Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.12.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DES, 1967 5 Önnur skúlptúrmynd Magnúsar er hlaut verSlaun. Stengurnar eiga að gjósa vatnssúlum, annað'hvort allar í einu, eða ein og ein með óregluiegu millibili. Haeð þeirra á að vera um 4 metrar, en lengd verksins í heild um 12 metrar. Höggmyndir ungs ísl. listamanns hljóta verðlaun í Danmörku samkeppni Statens Kunstfond UNGUR íslendingur. Magn- ús Tómasson að nafni, hreppti 3. verðlaun í samkeppni um skreytingu Grönttorvets í Kaupmannahöfn. Yfir eitt hundrað danskir og norrænir listamenn tóku þátt í þessari samkeppni, sem Statens Kunstfond efndi til í tilefni 800 ára afmælis Kaupmanna- hafnar. 1. verðlaun í samkeppninni hlaut kunnur danskur mynd- hög.gvari, Henry Luckow Nielsen, og voru þau 40 þús. danskar krónur. Önnur verð- laun hlaut danski miyndhöggv arinn Kasper Heid'berg 20 þús. d. krónur og þriðju verð- laun s'kiptust á milli Magnús- ar Tómassonar og Kuno Nov- ark 5 þús. d. krónur til hvors. Fjórðu verðiaun 5 þús. d, krónur skiptust á milli Inger Marie Jörgensen og Hein Heinssen. Verðlaunin er mikil viður- kenning fyrir hinn unga ís- lenzkra listamanna, en hann hefur áður hlotið verðlaun fyrir málverk á nemendasýn- ingu Konunglega Listaháskól- ans í Kaupmannahöfn. Verk þau er Magnús hlaut verðlaun fyrir eru tveir skúlptúrar og eru þeir hugs- aðir sem gosbrunnar, sem standa eiga úti í grunnu vatni og speglast í vatnsflet- inum. Gröntt-orvet er í mið- borg Kaupmannalhafnar og er ætlunin að gera skrúðgarð á torginu og skreyta hann lista- Magnús Tómasson verkum. Eftir að úrslit sam- keppninnar hafa verið kunn- gerð var haldin sýning á öll- urn tillögunum er bárust í Kirkolaj kirkjunni og stóð sýningin í rúma viku. Flóðin í Svartá tekin að sjatna Allmiklar skemmdir á bœnum Reykjaborg Sauðárkróki, 12. des. VATNIÐ i Svartá í Lýtings- staðahreppi hefur nú loks feng- ið eðlilega framrás, en íshröngl og annar framburður umlykur býlin, sem harðast urðu úti í Varmalækjarhverfinu í gær. — Allmiklar skemmdir urðu á bænum Reykjaborg, þar sem vatn flæddi inn í kjallara íbúð- arhússins. Einnig urðu þar nokkrar skemmdir á heyi. Húseyjarkvísl braut skarð í gegnum þjóðveginn hjá Völlum á um 9 metra svæði og er veg- urinn þar enn ófær bifreiðum. í dag hefur verið unnið að björgun hrossa af flóðasvæðinu Erling Aspelund deildarstjóri Loftleiða í N.Y. ERLING Aspelund hefur verið skipaður deildarstjórj hjá Loft- leiðum í New York, og mun hafa yfirumsjón með starfsmanna- haldi, innkaupum, tryggingum o. fl. Erling er þrítugur að aldri og réðist til Loftleiða árið 1956, eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugar- vatni. Árið 1958 var hann gerðuT að aðstoðarstöðvarstjóra Loftleiða á Kennedyflugvelli og gegndi hann því starfi til 1962, er hann var gerður að flugstöðvarstjóra. Þv*í starfi gegndi hann til 1966 er 'hann tók við starfi flug- rekstrarstjóra. Og núna 22. nóv- ember var hann skipaður deildar stjóri. á eylendinu austan Hegraness. — Guðjón. Herratizkan idag fyrir herra á öllum aldri, er frá árinu 1890. Fallegt snið, margar stærðir, munstur og lit- ir. Lágt verð. Einnig úrval af klassiskum herrafatnaði á hag- stæðu verði. Fatamiðstöðin er miðstöð herratízkunnar og lága verðs- ins. Fatamiðstöðin Bankastræti 9. Andrés Laugavegi 3. ^(9izt me i tízL unni. JCé/t unqu ótúÍL unnar f\jónar liun; mamma eða amma ^4ttt. í Lióti unrju (ía amma ? ^JfannóLí younn — prjouar o<j leLóaruLóir, fattecjur Laóói, fjöÍLreytt úruat fjefj óLemmtitecja jótayjöf. ^ ALAFOSS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.