Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. OKT. 1967 17 ERLENT YFIRLIT Stríðsþreyta í Bandaríkjunum ÓÁN/EGJA almennings í Banda- ríkjunum með Vietnam-styrjöld- ina ey.kst stöðugt. Vaxandi stríðs,þreytu er farið að gæta, og viðhorf aimennings til styrjaldar innar eru að breytast. Dregið hefur úr stuðningi við styrjöld- ina, og „dúfunum", sem vilja binda enda á styrjöldina, og „haukunum“, sem vilja knýja fram sigur, hefur aukizt fylgi. Komið hefur í ljós í umræðum þingsins, að afstaða þingmanna hefur .harðnað. Nú um helgina brauzt óánægja fram í víðtæk- um mótmælaaðgerðum, hinum víðtækustu sem efnt hefur verið til gegn styrjöld í sögu Banda- ríkjanna, að því er sumir telja. Stjórn Johnsons óttast, að þessar mótmælaaðgerðir verði til þess að stjórnin í Hanoi fái rangar hugmyndir um óánægj- una í Bandaríkjunum vegna styrjaldarinnar. En ef til vill óttast hún ennþá meir óánægju þá og gagnrýni, sem fram kemur í ræðum þingmanna. í þessum umræðum kveður við nýjan tón, sem hefur vakið ugg margra. Persónuleg brigslyrði og beiskja setja svip sinn á umræðurnar, klögumálin ganga á víxl og djúpt bil hefur myndazt milli deiluaðila þannig það liggur við að þ<eir geti ekki ræðzt við. Stundum er engu líkara en hér sé um að ræða einvígi milli Rusk utanríkisráðherra og Ful- brights öldungadeildarmarms og annarra einstaklinga. Mörg- um þingmönnum finnst mál til komið að hlé verði gert á þess- um umræðum og hafa hvatt til stillingar. Stjórnin hefur ekki getað á sér setið og hefur svarað gagn- rýninni fullum hálsi. Tveir að- stoðarutanríkisráðherrar, Nicho- las Katzenbach og Eugene Rostow hafa sakað gagnrýnend- ur stjórnarinnar um að gefa sig á vald örvæntingar í málflutn- íngi sínum og endurvekja ein- angrunarhyggju í Bandaríkjun- um. Einn af andstæðingum stjórn arinnar, demókratinn Eugene MoCarthy, hefur sakað Rusk um að vekja upp óttann við „gulu hættuna" í nýrri mynd með því að haida því fram, að það varði beinlínis hagmuni og öryggi Bandaríkjanna að koma í veg fyrir útþenslustyrjaldir milljarðar Kínverja, sem vopn- aðir séu kjarnorkuvopnum. Þótt þessi ummæli Rusks geti haft pólitísik áhrif, munu þau ekki þagiga niður í gagnrýnendum heldur þvert á móti. í>eim mun meiri áherzlu sem stjórnin legg- ur á hættuna af Kínverjum, þeim mun meiri áherzlu munu gagnrýnendurnir leggja á gagn- rýni sína' á stefnu, sem þeir óttast að leiði til þess að Banda- ríkjamenn verði að heyja styrj- öld í Asíu um ófyrirsjáanlega framtíð. Ljóst er, að Vietnam verður aðalmál kosninganna á næsta ári, og af þeim sökum er senni- legt að stjórnin endurskoði af- stöðu sína og geri hlé á loftánás- um á N-Vietnam án þess að krefj ast þess að N-Vietnam dragi úr stríðsaðgerðum í staðinn. Góðar heimildir herma, að hlé verði áneiðanlega gert á loftárásunum, þótt lítil von sé til þess að það leiði til samningaviðræðna. Stjórnin verður nú í vaxandi mæli að heyja styrjöld á tveim- ur vígstöðvum. Hún gerir sér grein fyrir, að hún verður að eyða óánægjunni heima fyrir, ekki aðeins til að haldast við völd heldur einnig til að knýja Hanoistjórnina að samninga- borði. Bandaríska stjórnin setur traust sitt á úrslitir skoðana- kannana. Hanoistjórnin tneystir á stríðsþreytuna í Bandaríkjun- um. Hvorugur aðilinn er líkleg- ur til að láta undan fyrir kosn- ingarnar í Bandaríkjunum næsta haust. Kiesinger tregur stuðningsmaður KIESINGER, kanzlari Vestur- Þýzkalands, hefur almennt verið talinn helzti milligöngumaður Breta oig Efnahagsibandalags Evr- ópu. Margt bendir til þess, að Kiesinger sé lítt hrifinn af þessu áliti, sem hann hefur, og kjósi fremur að lítið sé á Vestur- Þýzkaland eins og hvert annað aðildarríki EBE. Bretar hafa lagt fast að Vestur-iÞjóðverjum að beita áhrifum sínum til þess að þeir fái upptöku í bandalagið, og hefur þetta vakið gremju í Bonn. í viðræðum sínum við Wilson forsætisráðherra hefur Kiesinger lagt áherzlu á, að ekki sé hægt að beita Frakka þving- unum til að tryggja inngöngu Breta. Afstaða Bonn-stjórnarinnar er sú, að slíkar þviniganir mundu gera að engu vonir Breta um aðild að bandalaginu, og telur Kiesinger að leggja beri áherzlu á viðræður við Frakka, þar sem ef til vill reynist unnt að sannfæra þá verði nógu mikil þolinmæði sýnd. Vestur-Þjóðverjar telja, að ríkin sex í Efnahagsbandalag- inu verði fyrst að ræða sín í milli um vandamálin sem eru samfara upptökúbeiðni Breta og fleiri þjóða, fyrst á fundum þeim, sem haldnir hafa verið í Luxemborg, og síðan á fleiri fundum. Síðan ættu gagnlegar samningaviðræður að geta 'haf- izt, en það er þá sem Bretar vilja að Vestur-Þjóðverjar veiti þeim stuðning, en Bonn-stjórnin hefur gætt þess vandlega að binda sig ekki um of Sá sem stjórnar tilraunum Breta til að fá uipptöku í EBE er Chalfont lávarður, sem áður var afvopnunarmálaráðherra og hef- ur átt mikinn þátt í samkomu- lagi því sem tekizt hefur með stjórnunum í Moskvu og Was- hington um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Nú er hætta á því,' að þessi baráttumál rekist á og er afstaða Vestur-Þjóðverja mikilvæg Vestur-Þjóðverjar hafa neitað að fallast á, að í samningnum verði ákvæði um eftirlit með friðsa-mlegri hagnýt- ingu kjarnorkunnar, og telur að kjarnorkustofnun BB'E-land- anna, Euratom, verði fyrir alvar- legu áfalli, verði slíkt ákvæði í samningnum, auk þess sem það yrði auðmýkjandi fyrir þá sjálfa. Verði slíkt ákvœðd í samn ingnum, mun Alþjóða kjarnorku málastofnunin í Vín, IAEA, sem Rússar eru aðilar að, hafa á hendi þetta eftirlit, og óttast Bonn-stjórnin að Rússar muni nota stofnunina til að valda vís- indastarfsemi og iðnaði Vestur- Þjóðverja erfiðleikum. Nú reynir Chalfont lávarður að tryggja Bretum inngöngu í EBE, og. hann þarf á stuðningi Vestur-iÞjóðverja að halda. Hann hefur látið svo um mælt, að Bretar vilji gerast aðilar að Eur- atom og á engan hátt veikja stofnunina. Upphaflega voru Bretar eindregið fylgjandi eftir- liti á vagum IAEA, en nú fiorðast þeir að taka afstöðu vegna þrýst- ings frá EBE-löndum. Vorster vill að Smith semji JOHN Vorster, forsætisráðherra Suður-Afríku, og Ian Smith, for- sætisráðherra Rhódes,u hafa ræðzt við í Pretóría. Að því er áreiðanlegar heimildir herma, hvatti Vorster Smith til að nota tækifærið þegar George Thom- son, samveldismálaráðherra Breta, kemur í heimsókn til S- Afríku 8. nóvember til þess að komast að samkomulagi við brezku stjórnina. Fyrir skömmu ræddi Wilson forsætisráðherra vdð utanríkisráðherra Suður- Afríku, dr. Muller, og er vitað að brezki forsætisráðherrann hvatti til þess, að reyndar yrðu nýjar leiðir til lausnar Rhodes- íudeilunni. En samtímis þessu berast þær fréttir frá Salisbury, að horfur á að deilan leysist hafi sízt batn- að. Stjórn Smiths sættir sig ekki við minna en viðurkenningu á sjálfstæði Rhodesíu og leggst gegn hvers konar rýmkun á kosn ingarétti, er yrði hvíta minni- hlutanum ó'hagstæð. Thomson Smith mun því hafa lítið svigrúm í við- ræðunum við Smith, því að það er stefna brezku stjórnarinnar, að lausn deilunnar verði að miðast við myndun meirihluta- stjórnar áður en nýlendan fær sjálfstæði. Rætt hefur verið um mögu- leika á því, að Afríkumenn í Rhodesíu geri uppxeisn, en ósennilegt er að það gerist í ná- inni framtíð. Eina von þeirra er sú, að Einingarsamtök Afríku, SIÞ eða önnur Afríkuríki láti Rhodesíumálið til sín taka, en ekki er líklegt að það hafi ýkja mikil raunveruleg áhriif. Ólíklegt er, að upp rísi andstöðuhreyfing hvítra manna gegn Smith. Þótt nokkrir hvítir menn segist þess allbúnir að koma á fót stjórnar- andstöðuflökki um leið og Rhod- esíustjórn hljóti viðurkenningu, virðast þeir ekki skilja, að ef brezka stjórnin viðurkenndi stjórn hvíta minnihlutans, yrði hér um svo mikinn sigur fyrir Smith að ræða, að hvítir menn mundu þjappa sér ennþá fastar saman að baki Smith en nokkru sinni fyrr. Auk þess mundi slík- ur andstöðuflokkur vilja varð- veita forréttindi hvítra manna. Bretar hafa þannig slæm spil á hendi, ekki sízt þegar þar við bætist, að refsiaðgerðirnar gegn Rhodesíu hafa ekki borið tiilætl- aðan árangur. Verzlanir í Salis- bury eru fullar af vörum, og þótt bílum frá Bretlandi hafi fækkað er enginn skortur á benzíni. f fyrra minnkaði út- flutningur úr 164.7 milljónum punda í 104.7 milljónir punda og innflutningur úr 119.8 millj- ónum punda í 84.i2 milljónir punda, og afleiðingin varð sú, að talsvert gekk á varagjaldeyris- birgðir stjórnarinnar. Nú er því aftur á móti haldið fram, að verstu áhrif viðskiptabannsins séu um garð gengin og innflutn- ingur og útflutningur hafi aukizt um 210% miðað við síðasta ár. Refsiaðgerirnar hafa komið hart niður á tólbaksiðnaði og sykurframleiðslu, eins og tals- roenn stjórnarinnar játa, og stjórnin hefur orðið að fá lán- aðar stórupphæðir úr bönkum, en efnahagsástandið er síður en svo óheilbrigt. Svo virðist sem Rhodesíumenn geti haldið áfram baráttu sinni í mörg ár enn án þes's að þurfa að hafa verulegar áhyggur af efnahagsmálum, en önnur viðhorf geta skapazt ef öryggi stjórnarinnar verður al- varlega ógnað erlendis frá. Gríslca stjórnin traust I sessi GRÍSKA herforingjastjórnin hefur verið sex mánuði við völd, og þrátt fyrir alla þá hörðu gagn rýni sem hún hefur sætt, virðist henni hafa tekizt að festa sig svo vel í sessi, að flestar l'íkur benda til þess að hún verði lengi við völd. Fjórir andstöðuhópar, sem vitað er að tekið hafa til starfa, þar af þrír vinstrisinnaðir og einn er fylgir miðflokkunum að málum, virðast ekki njóta mikils fylgis, svo að enn hefur engin öflug andspyrna verið skipulögð. Gagnrýni tvegigja hægi'sinnaðra stjórnarandstæð- inga, Kanellopoulosar fv. for- sætisráðherra og frú Vlachos blaðaútgefanda, hefur fengið hljómgrunn, en ekki leitt til þess að myndazt hafi öflug and- spyrnuhreyfing gegn stjórninni. Þótt stjórnin hafi ekki slakað á klónni síðan hún hrifsaði völd- in, eins og sjá má á því að rit- skoðun er jafnströng og hún var fyrst eftir byltinguna, virðist al- menningur í Grikklandi vilja bíða og sjá hvað setur. Grikkir bíða eftir væntanlegri endur- skipulagningu á stjórninni og nýrri stjórnarskrá, sem 'boðuð hefur verið. En fýrst og fremst vilja þeir bíða og sjá í hvaða átt herforingastjórnin stefnir á næstu mánuðum. Ástandið í efnahagsmálum landsins er síður en svo glæsi- legt, en á hinn bóginn er það alls ekki ibágborið. Á sumum sviðum hafa átt sér stað framfarir síðan byltingin var gerð. Þetta á til dæmis við um bygigingaiðnaðinn. Oft hefur verið orðrómur á kreiki. um, að herfloringjar, sem óánægðir eru með stjórnina ætli að láta til skarar skríða, en þessi hugsanlega óánægja hefur ekki leitt tLL aðgerða. Með hverri hreinsuninni á fætur ann- arri virðist stjórnin hafa útrýmt allri hættu á gagnbyltingu. Sam- búð herforingjastjórnarinnar og Konstantíns konungs virðist hafa batnað — en þó er ekki hægt að segja að hún sé vin- samleg. 'Mörg erlend ríki, þeirra á meðal Bandaríkin, hafa gert her- foringjastjórninni ijóst, að þau vilji að aftur verði horfið til ]ýð- ræðislegra stjórnarhátta. Aðal- foringj ar herforingj a stjórnarinn- ar, þeirra á meðal Georg Papa- dopoulos ofusti, sem hefur orðið stöðugt valdameiri á undanförn- um mánuðum, eru hlynntir þeirri hugmynd, að einhvers konar lýðræði verði komið á í Grikklandi. Þróunin virðist því ætla að stefna í þá átt á næstu mánuðum — nema því aðeins að eitthvað óvænt gerist, er leiða mun til ósveigjanlegri af- stöðu herforingjastjórnarinnar. IUindzenty kyrr í sendiráðinu FULLTRÚA Páls páfa, austur- ríska kardínálanum Franz König, hefur tekizt að fá Mindzenty kardinála, fyrrum yfirmann ung- versku kirkjunnar, ofan af áform um um að yfirgefa bandaríska sendiráðið í Búdapest, þar sem hann hefur dvalizt síðan hann leitaði þar hælis í byltingunni 1966. Á undanförnum sex árum hef- ur ungverska stjórnin tjáð sig fúsa til samkomulags, er gera Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.