Morgunblaðið - 03.12.1967, Síða 11

Morgunblaðið - 03.12.1967, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. DES. 196? 11 ÍSAFOLDARBÆKUR Brennur París? eftir Larry Collins og Dominique Lap- ierre. Þýð. Hersteinn Pálsson, ein frægasta saga sem skrif- uð hefur verið um lok síðustu heimsstyrjaldar. 330 bls. með mörgum myndum. Helreiðin eftir Selmu Lager- löv. Sr. Kjartan Helgason þýddi. Selmu Lagerlöv þarf ekki að kynna íslenzkum les- endum. Þetta er ein fegursta saga hennar í snilldarþýðingu sr. Kjartans í Hruna. Landshornamenn. Sönn saga í Há-Dúr kallar Guðmundur Daníelsson þessa bráðskemmti- legu frásögn af ýmsum þekkt- um „Landshornamönnum“ á ferð og flugi um landið. -186 bls. Með teikn. eftir Halldór Pétursson. Hjá selum og hvítabjörnum eftir Friðþjóf Nansen í þýð- ingu Jóns Eyþórssonar, prýdd fjölmörgum myndum eftir höf- undinn. Þetta er bók fyrir hrausta stráka á öllum aldri frá átta til áttatíu ára. 284 bls. Mamma skilur allt eftir Stefán Jónsson. „Sagan han Hjalta litla“ kom út í fyrra í annarri útgáfu. „Mamma skilur allt“ er beint framhald af þeirri bók. Báðar þessar bækur hlutu fá- dæma vinsældir þegar þær komú út fyrir um það bil 20 árum síðan. 264 bls. m. mynd- um eftir Halldór Pétursson. f SMMItiR SIGMUNBSSPW Saga í sendibréfum. Þættir úr ævi séra Sigtryggs á Núpi. Finnur Sigmundsson fyrrum landsbókavörður tók saman. Þetta er sagan af p.iltinum úr Garðsárdalnum, sem ungur að árum gerðist menningarfröm- uður í sveit sinni, hóf lang- skólanám 26 ára og varð þjóð- kunnur fyrir giftudrjúgt ævi- starf. 230 bls. með myndum. RANDOLPH & WINSTON og Winston Churchill. Churc- hillfeðgarnir lýsa leifturstríð- inu frá í sumar þegar ísraels- menn gjörsigruðu sameinaðan her Araba á sex dögum. 256 bl.s með mörgum myndum. Dlf hundumui Úlfhundurinn eftir Jack Lond- on í þýðingu Stefáns Jónsson- ar námsstjóra. Þetta er fimmt- ánda bókin í ritsafni Jacks London. Þetta er góð bók eftir góðan höfund. 264 bls. Tvímánuður skáldsaga eftir Katrínu Ólafsdóttur. Eftir sama höfund hefur komið út bókin „Liðnir dagar“ sú bók seldist upp á skömmum tíma og var gefin út í annarri út- gáfu. Þetta er fyrsta skáldsaga Katrínar og mun án efa vekja verðskuldaða athygli. 200 bls. Sigurð H. Þorsteinsson. Þetta er ellefta árið sem íslenzki frí- merkjaverðlistinn kemur út. Bráðnauðsynleg bók fyrir þá sem fylgjast vilja með verð- gildi íslenzkra frímerkja. 128 bls. ÍSAFOLD Sjóari á hestbaki ævisaga Jacks London eftir Irving Stone. Þýð. Gylfi Pálsson. Ævi Jacks London var ein óslitin ævintýraslóð frá fátækrahverf um San Francisco til óbyggða Alaska og sólríkra Suðurhafs- eyja. 312 bls. með mörgum myndum. Undir ljóskerinu sagnaþættir eftir Guðmund L. Friðfinns- son. Guðmundur er þekktur sem skáldsagnahöfundur en hér kveður hann sér hljóðs á nýjum vettvangi með sagna- þáttum úr Austurdal. 97 bls. með myndum. Villieldur, skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Villield- ur var síðasta skáldsagan, sem Ragnheiður Jónsdóttir lét frá sér fara áður en starfsorkuna þraut. Sagan er að ýmsu ó- lík eldri sögum Ragnheiðar en fullvíst er að ekki bregzt höf- undi bogalistin fremur en áð- ur, að segja vel sögu. Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur. Stærsta og fullkomnasta matreiðslubók sem komið hefur út á íslenzku. Kærkomnasta jólagjöf hús- mæðranna, nytsöm þeim ungu og óreyndu og einnig þeim lengra eru komnar í matreiðslu listinni. Stór bók. 638 bls. með mörgum myndum og skýring- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.