Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 196« ÁBURÐARVERKSMIÐJAN Eign alþjóðar eða fárra útvaldra? ÞEGAR forsætisráðherxa, Bjarni Benediktsson, tilkynnti þjó'ð- inni, að afloknum síðustu kosn- ingum, að núverandi stjórnar- flokkar hefðu komið sér sam- an um áframhaldandi stjórnar- samstarf, taldi hann upp ýmis “ atriði, sem flokkamir hefðu orðið ásáttir um að beita sér fyrir í stjómarsamstarfinu. Meðal þess, sem þar var nefnt, var stækkun Áburðar- verksmiðjunnar. f>eir, sem bezt þekkja, fagna því að yfirlýstur stuðningur ríkisstjómarinnar skuli nú feng inn fyrir þessari framkvæmd, því mjög er or’ðið aðkallandi að stækka og endurbæta Áburð arverksmiðjuna, sem nú hefur starfað í 15 ár. Á því tímabili hafa að sjálf- sögðu orðrið margvíslegar end- urbætur á framleiðsluaðferðum áburðar í heiminum, auk þess, sem þannig var stofnað til sumra þátta Áburðarverksmiðjunnar, á síðustu stundu, áð framleiðsla hennar hefur aldrei verið sem skyldi, svo að endurbóta var þar þörf þegar frá upphafi. Þá hefur og áburðarnotkun landsmanna aukizt geysilega á þessu 15 ára tímabili, svo að núverandi verksmiðja er orðin allt of lítil fyrir okkar þarfir og því mikil nauðsyn að stækka hana, og helzt svo fljótt að sú stækkun geti verið tilbúin þeg- ar Búrfellsvirkjun verður full- gerð og þá nægilegt rafmagn fyrir hendi. Þar sem nú virðist hilla und- ir að brátt muni hafizt handa um endurbætur og stækkun verksmiðj unnar, vil ég vekja hér athygli á einu þýðingar- miklu atriði, sem ég tel nauð- synlegt að tekið verði til ræki- legrar endurskoðimar og gerð- ar úrbætur á, áður en farið verð ur út í fyrrnefndar framkvæmd ir, en það eru lög þau, sem verksmiðjan byggist á. Það hefur komið í ljós, að á **þeim er líka alvarleg missmíði og ekki sfður endurbóta þörf á þeim en verksmiðjunni sjálfrL 1 rauninni eru lagaákvæðin um verksmiðjuna svo stórgölluð, að óverjandi má telja að ríkið hafi forystu um að lagt sé út í mikla fjárfestingu við stækkun henn- ar, án þess að lögin séu áður tekin til endurskoðunar, þannig að ótvírætt sé, hver raunveru- lega eigi verksmiðjuna. I sinni núverandi mynd er verksmiðjan kölluð hlutafélag, en í rauninni er hún hvorki hreint hlutafélag né hreint rík- isfyrirtæki, og hinar ýmsu grein ar laganna vir’ðast srtangast á, og hefur það orðið til þess að menn hafa deilt um, hverjir séu eigendur verksmiðjunnar. ' Eðlilegast virðist, að annað hvort sé verksmiðjan hreint rík isfyrirtæki eða hreint almenn- ingshlutafélag, opið öllum. Nú er hún hvorugt — hvorki fugl né fiskur. Til þess að sýna fram á, hversu þetta atriði er alvarlegt, er nauðsynlegt að líta nánar á málin. Lögin um Ábur’ðarverksmiðj- tma voru afgreidd frá Alþingi 1949. Þau eru upphaflega sam- in með það fyrir augum, að hún sé hrein ríkiseign, á sama hátt og t.d. Sementsverksmiðj- an er. Fjrrstu 12 greinar laganna miðast allar við að svo sé, enda hafði ríkissjóður árum saman kostað allar rannsóknir og und irbúning málsins. I 2. grein laganna segir svo: „Ríkissjóður leggur fram fé til stofnunar áburðarverksmiðju samkvæmt ákvörðun fjárlaga, og er fé þetta óafturkræft. Ef fjárveitingar samkvæmt fjár- lögum hrrökkva ekki til stofn- kostnaðar verksmiðjunnar, er verksmfðjustjóminni heimilt að ; taka það fé, sem á vantar, að láni ...... með ábyrgð ríkis- sjóðs“. í 3. grein segir: „Verksmiðjan er sjálfseignar- stofnun.... “ Frumvarpið fór í sinni upp- haflegu mynd í gegnum allar umræður þingsins, nema þá síð- Jóhannes Bjarnason verkfræðingur. ustu í efrideild, þannig, a’ð þing- menn gerðu ráð fyrir að verk- smiðjan yrði ríkiseign. Við sfðustu umræðu í efri deild var bætt inn í frumvarp- ið hinni einkennilegu 13. grein, en þar segir m.a. svo: „Ríkisstjórninni er heimilt, þrátt fyrir ákvæði 2. greinar, að leita eftir þátttöku félaga eða einstaklinga um hlutafjárfram- lög til stofnunar áburðarverk- smiðjunnar og leggja fram til hennar hlutafé úr rekstrarsjóð áburðarsölu ríkisins, allt að einni milljón króna. Ef slík fram lög nema minnst 4 milljónum króna, leggur ríkissjóður fram hlutafé, sem þá vantar til að hlutaféð verði 10 milljónir og skal verksmiðjan þá rekin sem hlutafélag......“ Þannig vom lögin endanlega samþykkt, að fyrrstu 12 grein- amar gera rá’ð fyrir að verk- smiðjan sé hrein ríkiseign að viðbættri 13. greininni, sem kippir fótum undan þeim á þenn an einkennilega hátt. Auglýst var eftir hlutafé í Lögbirtingarblaðinu, er lögin höfðu verið staðfest, en fram- boð var sáralítið og hvergi nærri því, sem 13 greinin krafðist til þess að hlutafélag yrði stofnað um hana. Var þá talið, að hlutafélagsformið væri úr sög- unni. Ríkissjó'ður hélt áfram að kosta undirbúning málsins og kanna lánsmöguleika til fram- kvæmdanna. Var fyrst og fremst leitað til Marshallstofn- imarinnar um fjárhagsaðstoð. Því hefur verið haldið fram, að 13. greinin sé til orðin vegna þess, að Marshallstofnunin hafi sett það skilyrði fyrir stuðningi sínum, að verksmiðjan yrði hlutafélag. En þetta er ekki rétt. Á árunum 1949 og 1950 vann ég, ásamt fleirum, á veg- um ríkisstjórnarinnar að því a'ð fá samþykki Marshallstofnunar- innar til stuðnings málinu. Samdi ég skýrslur og áætlanir fyrir stofnxmina og sat marga fundi með mönnum hennar. Á einum slíkum fundi í Washing- ton spurðist ég hreinlega fyrir um þetta atriði, og var því alveg neitað. Hins vegar var mér sagt, að frekar væri óskað eftir því, að fyrirtækið væri rekið sem hlutafélag, en ekkert væri við það að athuga, að fyrirtækfð værri hreint ríkishlutafélag, þar sem ríkið ætti öll hluta- bréfin (State Corporation), en slíkt rekstrarfyTÍrkomulag er vel þekkt erlendis, þegar um ríkisfyrirtæki er að ræða. Þegar Marshallstofmmin hafði lofað að styðja okkur til að reisa verksmiðjuna, vaknaði skyndilega áhugi hjá fjársterk- um aðilum á að eignast 4 miUj- ón króna hluta í væntanlegu 10 milljón krróna hlutafélagi, skv. 13. grein. Höfðu menn sýnilega (og skiljanlega) áhuga á, a'ð eignast fyrir 4 mílljónir króna 40% af verksmiðju, sem þá var áætlað að kosta myndi yfir 100 milljónir króna. Var drifið í að stofna hluta- félagið, þar sem ríkissjóður lagði fram 6 milljónir króna, og fáir, stórir aðilar lögðu fram megin hlutann af 4 milljónum króna, en nokkrir aðilar lögðu þar með smáhluta. Síðan var verksmiðjan byggð og vai*ð stofnkostnaðurinn fyrir 15 árum um 130 milljónir kr. Af því sá ríkið um að útvega um 126 milljónir króna á einn eða annan hátt með ríkisábyrgð um og margs konar fyrir- greiðslu. Var svo þessu 10 milljón kr. hlutafélagi afhent þessi 130 milljón krórna verksmiðja. Miðað við núverandi verðlag, magnið að láni. Bændur borgi lánið með viðskiptum sínum. Hlutafélagið eignist stækkun- ina. Err ekki orðið tímabært á'ð- ur en hinar fyrirhuguðu stækk unarframkvæmdir verða endan lega ákveðnar, að breyta lögum verksmiðjunnar í skynsamlegra form? íýrir 5 árum var Áburðar- verksmiðjunni falinn rekstur Áburðarsölu ríkisins. Ég tel að sú ráðstöfun hafi í sjálfu sér verið skynsamleg vinnuhagræð- ing, þar sem Áburðarverksmiðj- an ætti a’ð geta leyst það verk af hendi betur og ódýrar en nokkur annar aðili, vegna sér- stöðu sinnar og góðrar aðstöðu. En er það réttlætanlegt til lengdar, að fela hlutafélagi, þar sem einkaaðilar eiga 40% hluta- fjárins, einkasölu á svo þýðing- armikilli vöru? Gerir það ekki einnig nauðsynina á lagabreyt- ingu enn brýnni? Hvað segja fulltrúar bænda á Alþingi um þetta mál í heild? Hér er um að ræða fyrirtæki, sem atvinnurekstur bænda byggist svo mjög á. Raunar snertir þetta mál hvern einasta landsmann. Menn greinir eðlilega á um það, hvort sé heppilegra rekstr- arform, almenningshlutafélag e'ða ríkisrekstur, en út í þá sálma ætla ég ekki að fara hér. Hvort formið sam er, getur haft sína kosti, eftir því, um hvað er að ræða. En mér virðist, eins og Áburðarverksmiðjan hefur verið byggð upp, og ekki sízt eftir að henni var falin rekst- ur Áburðarsölu ríkisins, að eðlilegast sé, að hún sé hrein ríkiseign. Mætti þá eins reka hana sem hreint ríkishlutafélag. Aðkallandi er, a'ð Áburðar- verksmiðjulögin verði endur- skoðuð og afgreidd í heppilegra formi á yfirstandandi Alþingi til þess að skera úr um, í eitt skipti fyrir öll, hver eigi verk- smiðjuna og stöðva allar deilur um það atriði. Áburðarverksmiðjan var fyrsta stóriðjuframkvæmd, sem íslendingar réðust í. Á hún ekki að vera eign alþjóðar? Áframhaldandi deilur um verksmi’ðjuna eru til þess falln- ar, að hindra eðlilegan vöxt og þróun hennar, og því þarf þeim að ljúka áður en lagt verður út í næsta áfanga. Megi Alþingi nú gera sitt til þess, að svo geti orðið. Jóhannes Bjarnason verkfræðingur. Aburðarverksmiðjan í Gufunesi má reikna með að verksmiðjan*®* sé í dag minnst 700 milljón króna virði. Þeir aðilar, sem lög’ðu 4 millj ónir króna í hlutafélagið Áburð arverksmiðjuna fyrir 15 árum, eru nú, að því er margir telja, eigendur að 40% þessarar eign- ar eða nærri 300 milljón króna eign, vegna hinnar einkenni- legu 13. greinar Áburðarverk- smiðjulaganna. Ekki ónýt fjárfesting það! En hverjir hafa kostað þessa margföldun hinna 4 milljón kr., sem hluthafarnir lögðu fram á sínum tíma? Eru það ekki fyrst og fremst bændur landsins og hinn al- menni neytandi landbúnaðar- afurða, þ.e. þjóðin í heild? Telja má að sú stækkun og endurbót Áburðarverksmiðjunn- ar, sem nú er áformuð, muni kosta um 300 milljónir króna. Það fjármagn hlýtur ríkið á einn eða annan hátt að þurfa að útvega, því lítið mun verk- smiðjan sjálf hafa handbært til þeirra hluta. Eða skyldu hluthafarnir, sem einu sinni lögðu fram 4 milljónir króna, nú vilja eða geta lagt fram 40% þess fjár, sem vantar til þessara fram- kvæmda, þ. e. um 120 milljónir króna? Ætlar ríkið nú aftur að stuðla a'ð því að þessum „heppnu" hluthöfum verði færðar yfir 100 milljónir króna að „gjöf“ í sam- bandi við þessar stækkunar- framkvæmdir Áburðarverk- simðjunnar? Ríkið útvegi fjár- — Seyðisfjarðarkirkja Framhald af bls. 13 Kvik, Seyðisfirði. gaf kirkjunni al'lan Ijósaútfbúnað. Að öðru leyti var fj'ár aflað með lánum. Við fyrr nefnda guðsþjónus'tu á jóladag var mi'kið fjölmenni, og ríkti þar einlægur fögnuð- ur vegna þess áfanga, sem nú er náð. Er og ástæðulaust að draga fjöður yfir þá staðreynd, að þeir, sem að verki þessu unnu, Ihafa skilað því með á- gætum, enda í Íhvívetna lagt sig fram svo sem þeir framast máttu. Leyfi ég mér fyrir hönd safnaðar Seyðisfjarðarkirkju og sóknarnefndar að flytja þeim hugheilar þakfkir fyrir alúð alla. Sömu þakkir flyt ég þeim að- ilum, er lögðu fram fé til bygg- ingariinnar, en án stuðnings þeirra, sem að framan var get- ið, hefði verk þetta aldrei náð fram að ganga. Hinna mörgu. sem með ýmsum Ihætti, beint og óbeint, lögðu Seyðisfjarðarkirkju lið undanfarna mánuði, er og minnst í einlægri þökk. Að lókum vil ég þakika sókn- arnefnd fyrir ánægjulegt sam- starf að framkvæmdum þess- um. Sérstaklega get ég sóknar- nefndarformanns, Ástvaldar Kristóferssonar, en hann hefur verið Mfið og sálin í athöfnum öllum. Megi hið góða verk, sem nú er um sinn látið fa'lla, verða upp tekið að nýju svo skjótt sem þess verður auðið, söfnuði Seyð isfjarðarkirkju til upphyggingar oig Guði til aukinnar dýrðar. Seyðisfirði 15. janúar 1963 Heimir Steinsson. settur sóknarprestur. Fréttir úr Kjósinni NIÐURLAGIÐ úr „Fréttum úr Kjósinni", sem birtist fyrir skömmu hér í blaðinu, féll nið- ur, en það fjallaði um sjónvarp- ið á þessa leið: „Fáein heimili hafa fengið sér sjónvarpstæki á árinu. En af þeim voru ekki full not, á með- an ekki komu fleiri endurvarps- stöðvar. Á sumum heimilum hefur þetta lagazt nofekuð, en þó ekki til fulls, en á öðrum ekki. Líklega fjölgar sjónvarps- tækjum hægt, á meðan ekki er nokkurn vegin trygging fyrir því, að tækin komi að fullum notum. Ef til vill er þess ekki langt að bíða“. Nú rétt í þessu var ég að heyra að frá Lambhagastöðinni sjáist ágætlega. Þeir sem ná til hennar eru ekki nema nokkrir bæir hér í sveitinni. Aftur á móti virðist Skálafellsstöðin ekki skila eins vel sýnu hlutverki eins og henni er ætlað. Vaidastöðum 18. 1. ’68. — St. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.