Morgunblaðið - 29.11.1967, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 29.11.1967, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓV 1967 27 Stjórnarfr. um verðlagsuppbót á laun og verðlagsnefnd afgreidd STJÓRNARFRUMVARPIÐ um verðlagsuppbót á laun og fleira var í gær afgreitt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Skýrt hefur verið frá fyrstu umræðu málsins í neðri deild, en við aðra um- ræðu, er fram fór í fyrra- kvöld, mælti Guðlaugur Gíslason fyrir áilti meiri hluta fjárhagsnefndar, sem 1 mælti með að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Lúð- vík Jósepsson mælti fyrir minnihluta álitinu,' og bar fram breytingatillögur. Frek- ari umræður urðu ekki um málið og var það afgreitt til efri deildar. Á fundi efri deildar í gær mælti forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fyrir frumvarp- inu og rakti efni þess. Enn- fremur tóku til máls við 1. umræðu þeir Björn Jónsson, Einar Ágústsson og Páll Þor- steinsson. Var 'frumvarpinu síðan vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar er kom þegar saman til fundar. Síðdegis í gær mælti svo Pétur Bene- diktsson fyrir áliti meiri hluta nefndarinnar og Bjami Guðbjörnsson fyrir minni hluta álitinu, auk þess sem hann gerði grein fyrir breyt- ingartillögum. Við atkvæða- greiðslu voru breytingartillög urnar felldar með 11 atkvæð- um gegn 9, en frumvarps- - KYPUR , Framhald af bls. 1. ur mátt sinn á áberandi hátt úti fyrir ströndum Kýpur og yfir eynni. Mörg tyrknesk herskip, þar á meðal tundur- spillar, sigldu í tvær klukku- stundir meðfram norður- strönd Kýpur, rétt fyrir utan 12 mílna landhelgi eyjarinn- ar, og tyrkneskar þotur flugu lágt yfir Nicosiu. Á meðan sendifulltrúi John- sons Bandaríkjaforseta, Cyrus R. Vance, reyndi allt hvað hann mátti að koma á samkomulagi milli stjórnanna í Aþenu og Ankara, sem myndi afstýra hætt unni á styrjöld, var haft eftir heimildum frá stjórnarvöldum Kýpur, að Makarios erkibiskup, forseti eyjarinnar, væri andvíg- ur brottflutningi grísks herliðs frá eynni, nema því aðeins að þeir 950 grísku hermenn og 650 tyrknesku hermenn, sem leyfi- legt er að hafa á Kýpur, verði fluttir þaðan. Tyrkir hafa hafnað þessu og halda því fram, að það væri sama og að skilja hið tyrkneska þjóðarbrot varnarlaust gagnvart lögregluliði grískra Kýpurbúa, ef Tyrkir flyttu liðsveit sína burt. Þá jók það enn á spennuna í dag, að grískur lögreglumaður særðist, er hann varð fyrir byssu kúlu við línu þá, sem skiptir höfuðborginni milli grísku- og tyrkneskmælandi Kýpurbúa. Gríska stjórnin hélt fund í kvöld, þar sem allir ráðherrar hennar voru mættir. í AP-frétt i í kvöld, sagði að hún hefði ekki ekki fallizt á kröfur Tyrkja og að þeir aðilar, sem unnið hefðu að samkomulagi milli Tyrkja og Grikkja af hálfu vestrænna ríkja hefðu þegar tekið ákvörðun um að leggja að nýju af stað til INicosiu og Ankara til þess að reyna að greiða úr því, sem bæri á milli. Utanríkisráðherra Grikkja, Pipinelii sagði eftir fundinn, að enn hefði ekki verið samþykkt, að verða við kröfum Tyrkja. Pipinelli sagði, að ekkert sam- greinarnar samþykktar ó- breyttar. Var málið síðan tek- ið til þriðju umræðu og kvaddi þá enginn sér hljóðs og var frumvarpið samþykkt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Á kvöldfundi neðri deildar í fyrrakvöld mælti Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð- herra, fyrir stjórnarfrumvarp inu um breytta skipun verð- lagsnefndar. Kom m.a. fram í ræðu ráðherra, að ríkisstjórn- in vildi hafa sem nánast sam- ráð við verkalýðshreyfinguna í því skyni að gengisfellingin rýrði ekki hlut launþega meira en óhjákvæmilegt reyndist. Alþýðusamband fs- lands hefði borið fram þá ósk við ríkisstjórnina að fulltrúar þess fengju aðild að verð- lagsákvörðunum og hefði rikis stjórnin talið rétt að verða við þeirri málaleitan. — Gert væri ráð fyrir að sú skipan verðlagsráðs sem frumvarpið gerði ráð fyrir gilti aðeins í eitt ár, eða til ársloka 1968, en þá ætti áhrif gengisfell- ingarinnar að vera komin fram að fullu. Halldór E. Sigurðsson (F) taldi rétt að Bandalag starfs- manna ríkis og bæja fengi að- ild að ráðinu, en menntamála- ráðherra svaraði því að óskin væri fram borin af ASÍ og því eðlilegt að einungis fulltrúar þess ættu sæti í ráðinu. ^ Var málinu síðan vísað Jtil 2. umræðu. Guðlaugur Gislason mælti fyrir áliti meiri hluta fjár- hagsnefndar, er málið kom til 2. umræðu, og mælti með að frumvarpið yrði samþykkt ó- breytt. — Lúðvík Jósepsson mælti fyrir minni hluta áliti, og kom fram í ræðu hans að ASÍ vildi gefa einn af fjórum fulltrúum sínum eftir til BSRB. Flutti Lúðvík breyt- ingartillögu þess efnis. Við atkvæðagreiðslu var sú tillaga felld. Málið var síðan afgreitt til 3. umræðu og á öðrum fundi deildarinnar var það af- greitt til efri deildar, og þar var það tekið til umræðu í gær. Mælti þá Gylfi Þ. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra, fyrir því, en við fyrstu um- ræðu tók einnig til máls Ól- afur Jóhannesson. Eftir að fjárhagsnefnd hafði fjallað um málið var flutt breyting- artillaga frá nefndinni, þess efnis að fulltrúi BSRB fengi aðild að ráðinu og ASÍ þá að- eins þrjá menn. Það var Jón Ármann Héðinsson sem mælti fyrir áliti nefndarinnar. — Breytingartillagan var sam- þykkt við atkvæðagreiðslu og eftir 3. umræðu var málið aft- ur sent til neðri deildar, sem mun fjalla um breytingu þá er efri deild gerði á því. komulag hefði náðzt við Tyrki og að ástandið væri nú „hættu- legt og viðkvæmt“. Aðspurður að því, hvort hann teldi styrjöld hugsanlega, svaraði hann: „Já, það er mögulegt“. Hann átti viðræður við Cyrus R. Vanoe. sem síðan tók ákvörð un um að fara flugleiðls til Nicos iu kl. 1 eftir miðnætti (ísl tími) gneinilega í því skyni að ræða við Makarios forseta um sum þeirra atriða, sem máli skipta varðandi deiluna um brottflutn- ing gríska herliðsins. Pipinelli átti einnig viðræður að nýju við Manlio Brosio aðal- framk væmdast j óra Atlantshafs- bandalagsins, en að þeim viðræð um loknum ákvað hinn siðar- nefndi að fara flugleiðis til Ank ara annað hvort einhvern tím- ann í nótt eða morgun. Grænlonds- kynning f KVÖLD, miðvikudag, verð- ur í Góðtemplarahúsinu í Reykja vík kvöldvaka. Þar mun Guð- mundur Þorláksson, magister flytja erindi um Grænland og sýna litskuggamyndir þaðaft og Lára Rafnsdóttir leikur einleik á píanó. Það eru góðtemplarastúkurnar Einingin, Frón og Verðandi, sem efna til þessarar kvöldvöku, en hún er öllum opin endurgjalds- laust. Kvöldvakan hefst klukkan 8,30 e. h. í lok hennar verður kaffisala í húsinu. Cin- og klaufaveikin í Bretlandi: Hermenn búnir sóttvarnariyfjum — hindra útbreiðsiu veikinnar London, 28. nóvember. NTB. HERMENN útbúnir sóttvarnar- lyfjum koma í.dag upp 130 km langri varnarlinu frá austri til vesturs meðfram Thamesánni til þess að reyna að koma í veg fyrir, að gin- og klaufaveikin nái að breiðast út til Suður- Englands. Samtímis var hvers konar veðreiðum aflýst alls stað- ar í Bretlandi, en þar er nú búið að slátra nær 210.000 gripum á þeim sex vikum, sem þessi far- aldur hefur geisað. Brezka veðreiðasambandið á- kvað í dag, að hætta öllum veð- reiðum alls staðar í landinu, að svo stöddu, eftir áskorun þar að lútandi frá landbúnaðarráðu- neytinu, en þar er óttazt, að hinn mikli áhorfendastraumur kunni að áuka á smithættu. Veðreið- arnar eru mjög útbreiddar í Bretlandi og nemur velta þeirra mörgum milljónum punda. f Eire, írska lýðveldinu, yfir- veguðu stjórnarvöld í dag, að setja bann við komu fólks frá Bretlandi, unz gin- og klaufa- veiki væri þar úr sögunni, en á írlandi ríkir mikill ótti nú af þessum sökum, vegna hins mikla kvikfjárstoffts landsins og hins mikilvæga kjötiðnaðar þar. f dag voru uppgötvuð þrjú sjúkdómstilfelli gin- og klaufa- veiki á þeim svæðum, þar serp sýkinnar hefur þegar orðið vart og þar með er tala þeirra býla, þar sem veikin hefur komið upp, orðin 1192. Vegna hinnar miklu slátrunar kvikfjár, sem yfirvöld- in hafa látið fram fara með harðri hendi, er gert ráð fyrir, að þær bætur, sem ríkið verður Hernaðaraðstoð Sovétríkjanna við Jemen? Moskvu, 28. nóvember, AP. Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjannr, ræddi í dag við sendinefnd frá Jemen, sem ým.sir telja að muni undirrita samning um hernaðaraðstoð Sov étríkjanna við Jemen. í tilkynn- ingu sem birt var um fundinn sagði þó aðeins, að rætt hefði verið um frekari samskipti ríkj- anna tveggja. að greiða, muni nema að minnsta kosti 10 millj. punda. Hermenn tóku sér stöðu á 13 brúm yfir Thames frá útjaðri London í vesturátt til Gloucester shire til þess að reyna að koma í veg fyrir, að veikin nái að breiðast yfir fljótið og smita fleira af kvikfé landsins, sem nemur 35 millj. talsins. Hjól- barðar allra þeirra ökutækja, sem fara yfir brýmar, eru sótt- hreinsaðir í varúðarskyni, svo að veikin geti ekki breiðzt út með þeim. — Umíerðarmeiki Framhald af bls. 28 Þetta hefur óíhjákvæmilega í för með sér nokkur vandamál, og eitt af þeim er akstur út- lendinga úti á þjóðvegunum. Fraimkvaemdanefndin hefur því látið útfbúa litið spjald, þar sem greint er frá ástæðunum fyrir því, að umferðarmerkin. eru víða hægra megin á vegin- urn. Útskýringar eru á fjórum tungumálum. Alls hafa nær þrjú þúsund umferðarmerki verið færð en þau merki, er ekki verða færð fyrr en nóttina fyrir H-daginri, eru þrjú: Stöðvunarskyldumerk- ið, biðskyldumerkið og akibraut- armerkið. Jafntframt því sem Vegagerð- in hefur annazt um fræðslu umferðarmerkjanna hefur hún séð um að setja niður tréstaura fyrir merki, sem minna eiga á H-daginn. Eru merki þessi sett niður við þá vegi, þar sem um- ferð var saman'lagt meira en 100 bflar á sólarhring í báðar áttir í júlímánuði í sumar. Þá gátu forráðamenn hægri umferðar þess, að litilsiháttar breytinga væri þörf að gera á vegamótum í nágrenni við borg- ina. Enrafremur kváðu þeir vera von á H-merki, með endurskini á dökkbláum fleti frá Svíþjóð. Loks gátu þeir um það. að að- vörunanmerki á blindfhæðum yrðu flutt samdægurs, þar sem um tvískiptar akbrautir væri að ræða, og að það kostaði frá 50 til 200 þúsund krónur að ganga frá bliftdihæð fyrir breytinguna. Benedikta giftir sig 3. febrúnr Kaupmannahöfn, 28. nóv. — NTB: BENEDIKTA Danaprinsessa, önn ur dóttir dönsku konungshjón- anna, systir Margrétar ríkisarfa og önnu Maríu Grikkjadrottn- ingar, mun ganga að eiga unn- usta siran, Richard-Casimir. prins af Sayn-Wittgenstein-Berleburg. 3. febrúar nk. Eirk biskup Jen- sen, hirðprestur dönsku konungs. hjónanna gefur brúðhjónin sam- Ekki er enn ákveðið hverjir sækja muni veizlu þá, sem hald- in verður í tilefni þessa en talið að boðsgestir verði um hundrað. Sagt hefur verið að nær eingöngu verði boðið fjölskyldum brúð- hjónanna og nánustu vinum, en þar í hópi er margt kóngafólk og aðalsættað úr Svíþjóð, Nor- egi, Þýzkalandi, Bretlandi. Hol- landj og Belgíu, með afa Bene- diktu, Gústaf Svíakonung VI Ad olf efstan á blaði. T „Slíkar náttúruhamfarir hafa ekki oröiö hér lengi“ — segir Kirsten Thorberg, sem búsett er i Lissabon .,ÞAD HAFA ekki komið rign ingar, sem þessar, hérna í mörg herrans ár“ sagði Krist en Thorberg, íslenzk kona, sem búsett er í Lissabon, þeg- ar Morgunblaðið talaðl við hana í gærmorgun. .,Frá kl. sex á laugardag til miðnættis rigndi 92 mm“. „Þér hafið ekki orðið fyrir neinu tjóni af völdum vatns- flaumsins?" „Nei, ég bý í miðborginni, en aðaláföllin urðu í úthverf- unum. Ég var að lesa í morg- uinblöðunum áðan. að vitað væri um 300 manns, sem látizt hefðu í þessum ósköpum, en um eignatjón er ekki vitað, nema hvað það varð mjög mik ið. Það er enn unnið að björg- unarstörfum og Rauði kross- inn hefur hafið hjálparetarf til að liðsinna þeim mörgu, sem misstu heimili sín og eign ir. En eiras og ég sagði áðan varð tjónið aðallega í úthverf. uraum en við í miðborginni sluppum alveg, þannig að ég veit eiginlega lítið meir. en það sem stendur í blöðunum. En slíkar náttúruhamfarir hafa ekki orðið hér leragi og tjónið, sem nú varð, er gífur- legt“. Kirsten Thorberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.