Morgunblaðið - 14.12.1967, Side 24

Morgunblaðið - 14.12.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 199T Gríska herstjórnin og bylting hennar í skuggsjá HERSTJÓRNIN í Grikk- landi komst til valda með tilstyrk vel skipulagðrar byltingar, sem hófst eftir miðnætti og lauk fyrir dagrenninu föstudaginn 21. apríl síðastliðinn. Rétt eftir miðnætti héldu hermenn og skrið- drekar inn í Aþenu, her- mennirnir tóku á sitt vald síma- og fjarskiptastöðina og útvarpsstöðina að auki. Þeir umkringdu kon ungshöllina og þinghúsið og lokuðu aðalgötum þeim, sem að borginni liggja. Um kl. 04 þessa nótt hafði herinn í höndum sér flugvöll Aþenu og allir helztu stjóm- málamenn Grikklands höfðu verið teknir höndum, þ.á.m. Kanellopoulos forsætisráð- herra. Tveimur klukkustund- um síðar fékk gríska þjóðin fyrstu tilkynninguna um að bylting hefði verið gerð með fulltingi „byltingarútvarps- ins“, sem tilkynnti ennfrem- ur, að níu greinar stjórnar- skrárinnar hefðu verið numd- ar úr gildi og hernaðarástand ríkti. Síðar um daginn gerði hinn nýi forsætisráðherra. Kon- stantin Kollias, fyrrum ríkis- lögma'ður, grein fyrir bj ,ting unni og orsökum hennar. Hann ásakaði stjórnmála- menn, blaðamenn og komm- únista fyrir a„ -.afa valdið glundroða meðal grisku þjóð- arinnar og orsakað „niður- læging-u hennar. Samtímis til- kynnti Kollias- að sett hefði verið á útgöngubann í land- inu. Apríl-byltingin var gerð eftir að myndaðar höfðu verið margar skammlífar ríkisstjórn ir á ótraustum grundvelli George Papadopoulos hinn „sterki maður“ herstjórnar- innar“. valdabaráttu Konstantíns Grikkjakonungs og George Papandreous fyrrum forsætis- ráðherra og leiðtoga Mið-am- bandsins. Papandreou hafði ráðgert að hreinsa her lands- ins af hægrisinnuðum yfir- mönnum, en konungurinn neit aði að leyfa slíkt og hélt.því fram að slík hreinsun mundi til muna auðvelda kommún- istum í landinú baráttu sína. Deilur kon_.os^ og Papandre- ous urðu til þe;s að sá síðar- nefndi sá sig tilneyddan til fcð segja af sér í júlí 1965, en afsögn hans orsakaði heiftug- ar mótmælaaðgerðir í Aþenu og víðar. Síðasti forsætisráðherrann fyrir byltinguna, Panajotis Kanellopoulos, leiðtogi Rót- tæka þjóðarsambandsins. — hægriflokks —, myndaði rík- isstjórn 3. apríl og leysti upp þingið 14. apríl. Akv^úið var að halda almennar kosningar 28. maí, eftir að herstjónin komst til valda varð ekkert af þeim. Sdðar A.élt Kolhas því fra.n, að hann hefði ekkert vitað uni byltinguna. Hið sama sagði Konstantín konungur, en Koll .as sagði að konungurinn hefði komið í veg fyrir blóðbað með því að mynda hina nýju rík- stjórn. þega eftir að bylting- in var gerð. Kollias sagði orðrétt: „Ef herinn hefði ekki gripið til sinna ráða faefði Grikkland sagt sig úr NATO og orðið kommúnistískt ríki“. Stjórnmálaþróunin í Grikk- landi síðustu vikur hefur mót ast af Kýpur-deilunni, og þeirri staðreynd, að 400 grísk ir hermenn eru komnir til síns heimalands frá Kýpur. í þessari deilu beið Grikkland tvímælalaust minni hlut fyrir Tyrklandi og hefur undan- sláttur herstjórnarinnar ekki sízt orðið til þess að auka andúðina gegn henni heima fyrir. Meirihluti grisks al- mennings telur. að í Kýpur- deilunni hafi Grikkland auð- mýkt sig fyrir TyrklandL Rikisstjórnin var óvinsæl fyrir meðal mikils hluta þjóð arinnar, ekki hvað sízt vegna fangelsana pólitískra andstæð inga hennar og strangri rit- skoðun og einnig vegna bar- áttu „frelsishreyfingár borg- aranna“. George Papadopoulos, fimm tugur ofursti og sá sem átti mestan þátt í að hrinda bylt- ingunni af stað og sem verið hefur áhrifarikastur embættis maður grísku herstjórnarinn- ar, hét því á sínum tíma. að Grikkland mundi snúa aftur til lýðræðislegra þjóðskipu- lagshátta, þegar herstjórnin hefði „skólað þjóðina til“. Þessi hamingjusami maður nefndi ekki hvenær það mundi verða. Á meðan var unnið að nýrri stjórnarskrá. sem her- stjórnin hafði lofað að leggja undir dóm landsmanna með allsherjar atkvæðagreiðslu. Ennþá sitja 2600 manns í fangelsi vegna stjórnmálaskoð ana sinna, en margir þeirra stjórnmálaleiðtoga, sem hand- teknir voru fyrstu vikurnar eftir byltinguna hafa verið látnir lausir, er þeir skrifuðu undir sáttmála við stjórnina þar sem þeir hétu henni tryggð sifani. Konstantin Kollias, forsætis- ráðherra herstjórnarinnar. Siðan apríl-byltingin var gerð hafa mörg faundruð manns verið leiddir fyrir rétt ákærðir fyrir undirróðurs- starfsemi. tilraunir til að steypa stjórninni eða fyrir móðganir við yfirvöldin. Flest ir þessara manna voru dæmd- ir í margra ára fangelsi. Einnig hafa á undanförnum vikum verið framkvæmdar „hreinsanir" í hernum, í starfs liði opinberra embættismanna og í starfsmannahópum hærri og lægri skóla, nokkurnveg- inn i anda Stalíns. f næstum átta mánuði hefur herstjórnin haft völdin í sin- um höndum. að þvi er virð- ist með samþykki konungsins. Nú virðist gríska herstjórn- in — lögreglustjórnin — ramba á barmi glötunar vegna byltingar, sem eftir öllu að dæma hefur verið gerð að undirlagi komungsins sjálfs. - GRIKKLAND Framhald af bls. 1 stjórnar sinnar, sagði í París í kvöld, að hann sé reiðubúinn að halda til Grikklands, þegar tilmæli þess efnis berist frá kon- ungi. HINN 27 ára gamli konungur sagði í yfirlýsingu sinni, að hann hefði verið neyddur til þess að fallast á valdaránið í apríl til þess að koma í veg fyrir blóðsúthellingar. Samtímis því, sem konungurinn sendi út yfirlýsingu sína, bárust fréttir um, að herdeildir í Larissa í Mið- Grikklandi og í Saloniki hefðu hafið uppreisn gegn herstjórn- inni og að Kollias forsætisáð- herra hefði látið af embætti. Allt samband milli Aþenu og hérað- anna út á landi var hirfs vegar rofið og það var því ógerlegt að sannreyna, hversu mikið af þeim orðrómi. sem á kreiki var í höfuðborginni, var réttur. Herstjórnin fast ákveðin í að verja „byltinguna". Útvarpið i Aþenu sendi út yfir lýsingu frá herstjórninni, þar sem skýrt var frá þvi, að .,glæpsam- legt samsæri gegn ríkinu og al- mennu öryggi" hefði átt sér stað. Sagði útvarpið, að konungur- inn hefði verið vélaður af auð- virðilegum ævintýramönnum og neyddur til þess að snúast gegn þjóðbyltingunni. Stjórnin hefði öi: tögl og hagldir á sínu valdi og engin ástæða væri til kvíða. Varaði stjórnin við tilraunum til þess að kljúfa þjóðina, því að slíkt gæti leitt til blóðsúthell- inga. Konstantin konungur á að hafa flutt yfirlýsingu sína í útvarp í herstöð í Larissa, samtímis því sem sveitir úr 2. og 3. herfylk- inu í Lariissa og Saloniki gerðu uppreisn gegn herstjórninni. í kvöld var það ekki ljóst, að hve miklu leyti konungurinn naut stuðnings hersins og hver yrðu næstu skerf hans í þá átt að steypa herstjórninni. Tvær orrustuþotur flugu lágt yfir höfuðborgina. á meðan her- menn vopnaðir vélbyssum tóku sér stöðu á húsþökunum. Hern- aðarlegum eftirlitsstöðvum var komið upp umhverfis flugvöll Aþenu, en í sjálfri borginni var umferðin með eðlílegum hætti og allt með kyrrum kjörum að því er virtist, nema hervagnar héldu vörð við ýmsar helztu byggingar borgarinnar. Alls kyns orðrómur var hins vegar á krelki í borginni og langur tími leið, áður en herstjórnin sendi út tilkynningu sína. Stjórnin lýsti því yfir, að her- inn væri fastákveðinn í því að verja byltinguna frá því hinn 21. apríl sl. án tillits til þess, hvað slíkt myndi kosta. Ef til blóðs- úthellinga kæmi. hvíldi ábyrgð- in því algjörlega á herðum peirra, sem reyndu að kljúfa þjóðina, sagði i tilkynningunni. Konungur vill lýðræðislega stjórn. Konstantin konungur sagði í yfirlýsingu sinni, að sér hefði ekki verið kleift að tala til þjóð- arinnar fyrr, en nú hefði hann gripið frumkvæðið í þágu þjóð- arinnar í því skyni að koma á aftur lýðræðisstjórn. Krafðist konungur breytinga á stjórninni og skoraði á alla Grikki að fylkja sér að baiki honum. Ráðherrann fyrir Norður- Grikkland. Patiris hershöfðingi, sendi út áskorun í sérstakri út- varpsútsendingu í Saloniki í dag til 1., 2. og 3. herfylkis þar að styðja herstjórnina. Sagði l.srs höfðinginn, að sérhver mótstaða myndi verða brotin á bak aftur og fór hann þess á leit við al- menna borgara að styðja bann hluta hersins, sem væri hollur herstjórninni. Tíu mínútum siðar var dag- skrá útvarpsins í Larissa rofin og þulur lýsti því yiir, að 3. herfylkið hefði nú tekið útvarps stöðina á sitt vald, en að ler- sveitin hefði gengið í hóp þeirra. sem berðust gegn henstjórninni. Var skorað á alla landsmenn að ljá þes?u máli stuðning sinn og fara að dæmi 3. herfylkisins. Flugvellinum í Aþenu lokað. Flugvellinum í Aþenu var lok- að kl. 1. e. hád. upplýsti skrif- stofa SAS í Kaupmannahöfn. Næsta flugferð SAS á samkv. á- æílun félagsins að verða til Aþenu á föstudag, en þangað á vélin að fljúga í bakaleiðinni, því að hún flýgur fyrst til Kairo frá Kaupmannahöfn á morgun. Ef flugvelli’" n verður enn lok- að þá, mun vélin ekki geta lent í Aþenu. Erlendir stjórnmálafréttaritar- ar í Aþenu hafa áður spáð því, að tilraun myndi verða gerð til þess að steypa stjórninni, sökum þess hver úrslit Kýpurdeilunnar uðu. Samningurinn við Tyrk- land, þar sem m.a. er kveðið á um. að um 10.000 heranenn Grikkja verði fluttir burt frá eynni, er af mörgum talinn auð- mýkjandi ósigur fyrir stjómina í Aþenu. í París sagði talsmaður gríska miðflokkasambandsins, að nú færi frem bylting í Grikklandi, en hún hefði ekki enn náð til Aþenu. — Ég hafði búizt við þvi, að eittfavað myndi gerast en ekki fyrr en 14. eða 15. desember, sagði hann. í Brússel ' sögðu meðlimir grísku sendinefndarinnar á ráð- herrafundi NATO. að þeir vissu ekkert um það, sem væri að ger- ast í Grikklandi, því að allt sam- band við það væri rofið. Gríski utanríkisáðherrann, Panayotis Pipineli sagði, að hann myndi ekki breyta áætlun sinni um að taka þátt í ráðherrafundi NATO vegna fréttanna um atburðina í Grikklandi. Leikkonan Meline Mercouri sagði í New York í dag, að hún væri þeirrar skoðunar, að Konst- antin konungur hefð: séð sig til- neyddan til þess að gera eitt- hvað í þágu lýðræðisins vegna áhrifa frá þjóðinni. Sagðist hún vera áhyggjufull, vegna þess að hugsanlegt væri að borgara- styrjöld væri að brjótast út í Grikklandi, en hún bætti því við, að hún myndi fara þangað og taka þátt í baráttunni, ef til borgarastyrjaidar myndi koma. Óttinn um að atburðarásin í Grikklandi kynni að faindra brottflutning grískra hersveita frá Kýpur, breiddist út á meðal utanríkisráðherra Atlantsíhafs- bandalagsins, segir í NTB-frétt frá Brússel í dag. Danski utan- ríkisráðherrann, Hans Tabor, vildi ekkert segja um ástandið, en lét í ljós von um. að þróunin myndi leiða til þess, að lýðræðis legir stjórnarhættir kæmust aft- ur á í Grikklandi. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, á að hafa l'átið frá sér fara svipuð umimæli og lagt áherzlu á, að Bandaríkin myndu gera það, sem í þeirra valdi stæði ti'l þess að koma í veg fyrir að brottflutn ing grískra hermanna frá Kýpur seinkaði. Bandariskir borgarar fluttir á brott. Talsmaður bandarísku stjórn- arinnar skýrði frá því í dag, að verið væri að athuga, hvort fl.ytja skyldi brott um 20.000 bandaríska þegna, sem nú dvelja í Grikklandi. Ef ástandið versn- ar enn í Grikklandi, er hugsan- legt, að bandaríska stjórnin ítreki aðvörun þá, sem hún gaf út við ferðalögum til landsins, á mieðan Kýpurdeilunni stóð, og enki var afturkölluð fyrr en á þriðjudag. Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.