Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR lí>88 „íslendingar og hafið“ Sjávarútvegssýningin í Reykja- vík í maí-júní ’68 — Verðlaun veitt fyrir merki sýningarinnar FYRIR þrem árum var sam- þykkt á fundi Sjómannaráðs í Reykjavík og Hafnarfirði að fela stjórn ráðsins að hefja undirbún ing á „sjóminjasýningu“ og yrði stefnt að opnun hennar á 30 ára afmæli Sjómannadagsins hér í Reykjavík árið 1967 Svo fór þó, að ekki reyndist unnt að halda sýninguna á tilsettum tíma, þar sem ekki fékkst inni fyrir sýn- inguna í Sýningarhöllinni í Laug ardal og varð að ráði að fresta henni um eitt ár. Er nú stefnt að því að opna hana 26. maí — daginn fyrir Sjómannadaginn. Unnið hefur verið jafnt og þétt að undirbúningi sýningar- innar síðan á sl. sumri, og unnu tveir menn kjörnir af Sjómanna ráði, Pétur Sigurðsson formaður þess og Guðmundur H. Oddsson gjaldkeri, að honum í fyrstu og réðu þeir m.a. framkvæmda- stjóra sýningarinnar, Herstein Pálsson, og aðalskipuleggjanda hennar, Kjartan Guðjónsson list málara Auk þess hefir Lúðvik Kristjánsson rithöfundur verið með í ráðum í sambandi við undirbúning hins sögulega þátt- ar sýninigarinnar. seglið þar hinu mikilvægasta 'hlutverki. Til'laga þessi var merkt „ÚGGA—NÚGG“ og reyndust tveir menn leynast bak við það dulnefni. Voru það Guðbergur Auðuns'son og AtM Már Árqa- son, auglýsingateiknarar, sem skipta með sér verðlaununum. Haft var samlband við fjölda opinfberra stofnana, félagasam- taka og fyrirtækja, og bæjarfé laga. sem starfa á einhvern hátt að sjávaútgegsmiálum og siglinig um eða gegna þjónustuhlutverk um í þágu þessara atvinnuvega, og rætt við þessa aðila um þátt- töku í sýningunni. Meðal þeirra sem höfðu áhuga á þátttöku eru: Eimskipafélag fslands, Fiski- félag Íslands, Félag íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, Félag íslenzkra dráttarbr autareigenda og skipasmiðja, Ferskfiskeftirlit ið, Fiskimálasjóður, Fiskmat rík isins, Hafrannsóknastofnunin, Landlhelgisgiæzlan, Landstoank- inn, Landssamband íslenzkra út vegsmanna, Landssamband neta gerðarverkstæða, Matsveina- og veitingaþjónaskólinn, Meistara- samlband járniðnaðarmanna, Póst Þátttaka í sýningunni er opin öllum þeim aðilum á sviði fram leiðslu útflutnings og innflutn- ings í þágu sjávarútvegsins. Hafa margir aðilar þegar boðað þátttöku sína og vænta má tU- kynninga frá öðrum næstu daga. Síðasti frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 10. febrúar, Er nauðsynlegt, að tilkynningar berist sem fyrst, m.a. af þvi að sýningarstjórnin þarf fljótlega að taka ákvörðun um, hvort nauðsynlegt verður að reisa einn eða jafnvel tvo skála við Sýningarhöllina til að rúma sýn- ingaraðila. Kappkostað verður að gera Verðlaunamerki sýningarinnar er teiknað af Guðbergi Auðuns- syni og Atla Má Árnasyni. sýninguna svo vel úr garði í hví vetna, að hún verði ekki aiðeins sýningaraðilum til sóma, heldur veiti hún og gestum miikilvæga fræðslu sem eigi er annars unnt að afla sér á einum og sama stað, um þennan burðarás ís- lenzks efnahagsiífs. Verðu-r ekki aðeins brugðið úpp myndum af lögu liðnum háttum á sviði sjó- sóknar og siglinga, heldur sýnd þróunin á hinum ýmsu sviðum á síðustu áratugum, hvernig tæknin verður æ ríkari þáttur þessa atvinnuvegar, bæði á sjó og landi, og mörgu fleira af svipuðu tagi, sem hér er ekki unnt að rekja, Er það sannfæring forráða- manna sýningarinnar að hún muni auka mjög og glæða skiln ing almennings á sjáva'rútvegin- um og gildi hans, sem er ekki sízt mikils virði, þegar í móti blæs eins og nú gerir. Þeir sem haifa áhuiga á að sjá þær teikningar er bárust dóm- nefndmni um merki sýningar- Pétur Sigurðsson formaður s ýningarnefndar og Guðbergur 'nnar geta skoðað þær í setu- Auðunsson með verðlauname rkið á milli sín. stofu Hrafnistu frá kl 12 7 í dag. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar var að ákveða, að efnt skyldi til samkeppni um hugmynd að merki fyrir sýninguna, og var óskað eftir samvinnu við Félag íslenzkra teiknara í því máli. Tilnefndi sýningarstjóri tvo menn í dómnefnd — Gunnar Friðriksson og Herstein Pálsson — og stjórn FÍT. þann þriðja, Torfa Jónsson. Ákveðin voru ein verðlaun að fjárhæð kr. 15,000. • Samkeppni um merkiið var auglýst í blöðum og útvarpi í byrjun desembermánaðar og var veittur skilafrestur til 10. jan- úar. Þegar hann var úti, höfðu borizt 78 tfflögur frá 47 höfund- um Dómnefndin hélt síðan þrjá fundi til að kanna tillögurnar og varð niðurstaðan af starfi hennar, að bezt var talin tillaga, sem sýndi þrihyrnt segl innan í 'hring, en mynd af íslandi var felld in-n í hringinn fyrir ofan seglið. Bárust margar snjallar tillögur, en þessi þótti bera af — bæði að því er snerti stíl, sem er mjög einfaldur og hreinn, og tengsl við sögu íslenzks sjáv- arútvegs, því að um a-ldir gegndi og símamálastjórnin, Rannsókn- arstofnun sjávarútvegsins, Reykjavíkurborg, Samband fisk mjölsframleiðenda, Samlband lýsisframleiðenda, Samband nið ursuðuverksm'iðja, Samtoand sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi, Samlag skreiðarframleið- enda, Síldarútvegsnefnd, Síldar- verksmiðjur ríkisins, Skipaskoð- un ríkisins, Slys'avarnafélaig ís- lands, Stýrimannaskólinn, Sölu- miðstöð hraðfrystiihúsajina, Sölu samband íslenzkra fiskframleið enda, Veðurstofan, Vélskólinn og Vita- og hafnarmálastjórnin, Fulltrúar þessara aðila komu saman á fund í nóvember og voru þá þrír menn kjörnir til viðbótar í sýningarstjórnina, svo að hún er nú skipuð fimm mönn um. Þeir, sem kjörnir voru til viðbótar, voru Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, Gunn ar Friðriksson, fulltrúi Slysa- varnafélags íslands, og Ingimar Einarsson, futltrúi Félags íis- lenzkra botnvörpuskipaeigenda. Sami fundur ákvað einnig, að sýningunni skyldi gefið nafnið „ÍSLENDINGAR OG HAFIГ. Seljum í dag Benz 220 árg. 66. Vökvastýri. Vol'kswagen árg. 66. Land-Rover árg. 64, fclædd- ur. Volkswagen árg. 64. Land-Rover árg. 65, óklæddur. Bronco árg. 66, óklæddur, góður bíll. Volkswagen sendiferðabíll, árg. 67. Plymouth Valiant station árg. 66. Commer sendiferðabíll árg. 66. Taunus 17 M árg. 64, 4ra dyra, sérlega fallegur bíll C/D H 1 i Ti 1 e 93 i * i £ m 9 H C/D i e H 35 < m > C3 c i i m m í JC 1 O 1 m GU-DMUN DAP Bergþóru*ötu 3. Stmar 19032, 20070 ITSALA - ITSALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.