Morgunblaðið - 02.12.1967, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.12.1967, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DES. 1967 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA og glöð, svo að ég varð að halda áfram með þetta. En hún fór að efast alvarlega um þessi veikindi hans, einum tveimur dögum seinna. Hún saknaði viskíflösku, sem hún átti, og hana grunaði, að hann hefði tekið hana. Hún sagði ekkert, en eftir þetta hafði hún auga með honum. — Hann var ekki raunveru- lega neitt veiklaður, sagði hún. — Og hafi hann verið veikur, átti hann að minnasta kosti ekki að vera að drekka viskí. Þetta varð til þess að hann var aldrei látinn vera einn. Önnur hvor þeirra mæðgina var alltaf einhvers staðar nærri. Ekki endilega í herberginu hans, held ur einhversstaðar á næstu grös- um. Henni fannst þetta fara í taugarnar á honum. Hann fór að reyna að fá þær burt báðar í senn, en grunur hennar fór vaxandi. Hann hafði áreiðanlega komið heim í einhverjum sérstökum til- gangi, sem hún þó vissi ekki, hver var. — Eftir rúm fimmtán ár! sagði hún. — Ekki gat hann neitt kært sig um mig. Vitanlega var hann töfrandi — og þakklátur. Ég fór að hafa áhyggjur af þ'essu. Hér var eitthvað öðru- vísi en það átti að vera. Ekki gat hún sagt Bill þetta. Hann var farinn að forðast hana. Hún gat engum sagt það. En hún svaf alltaf fyrir opnum dyrum, og eina nóttina sá hún, að Don var kominn niður í miðjan stiga á náttfötunum. Henni hafði dott ið í hug, að hann væri að sækj- ast eftir áfengi. Nú var hún ekki eins viss um það. Eitt var þó víst: Hann hafði ekki hringt í neinn. Það var ekki nema einn sími í húsinu, og hann var niðri í forstofu. Vitanlega gat Audrey hafa sett bréf í póst fyrir hann, en hann skrifaði bara aldrei nein bréf, svo að hún vissi. — Mér fór að detta í hug, hvort þessi kvenmaður værí aft- ur kominn til sögunnar,- — eða þá einhver ný. En þú sást hann nú, Bat. Og þú veizt, hvað hann gat verið töfrandi. Og hann virt ist svo ánægður með allt. Hann fór meira að segja fram á að fá að hitta Bill. Hann sagðist fara bráðum, og ég ætti að gifta nug aftur. En Bill vildi ekki stíga fæti inn fyrir hússins dyr. Engin hafði komið að heim- sækja Don nema ég sjálf. Það var rétt eins og þessi þrjú væru eimangruð frá öllum heiminum. — Þetta er eins og að lifa á eyðieyju, hafði Lydia sagt. Engu að síður hlaut hann að hafa haft samband við einhvern. Daginn ,sem hann var myrtur, hafði verið hringt í síma til hans. Svo vildi til, að Audrey hafði verið úti og hún sjálf hafði far- ið út í garðinn. Þegar hún kom inn í borðstofuna, hafði hann verið að hengja upp heyrnartól- ið. 33 — Þú varst úti, elskan, sagði hann, — svo að ég reyndi að komast niður. — Hver var þetta? spurði ég. — Skakkt númer, sagði hann, og svo hafði hún hjálpað honum upp stigann aftur. En hún fór að verða tortrygg- in og lét sér jafnvel detta í hug, að hann hefði farið út í bílnum þetta kvöld. Hún hafði fundið hann bensínlítinn einum tvisvaT sinnum, og þann dag var hann eitthvað laumulegur. Hún ka.nn- aðist við þann svip frá fyrri ár- um. — Ég ásetti mér, að hann skyldi ekki fara neitt út þetta kvöld, sagði hún. Ég var reiðu- búin til að sjá honum farborða, en ég vildi ekki taka þátt í neinu vafasömu atferli. Hún hafði því sent fötin hans í hreinsun. — Öll fötin, sagði hún dapur- lega. — Öll nema yfirfrakkann hans. Þú sérð því, hvernig þetta hefur gengið til. Hann átti stefnu mót við einhvern, og var þá fata laus. Honum hlýtur að hafa kom ið þetta illa. En hann fór samt. Ég...... Hún lauk ekki við setninguna, og við sátum stundarkorn þögi- ar. En þegar hún rauf þögnina, var röddin hás. — Ég elskaði hann ekki, Pat, sagði hún. — Til þess hafði hann reynzt mér of illa. En ég vor- kenndi honum. Hann naut lífs- ins. Hann elskaði góðan mat og drykk og fín föt. Og hann elsk- aði líka útsýnið héðan. Ég spurði hana, hvort hún hefði heyrt hann taka bílinn. Hún hristi höfuðið. — Nei. Mér gat alls ekki dott- ið í hug, að hann ætlaði út. Hvernig gat hann pað? Og-auk þess er nú bílskúrinn hinumegin. Larry Hamilton hafði farið með Audrey í klúbbinn þetta kvöld. Hún dró djúpt andann. — Ég er hrædd, Pat. Bill er orðinn svo undarlegur. Og svo þetta með að elta bílinn..... Ef ég héldi, að hann hefði gert það, mundi ég kasta mér í ána. — Bill er nú bara að forða þér frá umtali, sagði ég. — Og hvað það snertir ,að hann hafi ÞORSTEINN JÓSEPSSON HARMSÖGUR OG HETJU DÁDIR ÞORSTHNN JÓSEPSSON HABMSÖOOlOa RAJflM* fSLENZKAR EERAKNEVGA’ SðGIIR MYND' SRREYTTAR AFHREVG JÓHANIVESSYNl listmAlara VEBB KR. 398,- bókaútgAfan ÖRN 06 ÖRIAGUR vonabstbæh IZ W SlMIlMM gert þetta, þá þekki ég hann nú nógu ve] til þess að vita betur. En hvað um þennan kvenmann, sem Don strauk með? Hver var hún? — Ég veit það ekki almenni- lega. Það er svo langt um liðið. Hún var hraðritari í skrifstof- unni hans. En þau voru ekki lengi saman. Hann hélt ekki lengi út með neinni einni. En að því ég bezt veit, var þetta almennileg stúlka. Henni virtist leiðiast þetta umtaisefni og lét það því niður falla, — Segðu mér, Pat: Heldurðu að Don hafi verið hér áður en hann kom al- kominn? — Hvernig dettur þér það í hug? — Ég veit ekki, svaraði hún, — en leiikhúsið í Klaustrinu var ekki tiil áður en hann fór að heiman, en samt virtist hann þekkja það til hlítar. Við töluðum saman fram eftir öllu kvöldi. Hún hafði orðið fyr- ir áfalli, en samt var hún ekki sorgmædd. Aðaláhyggjuefni hennar var í sambandi við Bill SterHng. Hann gat haft tilgang með þessu. Og hver annar hafði það? Vitnlega trúði hún því ekki að hann væri sekur, en hún var hrædd við lögregluna, og þó einkum Hopper, sem hafði verið að spyrja hana spjörunium úr. Ekki þekkti hann Bill eins vel og Jim Conway þekkti hann. En hún hafði hugmynd í sam- bandi við Don og drukknun hans, sem mér hafði ekki dottið í hug. Hún trúði því ekki, að honum hefði nokkurn tíma verið ætl- að að fara inn í, sundlaugina. — Þetta gerir bara málið erf- iðara, sagði hún. — Auðvitað verður líkskoðun og þeir kom- ast að því, að hann hafi drukkn- að. En það var hægt að myrða hann á svo margan annan hátt. Ef átti að drekkja honum, hvers vegna þá ekki að ka.sta honum í ána? Og til hvers í ósköpunuim var Don að fara inn í teikhúsið? Var hann að hdtt.a einhvern þar? — Hann hefði getað verið borinn þangað miðvitiundarlaus, Lydia. — Því trúi ég ekki. Hann hef- ur farið þangað í einhverjum eigin erindum. Og það var til þess að leyna því erindi, að hann var filuttur þangað sem hann fannst. Áðuæ en ég fiór, gengum við upp í herbergi Dons. Það var að mestu eins og hann hafði skilið við það: hægindastóllinn við gluggann og vindlingaaskja hjá, himinsængin og silfurburstarnir á sínum st-að. — Ég held ekki, að neitt merkillegt sé hér, sagði hún. — Ég er búdn að leita vandlega, og lögregilan lfika. En þar skjátlaðist henni. í sbápnum voru fötin, sem hún hafði minnzt á, en einnig frakki, hrúnn með næstum ósýnilegum raiuðum teinum í. — Hvaða frakki er þetta? Þú minntist ekkert á hann. — Ég gleymdi honum. Bux- urnar voru slitnar og hann fór aldrei í þær. Ég tók frakkann út og athug- Vinyl - golfflísar ASBEST-GÓLFFLÍSAR * W í PLAST-GÓLFLISTAR | HANDRIÐALISTAR STIGABRYDDINGAR r r l UD\ ;toi riG ' RR , L Á Allt á gamla verðinu. Laugavegi 15, sími 1-33-33. veitingahúsið ASKUR ,A, BÝÐUR YÐUR HELGARMATINN i handhœgum umbúðum til að taka HEIM GRILLAÐA KJÚKUNGA ROAST BEÉF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA Cleðjið frúna — fjölskjlduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima i stofujðar. Efþér óskið getið þér hringt og pantað - við sendum leiguhil með réttina heim tiljðar. K S KU R matreiöirfyrirydur aRa daga vikunnar Sudurlandttbrau11j simi 88550

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.