkt: „Skrifstofustörf 275“ fyrir 1. nóvem- ber n.k. Meðeigandi Óskum eftir góðum, reglusömum meðeiganda í gott innflutningsfyrirtæki sem flytur inn bifreiðar, bátavélar og alls konar verkfæri. Þarf að getalagt fram um 300 þús. kr. Viðkom. andi getur fengið vinnu hjá fyrirtækinu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 30 þ.m. merkt: „Þagmælska 2525.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.