Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1968 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA að beygja út aí en þá ók hann aftunhjólið hjá mér, og ég þaut upp í loftið. Meira mundi hann ekki fyrr en hann raknaði úr rotinu. Hann hafði hrokkið spölkorn út af veg inum og lá nú á akri, en fötin hans voru horfin. — Ekki pgatla eftir, sagði hann og roðnaði und ir sólbrunanum. — Þarna stóð ég og vissi ekki, hvað tii bragðs skyldi taka. Ég hef verið að bíða síðasta klukku tímann 1 þeirri vton, að einhver kæmi framhjá, sem ég gæti hó- að í. En sá eini, sem ég sá, öskr- aði bara upp og tók til fótanna. Ég er viss um, að hann er enn á har ð ahlaaipum. Hann hafði ekki tekið vel eft- ir bílnum ,nema hivað hann virt- ist ekki eiga heirna uppi á Hóln- um. Hann var lítill og ræfilsleg- ux og ók ekki mjög hratt. Karl- maður var við stýrið. Honum sýndist hann vera miðaldra eða roskinn. Earle hringdi tii Jim Conway og Haines fékk lánuð einhver föt hjá brytanum og svo fóru þeir saman til lögreglustöðvarinnar. Þeir fundu vélhjólið, sem var talsvert skemmt, ekki langt frá húsi Earle. En einkennisibúning- ur og skammbyssa Haines var hvergi sjáanlegt, en nærfötin hans fundiu þeir hinsvegar. Þeim hafði verið fleygt rétt hjá veg- inum. Jim horfði á þau. — Það, sem þessi náungi hefur verið að sækj ast eftir, var einkennisbúningur- inn. En hann færði Haines úr öllu, til þess að hann gæti ekki farið og kallað á hjálp. — Kannski hefur hann hald- ið, að ég ætlaði að stöðva hann, og hefur viljað sleppa frá mér, sagði Haines. Þeir fóru nú aftur heim til Earle. Kona Haines hafði sent einhver föt þangað með lögreglu bílnurn, og meðan hann klæddi sig, fór Jim í símann. Fyrst hringdi hann í ráðhúsið og náði í Cracker Brown og lét hann senda út boð, enda þótt lítið væri við að styðjast. — Gamall Ford eða Chevrolet. Athugið þið beyglur á honum eða önnur merki um árekstur. Ekillinn lík- lega miðaldra eða roskinn. Kynni að vera í einkennisbún- ingi vélhjólamanns og með lög- regluskammbyssu. Farið varlega. Maðurinn kann að vera hættuleg ur. Síðan sendi hann Haines heirn og Earæ í háttinn. S'íðan — en þá var klukkan orðin eitt eftir miðnætti — steig hann upp í sinn eigin bíl og ók til Klausturs ins. Hann fór samt ekki að hús- inu, heldur að kofa McDonalds og hringdi dyrabjöllunni. Það tók nokkurn tíma að vekja upp, en þegar Andy loksins kom, var hann úrillur. — Hvað er nú að, hr. Conway? sagði hann. — Ég þræla allan daginn og þarf að hafa einhvern svefn. Jim leit kringum sig. Kofinn var aldimmur og þögull. Hann gekk inn. — Hefurðu verið heima í allt kvöld, McDonald? — Já, það hef ég. — Nokkur komið til þín? — Komið? Hver hefði svo sem átt að koma? — Áttu ekki bíl? — Jú. Hvað um það? — Ég vil gjama sjá hann. Hvar er hann? Andy fór, smábölvandi, í ein- hver föt og Jim fór inn í her- bergi Evans, kveikti ljós og lit- a'ðist um. Þar var ekkert grun- samlegt. Það leix út eins og það gerði, eftir að Jessie hafði tek- ið þar til, kalt og sýnilega ónot- að. Hann leit inn í skápinn, en þar var allt eins og það hafði verið, föt Evans héngu þar og skómir á gólfinu. Hann fór hálf gert að skammast sín. Andy gekk á undan spölkorn frá kof- anum, að því, sem hann kallaði Skúrinn. Hann var ekki læstur. Hann hraitt upp hurðinni og í ljós kom gamall Chevrolet-bíll og Jim tók upp vasaljósið sitt og skoða'ði hann. Það var engin upp hitun þarna og vélarhúsið var kalt, þegar hann snerti það. En þegar hann leit upp, sá hann, að Andy benti á bílinn að framan. — Einhver bölvaður þjófur- inn hefur farið með hann út, sagði Andy og varð nú skozkur í máli, af eintómum æsingi. — Lít ið þér á þetta, herra minn. Það var ekki svona í gær. Jim var ekki í neinum vafa lengur. Þetta var bíllinn, sem hafði ekið á Haines um kvöldið. Framstuðarinn var illilega beygl a'ður hægra megin. Hann horfði á Andy, én móðgun hans og hneykslun var svo bersýnileg, eins og hjá sönnum Skota, sem orðið hefur fyrir órétti. Hann gekk frá honum og lýsti á jörð- ina fyrir utan. Stígur lá frá veg- inum að skúmum og hesthúsun- um, en svo var önnur moldar- gata, sem lá niður að brekkunni. Hver sem var hefði getað dreg- ið bílinn út, stigið inn, losað um hemlana og látið hann síðan renna niður brekkuna, áður en vélin var sett í samband. Væri þa’ð gert, þurftu hvorki Andy né Jessie að heyra neitt í 'bílnum. En hvað snerti heimkomuna, þá .... — Þú heyrðir ekki neitt í hon — Ég Iæt þetta myndaúrval nægja á sýninguna. veitingahúsið ASKUR BÝÐUE YÐUE HELGARMATINN i handhœgum umhúðum til að taka HEIM ! GRILLAÐA KJÚKLINGA ROAST BEEF GLÓÐARSTEIKT LAMB GLÓÐARSTEIKT NAUTAFILLÉ GLÓÐARST. GRÍSAKÓTELETTUR HAM BORGARA Gleðjið frúna — fjölskylduna — vinina — njótið hinna Ijúffengu rétta heima i stofuj/ðar. Ef þér óskið getið þér hringt og pantað við sendum leigubil með réttina heim tiljðar. um þegar hann kom eða fór? — Hvenær hefði það átt að vera? spurði Andy varkár. — I kvöld. Segjum milli hálf ellefu og tólf á að gizka. — Við förum snemma í hátt- inn. Upp úr klukkan níu. Held- urðu ekki, að ef ég hefði heyrt í bölvuðum fantinum, þá hefði ég farið út og elt hann? Síðan leita’ði hann í kofanum. Jessie var komin á fætur, í gam- alli flúnelstreyju og mállaus af reiði. Enginn einkennisbúningur fannst þarna, eða neitt, sem grun semd gæti vakið, og bæði full- yrtu þau, að Evans hefði alls ekki þangað komið síðan hann hvarf. — Fram að þessu hafði ég nú bara farið eftir hugboði, sagði Jim seinna. — Lýsingu Haines á bílnum með rosknum manni í, kom mér á spori'ð. Ég hafði einu sinni eða tvisvar séð Evans aka þessum gamla skrjóð, og fór eftir því, upp á von og óvon. En þegar hann sagði söguna af Haines, risu bæði Andy og Jessie upp öndverð, og fullyrtu, að þetta gæti alls ekki hafa verið Evans. — Hann var hvorki morð ingi né þjófur, sagði Andy. Hon- um var bíllinn velkominn, hve- nær sem hann vildi, og það vissi ^ hann. Nei, þetta hefur aldrei ver ið hann Evans. Nú var Jim algjörlega ringlað ur. Hann sá ljós hjá Tony í aðal- byggingunni og hringdi til hans úr kofanum. Og aftur rannsök- uðu þeir bílinn. Stýrið virtist hafa veri'ð þurrkað, því að þar vottaði ekki fyrir neinum fingra förum. Tony leit upp eftir að hafa at- hugað beyglaða stuðarann. — Það er þó að minnsta kosti eitt víst um þetta, Jim, sagði hann, —■ að Stoddard hefur ekki gert það. — Nei, samþykkti Jim. — En hver í fjandanum hefur þá gert það? Að kvöldi næsta dags voru öll blöðin með söguna. Vitanlega var klæðlaus lögregluma’ður hreinasti hvalreki fyrir blöðin á daufum tíma árs. Þeir gerðu líka sem mest úr þessu og sýndu myndir af vandræðalegum u.ng- um manni, með ýmislegum text- um með: „Brjálæðingur gengur enn laus" — „Lögreglumaðurinn fundinn nakinn" o.s.frv. Forvitn- ir ungir rnenn, með vasana fulla af handritapappír vory á ferli um allt nágrennið og t'índu upp sína ögnina af hverju, sem til samans urðu talsverður blaða- matur. Þeir náðu í slysið, sem Bessie hafði orðið fyrir, og kúlu götin á bílnum hennar. Þeir vöktu upp aftur árásina á Evans, og buxurnar, sem stolið var. Þeir birtu aftur spellvirkin í graf- reitnum, og einn unglingurinn komst meira að segja inn í skrdf stofuna mína, til að spyrja hvort það væri satt, að ég hefði verið höggvin með öxi og mér fleygt niður í sundlaugina hjá Stodd- ard. Saksóknarinn sendi eftir Hopp er, bálvondur. — Hvaða andskot ans bull er þetta, sem blöðin eru með? spurði hann. — Hversvegna lestu það ekki? A S KU R matreiðir fyriryður cdla daga vilcunnar Suðurla ndtib raut 14 sími 38550 Auglýsing um gjalddaga fyrirframgreiðslu opinberra gjalda 1968 Samkvæmt reglugerð um sageiginlega inn- heimtu opinberra gjalda nr. 95/1962 sbr. rglg. nr. 112/1963 og nr. 100/1965, ber hverjum gjaldanda í Reykjavík að greiða á fimm gjalddögum fré febrúar til júní, fyrirfram upp í opinber gjöld, fjár- hæð, sem svarar helmingi þeirra gjalda, er á hann voru lögð síðastliðið ár. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, kirkjugjald, lífeyristryggingagjald, slysatrygg- ingagjald, iðnlánasjóðsgjald, alm. tryggingasjóðs- gjald, tekjuútsvar, eignarútsvar, aðstöðugjald, at- vinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, launa skattur, iðnaðargjald og sjúkrasamlagsgjald. Fjár hæð fyrirframgreiðslu var tilgreind á gjald- heimtuseðli, er gjaldendum var sendur að lok- inni álagningu 1967 og verða gjaldseðlar vegna fyrirframgreiðslu því ekki sendir út nú. Fyrsti gjalddagi fyrirframgreiðslu er 1. febrúar næstkomandi. Kaupgreiðendum ber að halda eftir opinberum gjöldum af launum starfsmanna og verður lögð rík áherzla á að full skil séu gerð reglulega. GJALDHEIMTUSTJÓRINN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.