Morgunblaðið - 03.12.1967, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 1967
7
Jólasveinar í Vesturveri
(XÍJIJ&, Jar\&.ta.ns<\óitir & ara.
jfj SÍkrlkn*.
1 dag gl. 4,30 verður vafalaust kátt framan við Vesturver eins
og venjulega á jólaföstu, því að þá eins og áður koma jólasvein-
ar síkátir í heimsókn.
Venjulega hefur mikill mannfjöldi safnazt saman framan við
Vesturver, þegar jólasveinarnir troða þar upp, og án efa teyma
krakkarnir forelda sína með að þessu sinni.
Svona skemmtun mun verða í Vesturveri hvern sunnudag til
jóla. Myndin hér að ofan er af Kjötkróki, eftir teikningu Gígju
Jónatansdóttur, 10 ára. Síðan við birtum jólasveinamyndina, hafa
okkur borizt margar teikningar, en í guðs bænum látið okkur nú
ekki drukkna í teikningum, krakkar mínir.
FRETTIR
Kvenfélag Neskirkju
heldur spilakvöld fimmtudaginn
7. des. kl. 8 í félagsheimilinu. —
Spiluð- félagsvist. Spilaverðlaun.
Kaffi.
Kvenfélagskonur, Keflavík.
Fundur þriðjudag, 5. des. kl. 8.30
I Tjarnarlundi. Eftir fundinn verð
ur spilað Bingó til ágóða fyrir
nýja dagheimilið.
Neskirkja.
Sunnudaginn 3. des. verður
kirkjukvöld í Neskirkju og hefst
kl. 5. Dagskrá: Kórsöngur, ein-
söngur, erindi: Séra Gísli Bryn-
jólfsson. Bræðrafélag Nessóknar.
Hjálpræðisherinn.
Sunnud. kl. 11 Helgunarsam-
koma. Kl. 8,30 e.h. Hjálpræðis-
samkoma. Flokksforingjarnir og
hermennirnir taka þátt í samkom-
um dagsins. — Allir velkomnir.
Kvenfélagskonur Garðahreppi.
Munið félagsfundinn þriðjudag-
iinn 5. des. að Garðaholti kl. 8,30
e.h. Lesin verður jólasaga, jóla-
skreytingar frá Blómahúsinu í
Reykjavík. —
Kvenfélag Laugarnessóknar.
Jólafundurinn verður mánudag-
inn 4. des. kl. 8.30 stundvíslega.
Kvikmynd og fleira.
Bræðrafélag Óháða safnaðarins.
Aðalfundur kl. 3 e.h. sunnudag-
inn 3. des. í Kirkjubæ.
KFUM og K Hafnarfirði.
Almenn samkoma sunnudags-
kvöld kl. 8.30 e.h. Kristilegt stúd-
entafélag annast samkomuna. —
Unglingadeildarfundur mánudags-
kvöld kl. 8. Piltar 13—16 ára vel-
komnir.
Kristileg samkoma
verður í samkomusalnum Mjóu-
hlíð 13 sunnudagskvöldið 3. des.
kl. 8. Sunnudagaskóli kl. 10.30 f.h.
Verið hjartanlega velkomin.
Kvenfélag Ásprestakalls.
Kvenfélag Ásprestakalls heldur
jólafund sinn mánudaginn 4. des.
kl. 8,30 e.h. í Safnaðarheimilinu
Sólheimum 13. Sýndar myndir frá
skemmtiferðum o.fl. Dregið í baz-
arhappdrættinu. Ringelberg í Rós-
inni sýnir jólaskreytingar.
Sjálfstæðiskvenafélaglð Eygló
Vestmannaeyjum, heldur jóla-
fund fimmtudagiinn 7. des. kl. 9 i
Samkomuhúsinu. Frú Unnur Tóm-
asdóttir, húsmæðrakennari, talar
um jólaundirbúning og skreytir
jólaborð og gefur nokkrar matar-
uppskriftir. Konur hafi með sér
skrifföng. Kaffiveitingar.
Kvenfélagið Hrönn
heldur jólafund að Bárugötu 11
miðvikudaginn 6. des. kl. 8.30. —
Spilað verður Bingó.
Kvenfélag Grensássóknar
hefur jólafund sinn í Breiða-
gerðisskóla mánud. 4. des. kl. 8.30.
Efni: Áslaug Árnadóttir les ljóð
eftir Davíð Stefánsson, myndasýn-
ing frá postulínsverksmiðju Bing
& Gröndahl, Magnús Guðmunds-
son garðyrkjufræðingur talar um
jóla- og blómaskreytingar.
KAUS — Samtök skiptinema
Kökukvöld verður á miðviku-
dagskvöld 6. des. fyrir alla skipti-
nema, unga sem gamla og þeirra
maka.
Aðventukvöld.
Á vegum Kirkjunefndar kvenna
Dómkirkjunnar verður Aðventu-
kvöld í kirkjunni sunnudaginn 3.
des. kl. 8.30. Dagskrá verður fjöl-
breytt, einsöngvarar, kórsöngvar
fullorðinna og barna. Erindi flutt.
Lúðrasveit drengja leikur jólalög.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomn-
ir. —
Hrannarkonur.
Bazarinn er hinn 3. des. kl. 3.
Vinsamlegast skilið munum sem
fyrst. — Nefndin.
Kvenfélag Óháða safnaðarins.
Félagskonur og aðrir, sem ætla
að gefa á bazariinn í Kirkjubæ
sunnudagiinn 3. des. vinsamlegast
komið munum þangað laugardag
kl. 4—6 og sunnudag 10—11.
Sunnukonur, Hafnarfirði.
Jólafundur kvenfélagsins Sunnu
verður haldinn í Góðtemplarahús-
inu þriðjudaginn 5. desember kl.
8,30. Margt verður til fróðleiks og
skemmtunar. Jólakaffi og glæsilegt
happdrætti.
Frá Styrktarfélagi vangefinna.
Konur í Styrktarfélagi vangef-
inna eru minntar á jólakaffisöl-
una og skyndihappdrættið í Sig-
túni sunnudaginn 3. des. nk.
Happdrættismunir afhendist i
skrifstofu félagsins Laugavegi 11,
fyrir 3. des., en kaffibrauð fyr-
ir hádegi í Sigtúni 3. des.
Hvítabandskonur:
Bazar félagsins verður í Góð-
templarahúsinu mánudag 4. des.
kl. 3. Félagskonur vinsamlegast af-
hendi muni til Oddfríðar, sími:
11609, Helgu, sími 15138 og Jónu,
sími 16360.
Bazar Sjálfsbjargar
verður haldinn í Listamanaskál-
anum sunnudaginn 3. des. Munum
er veitt móttaka á skrifstofu
Sjálfsbjargar, Bræðraborgarstíg 9.
Jólagjafir blindra.
Eins og að undanförnu tökum
við á móti jólagjöfum til blindra,
sem við munum koma til hinna
blindu fyrir jólin.
Blindravinafélag fslands,
Ingólfsstræti 16.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur bazar í félagsheimilinu i
norðurálmu kirkjunnar fimmtud.
7. des. n.k. Félagskonur og aðrir
velunnarar kirkjunnar eru vinsam
lega beðnir að senda muni til Sig-
ríðar, Mímisvegi 6, s. 12501, Þóru,
Engihlíð 9 Í5969 og Sigríðar Bar-
ónsstíg 24, s. 14659. Munum verð-
ur einnig veitt viðtaka miðviku-
daginn 6. des. kl. 3—6 í félags-
heimilinu.
Kvenfélag óháða safnaðarins.
Félagskonur og aðrir velunnarar
óháða safnaðarins, bazarinn okkar
verður 3. des í Kirkjubæ.
Kvenfélag Grehsássóknar
heldur bazar sunnud. 3. des. í
Hvassaleitisskóla kl. 3 e.h. Félags-
konur og aðrir, sem vilja gefa
ir c.ni eða kökur á bazarinn geri
svo vel að hafa samband við Bryn-
hildi í síma 32186, Laufeyju 34614
og Kristveigu 1 s. 35955. Munir
verða ^sóttir, ef óskað er.
Kvenfélag Kópavogs heidur bas-
ar sunnudaginn 3. des. í Félagsheim
ilinu kl. 3 e.h. Félagskonur og aðr-
ir. sem vilja gefa muni eða kökur
á basarinn geri svo vel að hafa sam
band við Ingveldi Guðmundsdóttur
síma 41919, Önnu- Bjarnadóttur, s.
40729, Sigurbirnu Hafliðadóttur, s.
40389, Sigríði Einarsdóttur, s. 40704,
Stefaníu Pétursdóttur, s. 41706 og
Elínu Aðalsteinsdóttur, síma 40442.
Bezt væri að koma' gjöfum sem
fyrst til þessara kvenna.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
Jólafundur á Hótel Sögu mið-
vikudaginn 6. des. kl. 8. Jólaspjall.
Tvísöngur. Sýnt verður jólamat-
borð og gefnar leiðbeiningar og
uppskriftir. Tízkusýning, happ-
drætti. Aðgöngumiðar afhentir að
Hallveigarstöðum mánud. 4. des.
kl. 3—5. Vinsamlegast sýnið skír-
teinin og greiðir félagsgjöldin.
Sjálfstæðiskvennafél. Sókn,
Keflavík, heldur bazar sunnud.
3. des. kl. 4 í Sjálfstæðishúsinu í
Keflavík. Margt ágætra muna.
Allur ágóði rennur til góðgerðar-
starfsemi fyrir jólin.
Happdrætti Hjálparsjóðs
æskufólks.
Dregið hefur verið í happdrætti
Hjálparsjóðs æskufólks. Eftirfar-
andi númer hlutu vinninga: 14, 17,
197, 491, 645, 686, 706, 714, 755, 949,
991, 1093, 1250, 1276, 1293, 1561,
1677, 1856, 1863, 1891, 1893, 1896,
1935, 1936, 1997, 2000, 2159, 2262,
2321, 2325, 2357, 2410, 2412, 2416,
2554, 2708, 3052, 3423, 3443, 3687,
3689, 3713, 3829, 3945, 3958, 4058,
4060, 4063, 4389, 4483, 4538, 4637,
4799, 4921, 4946, 5114 5116, 5165,
5355.
Ofangreind númer hlutu vinn-
inga.
Hjálparsjóður æskufólks.
Laugardaginn 28. okt. voru gefin
saman í Landakirkju í Vest-
mananeyjum af séra Jóhanni Hlíð-
ar, ungfrú Eydís Ólafsdóttir og
Helgi Leifsson. Heimili þeirra er
að Heiðarvegi 11, Vestmannaeyj-
um. (Ljósm.: Óskar Björgvinsson,
Ve.)
VI8I1KORIM
DÓMUR UM „DRÁPU".
Ekki hækkar höggorms magt
af hrakyrðum, er vesæll mjálmar,
eiturtönn, sem í er lagt
Elivoga-Svein og Hjálmar.
St. D.
Spakmœli dagsins
Á tímum Holbergs töluðu menn
frönsku við frúrnar, þýzku við
hundinn sinn og dönsku við þjón-
ana. — Chr. Wilster.
Verzlunarhúsnæði
Til leigu er verzlunarhúsnæði á jarðhæð að Suður-
landsbraut 10, frá og með 1. janúar 1968.
HAGTRYGGING H.F.
Eiríksgötu 5 — Sími 38580.
Skrisí ín uhúsíiæði
Til leigu er skrifstofuhúsnæði á 2. hæð að Suður-
landsbraut 10, frá og með 1. janúar 1968.
HAGTRYGGING H.F.
Eiríksgötu 5 — Sími 38580.
Hið mikla ættfræðirit (3 bindi, 1600 bls.)
eftir Ouðna Jónsson, prófessor, fæst enn
heima hjá höfundi í Drápuhlíð 5, sími
12912. Ritið verður sent í póstkröfu þeim
sem þess óska.
Útgefandi.
Verzlunarfólk
Nú gefst yður kærkomið tækifæri að auka þekkingu
yðar og færni í starfinu: Nýjar námsgreinar við
Bréfaskóla SÍS & ASÍ: Almenn búðarstörf. Náms-
gjald kr. 400.00. Kjörbúðin. Námsgjald kr. 300.00.
Dragið ekki að innritast.
Brégaskóli SÍS & ASÍ.
Fiskibátar til sölu
Nokkrir fiskibátar af stærðunum 30—100 rúm-
lesta með öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileit-
artækjum. Nokkrum bátanna geta fylgt í kaupum
veiðarfæri til flestra veiða. Góð lánakjör og hófleg
útborgun.
SKIPA- 06
VERÐBREFA-
SALAN
SKIPA.
LEIGA
Vesturgötu 3.
Talið við okkur um kaup, sölu og leigu fiskiskipa.
Húsnæði til
Af sérstökum ástæðum er til sölu 400 ferm. at-
vinnuhúsnæði sem er í góðri leigu. Tækifæri fyrir
sparifjáreigendur að ávaxta fé sitt vel. Lysthaf-
endur leggi inn nafn og heimilisfang á algr.
blaðsins merkt: „Vísitölutryggt — 286“.
blaðburöárfoik
í eftirtalin hverfi
Lambastaðahverfi — Laugarásvegur — Hverfis-
gata I — Akurgerði — Langahlíð — Skipholt II —
Freyjugata — Laufásvegur I.
Talið v/ð afgreiðsluna i sima 10100