Morgunblaðið - 23.11.1967, Síða 28

Morgunblaðið - 23.11.1967, Síða 28
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 1967. Brezkur togari strandar, meðan ráðizt er á hafnsögumanninn Hafnsögumaðurinn er mikið skaddaður í andliti og á höfði ísafirði 22. nóv. BREZKI togarinn Blackburn Rovers frá Grimsby strandaði í dag utarlega í Sundunum á fsa- firði og er svo skammt frá landi, að trúlega má ganga um borð í hann þurrum fótum á fjörunni. Togarinn er fastur í hælinn, og verður gerð tilraun til að ná honum út á flóðinu um kl. 22.30 í kvöld, og takist það, mun hann sigla til Rvíkur. Strand þetta varð með allsögu legum hætti. Togarinn hafði komið hingað til smávægilegrar viðgerðar og tók hafnsögumann rétt fyrir hádegi. Mikil ölvun var meðal skipverja, og þegar hafn- sögumaður hafði leiðbeint togar- anum út Sundin og skipið var komið hér um bil út úr þeim, réðust einhverjir skipverja á hafnsögumanninn og veittu hon um verulega áverka, bæði í and- liti og á höfði. Skipti engum tog um, að skipið tók niðri og mun vélin þá hafa verið komin á fulla Varð undir búnt- um uf steypu- júrni VINNUSLYS varð inn við Kleppsveg seinni hluta dags í gær, þar sem unnið er að bygg ingu vöruskemmu Eggerts Krist- jánssonar. Þar var verið að hífa upp í bygginguna 150 stk. steypu styrktarjárn — 10 metra löng — í nokkrum búntum. Þegar híft hafði verið upp í um 4—5 metra hæð, slitnaði vírinn, sem híft var með, með þeim afleiðingum að búntin féiiu ofan á manninn. er stjórnaði krananum. Hann mun hafa fótbrotnað, auk þess sem hann kvartaði undan verkjum í öxl, og var hann fluttur á Landa kotsspítala. ferð aftur á bak. Nokkrir skipverjar komust í land á gúmbát og lögreglunni var gert viðvart, enda hafði tog- arinn þeytt eimpipu sína í sí- fellu, eftir að hann tók niðri. Lögreglan fór á vettvang og tók á móti skipverjum, sem flestir komust í land á lífbátnum, eða á gúmbát, og var þeim komið fyrir í gistiheimili Hjálpræðis- hersins. Um sex-leytið í kvöld munu þó þrír eða fjórir skip- AÐALFUNDUR Kaupfélags Árnesinga var haldinn s. 1. mánudag og hófst kl. 13.00. Fundinn sátu stjórn félags- ins, endurskoðendur, fram- kvæmdastjóri og fulltrúar hinna ýmsu deilda félagsins en þeir eru um 80 talsins. Fe- lagsmenn Kaupfélags Árnes- inga eru um 1800 og starfs- menn þess nálega 350. Fundarstjóri var kjörinn Þor- steinn Sigurðsson bóndi á Vatns- leysu og fundarritari Óskar Jóns son félagsmálafulltrúi K. Á. Fundurinn hófst með því að Oddur Sigurbergsson kaupfélags stjóri flutti skýrslu stjórnar um rekstur ársins 1966 og las og skýrði reikninga félagsins. Velta kaupfélagsins nam um 270 millj. króna á árinu, rekstrarhalli á aðalrekstrarreikningi nam 26 | verja enn hafa verið um borð. Eftir því sem komizt verður næst munu skipverjar hafa verið ófúsir að halda úr höfn og viljað snúa við. Ekki liggur ljost fyrir, hver eða hverjir réð- ust á hafnsögumanninn, en hann er mikið skaddaður í andliti og á höfði. Undanfarna mánuði hafa ver- ið veruleg brögð að því, að brezkir togarasjómenn gerist ölvaðir og uppivöðslusamir hér í bæ og hefur þetta valdið hinu fámenna lögregluliði bæjarins miklum erfiðleikum á stundum. HT. milljónum rúmum. (Tölur eru taldar í milljónum). Kaupfélagsstjórinn skýrði rekstrarhallann allýtarlega eftir að hann hafði afsakað, hve seint þessi aðalfundur væri haldinn, sem stafaði af því, hve mikið Eigendur smyglsins fundnir RANNSÓKN smyglmálsins i Brúarfossi er nú að mestu lokið. Samkvæmt upplýsingum ra'nn- sóknarlögreglunnar hefur nú tek izt að hafa upp á öllum eig- endum smyglsins, en þeir reynd- ust vera sex talsins. Málið verð- ur væntanlega sent saksóknara nú á næstunni. Aðalfundur Kaupfélags Árnesinga: Reikningar K.Á. 26 millj. kr. halla „Vanreiknuð gjöld frá fyrri árum, kr. ... 15.936.848.0446 Verkfallsheimildir ýmist felldar eða samjtykktar Frá fundum flugvirkja, matreiðslumanna ratvirkja, prentara og verksmiðjufólks FUNDIR voru haldnir í fimm stéttarfélögum í gær og fyrra- dag, þar sem tekin var afstaða til vinnustöðvunar nú hinn 1. desember. Félag flugvirkja sam- þykkti að bíða átekta með allar aðgerðir í launa- og kjaramál- um. Félag matreiðslumanna felldi heimild til verkfallsboð- unar, en hins vegar var hún sam þykkt af Félagi íslenzkra raf- virkja, Hinu íslenzka prentara- félagi (63 atkv. gegn 52, en 5 seðlar auðir) og af Iðju, félagi verksmiðjufólks. Flugvélavirkjar héldu félags- fund í gær, og var þar samþykkt að biðja félagsstjórnina að beita sér fyrir þvi, að hérlendis yrði sköpuð aðstaða til að vinna ýmis verkefni, sem hingað til hefur orðið að vinna erlendis, enda þótt mannskapur sé hér fyrir hendi, og að öðru leyti var sam- þykkt að bíða átekta með allar aðgerðir í launa- og kjaramálum. Félag matreiðslumanna felldi með öllum greiddum atkvæðum á félagsfundi í fyrradag að heim ild til vinnustöðvunar 1. desem- ber skyldi veitt. Á hinn bóginn samþykkti Félag íslenzkra raf- virkja að veita stjórn og trún- aðarmannaráði heimild til vinnu stöðvunar 1. desember. Á fundi í Hinu íslenzka prent- arafélagi, sem haldinn var síð- degis í gær, var samþykkt tillaga um boðun verkfalls 1. desember n.k. Verkfallssamþykktin var gerð með 63 atkvæðum gegn 52, en 5 seðlar voru auðir. Meirihluti stjórnar HÍP mælti gegn tillögunni og taldi nægja að hafa í höndunum áður sam- þykkta heimild til verkfallsboð- unar. Vildi meirihluti stjómar- innar bíða átekta og sjá hvernig þróun mála yrði á næstunni. Almennur fundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, í gærkvöldi samþykkti samhljó'ða ákvörðun trúnaðarmannaráðs um vinnu- stöðvun 1. des. og um samstöðu með öðrum verkalýðsfélögum um það. Þá samþykkti fundur- inn áskorun á ríkisstjórn og Al- þingi um að lækka tolla á inn- fluttum hráefnum til iðnaðar um jafnháan hundraðshluta og geng- ið kann að verða fellt, m.a. til að halda stöðugu ver’ðlagi innan- lands. Víkingur II, sem rak á land í ofviðrinu á ísafirði á laugardags- kvöldið, sést á myndinni við bólverkið undan vöruskemmu Kaupféíags ísfirðinga. (Ljósm. Sturla Halldórsson). 1966 færðir með verk hefði verið að fara yfir reikninga félagsins og koma þeim saman, en til þess að svo mætti verða hafði hann þurft að leita talsvert aftur í tímann og fara yfir reikninga fyrri ára. Halli kom fram á öllum úti- búum félagsins, bifreiðarekstri, brauðgerð, efnagerð og lyfjabúð. Beinn rekstrarhalli ársins 1966 nam 10 milljónum og kvaðst kaupfélagsstjóri þá hafa tekið fullar afskriftir allra eigna, svo sem lög stæðu til, og næmu þær 5,3 milljónum, einnig hefði hann afskrifað allar vörubirgðir um 30% og hækkað afskriftir af vöru birgðum ársins 1965 upp í 30%. Á rekstrarreikningum er tölu- liður VIII, sem nefnist „van- reiknuð gjöld frá fyrri árum“. Nemur þessi liður 16 milljónum króna. Kaupfélagsstjórinn skýrði þennan lið svo, að tæpar 6 millj. 79 skrúðir ntvinnulnusir ú Akureyri Akureyri 22. nóv. VIÐ atvinnuleysisskráningu í vinnumiðlunarskrifstofu Akureyr ar, sem fram fór dagana 1.—3. nóvember sl. voru alls 79 ein- staklingar skráðir atvinnulausir, 33 verkamenn og 46 verkakon- ur. r Greiddar atvinnuleysisbætur á þessu ári hér í bæ námu þá um 1,5 millj. kr. Sv. P. af honum væru vanreiknaðar afskriftir af vörubirgðum, en af- gangurinn mistök, eða óná- kvæmni í bókhaldi. Kaupfélagsstjórinn kvað það skoðun sína, að rétt væri fyrir kaupfélagið að losa sig við eitt- hvað af fyrirtækjum þeim, er það nú ræki, og nefndi í því sambandi sérleyfisrekstur og hitaveitu. Hins vegar kvað hann næsta verkefni að rannsaka rekstur allra deilda félagsins og með hverjum hætti bæta mætti hann. Velta verzlana félagsins á Sel- fossi nam 135 milljónum og var það 11% aukning frá árinu áð- ur. Vinnulaunagreiðslur jukust úr 51 milljón króna í 61 milljón, en fækkað var um einn starfs- mann. Rekstrar- og efnahagsreiknihg ur er undirritaður af kaupfélags- stjóra sjálfum og segir þar „Fram anskráðan rekstrar- og efnahags reikning hef ég undirritaður sam ið eftir bókum félagsins." Þetta er annar þáttur, en venja hefir verið að hafa á hjá fyrirtækinu, þar sem reikning- ar hafa verið lagðir fratm af lög- giltum endurskoðanda fram til þessa. Félagskjörnir endurskoðend- ur, þeir Páll Diðriksson bóndi á Búrfelli og Helgi Kjartansson bóndi í Hvammi undirrituðu reikningana með svofelldri bók- un: „Við undirritaðir höfuim yfir- farið rekstrár- og efnahagsreikn- ing þennan og borið saiman við fylgisskjöl. Komið hefur í ljós eftir mjög tímafreka og ná- Framhald á bls. 27 Hitaveituæð sprakk á Skothúsvegi Olli miklum truílunum í Vesturbænum A 12. TÍMANUM í fyrrakvöld sprakk hitaveituæð í Skothús- vegi sunnan við Hallargarðinn svonefnda og olli það talsverðum truflunum í sunnanverðum Vest- urbænum, þar sem hér var um aðalæð að ræða. Viðgerð lauk síðdegis í gær. Jóhannes Zoega, hitaveitu- stjóri, gaf Mbl. eftirfarandi upp- lýsingar í gær: Bilanir af þessu tagi hafa komið fyrir áður á þessu svæði og á svipuðum stöð- um. Bilunin varð á aðalæðinni frá geymunum á öskjuhlíðinni, sem liggur um Miklatorg, Hring- braut, Laufásveg, Skothúsveg og um Tjarnarbrú vestur Hring- braut. Hún kom til af því, að vatn hefur runnið á milli gang- stéttarhellna ofan í stokkinn og valdið tæringu á rörinu. Slíkt kemur oft fyrir, sérstaklega þó á þeim æðum, þar sem gangstétt- arhellur voru jafnframt notaðar sem lok á hitaveitustokkana. — Þessar aðalæðar hafa veríð endurnýjaðar smám saman, þar á meðal mikill hluti þessarar æð- ar og verður lokið við að endur- nýja hana á næsta sumri, en end urnýjun aðalæða verður að fara fram í áföngum að sumrinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.