Morgunblaðið - 29.11.1967, Page 14

Morgunblaðið - 29.11.1967, Page 14
14 MORiGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 19«7 Útgefandi: Hf, Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. I lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. AÐILD AÐ VERÐ- LA GSÁKVÖRÐUNUM l>íkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frv. um breytta skipan verðlagsnefnd ar um eins árs skeið eða til ársloka 1968. í frv. er gert ráð fyrir aðild Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitenda sambands íslands, Verzlun- arráðs fslands og Sambands ísl. samvinnufélaga, að verð- lagsnefnd. Frv. er flutt vegna óskar, sem ASÍ hefur borið fram um aðild að verðlags- ákvörðunum. Eins og Mbl. hefur marg- sinnis bent á, byggjast já- kvæð áhrif gengislækkunar- innar fyrir útflutningsat- vinnuvegina á því, að ekki verði í landinu örar verðlags- og kaupgjaldshækkanir. Það liggur að vísu ekkert fyrir um það enn, hvort verkalýðs- samtökin fáist til samstarfs um það að koma í veg fyrir of örar kaupgjaldshækkanir, en forsenda slíks samstarfs af þeirra hálfu hlýtur þó eðli lega að vera sú, að allt sé gert sem unnt er til þess að halda verðlagshækkunum niðri. Þess vegna er aðild verkalýðssamtakanna að verð lagsákvörðunum jákvætt skref í þá átt að skapa slíkt gagnkvæmt traust í verðlags- málum, sem rutt getur braut- ina til víðtæks samstarfs um launamálin. Ætlað er að þessi skipan mála standi, meðan áhrif gengislækkunarinnar eru að koma fram og er þá að sjálf- sögðu réttmætt að samtök atvinnurekenda eigi einnig aðild að verðlagsnefnd, svo sem ráð er fyrir gert í til- lögum ríkisstjórnarinnar. Það sem hér er raunveru- lega að gerast, er, að víðtækt samstarf er að komast á, smátt og smátt, um fram- kvæmd gengislækkunarinn- ar. Gengislækkunin ein leys- ir fá vandamál, ef fram- kvæmdin er ekki rétt. Þess vegna ber að fagna hverju spori, sem stigið er í þá átt að koma á víðtæku samstarfi um framkvæmd gengislækk- unarinnar, sem jafnframt stuðlar að sáttum í þjóðfé- laginu milli einstakra hags- munahópa, sem auðvitað halda fast fram sínum hags- munum, en eru reiðubúnir til skynsamlegrar málamiðlunar í hverju vandamáli, sem að höndum ber. AFSTAÐAN TIL VERÐ- TRYGGINGAR Ctjórnarandstæðingar hafa í umræðum á Alþingi gert tilraun til þess að láta líta svo út, sem afstaða ríkis- stjórnarinnar, og þá sérstak- lega forsætisráðherra, til verð tryggingar launa, hafi ekki verið sjálfri sér samkvæm á undanförnum árum. Þessum staðleysum verður bezt svar- að með því að vitna í ræðu, sem Bjarni Benediktsson flutti á Alþingi hinn 20. októ- ber 1964, þegar til umræðu var frv. um lögfestingu verð- tryggingar launa í kjölfar júnísamkomulagsins 1964. Forsætisráðherra sagði þá m.a.: „Á sínum tíma var það skýrt tekið fram, að skuld- binding um gildi þessara laga gildir að sjálfsögðu ekki leng- ur heldur en þeir samningar eða samkomulag sem frv. byggir á. Það þótti hins veg- ar ekki ástæða til þess að hafa neinn slíkan gildistíma ákveðinn í frv. sjálfu. Það verður að fara eftir aðstæð- um og viðhorfum á hverjum tíma, hvað í þessum efnum er ákveðið. Frá því að vísitala fyrst var hér upp tekin, ég hygg á árinu 1939, hefur um hana gilt margháttuð og mis- munandi löggjöf. Hún veitir launþegum að vissu leyti tryggingu; það er óumdeil- anlegt. En hins vegar hefur hún hættur í sér fólgnar varð andi of öran verðbólguvöxt, sem einnig kemur niður á launþegum eins og öðrum landsmönnum. Það er þess vegna hvorki hægt að segja að verðtrygging eða vísitala skuli undir öllum kringum- stæðum vera lögboðin, né heldur að algert bann við þessu skuli að staðaldri vera í lögum. Það verður að fara eftir ástandi og horfum í efna hagsmálum hverju sinni hvað tiltækilegt þykir í þessum efnum.“ FRAKKAR, BRETAR OG EBE rftir blaðamannafund de Gaulle, Frakklandsfor- seta í fyrradag væri óraunsæ bjartsýni að ætla, að Bretar fengju inngöngu í Efnahags- bandalagið í náinni framtíð. Greinilegt er að Frakkar munu leggjast algjörlega gegn því að svo verði og nú er einnig orðið ljóst að rík- isstjórn Kiesingers, kanslara í V-Þýzkalandi, muni ekki veita Bretum þann stuðning, sem þeir ef til vill hafa bú- izt við og nutu að verulegu leyti, þegar ríkisstjórrn Har- olds Macmillans leitaði inn- göngu í EBE á sínum tíma. mYMm Shena IUackay EFTIR T. L. MC CARTHY SHENA MacKay, 23 ára að aldri, sem nú er talin eitthvert vænlegasta rithöfundarefni Bretlands, vill afnema kon- ungsfjölskylduna — en fyrst langar hana samt til að sækja eina garðveizlu drottningar- innar í Buckinghamhöll. „Sem stofnun er konungs- fjölskyldan alveg ótæk, en persónulega kann ég vel við hana, einkum þó Charles prins og Önnu prinsessu", segir hún. Shena hefur ýmsar óhefð- bundnar skoðanir, sem hún telur sig hafa erft frá for- eldrum sínum — „þau eru bæði sósíalistar". — „En ég vil alls ekki eyðileggja þjóð félagið, heldur bara breyta Því.“ x En þessar sérskoðanir henn ar ná ekki til unga fólksins, eins og það er í dag. „Það er verið að segja, að allir þessir „hippies" elski allt og alla, en svo kæra þeir sig ekki einu sinni um þá, sem þykir vænst um þá, þ.e. for- eldra sína.“ Shena hefur þegar fjórar bækur til síns ágætis, og sú fimmta er á leiðinni. - Fyrsta bók hennar „Toddl- er on the Run“, var tekin í sjónvarp, og leikararnir Al- bert Finney og Michael Med win hafa tryggt sér hana til að gera úr henni kvikmynd. „Þegar ég skrifaði bókina, ætlaði ég fólki að lesa hana en þetta datt mér aldrei í hug. Það hefur einhvernveg- inn gengið fram af mér,“ segir Shena, sem hægt væri að taka fyrir smávaxna fyrir sætu í stuttum pilsum. „Fyrst til að byrja með“, segir hún, „hafði ég minnis- bók undir koddanum. Þegar mér datt eitthvað í hug skrif aði ég það niður. Því miður er ég hætt þessu. Eitt kvöld- ið samdi ég heila sögu áður en ég sofnaði. Næsta dag, gat ég ekki munað neitt atriði úr henni. Enn í dag getur mér snögglega dottið í hug eitthvað, sem hefði getað orð- ið bezta sagan mín.“ En nú orðið hefur rit- mennskan að nokkru orðið að víkja fyrir dætrum hennar tveimur. Sarah er hálfs þriðja árs gömul og Rebecca rúm- lega ársgömul, og svo fyrir manninum hennar, sem heit- ir Robin Brown og er ensk- indverskur teiknari. „Þegar ég átti eitt barn, hugsaði ég: „Mikið þarf mað ur að hafa fyrir þessu.“ En nú, þegar ég á tvö, hugsa ég: „Mikið var þetta auðvelt meðan ekki var nema eitt barn“. En Robin er ágætur. Hann er alltaf að hjálpa mér, en samt er þetta talsvert erfitt að hafa þau tvö“. „Ég skrifa aðallega á nótt- unni, þegar börnin eru sofn- uð. Þá er ekki eins mikill hávaði og ég hef næði til að hugsa, en auðvitað gengur þetta seint með þessu móti.“ Bækur hennar snúast venju lega um dálítið kjánaleg at- vik, sem þó geta komið fyr- ir í daglegu lífi. Lesandinn verður var tilfinninganæmi og greindar, með fimlegum og fyndnum athugasemdum. Dauðinn kemur mikið við sögu, en Shena neitar því, að hún hafi áhyggjur af honum. „Hann er bara hin rökréttu endalok“, segir hún. Hún heldur því fram, að allar bækur hennar séu ein- tómt hugmyndaflug. „Allar persónur mínar hafa verið uppdiktaðar, fram að þessu en það getur vel breytzt í næstu bók, þar sem börn koma mikið við sögu.“ „Ég hef andstyggð á styrj- öld og ofbeldi. Þegar ég var yngri, var ég vön að taka þátt í kröfugöngum gegn kjarnorkusprengjum." Shena er eindregin jurta- æta. „Ég smakka aldrei kjöt og nota aldrei leðurvörur“. Hún er líka tekin að snúast gegn mjólk. „Ég vil ekki nota mjólk, af því kýrnar er látn- ar mjólka óeðlilega lengi. Mín börn munu fá sína mjólk úr jurtum". Hana langar til að ferðast. „En ég er viss um, að ég mundi alltaf koma aftur til Englands", segir hún. New York og Mexikó eru ofarlega á óskalistanum henn ar. „Manhattan virðist vera einhver mest spennandi borg í heimili. Ef maðurinn minn gæti fengið þar vinnu, væri ég til í að dvelja þar eitt- hvað. Þegar ég las „Under the Volcano" eftir Malcolm Lowry vissi ég, að við yrð- um að fara til Mexíkó. Þar er svo heitt“. Lowry, Patrick White og Nabukov eru uppáhaldsrit- höfundar hennar. „Nabukov kann allra manna bezt að haga orðum sínum, þeirra sem ég þekki. Mig mundi langa til að hitta hann, en er bara hálfhrædd við það. Ekki af því að ég sé sjálf svo lé- leg, heldur vegna þess, hvað hann hefur mikla yfirburði.“ ræddi við Belgrad, 27. nóv. AP. AVERILL Harriman, sérlegur sendimaður Johnson Bandaríkja- forseta kom á sunnudag til Júgó- slavíu til viðræðu við Tító Júgó- slavíuforseta. Harrimari og Tító ræddust við á sveitasetri forsetans íKarad- jordjevo. Eftir fund þeirra sagði Harriman, að viðræður þeirra hefðu verið mjög vinsamlegar. Hann sagði, að þeir hefðu talað um Kýpurdeiluna og báðjr hefðu látið í ljós vonir um, að koma mætti í veg fyrir stríð á eynni. Harriman sagði, að þeir hefðu fjallað um deilur landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, framtak Tótós í því máli s.l. sumar hefði ekki borið tafarlausan árangur, en hefði stuðlað að raunhæfari tilraunum til friðarsamninga. Harriman, sem heldur nú til Búkarest, var spurður hvort för hans til Rúmeníu stæði í sam- bandi við hugsanlega milligöngu Rúmena í Víetnam-stríðinu. Harriman vildi ekki svara því beinlínis, kvaðst aðeins mundu dvelja þar í tvo daga og hitta ráðamenn að máli. Harriman er fyrsti háttsetti embættismaðurinn, sem heim- sækir Rúmeníu, eftir að landið hefur tekið upp sjálfstæðari póli- tík gagnvart Sovétríkjunum. Woshington, 25. nóv. AP TALSMAÐUR öldungardeildar- þingsmannsins Eugene McCarthy sagði í dag, að búast megi við tilkinningu í næstu viku, hvort þingmaðurinn reynir að keppa við Johnson forseta um útnefn- ingu frambjóðenda demókrata á næsta ári. Látið er í veðri vaka, að McCarthy muni þá taka þátt í prófkosningum í ríkjunum Massachusettes, New Hampshire, Wiscounsin og Kaliforníu. Kínverjor lak- marko barneignir Hong Kong, 25. nóv. AP. STJÓRNARVÖLD í Kwant- ung í Kína hafa gefið mæðr- um fyrirmæli um að eiga ekki fleiri en tvö börn. Þetta er haft eftir ferðamanni, sem kom frá meginlandinu í dag. Hafin er dreifing á fræðslu- ritling til mæðra, með tvö börn og fleiri, þar sem þær eru hvattar til að kynna sér meðferð og notkun getnaðar- verja. Á síðasta ári jukust barnsfæðingar um tíu prósent frá árinu þar á undan. Það virðist liggja í augum uppi, að afstaða Frakklands- forseta byggist fyrst og fremst á því, að fái Bretar aðild að - Efnahagsbandalag- inu muni mjög draga úr áhrifum Frakklands innan þess. Frakklandsforseti er greinilega staðráðinn í því að halda við þeim miklu áhrif um, sem Frakkar hafa þar nú. Brezka ríkisstjórnin hef- ur fyrir löngu sagt, að hún muni ekki taka nei sem svar við inngöngubeiðni sinni og þess vegna má búast við, að hún haldi enn áfram tilraun- um sínum. Ólíklegt er hins vegar að þær beri nokkurn árangur. Það benda því allar líkur til, að Evrópulönd muni enn um skeið skiptast í tvö við- skiptabandalög. Þessi þróun mála verður stöðugt tilfinn- anlegri fyrir Islendinga og þess vegna hljótum við að draga eðlilegar ályktanir af ummælum Frakklandsfor- seta í fyrradag. Það eru greinilega ekki líkur á því eins og sumir hafa haldið fram, að Efta muni samein- ast EBE innan tíðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.