Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES. 1967 21 - LAXNESS Framhald af bls. 1 andi von um það, að Sin- javski og Daniel verði látn ir lausir í kringum bylt- ingarafmælið og reyndar höfðu borizt einhver tíð- indi frá Sovétríkjunum þess efnis, að jafnvel væri von á náðirn til handa þess um rithöfundum tveim, sem nú eru búnir að vera i betrunarhúsi síðan í febrúar 1966. Ég gerði ráð fyrir að þetta væri einkabréf og ætlaði ekki að láta prenta það, ef náðun hefði komið fram. Því skal ekki neitað, að ég beið í miklu ofvæni dagana fyrir 7. nóvember eftir fréttum af þessum rússnesku starfsbræðrum mínum, en þeirra var ekki minnst. Aftur á móti var talað um að nú skyldi látið til skarar skríða gegn þeim litla hópi, sem hafði mót- mælt þessum fangelsunum i verki, SMOG-mönnunum fjórum. <Jr því sem komið er sé ég ekki ástæðu til að liggja lengur á þessu hréfi." Hér á eftir fer bréf Lax- ness til frú Furtsevui: Reykija'vík, 14. ág. 1967. Til mentamálaráffflierra Sovétríkjanna virðulegrar frú É. Fúrtsévu Kreml Moskva Exilens, Gamall frumkvöðull menn- íngarlegra samskifta milli ís- lands og USISIR, sem yður eftilvill rekur mdnni til, rit- ar yðar exilens að þessu sinni vegna álhyggjiu sinnar af ástandi sem þróast hefur fyr- ir sérstakar opinherar til- raunir sovéskar, sem gerðar hafa verið ekki all-s fyrir laungu til að draga bókment- ir undir ákvæði refsilöggjaf- arinnar. Ég hef sérstaklega í huga dóma þá frá fyrxa ári sem látnir voru gánga yfir rithöfundana Siníavskí og Daníel og frægir hafa orðið um heim allan. Margir menn, þarámeðal ég, litu á dóma þessa sem slys og reiyrtdu að afsaka þá í von um að náðun kæmi fljótlega eða að mdnsta kosti yrði ekki framhald á slíkum vertoum. Ef svo skyidi fara afturámóti, að hér væri ætlunin að mynda upphaf fastrar venju, einsog mála- ferlin sem nú standa yfir gegn SMOG kynnu að benda til, þá horfir þúnglega fyrir þeim mönnum vdða um heim sem langar að efla við Sovét- ríkin menníngarteingisl reist á skilningi og samúð en eigi hræsni. Mig hefur tekið sárt að horfa á hvemig vinátta við Sovétríkin, svo meðal ein- staklínga sem fjölmennra hópa, einkum og sérílagi þó meðal vinstrimanna, hefur beðið hnekk og dofnað útaf í vonleysi sem var bein af- leiðíng af dómum þessum lítt skidjanlegum, enda ekki ver- ið tilraiun ger að rökræða þá né útskýra af aðiljum sem bera ábyrgð á þeim, Ég skal láta nægja að minna aðieins á eitt sorgardæmi sem leiddi af þessum atburði, en það voru þúngar foúsifjar sem af hans völdum voru gerðar Samlbandi Evrópskra Rithöf- unda, CX>MEIS einsog það var kaillað eftir fángamarki sínu ítölsku, en samtök þessi áttu sér höfuðstöðvar í Rómaborg. OOMES var stöfnað af rithöf- undum úr gervailri Evrópu, sem aðfhyltiust hreinskdnar viðræður milli starfsbræðra úr rithöfundastétt. Grund- völlur stofnskrárirtnar var sá einn sem öllum ritihöfundum er sameiginlegur, krafan um rækt og vernd ritaðs orðs. Var undi'rskilið að þessi hóg- vær frum'skilyrði hókmenta væru viðurkend og í heiðri höfð af evrópskum þjóðum. Ég hafði þann heiður að starfa í stjórn þessa ham- íngjusama félagsskapar, var sömuleiðis einn af varafor- setum hans, í góðri samvinnu við maxga ágæta fulltrúa evrópskra bókmenta, og voru* á meðal Iþeirra elskulegir starfsbræður og valmenni úr ritihöfundastétt Sovétríkj- arnna, menn einsog Badsjan, Súrkof og TvardovskL Eftir að tukthúsun rússnesku höf- undanna tlveggja hafði verið framin samkvæmit dómi í felbrúar 1966 fór eins um OOMES og margar aðrar félagheildir sem stefndu að vináttu og góðri samlbúð við Sovétríkin: þessi aUsherjar- samtök evrópskra ritlhöfxmda voriu slegin lömuu og ómerk ger af því grundveftlinum til bókmentaisköpunar, hirwum hógværu frumatriðum stofn- skrár vorrar, hafði í verki verið sagt stríð á hendur af einu sterkasta stuðningslandi samstakanna; hefur flélagið ekki borið sitt barr siðan og áftiior.£smiál hvort það sé leing- ur lífs. Endurvakníng á flomum aðferðum rússnesku keisara- stjórnarinnar og rómversk- kaþólsku kirkjiunnar í við- skiftum við gagnrýnendur kennínga þjóðdifs og menn- íngar Iheflur komið hart nið- uir á vinum Slovétríkj anna Viðsvegar um heim, ritlhöf- undum listamiönnum og lær- dómsmönnum, sem gerðu séi vonir um að þetta sósíaiska rikjasamiband, USSR, ætti eftir að verða fyrirmyndar- land heimsims þegar stundir líða. Áttum. við það skiiið? Rithöfuindar eru oflt harðir gagnrýnendiuir og óvægir í aðfinnslum hver heima hjá sér og þykir ekki tiItökum'áiL Sftíkum mönnum er gert erfitt fyrir að ttialda hátíðlegt af- mæli stjómarfoyltíngar sem upþhaldsmönnu.m hennar hefuir ekki á fimtíu árum tekiist að þroska með sér hæfileikann tft að mæta gagnrýni betur en svo að þeir telja rétt að svara rituðu orði ekki með öðru rituðu orði, ekki rökuim með andirökum, heldur tukflhússdómum. í mínu landi er hverjum manni heimilt að gagnrýna hvaða kenmíngu sem er, svo og menníngu og þjóðfélags- hiáttu eftir vild, og segja op- infoerlega um ríkiisstjórnina hvað sem hon-uim þóknast. Takmörkun hugsanafrelsis málfrelsis og prenflfrelsiis er í stjórnarskrá voTri talin óhæfa sem aldrei megi í lög leiða. Vér 'unnum rússnesku þjóð- inni og Sövétlýðveldunum alls hins besta, en oss er það of- ætlun að hylla á þjóðhátíð annans lands stjórnarfaxs- reglur sem ekki viðurkenna prentfrelsi og mállfrielsi og ætla þeim riflhöfundum betr- unarhússvinnu sem ekki vilja hlíta ritsfcoðun. Vox skoðun er sú að gaumgæfilega rit- skoðaðar bókmentir verði yf- irleitt ekki nefndax bók- menflir nema með fyrixvara; því þar sem lögregtlan ræður bókmentum er ekki ancPleg- ur samgángur frjáls milli ólháðs Ihöfiundar og almenn- íngs, heldur verður að semja bækur fyrst og frennst til að þóknast ritsfcoðaranum, það er að segja lögreglunm. Sem gama'll vinur rúss- nesku þjóðarinnar vildi ég leyfa mér að mæla með því við yður, exilens, að þér vild- uð niota áhrifavald yðar til að rétta hlut ritaðs orðs í Sovétríkjunum, Mentaðiir menn, hvar sem er í heitni, hvaða hugmyndir sem þeir aðhyliast, og ég vona ekki hvað síst í landi yðar sjálfrar, bíða þess óþreyufullir að ein- hver vísbending verði í té látin um að haldið verði með skynsemi á miáli sem er fjarri því að vera markla.ust frá sjónarmiði þess afmælis er þér Ihaldið h'átíðlegt á þeissu ári. Með virðíngu og vinarhug, Halldór Laxness (íslenzkur riflhöfundur) - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 19 landsins. Rúmenía var fyrsta Austur-Evrópuríkið, sem tók upp stjórnmálasamband við vestur- þýzku stjórninEi, enda þótt sú ráðstöfun sætti hartiri gagnrýni annars staðar í Austur-Evrópu. Ceusescu vill samstarf við öll ríki, ef slík samvinna kemur báðum aðilum að gagni og er ekki bundin skilyrðum, sem að hans dómi eru skerðing á full- veldi Rúmeníu. Þess vegna hefur hann gagnrýnt Rússa fyrir að beita Rúmena efnahagslegum þvingunum til þess að halda sjálf stæðisviðleitni þeirra í skefjum og fyrir að standa ekki við gerða samninga um aðstoð við rú- menskan iðnað af sömu ástæðu. Hann hefur einnig frestað undir- ritun nýs vináttu- og viðskipta- samnings við Rússa. I texta samn ingsins er talað um „huganslega þýzka árás“. Hann vill, að þessi setning verði þurrkuð út, því að hann telur þetta orðalag úrelt og heyra fortíðinni til. Ceusescu hefur ekki átt sæti í ríkisstjórninni og því ekki kom- ið fram fyrir landsins hönd er- lendis. Nú getur hann farið til allra landa, sem hann hefur áthuga á samvinnu við, sem þjó*ð- höfðingi og flokksleiðtogi. Hann keppir síður en svo að því að slíta sundur öll tengsl við Rússa eða alþjóðahreyfingu kommún- ista, en telur að hlutverk sitt sé í því fólgið að halda fram sjálfstæði Rúmeníu. Hann eT fremsti leiðtogi hins þjóðlega kommúnisma. Tíminn leiðir í ljós, hvort stefna hans, sem vík- ur ekki frá sósíalistískum mark- miðum, gerir rúmensku þjóðinni lífið bærilegra. Umrœður um framtíð NATO MERK skýrsla um framtíðar- hlutverk NATO og leiðir til þess að bæta samstarf aðildarland- anna verður tekin til meðferðar á ráðherrafundi bandalagsins í Brússel í þessari viku, enda er hér um að ræða eitt helzta mál fundarins. Þessi skýrsla er kennd við Pierre Harmel, utanríkisráð- herra Belgíu, og varð til í tveim- ur áföngum. Sérstök nefnd, sem skipuð var til að fjalla um þessi mál, skipaíði fjórar undirnefndir undir forsæti hæfra manna, sem fengu víðtækt umboð til þess að gera tillögur án þess að binda hendur ríkisstjórna aðildarland- anna. Fyrsta nefndin kannaði sam- skipti austur og vesturs á öllum sviðum, ekki aðeins í stjórnmál- um. Afstaða var tekin til hugs- anlegra samningaviðræðna um almenna pólitíska lausn á mál- efnum Evrópu, en einnig til grundvallaratriða friðsamlegrar sambúðar á hinum ýmsu svið- um, t. d. að því er snertir skipu- lagningu samgöngumála, m.a. flugmála, og hafnargerð í Pól- landi með vestrænu fjármagni, en mikill áhugi er á því að gerð verði höfn þar í landi er geti tekið við útflutningi frá Vesturlöndum. Þetta undirbún- ingsstarf getur komið að gagni, en Bonnstjórnin er andvíg rót- rækum ráðstöfunum til þess að draga úr spennunni í sambúð austurs og vesturs nema því að- eins að áfram miði um leið í átt til lausnar á Þýzkalandsvanda- málinu. 1 skýrslu annarrar undirnefnd- ar um varnarmálin er komizt að þeirri niðurstöðu, a'ð hin minnk- andi spenna sé þróun sem hljóti að verða hægfara og búast megi jafnt við ávinningi sem áföll- um. Til dæmis er búizt við því, að kommúnistar skipuleggi mikla herferð til þess að grafa undan NATO á næstu tveimur árum. Samt er mælt með því í skýrsl- unni að halda skuli áfram að fækka í herliði NATO og vinna að afvopnun. Sýnt er fram á stórkostlega sóun fjármuna, sem varið er til varnarmála, enda vinna aðildarlöndin-hvert í sínu lagi a'ð vopnaframleiðslu og hergagnavísindum og herráð landanna vinna einnig hver í sínu lagi. Annar nefndarformaður, Paul- Henri-Spaak frá Belgíu, samdi skýrslu um samskipti banda- manna innbyrðis og sagði, að 611 aðildarlöndin stæðu andspæn- is því vandamáli að sporna gegn því að Asía, Afríka og Suður- Ameríka kæmust xmdir yfirráð Rússa eða Kínverja og yrðu því að móta sameiginlega utanríkis- stefnu. Aðildarlöndin í Evrópu yrðu a'ð vera hinn trausti horn- steinn bandalagsins, og NATO ætti einnig að marka samræmda stefnu I efnahagsmálum. í fjórðu skýrslunni, sem fjallar um sam- búðina við þróunarlöndin, er lagt til, að aðstoð við þróunar- löndin verði samræmd. I öðrum áfanga þessara um- ræðna rannsakaði hin sérlega nefnd skýrslumar fyrir hönd rík- istjórnanna. Frakkar hafa alltaf lagzt gegn því, að hlutverk eða starf NATO verði fært út, og „dúfumar" í NATO — Kanada, Danmörk og Noregur — vildu forðast áð láta hart mæta hörðu. Sérstaka nefndin ákvað því að semja almenna skýrslu, sem eng- an gæti styggt, og þar er sagt, að öflugt hernaðarbandalag sé ennþá nauðsynlegt og ekki ósam- rýmanlegt tilraunimum til þess að bæta sambúð austurs og vest- urs. Hvatt er til aukinnar stöðl- unar á vopnum, áframhaldandi rannsóknar sérfræðinga á fækk- un í liðsaflanum og aukinna rannsókna á ástandinu á Mið- jarðarhafi þar sem sovézki flot- inn er orðinn æði umsvifa- mikill. Einnig er lögð álierzla á, að hættulegt geti reynzt a'ð aðildarlöndin friðmælist hvert í sínu lagi við kommúnistaríkL Eftir mikið þóf féllust Frakk- ar á, að aðildarlöndin ráðfærð- ust sín í milli um viðræður sín- ar við kommúnistaríki um Þýzka landsmálið, en eftir á að koma í ljós, hvort þetta samkomulag verði einhvers virði í reynd. Franski utanríkisráðherrann, Couve de Murville, hefur ekki viljað undirrita lokaskýrsluna. Þess vegna er ólíklegt, að ráð- herrarnir birti nokkuð af nið- urstöðunum eða ákveði að athug- ununum skuli haldið áfram. Emb ættismenn NATO er þó síður en svo svartsýnir og segja, að banda lagið geti beðið rólegt og séð hvað setur. Almennt er talið, að Frakkar muni ekki segja sig úr bandalaginu, og hugsanlegt er talið, að þeir snúi aftur til sam- starfsins innan bandalagsins að lokum. Stetna Araba enn óbreytt UTANRÍKISRÁÐHERRAR Ara- balandanna hafa nýlega lokið þriggja daga fundi um stefnu Araba gagnvart ísrael í ljósi síð- ustu ályktunartillögu Öryggis- ráðsins um ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og væntanlegra sáttatilrauna hins sérlega sendimanns Sameinu'ðu þjóðanna, Gunnar Jarrings. Bráð lega halda æðstu menn Araba- ríkjanna fimmta fund sinn. Þótt deilan við Israel sé mál málanna í Arabaheiminum, veld- ur ástandið í Jemen áhyggjum, en þar hafa átök konungssinna og lýðveldissinna færzt í aukana síðan Egyptar hófu brottflutning hersveita sinna frá landinu. Sér- stök sáttanefnd, sem skipuð var eftir að samkomulag tókst í Jemenmálinu milli Nassers for- seta og Feisals Saudi-Arabíu- konungs á Khartoum-ráðstefn- unni í haust, hefur ekki getað jafnað ágreining lýðveldissinna og konungssinna, þrátt fyrir brottvikningu Sallals úr forseta- embættinu fyrir skömmu. Ekki er talið líklegt, að utan- ríkisrá'ðherrafundurinn eða ríkis leiðtogafundurinn muni valda nokkrum verulegum breytingum á stefnu þeirri, sem mörkuð var í grundvallaratriðum á ráðstefn- unni í Khartoum. öll aðildarlönd Arababandalagsins nema Sýr- land senda fulltrúa á ríkisleið- togaráðstefnuna, sem væntanlega verður haldin í Rabat og á að hefjast á laugardaginn, en hvorki Boumedienne, forseti Alsírs, né Bourguiba, forseti Túnis, sækja fundinn. Talið er, að Nasser hafi beitt sér fyrir því að ráðstefnan yrði haldin til þess að tryggja vfðtæka samstöðu Araba áður en Jarring hefur sáttatilraunir sín- ar. Afstaða Nassers er að ýmsu leyti óljós, en að sögn frétta- ritara Observers, Robert Steph- ens, er hún nú í aðalatriðum þessi: Nasser hefur sagt, að ályktun- artillaga Öryggisráðsins sé ófull- nægjandi, þar sem ekki var til- greint, að ísraelsmenn yrðu að flytja á brott aUt sitt herUð frá Sinaiskaga, en í Kaíró er álykt- unin ekki talin ósamrýmanleg arahískum hagsmunum. Það er enn stefna aUra Araba nema Sýrlendinga og að nokkru leyti Alsírsmanna að reyna að koma því til lefðar með pólitískum fremur en hernaðarlegum ráðum, að tsraelsmenn flytji burtu her- lið sitt. Arabar vUja forðast formlegan friðarsamning, beinar samningaviðræður og formlega og lagalega viðurkenningu á ísrael. í síðustu ræðu sinni á Nasser að hafa sagt, að friður við ísrael væri útiloka'ður, en hér var um þýðingarskekkju að ræða og hann átti við friðar- samning, en stefna hans er óbreytt. Arabar vilja fyrst tryggja brottflutning ísraelska herliðs- ins frá öUum herteknum svæð- um, en síðan segja þeir að reyna megi að finna varanlega póli- tíska lausn, segir Robert Steph- ens. Þeir virðast fúsir að semja um, að endir verði bundinn á styrjaldarástand, dregfð verði úr vopnabúnaði á landamærasvæð- um, frjálsar siglingar verði leyfðar um Tiransund og um að- gang að helgum stöðum í Jerú- salem í sambandi við brottflutn- ing ísraelska herliðsins. Endan- leg pólitísk lausn mundi kveða á um flóttamannavandamálið og siglingar um Súezskurð, að þeirra dómi. Markmið ísraels- manna er að knýja fram eins fullkomna og endanlega lausn og mögulegt er áður en brott- flutningur á sér stað, en mark- mið Araba er að takmarka póli- tískar tilslakanir á fyrra stigi samningaumleitana til þess að koma í veg fyrir að hægt verði að beita þá þvingunum á síðara stigi samningaviðræðnanna. gm Hafnarstræti 19 Sími 13835 Hamborgarar GrUl-kjúklingar Fish &Ohips Nautasteik Borðið á staðnum Pantið og fáið sent eða sækið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.