Morgunblaðið - 14.12.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.12.1967, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 1967 3 Brœla komin á síldarmiðin BRÆLA var á síldarmiðunum fyrir austan í gærkvöldi og var spáð stormi er kæmi fram á nóttina. Bjóst síldarleitin á Dala- tanga við því að bátar færu að tínast til lands hvað úr hverju. Á miðunum voru í gærkvöldi um 40 og 50 bátar. Síldveiði í Jökuldjúpi var all- sæmileg í gær. Td. bárust sölt- unarstöð Haralds Böðvarssonar um 7000 tunnur í gær, en í gær- kvöldi var að koma bræla og þeir bátar sem voru síðbúnir urðu frá að hverfa í gærkvöldi. Spáð var norðvestan eða norðan 9 vindstigum í nótt. Hagstætt veður var á síldar- miðunum sl. sólarhring. — Voru skipin að veiðum á svipuðum slóðum og undanfarna sólar- hringa. Kunnugt var um afla 16 skipa, samtals 1.045 lestir. Dalatangi Lestir Víkingur AK 250 Guðbjörg ÍS 47 80 Snæfell EA 25 Bjartur NK 120 Guðrún Þorkelsdóttir SU 40 Gideon VE 50 Hoffell SU 30 Barði NK 55 Jón Kjartansson SU 70 Örfirisey RE -- 80 Helgi Flóventsson ÞH 7 25 Jörundur II. RE 40 Hólmanes SU 50 Gunnar SU 45 Þórður Jónasson EA 60 Gjafar VE 25 2,50 merkin á þrotum FRÍMERKI að verðgildi krónur 2,50 eru nú á þrotum og voru allar birgðir af þeim í Bréfa- Bráðkvöddí Bankastræti KONA um fimmtugt varð bráð- kvödd í Bankastræti um klukk- an 12,30 í gær. Var konan þar á gangi, þegar hún hneig skyndi- lega niður. Nærstaddir gerðu lögreglu og slökkviliði viðvart og var konan flutt í Slysavarð- stofuna, en reyndist látin, þegar þangað kom. Leiðrétting í BAKSÍÐUFRÉTT í MJbl. í gær þar sem sagði frá Lúcíu- hátið. misritaðist föðurnafn Luc iunnar. Var hún sögð Aðalsteins dóttir, en er Ottósdóttir. Er Elísa bet Ottósdóttir beðin velvirðing ar á mistökunum. póststofunni, Pósthússtræti 5, búnar i gær. Enn mun eitthvað vera tii af þessum frímerkjum úti á landi og á nokkrum sölu- stöðum í Reykjavík. Þrjár gerðir af frímerkjum að verðgildi 2.50 voru á markaðn- um síðast, en á þeim voru mynd- ir af: Lóndröngum, Útilegu- manni Einars Jónssonar og Bændahöllinni. Þessi frímerki jafngilda burðargjaldi fyrir prentað mál, innanbæjar og út á land. Mynd af eigendum og nemum. Aftari röð f. v.: Helga Sigur- björnsdóttir, meistari, og Vigdís Þorvaldsdóttir, eigandi stof- unnar. Fremri röð f. v.: Ingibjörg Kristjónsdóttir, Lóa Björg Jóhannsdóttir og Guðrún Antonsdóttir. IMý hárgreiðslustofa opnuð að Grensásvegi 3 NY hárgreiðslustofa var í gær opnuð að Grensásvegi 3, beint á móti Axminster. — Eigendur hennar eru Vigdís Þorvaldsdótt- ir, en hún hafði áður stofu á Keflavíkurflugvelli, og maður hennar, Ingólfur Ingólfsson, lög- regluvarðstjóri í Kópavogi. — Er þetta í nýjum húsakynnum og hafa þau hjónin algerlega séð um innréttinguna sjálf sam- kvæmt eigin hugmynd. Sú ný- breytni verður þarna tekin upp, að opið verður fimmtudaga til kl. 10 á kvöldin og litun verður tekin upp fyrir herra á þriðju- dögum frá kl. 6—9 á kvöldin. Lokað verður á mánudögum, þ.e. ekki verður hægt að fá greiðslu, en tekið verður við pöntunum í síma. Meistari á stofunni verður Helga Sigurbjörnsdóttir. Ný amerísk gerð þvottaskála verður þarna. Húsgögn frá Dúnu í Kópavogi og frá Vín. Raflögn hefur annazt meistari sá er aðr- ar lagnir hefur í húsinu. Þurrk- ur eru frá Halldóri Jónssyni. Teppi eru frá Víði Finnbogasyni í Ingólfsstræti 9. Jólafargjöld Fl EINS og mörg undanfarin ár, mun Flugfélag fslands nú auð- velda skólafólki ferðir heim um jólin með því að veita því sér- stakan afslátt af fargjöldum. Allt skólafólk, sem óskar eftir að ferðast með flugvélum félags ins um hátíðirnar á kost á sér- stökum fargjöldum, sem eru 25% lægri en venjuleg fargjöld innanlands og gilda frá 15. des. „Og svo er hann blóðnízkur á þetta“ SKÚLI Guðmundsson (F) flutti breytingartillögu við f járlögin, þess efnis að óheim- ilt væri að veita nokkrum öðrum en sendiherrum og sendifulltrúum erlendra ríkja afslátt frá hinu ákveðna út- söluverði á vörum Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Þó var gert ráð fyrir að veita mætti Eimskipafélagi fslands hf., Skipaútgerð ríkisins og Fríhöfninni á Keflavíkurflug- velli afslátt á verði á vörum, enda væru þeir eingöngu seld ar farþegum í utanlandsferð- um, en kæmi ekki til neyzlu innanlands. Þegar Skúli mælti með breytingartilögunni í fyrra- kvöld, sagði hann m.a. að ó- eðlilegt mætti teljast að nokkrir einstaklingar nytu forréttinda hjá ríkisverzlun. Sagðist hann áður hafa flutt samhljóða breytingartillögur, en þær hefðu verið felldar. Sagðist nú Skúli vilja freista þess að prófa þá nýju þing- menn er tekið hefðu í fyrsta sinn sæti á alþingi, og kvaðst vonast eftir að þeir féllu ekki á prófinu. Við atkvæðagreiðslu um breytingartillöguna í gær, óskaði flutningsmaður eftir nafnakalli. Gerði Pétur Bene- diktsson svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu: Þessu máli var í umræðunum sér- staklega skirskotað til nýrra þingmanna og þess vegna langar niig til að segja, að tillöguflutningurinn minnir mig ofurlítið á ágætan prest hér austanfjalls, sem hneyksl- aðist á nágranna sínum og sagði: „Mikil dæmalaus skepna er hann Símon. Hann drekkur koge-spritt“. Og síð- an bætti hann við eftir stund- arþögn: „Og svo er hann blóð nízkur á þetta'*. Og það verð ég að segja, að það er þessi seinni liður, sem ég hef á móti, en samt ætla ég að segja nei við tillögunni í þeirri von, að forsetar bæti ráð sitt. Tillaga Skúla var felld með 32 atkvæðum gegn 22. Fjórir þingmenn sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. Skúli Guðmundsson kvaddi sér síðan hljóðs og sagði, að atkvæðagreiðslaa þessi færi í bága við þingsköp, sem kvæðu á um að þingmenn mættu ekki taka þátt í at- kvæðagreiðslu um fjárveit- ingar til handa sjálfum sér. Þingforseti svaraði því til, að hann teldi breytingartillögu Skúla að efni og formi ekki fallá undir umrædda grein þingskapa. til 15. jan. 1968. Til þess að njóta þessara kjara þarf að sýna vottorð frá skóla- stjóra, sem staðfesti að víðkom- andi stundi nám og að keyptur sé tvímiði og hann notaður báð- ar leiðir. Hinn 1. desember sl. gengu í gildi sérstök jólafargjöld á flug- leiðum Flugfélagsins. Bökunarkeppnir leiðrétting ÞAU mistök urðu á sunnudag- inn í frásögn af bökunarkeppn- inni, að ein uppskriftin var ekki alls kostar rétt og birtist upp- skriftin hér eins og hún á að vera . Döðlukökur: 1 bolli döðlur. 1 bolli haframjöl, 1 bolli hveiti, 1 bolli smjör, 1 bolli púðursyk- ur, 1 stk. egg, 1 tesk. lyftiduft og Vz tesk: engifer. Jóla- póstur NÚ fer hver að verða síðastur til að koma jólapóstinum frá sér, svo öruggt sé að hann herist í hendur viðtakanda fyrir hátíðar. Skilafrestur á jólapósti innan- bæjar er til miðnættis 15. des- ember og verða pósthúisin opdn fram að þeim tíma. Flugpóstur til Norðurlanda þarf að hafa bor- izt pósthúsunum fyrir 15. des- ember, en skilafrestur á flug- pósti til annarra landa rann út í gær. Skilafrestur á jólapósti, sem flytja á með bílum til fjarlægra staða á Indinu er til 16. desem- ber, en jólapósturinn til kaup- staða og kauptúna. sem eru ná- lægt Reykjvík, þarf að hafa bor- izt pósthúsunum í Reykjavík fyrir 20. desember. Sjóari á hestbaki œvisaga Jack Londons, eftir Irving Stone Jack London „SJÓARI á hestbaki", ævisaga Jack London, eftir Irving Stone, er komin út í ísenzkrí þýðingu Gylfa Pálssonar. Fjölimargar skáldsögur Jack Londons hafa verið gefnar út hér á andi. Hann hefur „uan áratugi verið eftirlætishöfundur íslenzkra lesenda", segir á kápu bókarinnar. „Bækur eins og Ó- byggðirnar kala, Bakkus konung ur, og Gullæðið hafa verið í tölu þeirra bóka, sem hæsta útláns- tölu hafa haft á almenningsbóka söfnum og seLst í þúsunduim ein taka. Jack London skrifar flest- ar sögur sinar af pansónulegri reynslu sinni og því þarf eng an að undra þótt ævisaga hans gefi í engu eftir skáldsögum hans hvað spennu og viðburða- ríka atburðarás snertir". Enn fremur segir: „Ævi Jacks Lond- ons var ein óslitin ævintýraslóð frá fátækrahverfum San Franc- isco og ostrumiðum flóans þar, austur til Japanseyja og Kóreu um undirheima Lundúna, hert í frosti Alaska, glædd funa Suð urhafseyja ..." Höfundur bókarinnar, Irving Stone, er m.a. kunnur hér á landi fyrir ævisögu hollenzka málar- ans Van Goghs, Lífsþorsta, sem kom út fyrir nokkrum árum. Bókin er 312 bls. að stærð. henni eru allmargar myndir. Útgefandi er ísafold. Nývakinn áhugi < \ Þess hafa ekki sézt merki þar til nú að þingmenn Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík hefðu sérstakan áhuga á málefnum Borgarspítalans. Sá áhugi hefur skyndilega vaknað nú einmitt þegar borgarstjóri hefur með samkomulagi við heilbrigðis- málaráðherra og fjármálaráð- herra fengið fram 100% hækkun á fjárveitingum til Borgarspítal- ans. Það bendir því margt til þess að hinn óvænti áhugi tveggja þingmanna Alþýðubanda lagsins á málefnum Borgarspítal- ans stafi ekki af brennandi löng- un til þess að stuðla að þvi að byggingu hans verði lokið held- ur sé hann bundinn við þing- setu borgarstjóra um þessar mundir, eins og greinilega kom fram, þegar forsíða Þjóðviljans í gær var helguð atkvæði borg- arstjóra um þessa yfirboðstil- lögu kommúnista, en t.d. stór- fréttir um verðlagsmál settar skör lægra. Annars verður fúk- yrðum kommúnistablaðsins í garð borgarstjóra bezt svarað með greinargerð hans sjálfs fyr- ir atkvæði sínu, en hann sagði: „Ég met mikils nývakinn á- huga tillögumanna á fjárveiting- um til Borgarspítal ans og ekki síður, ef sá áhugi stafar ef til vill af þingsetu borgarstjóra, þegar fjárlagaafgreiðsla fer fram. En með tilvísun til þess, — að með samkomulagi við heil-| brigðismálaráðherra og fjármála- ráðherra fékkst 100% hækkun á fjárveitingum til Borgarspítal- ans í fjárlagafrumvarpi fyrir ár- ið 1968 — og með milligöngu þeirra fékkst einnig lánsfé, er svarar nú tíl 42 milljóna kr. af skuld rikissjóðs við borgarsjóð — og — í trausti þess, að áherzla verði lögð á að ljúka greiðslum ríkissjóðs sem fyrst — og að öðru leyti — með skírskotun til samstöðu stuðningsmanna stjóm- arinnar um afgreiðslu fjárlaga —» segi ég nei“. Lúðvík krefst skýringa Varaformaður Alþýðubanda- lagsins hefur nú opinberlega krafizt skýringa á framferði for- manns Alþýðubandalagsins, en sem kunnugt er telur formaður Alþýðubandalagsins, að varafor- maðurinn hafi sölsað undir sig öll völd í þeim félagsskap. Al- veg sérstaklega vefst það fyrir varaformanninum hvað for- maðurinn „hugsar“. l'm þetta segir varaformaðurinn i grein í málgagni Sósialistaflokksins i gær: „Það sem sérstaklega kallar á skýringu á þessari framkomu Hannibals er það, að hann skuli einmitt þjóta út, þegar fyrir liggur samkomulag um að breyta Alþýðubandalaginu í formlegan stjórnmálaflokk eins og hann telur sig hafa viljað. Og ekki siður krefst það skýr- ingar hvers vegna hann telur einmitt nú ástæðu til þess að rjúfa samstöðu Alþýðubandalags manna um það leyti, sem meir reynir á samstöðuna i íslenzkri verkalýðshreyfingu og flokki hennar en nokkru sinni áður, vegna stórfelldra árása ríkis- valdsins á kjör alþýðunnar í landinu. Hvað er Hannibal Valdi marsson að hugsa?“ Eðlilegt hefði verið að varaformaðurinn hefði fært þetta í tal við for- manninn á fundi þingflokks Al- þýðubandalagsins, en ástæðan fyrir því að hann telur sig til- neyddan að gera það á siðum kommúnistablaðsins er sú, að þingflokksfundir Alþýðubanda- lagsins eru ekki ýkja fjölmenn- ir um þessar mundir. Þar vant- ar a.m.k. þrjá þingmenn, Hanni- bal, Björn og Steingrim .— og kannski fækkar þeim enn sem sækja fundi í Hlaðbúð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.