Morgunblaðið - 28.10.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1987
E. J. Knapp, liðsforingi, afhendir Guðmundi Magnússyni
straumdeilinn.
Aðgerðir til þess að draga úr greiðsluhc lla við útlönd:
15-25% innborgun bundin í 3 mán.
— Rekstrar- og hrávörur undanþegnar
í FRÉTTATILKYNNINGU
frá Seðlabanka fslands er
frá því skýrt, að Seðlabank-
inn hafi birt nýjar reglur um
innborganir vegna innflutn-
ings, í framhaldi af breytingu
á reglugerð um skipan gjald-
eyris- og innflutningsmála.
Um leið og sala gjaldeyris
fyrir innflutningi fer fram
skal greiða 15% innborgun,
sem bundin verður í þrjá.
mánuði enda sé ekki um
greiðslufrest að ræða. Sé
vara flutt inn með greiðslu-
fresti, en án ábyrgðar hækk-
ar innborgun um 15% þ.e.a.s.
úr 10%, sem í gildi er í 25%.
Innborgun þessi skal standa
meðan greiðslufrestur varir,
þó ekki skemur en þrjá mán
uði. Undanþegnar þessum
ákvæðum verða allar helztu
rekstrar- og hrávörur.
Ákvörðun þessi tekur gildi
n.k. mánudag 30. okt. Til-
gangur þessara aðgerða er að
draga úr sívaxandi halla á
greiðsluviðskiptum við út-
lönd en á fyrstu níu mánuð-
um þessa árs var útflutning-
ur rúmlega 1000 millj. lægri
en á sama tíma í fyrra en
innflutningur um 3% hærri.
í viðtali við Mbl. í gær-
kvöldi minnti dr. Jóhannes
Nordal, Seðlabankastjóri á,
að verulegar innborganir
hefðu verið í gildi fram á
árið 1962, en með öðrum
hætti en nú er ráðgert.
Seðlabankastjórinn sagði
jafnframt, að þrátt fyrir
lækkun útflutningstekna
hefði ekki dregið úr innflutn
ingi, en nauðsynlegt væri að
svo yrði.
Fréttatilkynning Seðla-
bankans fer hér á eftir í
heild:
í FRAMHALDI af breytingu á
reglugerð um skipan gjaldeyr-
is og innflutningsmála o.fl., sem
gefin var út af viðskiptamála-
ráðuneytinu í dag, hefur Seðla-
bankinn birt auglýsingar um nýj
ar reglur um innborganir vegna
innflutnings.
í hinum nýju reglum felst að
greiða þarf 15% innborgun, um
leið og sala gjaldeyris fyrir inn
flutningi fer fram, enda sé ekki
um greiðslufrest að ræða, og
verður innborgunin bundin í
þrjá mánuði. Sé vara flutt inn
með greiðslufresti, en án á-
byrgðar, hækkar innborgun um
15%, þ.e.a.s. úr 10% sem nú er
í gildi, í 25%. Innborgun þessi
stendur, á meðan greiðslufrest-
ur er, en þó ekki skemur en
þrjá mánuði. Undanþegnar þess
Framh. á bls. 27
Til Kísiliðjunnar
á síðustu stundu
EINN af hlutum þeim, sem átti
að fara til Kísiliðjunnar í Mý-
vatnssveit, lenti í örlagaríkri
villu, sem nær hafði valdið því,
að ekki yrði hægt að gangsetja
verksmiðjuna á fyrirhuguðum
tíma. Var hér um að ræða straum
deili, sem vegur um þrjú tonn
og keyptur var frá Bandaríkjun-
um.
Vegna rangrar afgreiðslu var
straumdeilinum beint til Perú í
stað Bjarnarflags og komust
þessi mistök ekki upp fyrr en
á föstudaginn var. Þá var of seint
að fá tækið bingað með skipi,
þess að flugvélar íslenzku flug-
félaganna gætu tekið það.
Var því leitað til yfirmanns
Bandaríkjahers í Keflavík, F. B.
Stones aðmíráls, og hann beð-
inn um aðstoð við flutning
straumdeilisins til landsins. Brást
hann vel við og sl. miðvikudag
kom straumdeilirinn til Kefla-
víkurflugvallar með flugvél frá
Bandaríkjaher. Var þegar í stað
haldið með hann á bíl áleiðis
til Mývatnssveitar.
Hinn almenni kirkju-
fundur hefst á morgun
HINN almenni kirkjufundur
stendur yfir í Reykjavík dagana
29. okt. til 1. nóv. Aðalmál fund-
arins eru tvö: Ábyrgð þjóðarinn-
ar á æsku, trú og tungu og í
öðru lagi minning siðbótarinnar.
Á sunnudagsmorgun kl. 11 verð-
ur hátíðamessa í Dómkirkjunni.
Biskup íslands, herra Sigurbjörn
Einarsson prédikar og minnist
siðbótarinnar, organleikari er
Ragnar Björnsson og dómkórinn
syngur. Sama dag kl. 17 verður
fundurinn settur í Dómkirkjunni.
Við fundarsetningu syngur
Kammerkórinn undir stjórn Ruth
Little Magnússon lög frá sið-
bótaröld. Dr. Róbert A. Ottósson
kynnir efni þeirra. Þá flytur
Þórhallur Höskuldsson stud.
theol. erindi eftir séra Heimi
Steinsson um siðbót og móður-
mál. Almennur söngur er í upp-
hafi fundar og við fundarlok.
Á mánudag hefst fundur með
morgunbænum kl. 9,30, en kl.
10—12 verða flutt framsöguer-
Sjálfstæðisfélag
Oarða- og Bessa
staðahrepps
ANNAÐ spilakvöld félagsins
verður mánudaginn 30. þ.m. í
samkomuhúsinu á Garðaholti kl.
20.30. Góð verðlaun verða veitt.
indi um aðalmál fundarins. Fram
sögumenn verða Hannes J. Magn
ússon, rithöfundur, séra Ingólfur
Guðmundsson og séra Jón
Bjarman. Kl. 14—16 fyltja frams.
erindj frú Lára Sigurbjörnsdóttir
og séra Helgi Tryggvason og kl.
17—19 flytja framsöguerindi
Árni Böðvarsson cand mag.,
Helga Magnúsdóttir kennari og
flutt verður erindi eftir séra Pét-
ur Sigurgeirsson á Akureyri.
Á þriðjudag hefst fundur með
morgunbænum kl. 9,30 og kl. 10
flytur Hjörtur E. Guðmundsson
framsöguerindi og umræ.ður
verða. Kl. 11 lagðir fram frum-
drættir að álitsgerð. Kl. 14—16
flytja dr. Árni Árnason og Ást-
ráður Sigursteindórsson og al-
mennar umræður verða. Kl. 17
sama dag flytur Jóhann Hannes-
son prófessor erindi um kenn-
ingu Lúthers um góð verk. Á
miðvikudag verður skilað álits-
gerð og kosið í nýja undirbún-
ingsnefnd og fundarslit um kvöld
ið.
EKIÐ var á bifreiðina Y-2319
þar sem hún stóð fyrir utan hús
ið Borgarholtsbraut 54. Þetta
mun hafa gerzt á tímabilinu frá
kl. 21—8 aðfaranútt föstudags.
Skemmdist hægra afturbrétti
bifreiðarinnar ásamt hurð. Þeir
sem einhverjar upplýsingar
gætu gefið eru beðnir að hafa
samband við lögregluna í Kópá
vogi.
Valgarð Briem, formaður fram kvæmdanefndar H-umferðar, ásamt sænsku H-mönnunuim, þeim
Backlud, Göran Tholerus, Ott osson og Eiworth.
Upplýsingamiðstöð um
H-umferð senn opnuð
Sœnsku H-mennirnir hafa gert áœtlanir
um 5 áróðursherterðir
UPPLÝSING AMIÐ STÖÐ hægri
umferðar verðlur opnuð aður en
langt um líður, en hún mun ann
ast kynningarstarfsemi á fyrir-
Scmkomulag í
Öryggisrúðinn
New York, 27. október. AP
FULLTRÚAR sex ríkja í
Öryggisráði SÞ hafa náð
samkomulagi um ályktunar-
tillögu þess efnis, að Sam-
einuðu þjóðirnar sendi sér-
stakan fulltrúa til Austur-
landa nær til þess að finna
frambúðarlausn á deilumál-
unum austur þar.
Tillagan, sem er borin
fram af fulltrúum Indlands,
Brasilíu, Argentínu, Nígeríu,
Mali og Eþíópíu, verður
lögð fyrir fulltrúa fjögurra
annarra ríkja, sem kjörnir
eru í ráðið — þ.e. Kanada,
Japans, Danmerkur og Búlg-
aríu. Alls eiga 15 ríki full-
trúa í ráðinu.
Ekki hefur verið skýrt frá
efni tillögunnar í einstökum
atriðum, en talið er að hún
sé í höfuðatriðum samhljóða
tillögu, sem Indverjar hafa
borið fram.
hugaðri breytingu til skóla og
fjölmiðlunartækja, svo og getur
ailur lalmenningur leitað þangað
um upplýsingar varðandi hægri
umferðina. Pétur Sveinbjamar-
son, umferðarfulltrúi Reykjavík-
urborgar, og Ragnar Kjartans-
son, framkvæmdastjóri, munu
hafa yfirumsjón með þessa mið-
stöð.
Ekki er talið, að meiri erfið-
leikar verði bundið að kóma
hægrj umferð á hér á íslandi
en í Svíþjóð, og jafnvel auð-
veldara. Ekki er heldur óttast,
að aukning verði á slysum í um-
ferðinni þegar breytingin hefur
verið framkvæmd. Er þar aðal-
lega miðað við reynslu Svía í
þessum efnum, en þar hefur
slysahlutfallið eftir breytinguna
ekki verið eins lágt undanfarin
átta ár.
Allt þetta kom fram á blaða-
mannafundi með framkvæmda-
nefnd hægri umferðar og fjór-
um Svium, sem hér eru stadd-
ir til aðstoðar íslenzkum aðilum
er annast munu breytinguna.
Eru Svíarnir þeir Gunnar Back-
lund, upplýsingafulltrúi sænsku
hægri nefndarinnar, Roland Ei-
worth, frá sænska ríkisútvarp-
inu, en hann hafði yfirumsjón
með upplýsingamiðlun í útvarpi
og sjónvarpi þar. Göran Thole-
rus og Bengt-Áke Ottoson, sem
höfðu forstöðu með upplýsinga-
miðlun almennt. Hefur þeirra
þáttur í umferðarbreytingunni í
Svíþjóð þótt mjög heillaríkur, og
þeirra starf við kynningar og
dreifingu upplýsinga er talið
eiga drjúgan þátt í því, hve breyt
ingin þar yfir í hægri umferð
tókst veL
Þeir hafa dvalizt hérlendis í
vikutíma, og verið til skrafs og
ráðagerðar við ýmsa aðila. Þeir
sendu á undan sér bráðabirgða-
tillögu um áætlun varðandi
dreifingu upplýsinga og kynning
ar á fyrirhugaðri breytingu hér.
Eftir komuna hafa þeir leiðrétt
ýmislegt varðandi þessa áætlun,
og m.a. gert nákvæma tímasetn-
ingu á fyrirhugaða dagskrá. Er
hún til meðferðar hjá fram-
kvæmdanefndinni og verð—
ur tekin ákvörðun um hana inn
an skamms.
Áætlun sinni skipta Svíarnir
í fimm áróðursherferðir, ef svo
má að orði kveða. Fyrsta her-
ferðin hefst 15. nóvember til 10.
desember og er þar lögð aðal-
áherzla á að fá fram jákvæð
viðhorf hjá almenningi gagnvart
breytingunni og kynna því hvað
gert hefur verið og hvað muni
gerast. Hinn 10. desamber til 15.
febrúar er svo fyrirhugað að
kynna fólki umferðarreglurnar
og hegðun í umferðinni. Þriðja
herferðin stendur yfir allan
marzmánuð, og þar er lögð meg-
ináherzla á að kynná hvernig
breytingin yfir í hægri fer fram
í smáatriðum. Hinn 10. maí og
fram að H-degi, 26. maí, er lögð
aðaláherzla á að skýra fólki frá
Framh. á bls. 27