Morgunblaðið - 29.11.1967, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 19«7
— Útvarpsumræður
Framhald af bls. 1.
Þegar fram á árið 1967 kom og
þó áður en útséð var um, hversu
vetrarvertíð reyndist örðug, því
að gæftir voru svo lélegar að
leita þarf aftur til ársins 1914
til annars eins, þá sáu menn að
verðfallið mundi alvarlegra og
varanlegra en þeir í upphafi
höfðu vonað. Með þetta í huga
tók ég í almennum stjórnmáia-
umræðum hér á Alþingi hinn 11.
apríl s.l. vor svo til orða:
„Á meðan við erum svo háðir
sveiflum vegna afla og verðlags
sem raún ber vitrri er ógeriegt
að segja fyrir um það, hverjum
úrræðum þurfi að beita á hverri
stundu, en frelsið mun lengst af
reynast bezta leiðarstjarnan.
Jafnframt ber að keppa eftir að
draga úr óvissu og sveiflum, og
verður það ekki sízt gert með
því að skjóta fleiri stoðum undir
efnahaginn, hagnýta allar auð-
lindir landsins“.
Notokruim dögum siðar var haid
inn Landsfundur Sjálfstæðis-
manna og var í stjórnmálayfir-
lýsingu hans hinn 23. apríl sl.
m.a. sagt:
„Híð mikla verðfall á ýmsum
af helztu útflutningsafurðum sjáv
arútvegsiins hefur þó leitt til verð
lækkunar hráefnisins og þar með
rýrt afkomu sjómanna og út-
gerðarfyrirtækja. Ríkisvaldið hef
ur leitazt við að draga úr af-
leiðingum verðfallsins með aukn
um framlögum úr ríkissjóði til
sjávarútvegsins á þessu ári, þótt
slíkar aðgerðir geti að sjálfsögðu
ekki vegið á móti svo gífurlegu
verðfalli afurða veigamikilla
greina sjávarútvegsins eins og nú
hefur orðið raun á. Jafnhliða hef
ur með ákvörðuninni um verð-
stöðvun verið 'gerð nauðsynleg
ráðstöfun til að hindra hækkun
rekstrarkostnaðar útflutningsat-
vinnuveganna. Áður fyrr hefðu
jafn stórfelldir erfiðleikar at-
vinnuveganna samstundis valdið
viðskiptahöftum, nýjum álögum
og kjaraskerðingu almennings- en
vegna trausts fjárhags ríkissjóðs
og gjaldeyrisvarasjóðsins hefur
til þessa verið hægt að ráða við
þessa miklu erfiðleika, án þess
að skerða viðskiptafrelsi eða kjör
almennings.“
í þessum orðum mínum og yfir
lýsingu Landsfundarins er berum
orðum gerð aðvörun um, að ef
„stórfelldir örðugleikar atvinnu-
lífsins" haldist, þá kunni að
verða , að skerða viðskiptafrelsi
eða kjör almennings" og „óger-
legt sé að segja fyrir um það,
hverjum úrræðum þurfi að beita
á hverri stundu."
Aðvaranir reyndust ekki
að ófyrirsynju
Það er þess vegna siður en svo
rétt, að við Sjálfstæðismenn höf-
um fyrir kosningar gert lítið úr
aðsteðjandi örðugleikum. Við
lögðum þvert á móti áherzlu á,
að mikil óvissa væri framundan.
Því miður reyndust þessar að-
varanir ekki að ófyrirsynju og
gat þó enginn í apríl séð fyrir
þau áföll- sem þjóðarbúið hefut
orðið fyrir á þessu ári.
Vegna aflabrests verðfalls,
nvarkaðslokana og söluerfiðleika
telja fróðustu menn nú, að út-
flutningsverðmæti okkar muni á
þessu ári vera einum fjórða til
einum þriðja minna en það var
á árinu 1966 og eru þó ekki þar
með öll kurl komin til grafar,
því að bæði vetrarvertíð og sild-
veiðar hafa sökum umhleypinga
og fjarlægra miða orðið mun ó-
hagstæðari fyrir sjómenn og út-
vegsmenn en minni aflaverðmæt
um einum nemur.
Nú erum við íslendingar engan
veginn óvanir mikum sveiflum
í afkomu atvinnuvega okkar.
Engu að siður telst svo mikil
sveifla til minnkunar útflutnings
verðmæta meðal fádæma í sögu
þjóðarinnar frá því að atvinnu-
vegir komust í nútímahorf og
murndi hvarvetna þykja vá fyrir
dyrum, ef slíkt bæri að, jafnvel
þótt í miklu öflugra þjóðfélagi
væri en okkar.
Fram hjá afleiðingum þessa
geigvænlega hnekkis komumst
við ekki með nokkru móti. hversu
illa, sem þær koma við okkur. í
því skyni gagnar alLra sízt upp-
vakning gamalLa deilna sem
þjóðin er þegar fyrir löngu og
m-arg oft búin að kveða upp
sinn dóm um. -
Að sjálfsögðu áttum við einnig
við ýmsa örðugleika að etja á
uppgangsárunum fyrir 1966. En
styrkveitingar þá til einstakra
atvinnugreina sanna ekki ótraust
an efnahag heldur voru nauðsyn-
legar til þess að jafna á milli,
vegna þess hversu misjafnan arð
atvinnugreinarnar gáfu og þá
einkum síldveiðar mun meiri en
nokkur önnur. Og auðvitað er
það rétt, að ef verðlag innan-
lands hefði haldizt óbreytt sam-
tímis því, sem verðlag útflutn-
ings stórhækkaði, þá stæðum við
nú ólíkt betur að vígi. En tal
um þetta nú er gersamlega út í
hött. Orsakir verðhækkananna er
þó hægt að rekja lið fyrir lið, ef
menn fást til að sinna staðreynd-
um gagnstætt því, sem Eysteinn
Jónsson gerir. Afurðaverð er nú
mjög svipað og á árinu 1964. en
síðan og til 1. okt. 1967 hafa kaup
taxtar verkafólks og iðnaðar-
manna að heildarmeðaltali hækk
að um 45% og kaupmáttur tíma-
kaups hækkað um 17%. Ef kaup-
gjaldið lækkaði nú sem þessari
hækkun nemur, mundi afkoma
atvinnuveganna vissulega vera
betri en nokkru sinni fyrr. —
Engum kemur þvílík skerðing
lífskjara til hugar. Aðalatriðið
er, að tekjum útflutningsatvinnu
veganna hefur jafnóðum með
margvíslegu móti verið dreift út
um allt þjóðfélagið, til hvers ein-
staks þjóðfélagsþegns í bættum
lífskjörum. Einmitt þess vegna
verður nú ekki komist hjá nokk-
urri lífskjaraskerðingu.
Það er rétt, að í framtíðinni
mundi það draga úr slíkum
sveiflum eða afleiðingum þeirra,
ef við værum í Fríverzlunar-
bandalaginu, eða næðum viðhlít-
andi samningum við Efnahags-
bandalagið þó að við getum ekki
orðið fullkomnir aðilar þess.
Eins er það okkur höfuðnauðsyn
að nýta allar auðlindir landsins
til að skjóta fleiri stoðum undir
efnahag og atvinnu landsmanna
til aukins jafnvægis og stöðug-
leika. En þótt ótrúlegt sé, þá
standa um þetta harðar deilur,
eins og heyra mátti af ummælum
Eysteins Jónssonar.
Háttvirtir stjórnarandstæðing-
ar berjast hatramlega á móti
öilum þessum ráðstöfunum eða
reyna að gera þær tortryggilegar.
Og hefur okkur þó nú þegar orð-
ið ómetanleg stoð að atvinnunni
og tekjunum, sem fengist hafa
við virkjun BúrfelLs og byggingu
álbræðsiu. Með þessum aðgerð-
um er vísað á veginn til að
hindra jafnmiklar sveiflur í fram
tíðinni. En enn komumst við ekki
hjá að taka afleiðingunum af
okkar einhæfa atvinnulífi. Þess
vegna er ekki unnt að skjóta sér
undan ráðstöfunum til að koma
í veg fyrir, að minnkun útflutn-
ingsverðmæta um allt að einum
þriðja leiði til öngþveitis og var-
anlegra örðugleika. Þó að við-
brigðin séu mikil, þá er íslenzkt
þjóðfélag nú sem betur fer svo
efnum búið, að það getur tekið á
sig þessi áföll, ef rétt er við
brugðizt og þó að menn þurfi
nokkuð að þrengja að sér í bili
geta allir búið við rýmri kjör en
almeniningur naut fram á miðjan
þennan áratug.
Afstaðan til verðtryggingar.
Með engu móti fær staðist, þeg-
ar sagt er að verið sé að svíkja
júní-samkomulagið með okkar
tillögugerð í frumvarpinu um
efnahagsmálin og nú með laga-
setningu um verðlagsuppbót og
vísitölu. Júni-samkom'ulagið var
einungis gert til eins árs og auk
þess háð skilyrðum um meiri
takmarkanir á grunnkaupshækk-
un en raun varð á. Og þegar
verðtryggingarfrumvarpið var
lagt fyrir ALþingi í október 1964
sagði ég orðrétt:
„Á sínum tíma var það skýrt
tekið fram, að skuldbinding um
gildi þessara Laga giLdf að sjálf-
sögðu ekki lengur heldur en þeir
samningar eða samkomulag, sem
frumvarpið byggir á. Það þótti
hins vegar ekki ástæða til þess
að hafa neinn slikan gildistíma
ákveðinn í frumvarpinu sjálfu.
Það verður að fara eftir aðstæð-
um, viðhorfum á hverjum tíma,
hvað í þessum efnum er ákveð-
ið - - - Vísitalan veitir launþeg-
um að vissu leyti tryggingu. Það
er óumdeilanlegt, en hins vegar
hefur hún hættur í sér fólgnar
varðandi of öran verðbólguvöxt,
sem einnig kemur niður á laun-
þegum eins og öðrum landsmönn
um. Það er þess vegna hvorki
hægt að segja, að verðtrygging
eða vísitala skuli undir öllum
kringumstæðúm vera lögboðin
né heldur, að algert bann við-
þessu skuli að staðaldri vera í
lögum. Það verður að fara eftir
ástandi og horfum í efnahags-
málum hverju sinni, hvað til-
tækilegt þykir í þessum efnum“.
Allir, sem að gerð júní-sam-
komulagsins stóðu vita, að þessi
orð mín í október 1964, eru sann
leikanum samkvæm, enda var
engri athugasemd hreyft við þau,
þegar þau voru sögð í áheyrn
helztu samningamanna af hálfu
Alþýðusambandsins og tillögur
okkar um verðtryggingu og vísi
tölu nú eru í fullu samræmi við
það sem ég sagði á þessum tíma.
Gengislækkunin.
Ríkisstjórnin hefur í öllum að-
gerðum sínum og tillögum lagt
á það höfuð-áherzlu að vemda
gengi íslenzku krónunnar. Þar
hefur á stundum verið við ramm
an reip að draga. Sterk öfl hafa
leynt og ljóst stefnt að því að
knýja fram gengislækkun og
hafa þá stundum höggvið þeir
sem hlífa skyldu. Háttvirtur
þingmaður Ólafur Jóhannesson
er þá hafði til skamms tíma verið
bankaráðsmaður í Seðlabankan-
um sagði t.d. í almennum stjórn-
málaumræðum á A-lþingi hinn
11. maí 1965:
„Nú óttast margir og ekki að
ástæðulausu, að ríkisstjórnin
muni grípa til þriðju gengisfell-
ingarinnar á komandi hausti.
Vegna þess sem á urdan er geng
ið, duga því miður ekki yfir-
lýsingar hæstvirts forsætisráð-
herra til að eyða þeim grun-
semdum.”
Svo mörg voru orð seðlabanka
ráðsmannsins fyrrverandi og
sízt voru þau löguð til þess að
styrkja traust á krónunni. Og
þetta sagði hann einmitt á því
ári. sem hraðfrystiiðnaðurinin
hlaut mestan gróða í sinni sögu
og síldveiðarnar voru enn arð-
bærarj en nú. Sumir menn hafa
aldrei séð annað ráð, hvemig sem
á stendur en gengisfell-
ingu. Af því tilefni sagði ég
hinn 12. desember í fyrra til
svars við fyrirspurn háttvirts
þingmanns Hannibals Valdimars
sonar: „ . . að núverandi ríkis-
stjórn kemur ekki til hugar að
fella gengið. Það er að vísu rétt,
að þannig getur staðið á í þjóðfé
lagi að það sé nauðsynlegt að fella
gengi, eins og dæmin sýna bæði
hér og annars staðar. Og það
væri auðvitað alveg fásinna, ef
ég ætlaði að segja, að aldrei
kæmi lil mála að fella gengi
á íslandi . . . Hitt segi ég, og við
það skal ég standa, að ég skal
aldrei vera me‘ð gengislækkun
framar, nema því aðeins, að ráð-
stafanir verði gerðar til þess,
að þeir, sem ætla sér að knýja
fram gengislækkun, til þess að
græða á henni sjáifir, fái að
borga sinn brúsa fyllilega.“
Það er óhagganleg sannfæring
mín, að ekki megi láta undan
ásókn braskara, hvort heldur í
stjórnmálum eða fjármálum, um
gengislækkanir og verður að
hindra að þeir hagnist á sinni
óhugnanlegu iðju. Ég hef æ ofan
í æ mælt gegn ótímabærri geng
islækkun. Allt annað mál er, eins
og ég hefi ætíð gert fyrirvara
um, að stundum getur staðið
svo á, að gengislækkun sé óum-
flýjanleg. í framsöguræðu minni
um efnahagsaðgerðirnar í haust
sagði ég t.d.:
„Ég hef lýst yfir því oft áður. að
vitanlega væri það fásinna af
nokkurri ríkisstjórn að lýsa yf-
ir því, að gengislækkun kæmi
aldrei til greina." Hins vegar
taldi ég að gengislæfekiun bæri
að forðast, eins og aðstæður voru
þá. En þær aðstæður gerbreytt-
ust þegar Bretar ákváðu geng-
islækkun pundsins og er út af
fyrir sig enginn ágreiningur um
það.
Eins er óþarft að deila um,
að lækkun krónunnar nú stafar
af fleiri ástæðum en lækkun
pundsins. Úr því að til geng-
islækkunar varð að grípa á ann-
að borð, var einsætt, að ráða
á þann veg fram úr þeim vand-
ræðum, sem tekjuhrapið á út-
flutningsvörum hefur skapað.
Þá var einnig eðlilegt að skapa
atvinnuvegunum svo mikið svig
rúm. að þeir m.a. gætu staðið
undir kauphækkun vegna verð-
hækkananna nú að undanförnu.
Með þessu eykst verðbólgu-
hætta raunar, en úr henni er
jafnframt dregið með því, að
sjálfvirk vísitöluhækkun kaups
verður ekki lengur lögboðin,
a.m.k á méðan áhrif gengislækk
unarinnar eru að koma fram.
Enginn hefur gerst talsmaður
þess að lögbinda grunnkaup og
er þá eðlilegast, að allt kaup-
gjaldið sé háð frjálsum samn-
ingum aðila.
Nýtt tímabil.
Úrslitum ræður, að unnt er
að hefja nýtt tímabil án stór-
átaka með þeim hug ábyrgra
aðila, sem gefur von um að þessi
tilraun takist, og er þó nú þeg-
ar ljóst, að til eru þeir, sem
leggja ofurkapp á að illa fari. Á
Alþingi má nú heyra daginn út
og daginn inn frá þingmönnum
Framsóknar og línukpmmúnista
stöðugar ögranir til verfea-
lýðsins um að vera nú sem kröfu
harðastir.
Eins og ég segi, þá er atvinnu
vegunum nú skapað aukið svig-
rúm og mun rýmra en ef tillögur
ríkisstjórnarinnar í frumvarpinu
um efnahagsaðgerðir hefðu ekki
reynzt óframkvæmanlegar vegna
atburðarásar okkur óviðráðan-
legar. Þetta er gert með til-
flutningi tekna frá öðrum þjóð-
félagsaðilum til atvinnuveganna
Á fyrsta stigi er gengis-
lækkun því öllum almenningi
óhagstæðari en hinar upphaflegu
tillögur ríkisstjórnarinnar. En
hætta á samdrætti og atvinnu-
leysi veéður minni og sannar-
lega eigum við öll afkomu okk-
ar og lífskjör undir blómlegum
atvinnuvegum.
Hættan af margvíslegum verð
hækkunum er hins vegar miklu
meiri og strangt verðlagseftir-
lit er óhjákvæmilegt, jafnframt
því, sem treysta verður þjóð-
hollustu allra um að gæta nú
hófs í kröfugerð. 1 því skyni að
eyða tortryggni um verðlags-
ákvarðanir hefur ríkisstjórnin
nú beitt sér fyrir nýrri skip-
an verðlagsnefndar og var sú
tillaga upphaflega flutt af full-
trúum Alþýðusambandsins. Við-
urkennt er að leita þarf allra
skynsamlegra ráða til a'ð létta
byrðum af þeim, sem lakast
eru staddir. Auðvitað hlýtur und
ÍTbúningur slíkrar tillögugerðar
að taka nokkurn tíma og er þá
þess að gæta, að gengisbreytingu
ber nú allt öðru vísi að en oftast
áður, þegar þær hafa verið und-
irbúnar mánuðum saman. Gengis
lækkunin má ekki verða til þess
að skotið sé á frest ýmsum end-
urbótum, sem naiuðsynlegar eru
í atvinnuvegum okkar. svo sem
nýskipan hraðfrystiiðnaðarins og
nýtingu fisikveiðilandhelginnar í
samræmi við tillögur vísinda-
manna.
Þótt gengisiækkunin hafi nú
reynst óhjákvæmileg, þá mun
það sannast, sem ríkisstjórnin
hefur talið, að því fer fjarri, að
hún leysi allan vanda, samfara
því, sem hún vefeur ýmis ný
vandamál. Úr þeim verður jafn-
ó’ðum að ráða eftir því, sem efni
standa til, og reynir þá mest á
sáttfýsi og samstarfsvilja.
Eysteinn Jónsson (F) sagði að
engir hefðu verið jafn undrandi
á aðförum stjórnarflokkanna a'ð
undanförnu heldur en þeir er
léð hefðu flokkunum atkvæði í
kosningunum. Þá hefði því ver-
ið haldið fram, að verðstöðvun
skyldi ríkja, og að grundvöllur
atvinnulífsins væri öruggur.
Meira að segja hefði verið hald
ið fram að búið væri að leysa
þann vanda er verðfall á útflutn
ingsvörum hefði skapað. Fram-
sóknarflokkurinn varaði við
þessum málflutningi og benti á
að verðbólgustefna ríkisstjórn-
arinnar hefði á undanförnum ár-
um holgrafið undan íslenzku at-
vinnulífinu. Með blekkingum
tókst ríkisstjórninni að ná naumri
meirihlutaaðstöðu á Alþingi.
Fljótlega eftir kosningarnar
fór ríkisstjórnin að sýna sitt
rétta andlit. Þá var ekki lengur
um að ræða verðstöðvun, held-
ur aðeins hvernig dýrtíðarflóð-
inu'yrði beint yfir þjóðina. Þá
hefði ríkisstjórnin hætt niður-
greiðslum sem þeir tóku upp fyr
ir kosningar. Auknar álögur
voru þó ekki atvinnuvegunum
til stuðnings 'heldur aðeins fjár-
öfliun fyrir ríkissjóð. Ennfrem-
ur var því yfirlýst af ríkisstjórn
inni að ef efnahagsfrumvarp
hennar yrði samþykkt kæmi
gengisfelling ekki til greina, og
forsætisráðherra lýsti því yfir
hvað eftir annað, að gengisfell-
ing skapa'ði fleiri vandamál held
ur en hún leysti. Enginn þarf
þó að ætla að það hefði fyrst
runnið upp fyrir ríkissstjórn-
inni að fella gengið um 20%
eftir að gengisfall varð á sterl-
ingspundinu.
Pétur Sigurðsson (S). Ef sú vá
skapast fyrir dyrum þeirrar þjóð
ar, sem býr við einhæfa útflutn-
Pétur Sigurðsson
ingsframleiðslu að meginhluti
útflutningsaíurðanna fellur stór-
Iega í verði á erlendum mörkuð-
um, þá segir stjórnarandstaðan
á ís'andi, að það sé ríkisstjórn-
inni að kenna, ef það hafi þá
nokkuð að segja fyrir okkar þjóð
ai búskap.
Ef sjómenn okkar og útgerð
fá yfir sig erfiðustu vetrarvertíð,
sem komið hefur í hálfa öld, þá
segir stjórnarandstaðan, að það
sé ríkisstjórninni að kenna.
Og þegar Englendmgar lækka
gengi pundsins, sem óumflýjan-
lega markar þá braut, sem fara
verður til að leysa vanda at-
vinrnuveganna, þá segir stjórnar-
andstaðan þetta ráðabrugg ríkis-
stjórnarinnar.
Það kemur því ekki á óvart,
þótt framhaldið verði fullyrð-
ingar framsóknarmanna, um að
stuðningsflokkar ríkisstjórnar-
innar hafi blekkt kjósendur sína
fyrir síðustu kosningar og haldið
því fram, að allur vandi væri
leystur með verðstöðvunarlögun
um og auknum niðurgreiðslum
úr ríkissjóði.
Með slíkum málflutningi er
vísvitandi verið að „ fara rangt
með staðreyndir.
I sambandi við auknar niður-
greiðslur á sl. ári var skýrt tekið
fram, að til þeirra væri notaður
tekjuafgangur ríkissjóðs, sem
ekkert lá fyrir um að yrði fyrir
hendi á næsta hausti.
Við setningu verðstöðvunar-
laganna, var aldrei sagt, að
grundvallar vandi útflutningsat-
vinnuveganna vegna verðfalls
og aflabrests, væri leystur með
þeim, hinsvegar var sú von Iátin
í ljósi, að á þessu tímabili gæti
orðið um verðhækkanir á afurð-
unum að ræða, sem þó siðar
brást.
Og síðast en akki sizt, þá var
því lýst yfir, að með þessu gæf-
ist þeirri ríkisstjórn, sem mynd-
uð yrði að loknum síðustu Al-
þingiskosningum, tóm til að
kynna sér vandamálin, og leggja
sínar tillögur fram á næsta Al-
þingi.
Þegar á þetta er horft, bið ég
hlustendur að rifja upp hvernig
Framhald á bls 17.