Morgunblaðið - 28.10.1967, Síða 17

Morgunblaðið - 28.10.1967, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. OKT. 1967 17 Ásgeir Jakobsson: „Það er fyrir fisk, sem þessi gariur er ull" SVO óhönduglega tókst til í greinarkornum, sem ég skrifaði fyrir nokkru, að ég styggði tvo öndvegismenn, en ekki þó nema annan þeirra til saka. Hjálmar Bárðarson, skipa- skoðunarstjóri, er löggiltur ágætismaður langt fram í ættir og það er ekkert að gera nema hneigja sig og taka ofan, ef maður rekst óvart á hann. Þar að auki erum við sammála um a'ð lestarnar séu margar hverj- ar of stórar, innrétting þeirra úrelt og margir hlaði úr hófi fram af ýmsum sökum. Skipa- skoðunarstjóri segist lengi hafa velt fyrir sér breytingu á lest- arinnréttingu síldarskipa og þar á meðal hugmyndinni um einhverskonar tankainnrétt- ingu. Hann vonar, að sér hafi tekizt að leysa öryggishlið þessa vandamáls með hinni nýju skilþiljainnréttingu í Eld- borginni og verður fróðlegt að heyra nánar um það, _ þegar reynzla er fengin. Ég á ekki meira erindi við skipaskoðunarstjóra, hann hef- ur gert hreint fyrir sínum dyr- um og hans sjónarmið er fyrst og fremst öryggissjónarmiðin. En fyrst við erum komin nfð- ur í lest á annað borð, langar mig til að staldra þar andar- tak við. Þó að við séum orðin svo fín, að Skáldið Eina tekur fyrir nefið, ef það heyrir nefnda síld í útvarpinu, þá verður bæði hann og við að bíta í þáð súra epli, að það er fyrir fisk, sem þessi garður er ull, og fiskilestin er enn megin- hyrningarsteinninn undir þjóð- félagsbyggingunni. Við innréttingu fiskilestar er einkum þrenns að gæta: 1) öryggi skipsins sé tryggt, 2) veiðifangið spillist sem minnst, 3) að sem minnstar tafir verði við veiðarnar við að gangá frá í lestum. Allar fiskveiðiþjóðir leita eftir sem haganlegastri lestar- innréttingu og það eru einkum fyrri atriðin tvö, sem glímt er við, en við eigum í hvað mest- um erfíðleikum með síðasta at- riðið. Við getum ekki hugsað okkur neitt það fyrirkomulag í lest, sem hefði í för með sér minni afköst og minni afla. Þess vegna verðum við öðrum þjóðum fremur að finna upp lestarinnréttingu, sem samein- ar öll ofannefnd sjónarmið. Nú vitum við, að við töpum hundruðum milljóna árlega, vegna þess að bæði síld og þorskur spillist í lestum skip- anna. Þorskinum er kasað of mikið saman og síðan kastað í löndunarkör, og þekkja flestir þá raunasögu alla, en þó mun flestum þykja síldargrauturinn Öllu óhugnanlegri. Það er gam- an að horfa á feita, gljáandi og spriklandi síldina falla niður í lestarnar úti á miðunum, en jjað er sárgrætilegt að horfa á grautinn, sem dælt er uppúr þessum sömu lestum við land. Lestarinnrétting, sem varnar því að síldin sláist, leysir ekki allan vandann við geymslu sildarinnar, en hún er frum- skilyrði. Við höfum í sumar tapað óvenjumiklu af því að við kunnum engin ráð til að bjarga aflanum óskemmdum á land. Ef við hefðum leyst þennan vanda um leið og við stækkuðum skipin, vantaði okkur ekki 750 milljónir í kass- ann núna. Tillaga mín er: Efn- um til hugmyndasamkeppni og heitum háum verðlaunilm fyr- ir teikningu að lestarinnrétt- ingu, sem sameinar þrjú ofan- greind sjónarmið — öryggi — nýtingu — afköst. Við eigum þúsund ára fisk- veiðisögu, en það hefur verið lítið um að við höfum fundið eitt eða annað upp til notkun- ar við fiskveiðar. Ég man ekki eftir öðru en „lensigræjunum", sem Óskar vélstjóri Friðbergs- son fann upp fyrir snurpubát- ana. Ég efast um þessa sögu um smokköngulinn, en þó er hún ekki með öllu forkastanleg. Á seinni árum höfum við hins- vegar verið fljótir að tileinka okkur ýmislegt, sem útlending- ar hafa fundið upp og rutt þar jafnvel brautina og ekki víláð okkur að stokka alveg upp spilin. Við gætum gert það á fleiri sviðum. Hvað lestarinn- réttingu á síldveiðum snertir er ekki líklegt, að aðrar þjóðir leysi fyrir okkur vandann — við verðum sjálfir að finna upp nýja lestarinnréttingu í síld- arskipin. Hér er ekki ætlunin að leysa viðfangsefnið, en lík- ast til er ráðlegt að reyna ekki að byggja á hinu hefðbundna stíufyrirkomulagi, hvorki á síld né þorski. Kasta því með öllu. Léttir blikkkassar eða jafnvel plastkassar, sem tækju háf eða svo, og svo auðvelt væri að koma fyrir í lestinni, að það tæki ekki lengri tíma en tek- ur að losa nótina, virðast geta komið til greina, því að höfuð- viðfangsefnfð er, að ekki þurfi að velkja, hvorki síldina eða þorskinn, fyrr en síldin dettur í síldarkassana eða þorskurinn í stíurnar í hraðfrystihúsunum. Eg geri mér ljóst að föndur- skrif af þessu tagi, hafa ekki nema takmarkað gildi, þetta eru leikmannsskrif, en allt hef- ur sín takmörk. 1 tvo áratugi, eða síðan skipin fóru að stækka og afköstin að aukast höfum við horft uppá hráefnið eyði- lagt í lestum skipanna. Alltaf höfum vfð átt von á að ein- hver framámanna í útgerð fyndi einhverja lausn. Það örlar ekki á henni enn. Það þýðir ekki að ásaka einn eða neinn. Það er ekki á valdi neins einstaks aðila að fram- kvæma gerbyltingu á hefð- bundnu fyrirkomulagi í at- vinnuvegi, þar verða margir að leggjast á eitt, en fyrst er að fá hugmyndina og teikning- una. Tími þumalfingranna er liðinn eða ætti að vera liðinn. Enn vil ég kasta fram tillögu, sem ég verð að fara um nokkr- um og heldur illum orðum, og þó þetta sé kannski leiðinda- stagl og meira eða minna vit- laust í þokkabót, þá vitum við, að dæmið um blessað, elsku barnið og nýju fötin keisarans er alltaf að endurtaka sig. En satt er það, það er leiðinlegt fólk, sem alltaf er áð „upp- götva“ einhvern andskotann. Þannig er mál með vexti að sumar eftir sumar horfum við á það að helmingur síldveiði- flotans eyðir sumrunum í reiði- leysi vegna bilaðra fiskileitar- tækja, lélegra eða rangt upp- settra nóta eða kunnáttuleysis. Skipstjórarnir taka til að prófa sig áfram til að finna hvað áð sé, og sumarið líður. Viðgerð- ar maður tækisins finnur ekk- ert að því, nótamaðurinn ekk- ert að nótinni og skipstjórinn segist kunna sitt verk. Bæði nótamanninum og viðgerðar- manninum getur yfirsézt og gerir það oft og þá er skip- stjórinn í sjálfheldu, enda á hann kannski sökina, og oft endar þetta me'ð því að hann fer í land að aflíðandi sumri og fær aldrei skip meir og út- gerðarmaðurinn fer á haus- inn og tapar húsinu sínu ( það var þannig í gamla daga) og skipverjarnir eru hírulausir. Eini aðilinn, sem úr því gæti skorið, hvað að væri, væri reyndur aflamaður og kunn- áttumaður við veiðarnar, sem færi út með skipinu og prófáði nótina og tækin sjálfur. Hann gæti sagt klárt og gott við við- gerðarmanninn, tækið vinnur ekki eins og það á að vinna, eða nótin nær ekki síld, mældu hana upp aftur, eða við skip- stjórann það er ekkert að nema þú kannt ekki til verka. Ég held að við myndum auka af- köst síldveiðiflotans stórlega og bjarga margri útgerðinni og ungum skipstjórum, ef við hefðum tvo eða þrjá reýnda skipstjóra og örugga aflamenn, sem ekki gerðu antiað en vera mönnum til ráðuneytis um veiðarnar og færu út með skip- um, sem ekki næðu síld af ókunnum ástæðum. Það er því tillaga mín, að ráðnir séu tveir slíkir menn, og ekki neinir fúskarar, heldur öruggustu mennirnir. Ef þeir væru tveir gætu þeir borið saman bækurnar. Þetta myndi áreiðanlega borga sig fyrir þjóðina — kannski mætti einhversstaðar fækka um tvo í skrifstofu í staðinn, til að létta launakostnaðinn? Það er sagt að það sé ein- kenni á vanþróuðum þjóðum, að þær kaupa dýr tæki og síð- an nýtast þau ekki fyrir margs- konar handvömm. Ætli þetta ÞEGAR ég las grein mína í Mbl. 5. sept. sl., tók ég eftir því, að niður hafði fallið ein málsgrein svohljóðandi: Eigum við að telja okkur trú um, að það séu bjargráð fyrir framtíð Bolunga- víkur að ryðja hér í höfnina sem mestu af grjóti? Og þar sem þetta er samnefn- ari þess, sem þar ei skrifað og undirstrikað, vil ég nota þessa málsgrein sem inngang að því, sem nefna má niðurlag nefndrar greinar. Þegar litið er yfir akur minn- inganna, varðandi hafnarmálin hér í Bolungavík, þá koma í ljós ýmsir kvistir, er ekki hafa borið ávöxt sem skyldi, — þótt margt hafi líka tekizt þar vel. Það var 1911, sem hornsteinn- inn var lagður. Verkstjóri var þá Stefán Jónsson og það sem þá var byggt mun vera eitt af því fáa, sem ekki hefir þurft að endurfbæta eða endurbyggja. Árið 1914 kom svo annar verk- stjóri frá Reykjavík. Honum óx í augum íburðurinn í bygging- una, — taldi garðinn vera óþarf- lega breiðan þarna, sem sjórinn var eins og heiðartjörn, a.m.k. sá hann ekki annað. Mjókkaði hann því garðinn um helming og komst þar af leiðandi með hann mun lengra fram í sjóinn en annars hefði orðið. En árið 1916 gjörði svo brim, er gjöreyðilagði þessa fram- lengingu. Árið 1922 var hér danskur verkfræðingur að verki. Hann byggði hér stórt steypu- ker, en áður en því var kömið fyrir, byggði hann undir það grunn eða sökkul úr sandi. Hann skyldi ekki þurfa að kvarta um, að sér væri ekki bú- ið þægilegt hvílurúm Þegar svo meistarinn kvaddi þennan smíð- isgrip sinn, þá þakkaði kassinn fyrir sig með því að halla dálitið undir flatt í áttina á eftir höf- undi sínum og mun að hálfu hafa verið lagztur á hliðinga, þegar meistarinn kom heim til sín, — reiðileysi rándýrra skipa, sem búin eru rándýrum tækjum, sé eitt af þeim einkennum? Nú nenni ég ekki áð standa í þessu að bjarga þjóðinni leng- ur. Hún hefur sannað, að hún gat lifað fyrir mína daga, og vafalaust heldur hún áfram að lifa þó að ég falli frá, og senni- lega hefði hún skrimt þó að ég hefði aldrei fæðst, ég ætla því að pota mér sem skjótast útúr þessari voðalegu björg- unarsveit, sem er orðinn allt of stór í landinu. Þegar allir eru alltaf áð bjarga öllum, veit eng inn, hver er að bjarga hverjum. Söngur villiandarinnar. Allir landsmenn kannast við mjeg harmþrungið kvæði eftir Jakob Hafstein um villiönd, sem varð fyrir skoti, lá ekki alveg, heldur féll hálfdauð til jarðar og tók til að syngja í helstríðinu yfir börnunum sínum ungum og smáum. Hlut- ur skyttunnar er ekki gerður góður í kvæðinu, en getur ekki verið að manngreyfð hafi skot- ið öndina óvart, eins og ég skaut Jóhann Kúld, gem nú grúfist helsærður yfir rússneska reknetakoppa. Mér varð á um daginn að taka svo til orða, að við mynd- um kalla sum þessara skípa öskuhaugamat. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að vinna Jóhanni Kúld mein, gömlum og gegnum manninum, sem búinn er að skrifa margt þarft og ágætt um sjómennsku og útgerð og fiskverkun og er furða áð ekki skuli vera búið að heiðra slíkan áhugamann um málefni sjómanna — eða kannski sé búið að því. Hvernig átti mér, manni að vestan, að detta í hug, að það mætti ekki tala dálítið hressi- lega um bátkoppa, hverrar þjóðar sem þeir væru. Við höf- um nú ekki alltaf verið áð vanda okkar eigin bátum kveðj- urnar, ef okkur hefur boðið svo við að horfa. Jóhann ætlar að lemja þetta þá var nefnilega enn ekki far- ið að fljúgia. Árið 1947 var orðið skipt um vitamálastjóra, Thorvald Crabbe var hættur en Emil Jónsson, nú ráðherra, tekinn við og heyrðu þá að sjálfsögðu öll hafnarmál undir hann, — þar á meðal okk- ar. Nú skyldi byggja brimbrjót- inn úr lausu grjóti, sem rutt var í sjóinn fram af enda hans, — svo langt fram sem ákveðið væri að byggja í hvert skipti og steypa síðan járnbenta hellu ofan á. — En nú leizt okkur hér heima ekki á blikuna, og hreppsnefnd- in ályktaði einróma að mótmæla þessu. Sigurður Bjarnason alþm. minntist þá á það við mig, að ég skrifaði niður álitsgerð hrepps- nefndar og sendi sér eða vita- málastjóra hana. Varð ég við þessuim tilmælum, skrifaði þetta niður og fór með það suður til vitamálastjóra. — Þá voru þar enn orðinn mannaskipti, Emil Jónsson orðinn ráðherra O'g Ax- el Sveinsson tekinn við starfi vitamálastjóra. Tók hann erindi mínu vel og féllst alveg á að halda yrði áfram að byggja brimíbrjótinn úr steinsteypu og hefir þeirri stefnu verið haldið að mestu síðan. ‘Hefði hin leiðin verið farin, — framkvæmd málamyndabygg- ing úr lausu grjóti, sem að sjálf- sögðu hefði jafnast út í næsta stórbrimi, — þá er ólíklegt, að við værum nú að nöldra um nokkrar hafnarbætur, — það mál tilheyrði þá fortiðinni. Þegar einstaklingar, fyrirtæki eða stofnanir hyggja á fram- kvæmdir, hvort sem það er í varnaðar-, hagræðis- eða hagn- aðarskyni, þá er upphafið, að gera upp á milli áhættu, kostn- aðar og hagræðis eða hagnaðar. Þessi gáta er fljótráðin að því er snertir sandgarðinn okkar fræga. Þar er um engan, — bók- hálfgildings spaugsyrði ofan I mig með norskum fiskifræð- ingi. Nú sé ég ekki glóruna í því að elta útum heim fiski- fræðinga til að vitna hér uppi á íslandi um skipabyggingar — af hverju ekki skógræktarfræð- ing, það var þó nær viðfangs- efninu? Það gleður mig, eins og það hlýtur að gleðja alla, ef það er rétt, að rússnesk skip séu sterkbyggð, og ég ætla hvorki að játa því eða neita, sanna eða afsanna, heldur taka Jó- hann trúanlegan, hann hefur vafalaust kynnt sér málið, en þessi norska heimild hans er heldur lágkúruleg Jóhann hlýtur að skilja, að ég bankáði ekki þessa koppa utan, heldur dæmdi þá eftir auganu, grunlaus um að nokkr- um íslendingi stæðu þessi skip fjarlægrar þjóðar svo nærri hjarta að ég hlyti kárínur fyr- ir að segja frá því, hvernig sum þeirra komu mér fyrir sjónir. Ég hef enga löngun til að móðga Rússa, þeir eiga til dæm ir heiður skilinn fyrir aðstoð við íslenzka sjómenn og þeir eru viðskiptabjóð okkar, ég hef heldur enga löngun til að særa góða menn, en ég á mér þar nokkra málsvörn — ég skaut útí bláinn að gamni mínu og Jóhann flaug fyrir skotið — honum er líka nær að vera ekki að rogast með of stórt og of viðkvæmt rússneskt hjarta í görolum íslenzkum búk — ef hann hefði notazt við þetta ís- lenzka hjarta, sem hann fædd- ist með, þá hefði svona slysa- skot ekki valdið honum tjóni. Ég úrskurða mig hér með úr þessari rússnesku skipabygg- ingardeilu með því að biðja hlutaðeigandi aðstandendur af- sökunar á ummælum mínum um hinar rússnesku fleytur — mér hefði aldrei dottið í hug að kalla skipin öskuhaugamat, ef ég hefði vitað, hvað stálið í þeim var sterkt, ég hefði nátt- úrlega kallað þau brotajárn. staflega engan hagnað að ræða eða hagræði sem teljandi sé. Við þurfum engan varnargarð að að byggja gegn sunnanbrimi. Þorskafjarðarheiðin hefir til þessa varið Bolungavík fyrir öllum holskeflum frá suður- hafL og ég veit ekki um neina breytingu á því. — Hinsvegar hefi ég áður bent á það tjón, sem garðurinn veldur og skal ekki endurtaka það nú. Ég verð því að lýsa undrun minni yfir því, ef ráðandi menn hér í Bolungavík, sem ég veit, að allir vilja þessu byggðarlagi vel gjöra, — sjá sér fært að halda áfram með þessa varhuga- verðu framkvæmd, sem hér um ræðir, að ekki sé fastar að orði kveðið, — þar sem iíka bent hef- ir verið á aðra leið, sem ég leyfi mér að fullyrða, að yrði tvímæla iaust hagkvæmari, áhættuminni, öruggari og í alla staði heppi- legri. Og ég spyr: Hvaða siðferði- legan rétt höfum við til að setja hér slagbrand fyrir allar frekari bafnarframkvæmdir hér í fram- tíðinni? Og því skyldum við þannig óbeint lýsa vantrausti á framtíð Bolungavíkur? Nei, ég get ekki fallizt á, að það sé rétt. Kristján Ólafsson. Jóhann Ragnarsson, hdl. málflutningsskrifstofa Vonarstræti 4. Sími 19085 Setningin, sem féll niður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.