Morgunblaðið - 29.11.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV. 1967
17
— lÚtvarpsumræður
Frf mhald af bla. 12.
viðskilnaður þessara sömu gagn-
rýnenda var fyrir níu árum.
þegiar þeir hlupu frá stjórn
landsins í miðri messu, og engin
samstaða var innan vinstri
stjórnarinnar um nein úrræði
við þeim vanda, sem þá blasti
við.
Nei, okkar kjósendur voru
ekki blekktir sl. vor. Hinsvegar
sýndu úrslit kosninganna, að
hvorki kommúnistum né fram-
sóknarflokknum tókst að blekkja
kjósendur.
Þær byrjunarráðstafanir, sem
boðaðar voru í efnahagsfrum-
varpi ríkisstjórnarinnar í haust
voru að meginefni til, ráðstafan-
ir til að tryggja hallalaus fjár-
lög.
Að sjálfsögðu er það frumvarp
ekki nú til umræðu vegna gjör-
breyttra viðhorfa sem sköpuð-
ust við fall pundsins.
En alþjóð er nú kunnugt um
tilboð hæstv. ríkisstjórnar til Al-
þýðusambandsins um viðræður
og tillögur frá stjórnendum þess
um hvernig óumflýjanlegar álög
ur á þjóðina í heild, yrðu sem
léttbærastar þeim, sem úr
minnstu hafa að spila í okkar
þjóðfélagi.
Ég tel að nú sé rík ástæða til
að óska eftir frekari tillögum frá
samtökum launþega um leið og
þær sem þegar hafa verið born-
ar fram verði kannaðar til hlít-
ar, enda var vel í þær allar tek-
ið, nema að afgreiða fjárlög með
halla.
Framkvæmd suimra þeirra get-
ur orðið til stuðnings þeim vilja
stjórnarflokkanna, að gera allt
seim hægt er, til að fyrirbyggja
atvinnuleysi.
Með aðgerðum ríkisstjórnar-
innar er verið að tryggja at-
vinnuvegunum þann rekstrar-
grundrvöll, sem nauðsynlegur er
svo hægt sé að halda uppi fullri
atvinnu um allt land. .
Persónulega tel ég að tíima-
bundin lífskjaraskerðing allrar
þjóðarinnar eigi ekki að vera of
stór fórn til þess að svo geti
orðið.
Að sjálfsögðu eru enn ókom-
in mörg þeirra fruimvarpa, sem
boðuð hafa verið vegna nauðsyn
legra hliðarráðstafana, sem fylgja
í kjölfar gengisbreytingarinnar.
Hæstvirt ríkisstjórn hefur lýst
því yfir sem stefnu sinni, að hún
vilji hafa samráð við verkalýðs-
hreyfinguna í því skyni, að geng
islækkun sú á krónunni, sem
ákveðin hefur verið, rýri ekki
hlut launþega meir en ólhjá-
kvæmilegt reypist.
Alþýðusaimband fslands bar
fram þá ósk við ríkisstjórnina,
að fulltrúar þess fengju aðild að
verðlagsá'kvörðunuim og hefur
ríkisstjórn og Alþingi orðið við
þeirri ó&k.
Góðir hlustendur!
Á undanförnum árum hafa
auknar þjóðartekjur dreifst jafn
óðum og þær urðu til — til
allrar þjóðarinnar.
Til launþega, til sameiginlegra
þarfa bióðarinnar og til uppbygg
ingar atvinnuvega okkar.
Vis&ulega hafa mörg víxlspor
verið stigin og af mistökunum
ber að læra.
Öarðbær fjáifesting í flestum
greinnm atvinnulífsins er ekki
nýlunda hér á landi.
Og siálfsagt. e'gum við stúðn-
ingsmenn rikisstjórnarinnar eft-
ir að mæta afteiðingum slíkra
gerða.
En vaxan'fi skilningur þjóð-
arinnar á nauðsyn aukinnar
framleiðni í öllum greinum at-
vinnulífs'ns. sem markvisst er
unn ð að. auk nýrra atvinnu-
greina betri nýtingar fiskimiða
og sjávarafla, auk sparnaðar í
opin,rerum rekstri, gefa vonir
um um að áhrif þeirra áfalla,
sem við höf"m orðið fyrir.'verði
skammvinn og þjóðin geti þá, í
enn : íkara mæli notfð framfara
og velmegunar eins og á undan-
förn 'm árum.
I' Mthías Jtjarnason (S). Hinn
mik'i h:að: sem verið hefur í
allri appbyggingu okkar hefur
gert það að verkum að fjárfast-
ing vnni.v-gsnna hefur verið
m'k , og þef þess vegna ekki
Matthias Bjarnason
haft nægilegt rekstursfé til að
mæta versnandi stöðu á sölu af-
urða okkar á erlendum markaði.
Það mikla verðfall, sem hófst
seinni hluta síðastliðins árs í
flestum greinum útflutningsaf-
urða okkar, hefur leitt til mikilla
erfiðleika hjá flestum útflutnings
fyrirtækjum í landinu og enn-
fremur haft óhjákvæmilega erf-
iðleika í för með sér fyrir flestar
aðrar greinar atvinnulífsins.
Verðfallið á útflutningsafurðum
okkar hefur kostað þjóðina á
þessu ári ekki minna en 1500
millj. kr. og samhliða því hefur
afli skipa okkar minnkað veru-
lega og tilkostnaðurinn við veið-
arnar vaxið hröðum skrefum
einkum síldveiðiflotans, sem orð
ið hefur að sækja á fjarlæg mið.
Þetta er mikið áfail, það mesfa
sem hefur yfir okkur dunið frá
því á árum heimskreppunnar
miklu eftir 1930.
Háttv. stjórnarandstæðingar og
alveg sér í lagi Framsóknarmenn
hafa í ræðum sínum hér á háttv.
Alþingi og í málgögnum sínum
gert lítið úr þessu verðfalli og
gengið svo langt að halda því
fram að stjórnarflokkarnir hafi
fyrir síðustu kosningar blekkt
þjóðina og hreinlega neitað því
að hætta steðjaði að i efnahigs-
málum hennar. í þessu sambaridi
á að nægja að minna á, að um
síðústu áramót og á fyrstu man-
uðum þessa árs var svo komið,
að bátaflotinn hefði stöðvazt ef
fiskverð ekki hækkaði og hrað-
frystihúsin og annar fiskiðnaður
gátu vegna verðfallsins ekki
greitt hærra fiskverð. Þá leysii
ríkisstjórnin og stuðningsflokk-
ar hennar þann vanda með því
að ríkissjóður greiddi alla fisk-
verðhækkunina, sem mun nema
urn 100 millj. kr. á þessu ári.
Þetta var gert með því að hækka
útgjöld á fjárlögum þessa árs.
Jafnframt tók ríkissjóður á sig að
gre.ða allt að 75% af verðlækk-
uninni á frystum fiski til þess að
hraðfrystiiðnaðurinn gæti hald-
Ið áfram starfrækslu sinni, og
nema verðfallsbæturnar um 110
millj. á þessu ári. Þetta hefur
reynzt unnt að greiða án nýrra
skatta.
Það veltur á miklu að þær
ráðstafanir, sem nú hafa verið
gerðar i efnahagsmálunum,
komi framleiðsluatvinnuvegun-
um að gagni til frambúðar. Það
er tvimælalaust höfuðatriði fyr
Ir verkamenn og sjómenn, sem
og alla aðra landsmenn, að
atvlnnufyriríækin i landinu
séu rekin með eðlilegum
hætti og útflutningsatvinnuveg-
irnir búi við hallalausan búskap.
Það er .bezta tryggingin fyrir
því að atvinna sé nóg. Sjáv-
arútvegurinn er hornsteinn efna
hagslegs sjálfstæðis okkar sem
skapar grundvöllinn fyrir aðrar
atvinnugreinar í landinu. Við
verðum að gera miklar breyt-
ingar á starfsrækslu hans og
leggja hófuðáherzlu á að sá afli,
sem á land kemur, verði sem
bezt nýttur, vinna hann heima
sem mest og gera hann eins
verðrnæían til útflutnings og
frekast er unnt. Við verðum að
nota okkur allar tækninýjung-
ar til pess að auka vedðmæti
afurða okkar en það þýðir jafn
framt að breyta verður um
vinnuaðferðir og spara vinnu-
aflið til þess að lækka fram-
leiðslukostnaðirin. Það verða nóg
ve:kefni fyrir það vinnuafl, sem
spaiast, í nýjum greinum, og
við eigum auðveldara með að
auka fjölbreytni atvinnulífsins
og taka í okkar eigin hendur
margþætta framleiðslu og verk-
efni, sem við nú verðum að
kaupa frá öðrum þjóðum. Til
þess að. ná sem mestum árangri
á þessu sviði verða atvinnurek-
endur og launþegasamtök að
taka upp nánari samvinnu en
hingað til hefur verið. Verka-
lýðshreyfingin er það sterkt afl
í landinu, að þjó'ðfélagsumbót-
um verður ekki komið á að
neinu gagni nema hún sé með
í ráðum og virkur þátttakandi
í breytingum, sem nauðsynlegt
er að kioma á til þess að tryggja
heilbrigðan atvinnurekstur og
raunverulegar lífskjarabætur al-
mennings.
En það er heldur ekki nóg að
auka verðmæti útflutningsaf-
urða okkar, við verðum einnig
að tryggja sölu þeirra á er-
lendum mörkúðum.
Þar er gífurlegt starf að vinna.
Við verðum að gera allar hugsan
legar ráðstafanir til þess að
selja afurðir okkar til fleiri
þjóða, en við gerum nú. Við
verðum að gera okkur gFein fyr-
ir því, að ef við vinnum meira
úr afla okkar hér heima og ger-
um hann að verðmætari vöru,
þá ver’ðum við fyrst og fremst
að leita markaða meðal þeirra
þjóða, þar sem lífskjörin eru
bezt, því að þær hafa það fram
yfir aðrar að geta keypt dýrar
vörur. Við getum ekki lengur
látið hjá líða að standa utan við
markaðsbandalög, þegar svo að
segja allar þjóðir Evrópu eru
or'ðnar aðilar að markaðsbanda
lögum. Þjóðir þær sem standa
að Fríverzlunarbandalaginu og
Efnahagsbandalaginu telja um
tæpar 300 millj. íbúa. Við get-
um ekki í framtíðinni selt af-
urðir okkar þessum þjóðum, ef
við eigum að vera háðir sí'hækk-
andi innflutningstollu'm. Flestar
þessar þjóðir eru þróaðar iðnað-
arþjóðir, þar sem lífskjör almenn
ings eru góð og kaupgeta mikil.
Við verðum áð auka fjöl-
breytni í vinnslu sjávarafla og
öðrum þeim afurðum, sem við
flytjum út. Við fáum með
hverju árinu sem líður sífellt
fleira ungt fólk til starfa í þjóð-
félaginu. Ungt fólk, sem öðlast
hefur betri og meiri menntun
en áður var. Á síðustu árum
hefur mikið af ungu fólki sér-
menntað sig á mörgum sviðum.
Tæknimenntun færist í aukana
og við erum nær því marki en
á’ður, að auka fjölbreytni í starfi
þjóðarinnar. Unga fólkið í þessu
landi á gullið tækifæri til þess
að víkka og treysta starfsvið
þjóðarinnar. Við eigum að auka
áhrif unga fólksins á sviði at-
vinnulífs og í menningar- og fé-
lagsmálum, gefa því tækifæri til
að bera í vaxandi mæli ábyrgð
og auka á þann hátt þroska
þess.
Hannibal Valdimarsison sagði
m.a. í ræðu sinni: Þetta er í
þriðja skipið á sjö árum sem nú-
verandi ríkisstjórn fellir gengið
og er vantrausttillagan fram
borin af þessari ástæðu., ásamt
atvinnumálstefnu ríkisstjórnar-
innar. Með bráðabirgðalögum frá
1961 var gengisskráningarvald-
ið tekið af Alþingi og fært í hend
ur Seðlabankans. Fyrir fáum
dögum tilkynnti svo Seðlabank-
Inn hið stórkostlega gengisfall,
og sióð þá Alþingi frammi fyrir
því sem orðnum hlut. Því hefur
verið haldið fram að ein af aðal-
orsökum gengisfellingarinnar sé
sú að launaþegar hafi fengið of
mikinn skerf af auknum þjóðar-
tekjum undanfarinna ára. Slíkt
hefur ekki við rök að styðjast.
Kaupmáttur launa hefur ekki far
ið vaxandi, þrátt fyrir að þjóðar-
tekjur hafi á undanförnum árum
vaxið um 40%. Verðlagshækkun
undan’arinna ára hefur orðið
þess valdandi að kjör launþega
hafa verið mikið skert. Aðrar
ástæður sem til eru nefndar sem
orsakir fyrir gengisfallinu eru
verðfall erlendis og aflabrestur.
Benda má á það, að verð á út-
lu ningsalurðum okkar er yfir-
leitt mun hærra en það var fyrir
5-6 árum, og að árið í ár getur
komið til með að verða 3-4 mesta
af’aár í sögu þjóðarinnar.
Með frumvarpi því er ríkis-
stjórnin flutti á Alþingi í haust
var gert ráð fyrir því, að laun
yrðu skert um 7%. Verkalýðs-
hreyfingin mótmœlti þessu harð
lega, og varð það til þess að
ríkisstjórnin lét undan þeim
kröfum er gerðar voru. Hinsveg-
ar var ekkert samkomulag gert,
5 neinni mynd, svo sem í hefur
verið látið skína.
Um áhrif gengisfellingarinnar
er allt undir framkvæmdinni
komið. Nauðsynlegt er jð gera
margvís'legar hliðarráðstafanir og
henni verður að fylgja virkt og
strangt verðlagseftirlit, því eng-
inn vafi er á, að á þeirri stundu
sem gengisfellingin er að fullu
kornin út í verðlagið, er ávinn-
ingur framleiðsluatvinnuveganna
af henni að engu orðin.'
Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta-
málaráðherra, sagð; í ræðu sinni
að allir gerðu sér það ljóst að
'hagur þjóðarheildarinmar hefði
á umliðnu ári versnað til mikilla
muna og augljóst væri að allir
þyrftu af þeim sökum að taka á
sig einh verjar byrgðar. Ríkis-
stjórnin hefði haft fullan hug á
a-ð leysa efnahagsmálin án þess
að grípa til gengisfellingar. Geng
isfall sterlingspundsins hefði
hinsvegar gert það óumflýjanlegt
að fella gengi krónunnar, og þá
hefði þótt skynsamlegra að fella
það nokkuð meira en sem svaraði
til falls sterlingspundsins. Hefði
þessi gengisfelling m.a. gert það
að verkum að hægt hefði verið
að gamga að kröfum verkalýðs-
stéttarinnar um verðlágsuppbæt-
ur ákaup 1. des. nk.
Ráðherra sagði að stjórnar-
andstaðan hefði tekið upp nýja
stefnu eftir kosningarnar, og
neituðu að viðurkenna úrslit
þeirra. Með því að skapa rík-
isstjórninni sem mesta erfiðleika
hefði hún ætlað að knýja það
fram er ekki náðist me‘ð kosn-
ingunum. Efst í þeirra huga væri
ráðherrastólarnir og væri það
ósk þeirra að semja fyrst um
þá, en lelta síðan úrræða á að-
steðjandi vandamálum. Það hefði
verið ætlun stjórnárandstöðunn-
ar að nota verkalýðshreyfing-
una sem vopn í þessari bar-
áttu sinni og kommúnistum og
framsóknarmönnum hefði ekki
tekizt að leyna vonbrigðum sín-
um, þegar ábyrg forysta verka-
lýðshreyfingarinnar féll frá
verkfallskröfum. sínum.
Þá rifjaði ráðherra upp fyrri
aðstöðu Framsóknarflokksins er
gengisfelling hefur verið til um-
ræðu og benti m.a. á að í fyrsta
skipti er gengi ísl. krónunnar
var fellt 1939, hefði Eysteinn
Jónsson verið viðskiptamálaráð
herra, og þá hefði gengisfelling
verið sjálfsögð og óumflýjanleg
af hans dómi. Að lokum sagði
svo ráðherra að framundan
væru erfiðir tímar og til þyrfti
að koma sem víðtækast samstarf
til að tryggja réttláta skipt-
ing á þeim byrgðum, sem
þjóðin yrði á sig að taka. Rík-
isstjórnin vildi sení nánast sam-
starf við launþega og verkalýðs
hreyfinguna, en hafnaði hrossa-
kaupaáformum Framsóknar-
flokksins.
Ingvar Gislason (F) ræddi al-
mennt um gengislækkunina og
sagði að fyrir nokkrum vikum
'hefðu ráðherrarnir sagt að geng
islækkunin skapaði fleiri vanda-
mál en hún leysti en nú væri
hún talin allra meina bót. Það
eru látalæti að gengislækkunin
hafi borið óvænt og skyndilega
að. Lækkun sterlingspundsins
réttlætir ekki nær 25% gengis-
fellingu, til þess nægðu 5%. Hitt
er heimatilbúið. Ríkisstjórnin
stóð augliti til auglitis við gengis
lækkun sl. haust en hún kaus að
fresta henni fram yfir kosning-
ar með verðstöðvun.
Miðað við alla málavexti, fálm
andi tök og ósamhljóða yfirlýs-
ingar. ber ríkisstjórninni að
leggja niður völd. Það er nauð
synlegt að leita nýrra leiða til
raunverulegrar viðreisnar í at-
vinnulífinu og er eðlilegt að nýj
ar þingkosningar fari fram á
næsta ári til þess að rjúfa þá
sjálfheldu, sem íslenzk stjórnmál
eru í.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, rakti í upphafi ræðu
sinnar það framfaraskeið, sem
ríkt hefur í tíð núverandi ríkis-
Ingólfur Jónsson
stjórnar og benti á, að þegar nú-
verandi stjórnarflokkar beitbu
sér fyrir gengislækkun 1960 var
það nauðsynlegt, vegna þess að
vinstri stjórnin, sem hafði búið
til 20 misjöfn gengi á krónunni
og búið þannig um hnútana, að
hún fékkst hvergi skráð í erlend
um bönkum, hafði gengið
þannig frá málum, að krónan
var fallin. í kjölfar viðreisnarað-
gerðanna fylgdi mikið framfara-
skeið og lífskjörin hafa. þrátt fyr
ir dýrtíðina aldrei verið jafnari
eða betri en á þessu tímabili.
Kaupmáttur launanna hefur auk-
izt á árunum 1960—1967 um
23,4%.
f sjávarútvegi hefur verið unn
ið að stækkun fiskiskipaflotans
og hefur þess vegna verið mögu
legt að stunda síldveiðar fjarri
h-eimamiðum, eins og verið hefur
á síðustu árum. Árið 1960 var
rúmlestatala fiskiskipanna 23335
brúttó lestir, en 1967 60611 brúttó
lestir. Aukningin er 37276 rúm-
lestir brúttó. eða 160%. Samtímis
þessu hafa verið reist fiskiðju-
ver og verksmiðjur til þess að
nýta aflann. Það er þó ljóst, að
mikið verkefni er óunnið í því
skyni að hagnýta sjávaraflann
betur og gera hann verðmætari
á erlendum markaði.
Landbúnaður í framför
Landbúnaður h-efir á und-an-
förnum 8 árum verið í mikitli
framför. Framleiðslan hefur stór
a-ukizt þótt bændum hafi fækkað
nokkuð. Þannig hefur mjólk-ur-
framleiðslan aukizt um 46,8% og
kjötframleiðslan um nær 20%.
Byggingar í sv-eitum hafa aldrei
verið m-eiri en á þessu tímabili.
Ræktunin hefur verið 4000—6000
ha. árlega síðan 1960. en va-r á
áratugnum 1950-1960 2 500 ha. að
meðaltali. Kjör bænda hafa batn
að að verulegu leyti og aldrei
verið nær því en á þessu ti-ma-
bili að vera í samræmi við kjör
annarra stétta. Kjör bænda eru
mjög misjöfn eftir þvi hvar þeir
búa. Hagstofan hefir gert skýrslu.
um meðaltekjur bænda í hverri
sýslu 1965. — í þeirri skýrslu
kemur tekjumismunurinn greini-
lega fram. í þeirri sýslu sem
heifur 'bæst meðaltal, eru netto
tekjur 257 þús. kr., en í þeirri
sýslu sem meðaltekjur bænda
er-u lægstar, aðeins kr. 156 þús.
í jafmmörgum sýsl-um eru með-
altekjurnar talsvert hærri, en
tekjur viðmiðunarstéttanna en í
öðrum eru þær verulega lægri
og verður landsmeðaltalið því
mörg árin nokkuð undir þeim
tekjum, sem viðmiðunarstéttirn-
ar verkamenn, iðnaðanmenn og
sjómenn, hafa. Þetta er vitan-
lega mikið vandamál, sem erfitt
er að finna lausn á. Ljóst er, að
þetta misræmi verður e-fcki lag-
að með því ein-u að hæk-ka verð
á landbúnaðarafurðum. Hætt er
við, að búin séu of lítil hjá
mörgum bændum og geti ekki
gefið viðunandi tekjur, auk þess
sem ræktunar og afkomu-skil-
yrði á ýmsum jörðum eru ekki
góð.
Forustumenn bændasamtak-
anna hafa gert sér grein fyrir
þörfinni á því að taka þessi
m-ál ti'l gaumgæfilegrar ath-ug-
unar. Talsvert hefur verið gert
til þess að reyna að bæta úr
misræminu, m.a. með því að
veita hærri jarðrækta-rframlög
til þeirra sem minni ræktun
ha-fa. Þá hefir verið stofnaður
jarðakaupa- og framleiðnisjóð-
ur landlbúnaðarins, sem ætlað er
að korna að gagni í þessu a-t-
Framhaíld á bls. 19.